Tíminn - 09.08.1961, Page 9

Tíminn - 09.08.1961, Page 9
« 9 fás. Nfí, mlðdkndaglnii 9. ágfist M61, bfla og myndarlegar riddarasveitir koma stöðugt í hlað og allir þurfa að hraða sér inn á „völlinn". Skemmtinefndarmennimir í hlið- urs, að sá sfðarnefndi er talinn gjarn á að gera sér mannamun, en Markús tekur öllum jafnvel og hleypir hverjum þeim inn í inu hafa því nóg að gera og hafa „sæluríkið“, sem þangað vill kom .xaunar haft það frá því á fimmtu- ast. Er sá munur bæði mikill og ‘dag, |)vi alla stund síðan hefur1 góður. verið unnið að undirbúningi sam- komunnar. Og þeir eru ekki lausir Kappreiðar hef jast af sínum verði fyrr en á þriðju- Vallarstjórinn hefur nú klifrað dagsnótt, því að sá hluti mánudags upp á bílpall við enda skeiðvall- ins, sem ekki er nauðsynlegt að arins og setur þaðan samkomuna. nota til hvíldar, fer í að gera Umhverfis hann er kappreiðadóm- hreint „samkomuhúsið". nefndin, þeir sr. Gunnar í Glaum- í hliðinu sýnist mér mest bera bæ, Sveinn Guðmundsson á Sauð- á Markúsi á Reykjarhóli. Hann árkróki og Jóhann í Sólheimum í gegnir þar sjáanlega eins konar Sæmundarhlíð. Hinum megin við Sankti-Péturs-hlutverki. En sá er endamarkið er Kári Steinsson, þó munur þeirra Markúsar og Pét- yfirtímavörður, mættur með liðs- Elín á Merkigili kemst leiðar sinnar á þessum reiðskjóta. !menn sfna og skeiðklukkur. Ræs-' irinn, Haildór á Fjalli', hraðar sér norður völlinn. Það verður eng- inn glímuskjálfti séður á honum, þótt starf hans sé vandasamt og stundum vanþakkað, enda er hann iverkinu vanur. Vallarstjórinn! brýnir raustina og það kemur sér nú vel, að hann hefur sungið í sjö karlakórum um dagana (aldrei í kvennakór'), en það heyrist þó tæpast nógu vel til hans, það vantar heyranlega hátalara. Fyrstu hestarnir fara nú út völl inn. Þeir eru dálítið óstýrlátir á markinu, en loksins kyrrast þeir þó og ræsirinn lætur merkið falla. Hestaruir eru nokkuð jafnir, spenningur áhorfenda smá eykst, eftir því sem líður á hlaupið, en fyrstur í mark er steingrár foli, 5 vetra gamall, Sörli að nafni. Hljóp hann 250 metra sprettinn á 21 sek. Rekur nú hver riðillinn annan þar til kappreiðunum er loldð. Þá tekur við góðhesta- keppni. Góðhestakeppni Raunar er það nu fremur sýning en keppni, því að góðhestadóm- nefndin hefur áður prófað hestana og dæmt milli þeirra. Góðhestarnir koma fram í tveimur flokkum: alhliða góðhestar og klárhestar með tölti. Beztan dóminn af al- hliða góðhestunum hefur hlotið Skjóni, 7 vetra gamall, eign Báru Björnsdóttur á Krithóli. Fær hann að verðlaunum silfurskeifu, smíð- aða og gefna af Halldóri Sigurðs- syni, gullsmið, frá Stokkhólma. Er skeifan hinn fegursti gripur. En Halldór hefur ekki látið þar við sitja með höfðingsskap í garð hestamannafélagsins. Hann hefur einnig gefið félaginu tvær aðrar sams konar skeifur, sem veitast eiga sem verðlaun í góðhesta- keppni Stíganda næstu tvö ár. Og enn hefur hann gefið fagurt drykkjarhorn, er sá hestur hlýtur, | er: .-.beztur. telat* af klárhestunum, en það var að þessu sinni Gaukur Jódísar Jóhannesdóttur á Merki- gili, móstjörnóttur gæðingur, 11 vetra gamall. Kvenþjóðin lætur sitt ekki eftir liggja með þátttöku í hestamennsk unni. Það eru þær Merkigilssyst- iur, Elín og Jódís, sem halda þar | í dag uppi heiðri kynsystra sinna, og gera það myndarlega, eins og jvænta mátti. Báðar sitja þær hesta, sem taka þátt í góðhesta- Þakkaður góSur sprettur. — Sigurður i Krossanesi talar við vin slnn. jsýningunni og Elín er auk þess jknapi á kappreiðunum. Enginn talar — allir syngja Kappreiðunum og góðhesta- keppninni er nú lokið. Mun þá mál að fá sér hressingu. Og hún ! er nærtæk og um margt að velja: Mjólk, kaffi, brauð, kökur af 1 margvíslegum litum og gerðum, heitar pylsur, öl, gosdrykki, sæl- I gæti, tóbak og ekki er ólíklegt að einhver rétti að þér „einn grá- an“, ef þú skyldir vera móttæki- legur fyrir þess konar veitingar. Við göngum inn í bragga. Er það skáli mikill og langborð með veggjum. Hér er „setinn Svarfað- ardalur“. Við borð þau hin miklu er hveit sæti skipað. Frammistöðu stúlkurnar eiga ekki sjö dagana sæla. Þær eru á stöðugum þeytingi milli eldhúss og veitingaborðanna. Hér þýðir lítið að reyna að tala saman, enda ekki svo nauðsyn- (Framhald á 13. stðu). dagsins, og sjá kannske ekki út yfir þau? En hversu óendanlega snautt og fátækt myndi lífið ekki verða, ef þessi hlekkur í keðju lífsins, fuglalifið, væri allt í einu klipptur burt, og allir fugl- ar himinsins þagna? Jú, lífið myndi ganga sinn gang eftir sem áður. En myndi samt ekki marg- ur vilja gefa mikið til að fá aft- ur þennan tón? En auk þess un aðar, sem fuglarnir veita mann- legum sálum, myndi hvarf þeirra úr heiminum hafa ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar fyrir þróun lífsins á jörðinni. Skordýrin myndu t. d. leggja undir sig jörðina á skömm um tíma. — Nei — þetta eru eng ir smámunir. Hins vegar er vand- farið með þá. Og það skiptir öllu, að við tökum þá í þjónustu okk- ar, en verðum aldrei þjónar þeirra. Ég man ekki, hvaða speking ur það var, sem sagði: — Þegar guð hyggst skapa stórt tré, sáir hann litlu fræi, — þegar hann hyggst skapa heil sólkerfi, byrj- ar hann á atóminu, — en þegar hann vill skapa fagurt mannlíf, lætur hann lítið barn fæðast í jötu. —■ Er það þá svona einfalt að skapa eitthvað stórt? — Já, það er svona einfalt í höfuðatriðum. Þetta er nálega lögmál, að allt hið stóra verður til af hinu smáa, hvo-rt sem er í ríki anda eða efn- is. Ekkert stórt getur orðið til nema með hjálp hins smáa. Svona voldugir eru smámunirnir í heiminum. — Enginn getur með nokkrum árangri lifað fyrir hið stóra, nema hann sé trúr hinu smáa. Hér er sannleikanum um smámunina þjappað saman í hnot skurn. Enginn getur til dæmis orðið mikill maður, nema hann sé fyrst lítið og ósjálfbjarga barn, Þessi staðreynd lifsins ætti að vera nægileg til að taka af ail- an vafa um þróunina frá hinu smærra til hins stærsta. Risatréð í skóginum byrjar í litlu fræi. Hæstu hugsjónir mannsins byrja með ósjáanlegri og óskýranlegri sveiflu í heilafrumum mannsins, sem er stjórnað af einhverjum himinbornum krafti. Sami vaxt- armáttur býr í öllu lifi. Sami duldi máttuirinii knýr allt áfram og snýr hinu mikla hjóli lífsins öld fram af öld. Bera bý, bagga skbplítinn hvert að húsi heim. Þaðan koma ljós hin logaskæru á altari hins göfga guðs. Jafnvel hin „dauða náttúra" er knúin þessu sama afli, og nú er svo komið, jafnvel á blómaöld efnishyggju og guðleysis, að vis indamenn eru farnir að efast um, að nokkurt efni sé til. — Aðeins kraftur. — Kannski aðeins mátt- ug hugsun? Það verður að vísu allt smátt hjá þeirri voldugu hugsun, en hún tekur einmitt smámunina í þjónustu sína og gerir úr þeim eitthvað ægistórt og mikið — heil sólkerfi — tíma og rúm — fagurt mannlíf. — Ekkert efni — aðeins orka og andi. — Orka atómsins og orka mannsandans. — Aðeins tvær greinar á sama stofni. — Hugs- unin er hið mikla og skapandi afl í heiminum, og þó virðast þessar óskýranlegu sveiflur í heilafrumum mannsins vera smæst af öllu smáu, Svona fá- gætlega grunnfær getum við ver ið í mati okkar á þv£, hvað er smátt og hvað er stórt, eins og það væri eitthvað tvennt óskylt. Það virðist þvi liggja í augum uppi, að frumskylda okkar er að þjálfa, beizla og rækta þetta afl hugarorkunnar, ekki aðeins hinn vitsmunalega þátt hennar, heldur engu síður þann, sem tilfinninga- lífið er bundið við. Það mætti jafnvel segja, að þetta væri einn höfuðtilgangur lifsins. Tilfinn ingalífið má ekki vaxa vitsmuna- lífinu yfir höfuð, og vitsmunalíf- ið má heldur ekki kæfa tilfinn- ingalífið Verði annað hvort þetta, skapast oftast ófarsælt líf. Það virðast vera ákaflega miklir smámunir, hvort ég brosi við vin um mínum og samferðamönnum eða umgengst þá með kuldaleg- um svip, en jafnvel þetta er mik ilvægur þáttur í samlífi manna. -----Það er almennt l'itið svo á, að uppeldi barna okkar sé lok- ið um fermingaraldur eða svo. Þetta er mikill misskilningur. Uppeldi mannsins er í raun og veru aldrei lokið. Þegar uppeldi foreldra og kennara lýkur, tekur við sjálfsuppeldið, sem verður þroska- og prófraun allra manna. Einnig það er samsafn óteljandi smámuna eins og uppeldið í föð- urgarði. Dagarnir koma og fara í allri auðmýkt, en bera þó með sér óteljandi prófraunir — gildr- ur og freistingar, sem við verð um að taka afstöðu til á einhvern hátt. Og þar geta sömu smámun- irnir ýmist minnkað okkur eða stækkað, eftir því hvernig við bregðumst við þeim. — — Með hvaða hugarfari við leysum til dæmis af hendi þá þjónustu, sem okkur er ætlað að veita, Þeir virðast ekki marka nein spor í tilveru okkar, og þó rís aldrei sá dagur eða hnígur, að hann hafi ekki að einhverju leyti rist letur sitt í sálir okkar, hvort sem við erum börn eða fulltíða menn. Dýpst verður þetta letur á bernsku- og æskuárunum. — — Annað hvort til ills eða góðs. — Þetta er mikið íhugunarefni, og ekki sízt foreldrum og öðrum uppaiendum — og það eru raun- ar flestir menn, sem þar leggja eitthvað f.ram Það, st. u hreinir smámun- ir í augum foreldra og annarra uppaienda, getur haft mikilVæg áhrif á barnið þeirra. Ailt heimilislífið er mótað af hinum svonefndu smámunum. Það gerir gæfumuninn, hvernig við þeim er brugðizt — hvernig þeim er raðað saman, og hvernig þeim er beitt. Allt þetta mótar börnin ævilangt. Glaðværð — góðvild — hlýja og friður eru allt jákvæðir smámunir — hið gagnstæða verkar neikvætt. Jafn vel orðin, sem töluð eru á heim- ilinu, og hvernig þau eru töluð geta orðið grundvöllur farsældar — eða ófarsældar. Þegar ég, gamall kennari og skólamaður, virði fyrir mér mörg hundruð börn ár eftir ár og ára- tug eftir áratug, dettu mér alltaf í hug eitt orð — og það er orðið umhyggja. Ég sé fyrir mér í þess- um barnahópum heilt úthaf af umhyggju. Og þegar eitthvað blæs á móti, reyni ég alltaf að halda mér við þessa sýn. Það skiptir engu, þótt það komi á daginn, að öll þessi um- hyggja, allt ástríkið, sem stendur að baki uppeldi og umsjá allra þessara barna, sé samsafn svo- nefndra smámuna, allt frá bæn- unum, sem þeim eru kenndar og til slaufunnar í hári litlu stúlkn- anna. Þarna birtast smámunimir í æðra veldi, þegar þeir koma (Framhald á 13. síðu).

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.