Tíminn - 09.08.1961, Side 4

Tíminn - 09.08.1961, Side 4
F4 TÍMINN, miðvikudaginn 9. ágúst 1961. W11' AB&J iWy 1 má HOTELSKARRIDS0 JYDEfíUP * pipf Jyderup er lítill og friðsæll bær skammt frá Hoibæk og Kalundborg á suSvestanverðu Sjálandi. Þetta er vinsæll ferða mannabær og hvíldarstaður, umhverfið fallegt. Þarna í Jydcrup er allt í einu risin upp dálítil íslendinganý- lenda, sem dönsku blöðunum hefur orðið töiuvert tíðrætt um síðustu vikurnar. Þetta er raun- ar gamalt og vinsælt veitinga- og gistihús, sem heitir HOTEL SKARIDSÖ, og forstöðukonur þess eru íslenzkar og þar vinna nú í sumar hvorki meira né minna en 9 íslenzkar stúlkur. Það er skammt síðan Poul Hansen, hofmeistari, keypti þetta gamla og kunna gistihús. Kona hans er íslenzk, Vilborg Gunnarsdóttir frá Akureyri. Foreidrar hennar eru Sólveig Guðmundsdóttir frá Ilafursá (fædd Kjerúlf) og Gunnar Jóns son frá Hallormsstað, en hann var lengi sjúkrahúsráðsmaður á Akureyri, kunnur borgari þar, nú fluttur til Reykjavlkur. Poul Hansen dvaldi alllengi hér á fs- landi, var t. d. urn skeið að starfi á Hótel KEA á Akureyri. Frú Vilborg er húsmóðir hótels- ins, en þar starfar einnig systir hennar, frú Margrét Gunnars- dóttir. Hún er „ökonom“ að menntun, hefur lokið því prófi með ágætiseinkunn og hefur rétt til að standa fyrir gisti- húss- eða sjúkrahúsrekstri. Hér eru íslenzku stúlkurnar níu, ásamt Margréti Gunnarsdóttur. Það eru Gréta, LiUa, Kolla, Dísa, Stella, Ella, Jórunn, Lilla og Sigga. — Margrét önnur frá hægrl. — Myndin er úr Dagens Nyheder. í dönsku gistihúsi Hún sér nú um matreiðslu- og framreiðsludeildina í Hotel Skaridsö. En hvernig stendur þá á öll- um þessum íslenzku starfsstúlk- um í Skaridsö? Ástæðan er sú, segir Poul Hansen í viðtali við Aktuelt, að erfitt var að fá danskar starfsstúlkur, og þær, sem fengust, ekki sérlega starf liæfar. Það varð því að ráði, að auglýst var í íslenzku blaði eft- ir ungum stúlkum, sem vildu starfa hér sumarlangt a. m. k. Þótt nóg sé um atvinnu á fs- landi, þótti ýmsum meira gam- an að fara til starfs erlendis, og allmargar umsóknir bárust. Niðurstaðan varð sú, að níu stúlkur voru ráðnar. Og nú ganga þær um beina hjá gest- um í Skaridsö, og þeir biðja þær um eiginhandaráritun, þeg- ar reikningurinn er greiddur. — Eigum við ekki að skipta? svara þær gjarnan. Stúlkunum hefur líkað vistin og starfið vel, segir Aktuelt, og húsbændurnir eru harð- ánægðir með þær og störí þeirra. Málið héfur ekki valdið teljandi vandræðum. — Maður komst fljótlega upp á lag meö að skilja, hvað um er beðið, og það er nú kannske það nauð •synlegasta í veitingahúsi, segir ein þeirra. Yngst þessara starfsstúlkna er Kristrún Gestsdóttir frá Reykjavík. Hún er bara 15 ára og fer aftur heiin me haustinu í skóla sinn. Elzt er hins vegar Sólveig Sigfúsdóttir, 26 ára, austan af Fljótsdalshéraði. Hún vinnur i eldhúsinu. Þar er Sigríður Jakobsdóttir, 22 ára einnig. ♦ Og hér er Stella Benediktsdóttir, sem gætir pylsubarsins í Skarid- sö. Gréta Guðmundsdóttir, 16 ára, er hins vegar stofustúlka. Þess- ar koma allar heim í haust. Hin ar fimm hafa hins vegar ákveð- ið að dvelja áfram í Danmörku. Það eru Þórdís Jóhannesdóttir, 18 ára, úr Reykjavík, Jórunn Jónasdóttir, 19 ára, frá Kefla- vík, Elinborg Sigurðardóttir, 18 ára, frá Akranesi og svo syst- urnar Stella og Kolbrún, 17 og 18 ára, frá Reykjavík. Þessar stúlkur ætla allar að hefja nám í matreiðslu eða framreiðslu, eða starfa áfram. Stúlkurnar segjast allar vera ótrúlofaðar eftir sumarið, en þó eignazt ýmsa danska kunn- ingja, svo að enginn viti, hvað verði. Þær segjast skemmta sér mest í frítímum við að fara í bíó eða á dansleiki í Holbæk eða Kalundborg og hjóla um nágrennið. Svo þegar Gullfoss kemur, fara þær til Kaupmannahafnar að heilsa upp á landa, ef þær eiga frí. Um þessar mundir er líka von á éinum íslendingnum enn í þessa „nýlenudu". Kemur hann með Gullfossi í næstu ferð. Það er íslenzkur hestur, sem Poul Hansen, gistihús- stjóri, er að fá. Hér eru þær systurnar Vilborg Hansen og Margrét systir Þær sitja undir fögru, íslenzku vegg-áklæðl. hennar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.