Tíminn - 09.08.1961, Side 8

Tíminn - 09.08.1961, Side 8
r Sjálfsagt er þa3 svo um aílt land, a3 sérstakar samkomur séu haldnar árlega í hverju héraSi. Þannig er það a. m. k. hér í SkagafirSi að nokkrar skemmtanir eru orðnar árviss fyrirbæri. Þær eru kannski ekki allar eins háðar ákveðn- um tímamörkum og hátíðir þær, sem skráðar eru í alman- akinu, en þær koma samt ein- hvern tíma innan endimarka ársins, það bregzt ekki. í svip- inn man ég eftir þessum, en þær geta verið fleiri: Þjóðhá- tíðarsamkoma 17. júní, sund- mót Ungmennasambandsj Skagaf jarðar, héraðsmótj tveggja stærstu stjórnmála- flokkanna, kappreiðasamkoma hestamannafélaganna, Stíg- anda og Léttfeta og síðast en ekki sízt kemur svo sjálf sælu' vikan, sem í raun og veru er ekki venjuleg samkoma, held- ur stöðugur og viðvarandi gleðskapur í heila viku. Það vill nú svo til, að ein þess- ara skemmtana er ný afstaðin. Það eru kappreiðar hestamannafé- lagsins Stíganda. Þær voru háðar á skeiðvelli félagsins á Vallabökk- um í Vallhólmi, 13. sunnudaginn í sumri. Voru þetta 17. kappreið-j ar félagsins, en sjálft er það ekki j nema 16 ára. Þar fyrir er það1 misskilningur ef einhver dregur þá ályktun af þessu, að félagið hafi staðið fyrir kappreiðum áður en það varð til. Það er nefnilega í heiminn borið nálægt sumarmál- um, ef ég man rétt, en stóð fyrir kappreiðum þegar á fyrsta ævi- sumri sínu, þá og jafnan síðan, á Vallabökkum og þvínær alltaf 13. sunnudaginn í sumri. Sigurður á Krossanesi og Páll Sigurðsson með tvo af reiðhestum Sigurðar. Þar réöu hestar og sðngur ríkjum Happatalan 13 Og talan 13 hefur reynzt félag- inu sannkölluð happatala. Kapp- reiðarnar hafa alltaf verið feyki Magnús H. Gíslason á Frostastöðum segir frá hestamóti í Skagafirði ör try f)Bd na ' fjölmennar, og það, sem meira er og má enda heita einstakt: veður- far hefur jafnan verið hið bezta og blíðasta þennan dag. Er það mikils virði og ræður raunar úr- slitum um farnað samkomu, sem haldin er að verulegu leyti undir berum himni. Komið hefur fyrir, að þrálátar rigningar hafa gengið jafnvel rignt fram undir hádegi á sjálfan samkomudagirín, en nær hefur úrfellið aldrei gengið. Er svo komið, að forráðamenn félags- ins trúa því statt og stöðugt, að forsjónin bregðist því ekki hvað veðrið áhrærir og hver veit nema svo reynist ekki síður hér eftir dagana fyrir 13. sunnudaginn, en hingað til, því hverju fær trú- in ekki áorkað, sé hún á annað borð nógu sterk? BoðiS á Bakkana Ýmsir lesendur Tímans hafa komið á „Vailabakkasamkomuna“, eins og kappreiðar Stíganda eru gjarnan nefndar norður hér, en ] hinir eru þó eðlilega margfalt i fleiri, sem þangað hafa enn ekki Istigið fæti og gera margir hverjir j áreiðanlega aldrei. Ætla ég nú að bjóða þessu ágæta fólki að fylgj- ast með mér á eina samkomu, þótt aldrei verði slík leiðsögn úr fjarlægð nema svipur hjá sjón, móts við það, að vera sjálfur þátt- jtakandi í allri „dýrðinni". Hvort sem við komum úr austri ; eða vestri, þá beygjum við norð- | ur af þjóðveginum, sem liggur yfir Hólminn, rétt vestan við brúna á Héraðsvötnunum (Grundár- stokk). Þar er ákvörðunarstaður- inn örskammt frá, á þurrum og grónum vallendisbakka. Vart get- ur samkomustað betur í sveit sett- an. Hann liggur við mót þjóðvega í miðju héraði. Útsýn er hin feg- ursta til allra átta. Skammt austan við skeiðvöllinn falla Héraðsvötn- jn í einum stokk, lygn, djúp og dulúðug. í baksýn eru Blöndu- hlíðarfjöll, há, sviphrein og hömr- ;um girt, með hvassbrýndan Glóða- 'feyki í miðri fylkinga. Til suðursi vesturs og norðurs breiðir ey- lendið sig, rennislétt og hvann- grænt. Stígandi á ekki staðinn, heldur Haraldur bóndi á Völlum. En það skiptir ekki öllu máli. Har- aldur hefur reynzt hestamannafé- laginu hreinn öðlingsmaður í samningum. Þarína er þegar kominn ótölu- legur grúi bifreiða og einkennis- stafir þeirra spanna yfir álitlegan hluta stafrófsins. Eðlilega eru þó Skagfirðingar fjölmennastir, en þarna eru einnig margir frá Akur- eyri, Siglufírði og úr öðrum byggð um Eyjafjaðar, fjölmenn sveit Húnvetninga, auk mikillar mergð- ar ferðamanna lengra að, sem leið hafa átt um þjóðveginn og grípa nú óvænt tækifæri til að bregða sér á samkomu, sem þeir bein- línis aka fram á. Og síðast en ekki sízt er þarna samankominn stærri hópur hesta en endranær sézt á einum stað í Skagafirði. Mannamunur Við inngönguhliðið til skeiðvall- arins er mikill troðningur. Mergð & Hannes J. Magnússon, skólastjóri: Heimspeki smámunanna Kjartan Björnsson á verSlaunahestinum Skjóna. Glóðafeykir (Ljósm.: Stefán Pétursson). baksýn. Ensikt spakmæl: segir: Það eru til tvenns konar smámunir. Þú mátt etoki við því að missa aðra þeinra, en hinir eru ekki þess virði, að þú gefir þeim gaum. Þegar þess er gætt, að allt mannlegt llf, já, öll tilveran, er saman sett úr óteljandi smámun- um, fer okkur að stoiljast, að smámunirnir gegna miklu hlut verki í lífi okkar allra, 'jafnvei þótt við l'átum í veðri vaka, að við viljum sem minnst hafa sam- an við þá að sælda. Þeir eru samt svo mikil staðreynd í öllu okkar lífi, að við komumst eng- an veginn fram hjá þeim og meg- um ekki komast fram hjá þeim. En okkur fer þá jafnframt að skiljast, að það muni vera ein- hver mesti vandi lífsins að búa saman við alla þessa smámuni og kunna einhver skil á þeim, sem smækka okkur og þó ekki síður hinum, sem stækka okkur. Og því meir, ,sem við hugsum um þetta, því ijósara verður okk ur, hvílíkt stórveldi smámunirnir eru, þótt það hljómi einkenni- lega. Við komumst bókstaflega ekkert áf.ram án þess að reka okkur á smámunina. Við getum varla snúið okkur við fyrir þeim Daglegt líf okkar er byggt upp af smámunum, og sjálfur alheim- urinn er byggður upp af smá- munum. Ef við afneitum þeim, erum við að afneita iífi okkar og tilverunni í heild. En ef við lif- um fyrir smámunina eina saman, erum við að Ioka himninum yfir höfði okkar. Svona undarlega eru smámunirnir slungnir lifi okkar og fa.rsæld. Og það gengi mörg um betur að átta sig á stöðu sinni í lífinu, ef hann gerði sér grein fyrir hlutverki smámunanna Sumir menn eru alla ævi að bíða eftir einhverju stóru, sem kem- ur þó aldrei, vegna þess að hið Hannes J. Magnússon stóra býr í hinu smáa og vex upp af því. Þegar ég er að skrifa þessar línur, situr þröstur á trjágrein úti í ga.rðinum minum. Hann syngur ákaft og söngur hans er barmafullur af lífsfögnuði. í garði nágrannans situr annar þrötur á grein og svarar nábúa sínum i sífellu. Svona gengur þetta tónasamtal langa stund. Það myndi margur telja þetta smámuni. Hvað skiptir þetta mennina, sem eru önnum kafnir við að ráða fram úr vandamálum

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.