Tíminn - 30.07.1961, Qupperneq 13

Tíminn - 30.07.1961, Qupperneq 13
T í M I N N, sunnudaginn 30. júlí 1961. 13 ff Setsðer nú iá Framh. af 9. síðu. tekið hann og kastaði honum heim að dyrununn Honum ajirð illt við þetta og komst þó tír rúms síns og var víða orðinn kolblár. Af þessu tók hann sótt og andaðist. Var hann og grafinn þar að kirkju. Sýndust þeii' báðir jafnan síðan í einni ferð, sauðamaður og Þórir viðleggur, og af þessu varð fólkið allt óttafullt, sem von var. Eftir andlát Þóris tók sótt hús- karl Þórodds og lá þrjár nætur, áð- ur hann andaðist. Síðan dó hver af öðrum, þar til er sex voru látn- ir. Var þá komið að jólaföstu, en þó var í þann tíma eigi fastað á íslandi. Skreiðinni var svo hlaðið í klef- j ann, að eigi mátti hurðinni upp: ijúka, og tók hlaðinn upp undir þvertré, og varð stiga tiL að taka að rjúfa hlaðann ofan. Það var eitt kveld, er menn sátu við málelda, að heyrt var í klef- ann, að rifin var skreiðin, en þá er til var leitað, fannst þar eigi kvikt. SelshöfuS úr gólfi Það var um veturinn litlu fyrir jól, að Þóroddur bóndi fór út á Nes fftir skreið sinni. Þeir voru sex saman á teinæringi og voru út þar um nóttina. Það var tíðinda að Fróðá það sama kvöld, er Þór- cddur hafði heiman farið, að mál- eldar voru gerðir, og er menn komu fram, sáu þeir, að selshöfuð kom upp úr eldhúsgólfinu. Heima- kona ein kom fyrst fram og sá þessi tíðindi. Hún tók lurk einn, er lá í dyrunum, og laust í höfuð selnum. Hann gekk upp við höggið og gægðist upp á ársalinn Þór- gunnu. Þá gekk til húskarl og þarði §elinn, en hann gekk upp við hvert högg, þar til er hann kom upp yfir hreifana. Þá féll húskarl í óvit. Urðu þá allir ótta- fullir, þeir ,er við voru. Þá hljóp til sveinninn Kjartan og tók upp1 mikla járndrepssleggju og laust í höfuð selnum, og varð það högg mikið, en hann skók höfuðið og litaðist um. Lét Kjartan þá fara hvert af öðru, en selurinn gekk þá niður við sem hann ræki hæl. Hann barði þar til, að selurinn gekk svo niður, að hann lamdi saman gólfið fyrir ofan höfuð hon- um, og svo fór jafnan um vetur- inn, að allir fyrirburðir óttuðust mest Kjartan. Týndust undir Enni . Um morguninn, er þeir Þórodd-! ur fóru utan af Nesi með skreið- ;ir.a, týndust þeir allir úti fyrir ,Enni. Rak þar upp skipið og skreið jna undir Ennið, en líkin fundust eigi. En er þessi tíðindi spurðust til Fróðár, buðu þau Kjartan og L>uríður nábúum sínum þangað til erfis: Var þá tekið jólaöl þeirra og snúið til erfisins. Sædauðir vitja erfis En hið fyrsta kvöld, er menn voru að erfinu og í sæti komnir, 'þá gengur Þóroddur bóndi í skál- ann og förunautar hans allir al- votir. Menn fögnuðu vel Þóroddi, því að þetta þótti góður fyrirburð- ur, því að þá höfðu menn það 'fyiir satt, að þá væri mönnum vel fagnað að Ránar, ef sædauðir ;menn vitjuðu erfis síns, en þá var enn lítt af numin forneskjan, þó að menn væru skírðir og kristnir að kalla. Þeir Þóroddur gengu eftir endi- löngum setaskálanum, en hann var tvídyraður. Þeir gengu til elda- skála og tóku einskis manns lcveðju. Settust þeir við eldinn, en heimamenn stukku úr eldaskálan- um, en þeir Þóroddur sátu þar eftir, þar til eldurinn var fölskvað- ur. Þá hurfu þeir á brott. Fór þetta svo hvert kvöld meðan erfið stóð. að þeir komu til eld- ' anna. Hér var margt um rætt að erfinu. Fóru boðsmenn heim eftir , veizluna, en þar voru híbýli heldur daufleg eftir. Það kvöld, er boðs- menn voru brottu, voru gerðir máleldar að vanda. En er eldar biunnu, kom Þóroddur inn með sveit sína og voru allir votir. Sett- ust þeir niður við eldinn og tóku að vinda sig. Og er þeir höfðu nið- ur setzt, kom inn Þórir viðleggur og hans sveitungar sex. Voru þeir allir moldugir. Þeir skóku klæðin og hreyttu moldinni á þá Þórodd. Heimamenn stukku úr eldhúsinu, sem von var að, og höfðu hvorki á því kvöldi ljós né steina og enga þá hluti, að þeir hefðu neina veru af eldinum. Annað kvöld eftir var máleldur gérður í öðru húsi. Var þá ætlað, að þeir mundu síðar þangað koma. En það fór eigi svo, því að allt gekk með sama hætti og hið fyrra kvöldið. Kogiu þeir hvorir tveggja til eldanna. Hið þriðja kvöld gaf Kjartan það ráð til, að gera skyldi langeld mikinn í eldaskála, en máleld skyldi gera i öðru húsi, og svo var gert. Þá endist með því móti, að þeir Þóroddur sátu við langeldana, en heimamenn við hinn litla eld, cg svo fór fram um öll jólin. Þá var svo komið, að meira og meira lét í skreiðarhlaðanum. Var þá svo að heyra nætur sem daga, að skreiðin væri rifin. Rófa úr skreiSarhlaða Eftir það voru þær stundir, að skreiðina þurfti að hafa. Var þá leitað til hlaðans, og sá maður, er upp kom á hlaðann, sá þau tíð- indi, að upp úr kofanam kom rófa, vaxin sem nautsrófa sviðin. Hún var snögg og selhár. Sá maður, sem upp fór á hlaðann, tók í róf- una og togaði og bað aðra menn til fara með sér. Fóru menn þá upp á hlaðann, bæði karlar og konur, og toguðu rófuna og fengu ei að gert. Skildu menn eigi ann- að, en rófan væri dauð. Og er þeir toguðu sem mest, strauk rófan úr höndum þeim, svo að skinnið fylgdi úr lófum þeirra, er mest höfðu á tekið, en varð eigi síðan vart við rófuna. Var þá skreiðin upp barin, o-g var þar hver fiskur úr roði rifinn, svo að þar beið engan fisk í, þegar niður sótti í hlaðann, en þar fannst enginn kvikur hlutur í hlaðanum. Næst þessum tíðindum tók sott Þórgríma galdrakinn, kona Þóris viðleggs. Hún lá litla hríð, áður hún andaðist. Og hið sama kvöld, sem hún var jörðuð, sást hún í liði með Þóri bónda sínum. Þá end- urnýjaði sóttina í annað sinn, þá er rófan hafði sýnzt, og önduðust þá meir konur en kailar. Létust þá enn sex menn í hríðinni, en sumt fólk flýði fyrir reimleikum og afturgöngum. Um haustið höfðu þar verið þrír tugir hjóna, en átján önduðust, en fimm stukku í brottu, en sjö voru eftir á góu. Sótt ráð að Snorra goða En þá er svo var komið undrum þeim, var það einn dag, að Kjart- an fór inn til Helgafells að finna Snorra goða, móðurbróður sinn og leitaði ráðs við hann, hvað að skyldi gera undrum þeim, er yfir voru komin. Þá var kominn prest- ur sá til Helgafells, er Gissur hvíti hafði sent Snorra goða. Sendi Snorri prestinn út til Ffóðár með Kjartani og Þórð kausa son sinn og sex menn aðra. Hann gaf það ráð til, að brenna skyldi ársal Þór- gunnu, en sækja þá menn alla í dyradómi, er aftur gengu. Bað hann prest veita þar tíðir, vígja vatn og skrifta mönnum, og kvöddu menn af næstu bæjum með sér um leið og komu um kvöldið til Fróðá fyrir Kyndil- messu í þann tíma, er máleldar voru gerðir. Þá hafði Þuríður hús- freyja tekið sótt með þeim hætti, sem þeir er látizt höfðu. Kjartan gekk inn þegar og sá, að þeir Þór- oddur sátu við eld, sem þeir voru vanir. Kjartan tók ofan ársalinn Þórgunnu, gekk síðan í eldaskála, tók glóð af eldi og gekk út með. Var þá brenndur allur rekkjubún- aðurinn, er Þórgunna hafði átt. Eftir það stefndi Kjartan Þóri viðlegg, en Þórður kausi Þóroddi bónda um það, að þeir gengi þar um híbýli ólofag og firrðu menn bæði lífi og heilsu. Öllum var þeim stefnt, er við eldinn sátu. Síðan var nefndur dyradómur og sagðar fram sakir og farið að öll- um uiálum, sem á þingadómum. Voru þar kviðir bornir, reifuð mál og dæmd, en síðan er dómsorði var á lokið um Þóri viðlegg, stóð hann upp og mælti: „Setið er nú meðan sætt er“. Eftir það gekk hann út um þær dyr, sem dómur- inn var eigi fyrr settur. Þá var lokið dómsorði á sauðamann, en er hann heyrð'i það, stóð hann upp og mælti: „Fara skal nú, og hygg ég, að þó væri fyrr sæmra.“ En er Þorgrímur galdrakinn heyrði ,að dómsorði var á hana lokið, stóð hún upp og mælti: „Verið er nú meðan vært er“. Síð- an sótti hver að öðrum, og stóð svo hver upp, sem dómur féll á, og mæltu allir nokkuð, er út gengu, og fannst það á hvers orð- um, að nauðugur losnaði. Síðan var sókn felld á Þórodd bónda, og er hann heyrði það, stóð hann upp og mælti: „Fátt hygg ég til friða, enda flýjum nú allir. Gekk hann þá út eftir það, Síðan gengu þeir Kjartan inn. Bar prestur vígt vatn og helga dóma um öll hús. Eftir um daginn segir prestur tíð'ir allar og messu hátíðlega, og eftir það tókust af allar afturgö’ngur að Fróðá og reimleikar, en Þuríði batnaði sótt- in, svo að hún varð heil. Um vorið eftir undur þessi tók Kjartan sér hjón og bjó að Fróðá Iengi síðan og varg hinn mesti garpur. LAUNDROMAT ÞVOTTAVELIN ] Westinghouse er einhver sú fullkomnasta, sem völ er á. ____ HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Sölustaftir: DRÁTTARVÉLAR H.F. HAfNARSTRA 11 23 - SÍMI 18395 KAUPFÉLÖGIN Skriíað og skrafað ^nmhsld af 7 síðu' láta undan síga i bili og af- urðasölulögin voru sett í sam- band aftur. — Þetta er hins vegar aðeins ein hliðin á „við reisninni". Með hinni mögn- uðu dýrtið var komið hinum megin frá, ásamt stórkost- legum lánasamdrætti. Um s.l. áramót n-eydclist ríkisstjórnin til að draga nokkuð úr vaxtaokrinu, vegna baráttu Framsóknar- flokksins og óhrekjandi sann ana Framsóknarmanna um að vaxtaokrið væri að drepa allt athafnalíf í dróma — væri landsmönnum ekki til góðs á neinn hátt, en hins vegar blasti tjónið sem af því leiddi hvarvetna við. Eftir nokkurra mánaða „viðreisn", sem sögð var fyrst og fremst miðuð við hag út- gerðarinnar, neyddist ríkis- stjórnin til að gera sérstakar skuldaskilaráðstafanir til að halda útgerðinni á floti. Hinn bági hagur útgerðarinnar var ekki sízt vegna okurvaxtanna, en helztu sérfræðingar stjórn arinnar i efnahagsmálum á þingi höfðu í deilum við Fram sóknarmenn, haldið því fram, að vaxtahækkunin hefði ekki hækkað útgerðar- kostnað nema um 0,3—0,4%!! Er skuldaskilaráðstafanirnar voru gerðar, kröfðust Fram- sóknarmenn þess, að bændur nytu hliðstæðrar aðstoðar, því að allt útlit var fyrir, að fjöldi bænda flosnaði upp af jörðum sínum, því að lausa- skuldir höfðu hlaðizt að beim, sem í uppbyggingu stóðu og iarðabótum. Stjórnin dauf- heyrðist lengi við þessum kröfum, en nú hefur hin já- kvæða og skelegga barátta Framsóknarmanna borið á- rangur og stjómin hefur neyðzt til að láta undan síga, þótt ekki sé enn með fullu séð að hve miklu leyti þessi aðstoð verður virk. Þannig hefur Framsóknar- flokkurinn sýnt bað. hvers já kvæð stjórnarandstaða í lýð- ræði'sríki getur verið megnug og að Framsóknarflokkurinn er síður en svo áhrifalaus, þótt utan stjórnar standi. Og Framsóknarflokkurinn mun halda. baráttu sinni á- fram, þar til kreppustefnan hefur verið kveðin í kútinn og framleiðslu og framfara- stefnan hefur verið tekin upp á ný. Framleiðslustefnan mun tryggja þau lífskiör. sem hæfir framsækinni og dug- legri þjóð í göfugu og góðu landi. Framleiðslustefna á ný — það er lausnin. 16 milli. flóttamanna Eitt af mestu vandamálum, sem Vestur-Evrópulönd hafa átt við að stríða, er flótta- mannastraumurinn að aust- an. Síðan 1949, að því ári með töldu, og til aprílloka 1961, hafa alls 2.597.710 menn leit- að hælis í Berlín sem póli- tískir flóttamenn. Árið 1949 komu nær hálf mill.ión, enda var austur-þýzka ríkið þá sett á laggiroghættir kommúnista settir til öndvegis í landbún- aði og iðnaði. Næstu árin hélt straumurinn éfram og gekk þá í bylgjum, nokkuð á annað hundrað þúsund manns á ári, en árið 1953 kom blátt áfram flóð að austan að nýju, eða um 330 þús. manns. Ástæðan var ný sókn til kommúnistaskipulags í A- Þýzkalandi, hertur róðurinn til samyrkjubúskapar, hreins anir miklar og ótti um lokun hliðsins til V-Berlínar. Þá flúði mikill fjöldi a-þýzkra bænda vestur yfir. Nvir þióðflutningar Flest ár síðan hefur straum urinn verið jafn og stríður. bó með nokkrum sveiflum, 2—300 þús. manns á ári, og fram að iúní á þessu ári var straumur inn enn jafn, 5—700 manns á dag, sem leituðu flótta- mannastöðvarinnar Marien- felde í V-Berlín. En þá kom allt í einu nýtt flóð. og síðan hefur það haldið áfram. 11— 1700 manns á dag. Ástæðan var sú, að nýr ótti greip um sig austan tialds, ótti um að kalda strfð ið um Berlín væri að harðna og hliðið m'v'di ef til vill lok ast. Ýmsar aðrar ástæður, svo sem matvæ^askortur og lélegri kjör áttu sinn þátt í j þessu. En í hvert sinn. sem menn óttast, að Rússar ætli að gera ráðstafanir til bess að loka hliðinu eða torvelda ferð ir manna um það, vex straum urinn, því að menn hraða flótta, sem þeir hafa undir- búið og ráðgert, en ef til viil dregizt á langinn. því að bað er ekki auðvelt að fara frá skvldfólki og vinum og vfir- gefa eignir og annað sem mönnum er kært. Þessi fólksstraumur vestur á bóginn síðasta rúma ára- tuginn, eru hreinir og beiuir þióðflutningar. og er vafa- samt að meiri þióðflutniuBrar hafi átt sér stað í sögu heims ins, iafnvel ekki meðan Ame- rfka var að bvggiast hvftum mönnum. Þessi «töðuai fiótti hlýtur að vera skv'aus söun- un um það að fóik "iú ekki búa undir kommnuictfoku bjóðskinulagi os það uvtur þar ekki þess hugsana- og athafnafrelsis. sem til bess þarf að menn uni sæmfieo-a hag sinum. hvað sem um efna hag og lífsafkomu er að sepría. Þessi mikli straumur er eit.t af mestu vandamálum. sem Evrópu- og Ameríkurfkin. ekki sizt Veíitnr-Þvzkaiand, hafa átt við að et.ia. að út- vega öllu þessu fólki atvinuu, lifsskilyrði og sæmilega af- komu. En það hefur t.ekizt með fórnum og stórum átök- um. betur en við mátti búast. Rússar og A-Þióðveriar hafa nú á sfðustu árum hert svo m.iög vörzln oer eirðinrrar á markalfu’>'nj um bvert Þýzkaland. að fiótti vfir bang er nær útilokaður Eiua hfiAið er Berlín, eina hliðið. sem er nokkurn veeinn friálst, (reorn- um fárntialdið Ekki er vafi á því. að eitt- hvað fer austur af fólkl bví að áróður um góð kiör er mikill að austan Telia kimn ugir, að svo sem einn maður fari austur á móti hveri'\m fjörum, sem fara vestur. en athyglisvert er það, að lang- samlega flestir koma aftur og beiðast hælis eg heimfarar á ný. Er talið að ekki "°rðj eftir nema svo sem 10% af þeim, sem fara austur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.