Tíminn - 30.07.1961, Page 6

Tíminn - 30.07.1961, Page 6
6 TÍIVIINN, sunnudaginn 30. júlí 1961 ÞATTUR KIRKJUNNAR Fáar sögur Nýjatestamentis- eru eftirtekitarverðari og ó- gleymanlegri en frásögnin um ummyndun Krists. Allt, sem honum tilheyrði, föt hans, andlit hans ljómar og lýs- ir eins og „leiftur á mjöll“. Hversdagsleikinn verður allt í einu helgidómur, hið hr'júfa og slitna slétt og nýtt, og hið lit- lausa og snjáða skínandi og ferskt, sjá allt er orðið nýtt. Sumum finnst þessi saga, eða öllu heldur atvikið, sem hún gréinir frá, ótrúlegt og óraun- verulegt, og um leið þýðingar- lítið fyrir mannlega tilveru og menningarviðleitni, barnalegt, broslegt. efnum áburðar og boldar í ang- andi dýrð fíngerðra hlaða og blikandi krónu. Allt slíkt fyllir undrun og lotningu. En hvort mun þá ummyndun mannlegrar veru ómerkari? Við getum skynjað þá opin- berun, sem verður, þegar Krist- ux, andi hans og kærleikur, máttur hans og dýrð birtist í hversdagslegri manneskju, svo að jafnvel ásjónan, ef til vill hrukkótt og hrjúft andlit, ljóm- ar bókstaflega af einhverju innra Ijósi. Þó er ekki minna um vert, þá ummyndun, þegar breyzkur og brotlegur maður eignast kraft göfgi og stórmennsku til Ummyndun Síðasta málverk meistarans Rafaels, sem stóð við bangbeð þessa snillings, sem lézt. í ald- ursblóma, sýnir ummyndun Krists. Hann stendur uppi á fjallinu í dýrðarljóma ummynd unar sinnar. . En við fjallsræturnar kemur í Ijós líkt og brot eða tákn- mynd af umkomuleysi, von- brigðum og þjáningum mann- anna. Faðirinn, sem árangurs- laust leitar hjálpar barni sínu fársjúku til lærisveinanna. Allt virðist algjörlega vonlaust og án huggunar. Það er sem eng- inn geisli guðdómlegs tilgangs og vizku lýsi gegnum þetta rökkurdjúp, og veslings faðir- inn starir kalinn á hjarta út í auðnina og myrkrið. En þá sést einn lærisvein- anna benda upp á fjallstindinn. Það Ijómar ljós þar uppi, bjart og blikandi ljós. Ummyndunarsagan flytur boðskapinn, sem skáldið ást- sæla orðar á þessa leið: „Bak við heilaga harma er himinninn alltaf blár.“ Inn í einsemd þjáningar og örvænis, þar sem mannleg rödd hljóðn- ar, ómar rödd hins himneska föður. Þetta verður einn sterkasti þátturinn í boðskap sögunnar um ummyndun Krists. En samt aðeins einn þáttur af mörgutn. Náttúrufræðingum eru kunn ar hinar margvíslegu og undur- samlegu ummyndanir í ríki náttúrunnar. Þeir vita um þró- un fiðrildisins frá ljótum og gráðugum maðki til himinunn- andi fleygrar veru í öllum regn bogans litum, veru, sem lifir svo aðeins á dögg og hunangi. Og þeir vita um starf blóms- ins, sem breytir óhrjálegustu að byrja nýtt líf í starfandi fegurð og góð vild, fórnfýsi og ástúð. „Þú skalt vera Kristur fyrir meðbróður þinn,“ sagði Lúther einhvers, staðar. Sumir geta bókstaflega ummyndazt til slíkrar dýrðar. Þar nægir að nefna Pál postula, Franz frá Assisi, Schweitzer og Sadhu Sundar Sing. En jafnvel hversdagslegt fólk getur tileinkað sér þessa birtu og göfgi ummyndunar- innar. „Bjartast hreint skín hjarta úr hálfslokknum augum,“ segir hið djúpspaka skáld, og minn- ist þess ljóma, sem öllu brosi æðra umhjúpar ásjónu deyj- andi fólks, sem hefur lifað og gengið á Guðs vegum. Einhver sagði um Söderblom erkibiskup að honum látnum: „Hann opinberaði mér sjálfan Krist.“ Og ung kona, sem kom- ið hafði á heimili hans sagði: „Mér fannst líkt og þar ljóm- aði af öllu, eins og hver hlutur hefði sál. Og ég óskaði, að mitt heimili gæti orðið slíkt. Þann- ig eru hamingjusöm heimili." Og leitum við ekki einmitt eftir hinni miklu ummyndun alls mannkyns. Bíðum við ekki þess tíma og þráum þann dag, að dýrð þess kærleika, frelsis og fagnaðar, sem andi og kenn- ing, líf og starf Krists ljómaði af, megi blika af brosum þjóð- höfðingjanna, óma af orðum „hinna stóru“ og umskapa ver- öld hins óttaslegna og þjáða jarðarbarns til hærra lífs? Er ekki hinn mikli draumur mannshjartans um frið og bræðralag óskin um hina miklu ummyndun? Árelíus Níelsson. Um þvera og endilanga Evrópu er fólk í tjöldum út um hvippinn og hvappinn og á sérstökum tjaldbúðasvæð- um. Þetta faerlst sífellt í vöxt, að menn ferðist sem farfuglar með þessum hætM. Á tjaldstæðunum, sem ætluð eru ferðamönnum, er vatnsból, salerni og jafnvel sölutjöld, þar sem nauðsynjar eru seldar. En það rignir víðar en á íslandi, og eftir steypiskúr er oft heldur óhrjálegt um að litast í tjaldbúðum. — Þessi mynd er frá tjaldbúðasvæði í Þýzkalandi. Eigi vel að vera, er það töluvert starf að búa dögum saman í tjaldi og sjá um sig sjálfur. Það er mikið umstang að hreinsa til og viðra, og töluverð heimilisstörf. I tjaldbúðum í sumarleyfi Skemmtiferð Fram- soknarfélaganna Framsóknarfélögin i Reykjavík efna til skemmtiferðar sunnuðag- inn 13. ágúst. Verður ekið til Þingvalla og þaðan um Kaldadal í Húsa- fellsskóg og síðan um Borgarfjörð tii Reykjavíkur. Tilhögun þessarar ferðar verður auglýst nánar síðar. Lögfræðiskrifstofa Laugavegi 19 SKIPA- OG BÁTASALA Tómas Árnason hdl. Vilhjálmur Árnason hdl. Símar 24635 og 16307. Finnar hafa iíka hugsað um að lyfta af sjávarbotni sínu „Vasa-skipi", eins og Svíar Á botni svokallaðs Sænska sunds hafa finnskir kafarar fundið heilan skipakirkjugarð frá árinu 1790. Sagan hermir, að hinn 9. júlí árið 1790 hafi staðið þarna mikii sjóorusta. Á myndinni sjást nokkrir sund- kafarar í bát sínum, sem þeir nota við rannsóknir á skipunum. Þeir eru að velja sér skip til að lyfta frá botni. ! sumarleyfið Tjöld, 2—5 manna með föstum og lausum botni. Verð frá kr. 835.00. Mataráhöld í töskum. Svefnpokar Vindsængur Gasprímusarnir vinsælu með hitabrúsalaginu Pottasett og hnifapör Plastdiskar og bollar. Ferðatöskur Að ógleymdri veiðistöng- inni sem er ómissandi í sumarleyfið. Póstsendum Sími 13508. Kjörgarði Laugavegi 59. Austurstræti 1.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.