Tíminn - 09.08.1961, Side 13

Tíminn - 09.08.1961, Side 13
Tf MINN, miðvikudagfnn 9. ágúst 1961. 13 Framh ai 9 síðu fram í uppeldi, háttum, fram- komu og jafnvel klæðaburði barnanna. Þar stækka þeir og verða fegurri. Þeir nálgast það að verða eitthvað stórt og verð- mætt. En því miður birtast stundum myndir, sem sýna vanrækta smá muni, hvað þá hið stærra. Sú mynd minnir á ófullgert listaverk eða misheppnað. Ein- hverju sinni var listmálad einn frægur spurður að því, hvernig hann hefði farið að því' að skapa svo fullkomin listaverk. Hann svaraði: „Með því að vanrækja ekkert“. — Já, ekki einu sinni smámunina Þetta veit hver sann ur listamaður, hvort sem hann yrkir í orðum, litum eða tónum. Og þetta gildir einnig um listina að lifa. Maðurinn kemst hæst í listinni, ef hann leggur sig allan fram Kannske vegna þess, að þa.r verð- ur hann að vera smámununum trúr, ég held þó, að það sé eink «»m vegna þess, að þar verður hann að teygja sig hæst, og í listinni verður hann að leggja tilfinningahita sinn í verkið Annars ve.rmir það engan. Svip- aða sögu er að segja um vísindin Þar kemst maðurinn einnig hátt, eða kannske djúpt, og þar mega heldur engir smámunir gleymast, ef dæmið á að vera rétt, en það verða öll dæmi vísindanna að ve<ra. En svo að við hverfum til hins einfalda l'ífs, hinna virku, svip litlu daga, þar sem samlífið við aðra menn er uppistaða og ívaf ASV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.1, lífsins, er það heldur ekki byggt upp af stórviðburðum, heldur óendanlegum röðum og fylking- um smáviðburða og atvika, sem hvert um sig er ekki frásagnar- vert, en varpar þó birtu á sam- lífið, einkum fjölskyldulífið, þar sem góðvild, vinátta og kærleik- ur gæðír smámunina lífi og lit, sem annars myndu verða rislitiir og nauðahversdagslegir. Við höfum fæst okkar hæfileik ann til að unna hinu stóra og fjarlæga, nema venja okkur fyrst við það að unna því, sem smærra er og nálægara. Kærleikurinn — hin alþjóðlega samúð — verður að vaxa við hið smáa eins og planta í vermireit. Við höfum flest okkar aðeins uppgerðarsam úð með hinum fjarlæga fjölda, sem þjáist t. d. í styrjöldum — náttúruhamförum eða sjúkdóm- um, en verði barnið mitt sjúkt, eða jafnvel barn nágrannans, seg ir hin hreina samúð til sín. Aft- ur hefur fjöldinn enga samúð með slíkum einang.ruðum fyrir- brigðum — Sjálfur kærleikurinn verður að vaxa upp af hinu smáa til hins stóra. Annars lifum við nú á ein- kennilegum tímum. Aldrei fyrr í veraldarsögunni hafa dunið yfi-r okkur si'ík kynstur af stórvi'ðburft um og nú hina 'síðustu áratugi Tvær heimsstyrjaldir hrfa gengið yfir~heiminn með öllum neim ósköpum. sem þeim hafs fylgt Það hcfur orðið stórbylting í sviði atvinnuveganna. Tilfærsla fólks í landinu hefur orðið stór kostleg. Nokkur auðsöfnun hefur orðið, þar sem áður ríkti fá- tækt. Ef lengra er horft, hafa vísindin tekið hvert risastökkið á fætur öðru og koma mannkyninu á óvart náiega á hverju ári. Út- varp, sjónvarp og dagblöð flytja mannkyninu fréttir oft á dag. Við höfum hvergi frið fyrir frétt- um. Það á alveg að kæfa okkur í fréttum. Veröldin er öll orðin að einum stórum sýningarglugga, eða myndatjaldi, þar sem við sjáum allan heiminn. Það er eng- in furða, þótt smámunirnir hverfi í skugga allra þessara umbrota. Enda beinist athygli fjöldans nú meir út á við en nokkru sinni fyrr, — frá heimilinu — frá sjálf um sér — f-rá hinu smáa tii hins, sem við höldum að sé stórt Já — heimilið hverfur í skugga heimsins. Það er verið að gera okkur öll að heimsborgurum. Nú tala menn um heimsvandamálin í stað fábrotinna og rislítilla vandamála í sinni heimabyggð. En erum við þá ekki öll að verða víðsýn? Er þetta allt ekki mikið stökk í þroska- og menningar- átt? Vafalaust að einhverju ieyti. — En þegar heil menningarskeið eru tekin í nokkrum skrefum — þegar heimaalningurinn verður allt í einu að heimsborgara, — er hætt við að einhvers staðar verði eyður, sem gleymzt hefur að fylla í Og þessir eyðufyllir er einmiLt smámunirnir — Allt verður smátt heima fyrir — alit stórt hið ytra Menn sem hafa ferð zt um hálfan hnöttinn hafa ekki komið ; nágrannaþorp sitt| eða nágrannasveit. Heimilið í dag er að verða glöggt dæmi um þessa þróun. Þetta hlýtur að vísu að breytast aftur, en það getur tekið nokkurn tíma að ná jafn- væginu. Marga menn, og kannske flesta, dreymir um að Iifa eitthvað stórt og verða eitthvað stórt, og þá liggur okkur oft svo mikið á, að við megum ekki vera að því að byrja á hinu einfalda og smáa. Og við höldum oft, að það kosti ekki neitt, að ná háum takmörk- um. Margir unglingar byrja t, d. á því að yrkja, og halda, að þeir geti orðið skáld fyrirhafnarlaust, en það getur enginn, ekki einu sinni hin útvöldu skáld. Flestir komast að því í tæka tíð, að þetta hefur verið misskilningur, — þó ekki allir. En þetta er nú tiltölu lega meinlaust. Enginn getur orð- ið listamaður á neinu sviði, nema hann gangi í gegnum mikla þjálf- un, leggi á sig óþrotlegt erfiði, sýni fágæta þolinmæði og nenni að leggja á sig vinnu og aftur vinnu. Þetta má raunar segja um fleira en listir. Það verður held- ur enginn góður smiður eða fjár- maður, nema hann sé trúr öllu hinu smáa. Svona eru smámun irnir miskunnarlaus kennari. Þótt vorir tímar séu tímar happdrættis, einkum varðandi auð — metorð og völd, fæst mannlegur þroski aldrei í neinu happdi-ætti, heldur ekki hamingj- an yfirleitt. Hér verður allt að vaxa af hinu smáa til hins stóra. Stundum verður hið smáa alltaf smátt Hlutskipti fjöldans hefur alltaf verið það að lifa fyrir hið smáa. En hvað er smátt og hvað er stórt hér í heimi? Það út af fyrir sig, að fá nafn sitt skrifað á blað síður veraldaiTsögunnar, er ekki alltaf stórt. Þar verður oft hinn nafnlausi og gleymdi maður meiri. Það þykir mörgum stórt og eftirsóknarvert að drottna. Hitt er þó meira að þjóna. í auð- mýkt þjónustunnar, sem ekkert á skylt við þrælslund, skýrist skapgerðin. En drottnunargirni verður oft rót hroka og miskunn arieysis. í þjónustunni koma smá muni.rnir fram í æðra veldi. Þetta er ekki aðeins heimspeki smá- munanna — heldur styrkleiki þeirra. „Það eru til tvenns konar smá- munir. Þú mátt ekki við því að missa aðra þeirra, en hinir eru ekki þess virði, að þú gefir þeim gaum“ Ég hef hér að framan einkum minnzt á hina jákvæðu hlið smámunanna og gildi þeirra fyrir mannlegan þroska. Vissu lega hafa smámunirnir einnig sína neikvæðu hlið, og það er kannske einhver mesti vandi lífs- ins, að láta smámunina þjóna sér, en gerast ekki þjónar þeirra. Ekki sízt þegar hinir sömu smá- munir geta ýmist stækkað okkur eða minnkað eftir afstöðu okkar til þeirra. Þegar smámunirnir gera okkur að smásálum, þegar þeir draga okkur niður og gera okkur smámunalega, þegar þeir verða alit okkar líf, höfum við beðið ósigur, sem aldrei verðu.r bætt fyrir. Hannes J. Magnússon. Rannsóknarstofa vor er ein af fullkomnustu rannsóknarstofum sinnar tegundar í Evrópu. Það tryggir yður gæöi framleiðslu okkar. Jíamahí V.V.V.V.V.V.V.V.W.W.V.V.V.W.V.V.W.W.V.W.W.V.W.V.W.V.V.W.V.V.V.* Á hrossaþingi Framhald af 8. síðu legt. En liér syngja menn saman og það ótæpilega. Stundum syngja einir fjórir kórar samtímis og sitt lagið hver Það gerir ekkert til úr því að enginn virðist trufla annan. Óvæntur fundur Utan við braggann er iðandi mannhaf. Kunningjahópar sitja hér og þar og flaskan er látin ganga hringinn. Ekki er ólíklegt að þú kunnir að rekast hér á fornan vin binn, sem þú hefur ekki séð árum saman, jafnvel ekki búizt við endurfundum fyrr en ef svo kynni að reynast, að þið rækj- u?t saman i öðru lífi. Á skeiðvell- inum er ný góðhestasýning hafin, þótt hún sé raunar utan dagskrár. Hópur manna er kominn á hest- jbak og gæðingarnir eru teygðirj eftir vellinum. Má þarna sjá marg-j an glæstan gæðing og verður nú ljóst, að ekki hefur nema lítið brot þeirra góðhesta, sem þarna I eru samankomnir, tekið þátt í ! keppninni. Þarna stendur aura- 'gildur utanhéraðsmaður, gæti vel verið reykvískur heildsali, — og býður í hest, sem honum lízt vel á Boðnar eru æði margar þús- ^undir, en ekki veit ég, hvort sam- | an gekk. En - telja má vist, að j eigendaskipti verði á einhverjum hestum hér í dag. Margraddaður söngur berst að eyrum. Eru nú kórmennirnir, kannski komnir úr kaffinu? Ónei, hér eru bara aðrir kórar, fleiri en einn og fleiri en tveir, og halda sínar söngskemmtanir úti undir berum himni. Einn þeirra hefur tekið sér stöðu á sandinum austan við bakkar.s og syngur: Hlíðiri mín fríða. Það eru trúlega Blönd- hlíðingar. Annar er suður við rétt. Þar er kveðið: Hér er drengja hópur stór — og notuð Hóla- stemma. Við* sjáum ekki héðan, hvaða menn það eru. en þeir kveða af mikilli prýði. Þriðji kór- inn hefur stillt sér upp vestur í mýrum og er þvi sennilega i vað- stígvélum og þar er sungið: Vel er mætt tii vinafundar. Og í þeiml hópi þekki ég menn úr þremur héruðum og Reykvíking að auki. i Jæja, kunningi, við skulum líta inn í sktírinn til hans Óla Sveins og fá okkur einn bjór, áður en við förum á ballið. Óli Sveins heitir annars Ólafur Sveinsson og kennir sig við Mælifellsá. Hann er nafnkunnur kaupmaður í höfuð- staðnum, en heldur sig annars eins mikið norður í Skagafirði og hann getur. Hann er í Stíganda og er sölustjóri félagsins í sæl- gætis- og ölskúrnum. Gott samkomulag Við höfum nú gætt okkur á öl- inu hjá Óla og lítum inn í sam- komutjaldið Aður en Skagfirð- ingar héldu á Alþingishátíðina á Þingvöllum 1930 komu þeir sér upp geysimikilli tjaldbúð og höfðu með sér á þingstaðinn. Var búðin svo árlega notuð til samkomuhalda heima fyrir á meðan hún entist. En er hún hafði gengið sér til húðar, fundu Skagfirðingar, að án slíks kjörgrips gátu þeir ekki verið og efndu til annarrar búð- ar. Fylgir henni danspallur mikill svo sem hinni fyrri. Og í þessari búð er nú dans'að hér á bökkunum En inn fyrir dyrnar er ekki auðvelt að komast vegna þrengsla. Þó tekst að lokum, með því að sæta sérstöku lagi, að ská- skjót« sér inn fvr'r en á dans- gólfið leggjum við ekki. Þar ræð- ur æskan fyrst og fremst ríkjum og reynir af ýtmstu getu að iðka danslistina, en gengur misjafnlega sem von er til í öllum þrengslun- um. En dansfólkinu kemur sjáan- lega vel saman og það er fyrir miklu. Alltaf ánægSur Utan við tjaldbúðina rekumst við á Sigurð Óskarsson, bónda í Krossanesi, formann hestamanna- félagsins. „Jæja. Sigurður". segj- um við. „ertu ekki ánægður með samkomuna?" — „Hvað heldurðu maðuri', svarar Sigurður. „hvenær hefur hestamannafélagið haldið samkiomu, sem hægt er annað en vepa ánægður með?“ — og hlær. Inni í tjaldbúðinni er kallað: Síðasti dans. Jú. mikið rétt, klukk an er 1. Og menn fara jafn skyndi- lega og beir komu Flestir i bíl- um, margir á hestum, sumir ganga af stað — og leiðast. Vornóttin ríkir ein á Valla- bökkum. — mgh —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.