Tíminn - 10.08.1961, Side 1

Tíminn - 10.08.1961, Side 1
Krafizt þingrofs og nýrra kosninga Á hverjum degi liggja þessa dagana mörg skip inni á SeySIs- firSi. Þar á meSal er alltaf eitt- hvaS af skandinaviskum síldveiSi skipum, aSallega norskum. Mörg þeirra hafa tunnurnar meSferSis af gamalli hefS og salta sjómenn- irnir sjálfir í tunnurnar jafnóS- um sem síldin veiSist. Ljósm.: JG. Oæmdur Pearson, skipstjóri á enska tog- aranum Soutella, sem tekinn var á veiðum út af Glettinganesi, var í gær dæmdur á Seyðisfirði eftir að rannsókn og yfirheyrslum var lokið. Honum var gert að greiða 260 þúsund króna sekt til land- helgissjóðs. Afli skipsins og veið- arfæri voru gerð upptæk. Skipstjórinn viðurkenndi ekki sekt og áfrýjaði dómnum strax til hæstaréttar'. Kiukkan 10 í gær- morgun sigldi Southella úr Seyðis- fjarðarhöfn, þegar trygging hafði verið greidd. Mokafli Seyðisfirði. — Af fleiru má frétt ir segja en síldveiðinni. Þeir bát- ar, sem héðan róa til fiskjar hafa fengið ágætan afla undanfarið. Einn bátur, sem héðan reri á mið- vikudaginn með 9 bjóð af línu, kom inn aftur með 6 skippund af fiski eða 3 tonn. Þætti það ekki slakt á vetrarvertíðinni. — IH. Níu hundruð á einum degi Þjóðhátíð Vestmannaeyja setti svip sinn á flugið innanlands og þangað voru fluttir mörg hundruð (Framhald á 15. siðu) Bréf Framsóknarflokksins til forsætisráðherra Ailtaf með fullfermi Víkingur, Akranesi, kemur meS 470 tonn af karfa af Grænlandsmiðum Hermann Jónasson, formaður miðstjórnar Framsóknarflokksins, og Eysteinn Jónsson, formaður þingflokks_ Framsóknarmanna, hafa sent Ólafi Thors, forsætisráð- herra svohljóðandi bréf, dagsett í gær: „Forsætisráðherra fslands, Reykjavík. Við leyfum okkur hér með, herra forsætisráðherra, að senda yður ályktun miðstjómar Fram-i sóknarflokksins, þar sem krafizt er þingrofs og nýrra kosninga vegna útgáfu bráðabirgðalaga um gcngislækkun. Greinargerð fylgir fyrir þeirri kröfu. Við leyfum okkur í nafni mið- stjórnar og þingflokks Framsókn armanna að skora eindregið á yður, herra forsætisráðherra, að þér beitið yður tafarlaust fyrir þingrofi og nýjum kosningum“. Ályktun miðstjórnar Framsókn- arflokksins, sem vísað er til í bréf- inu, hljóðar svo: „Miðstjórn Framsóknarflokks- ins mótinælir harðlega þeim að- förum ríkisstjórnarinnar, að fara á bak við Alþingi og þjóðina og lækka íslenzka krónu enn á ný, og nú með bráðabirgðalögum. Miðstjórnin telur gengislækk- un nú ekki aðeins ástæðulausa við hækkandi verðlag afurða og vaxandi gjaldeyristckjur, heldur beinlínis stórhættulegt tilræði við heilbrigða þróun atvinnulífs og lífskjör almennings. Miðstjórnin endurtekur kröfu sína frá því í júnímánuði þ. á. um þingrof og kosningar án taf- ar, til þess að þjóðin fái tækifæri til að grípa í taumana áður en fleiri óhappaverk verða unnin af þeim þingmeirihluta, sem náði völdum í siðustu kosningum með því að lýsa yfir þveröfugri stefnu við þá, sem síðan hefur verið framkvæmd“. Greinargerð miðstjórnarinnar fyrir ályktuninni er birt á 5. siðu blaðsins í dag. Akranes, 8. ágúst. Togarinn Víkingur kom hing að í morgun með fullfermi af karfa, sennilega um 470 tonn, sem hann veiddi á Grænlands- miðum á skömmum tíma. Togarinn mun halda út til veiða á ný eftir að þessum mikla afla hefur verið landað. Víkingur hefur hvað eftir annað komið með fullfermi af Grænlands miðum, og er aflasæld hans með fádæmum. Síðast þegar skipið kom úr veiðiför, landaði hann 450 tonna afla. Skipstjóri á þessu mikla aflaskipi er ungur maður, Hans Sigurbjörnsson. Flutningaskipið Dóra Horn er að lesta hér hvalkjöt, og mun skip ið sigla með 500 lestir af þvi til Englands. Kjötið er úr hraðfrysti- stöðinni Heimaskagi h.f., en hún er búin að frysta 900 tonn af hvalkjöti, það sem af er þessu ári. í fyrra var ársframleiðslan 1800 tonn. Vélskipið Svanur, Akranesi, er nú að búast á reknetaveiðar, en þær hafa ekki verið reyndar fyrr á þessu sumri. G.B. BRANN Á SVIPSTUNDU Klukkan hálffimm í gær- dag kom upp eldur í fiski- mjölsverksmiðju, sem er sameign frystihúsanna á Stokkseyri og Eyrarbakka og er staðsett á milli þorp- anna. Eldurinn var mjög magnaður og brann verk- smiðjan til ösku á ör- skömmum tíma. Tæki verk smiðjunnar gjöreyðilögð- ust og auk þess 50 tonn af þangmjöli, sem þar voru geymd. Verksmiðjan hefur unnið að framleiðslu þangmjöls undan- farið, en átta manna vinnuflokk ur hefur verið við þangskurð í nágrenninu og útvegað verk- smiðjunni hráefni til framleiðsl unnar. Hafði verksmiðjan fram leitt 150 tonn af þangmjöli, er bruninn varð, og voru 50 tonn geymd í verksmiðjunni. Auk þess hefur verksmiðjan unnið fiskimjöl úr beina- og fiskúr- gangi frá frystihúsunum á Eyr- arbakka og Stokkseyri, en tölu vert magn hráefnis hefur borizt þaðan að undanförnu. Aðalhrá- efnið til fiskimjölsvinnslunnar berst verksmiðjunni þó á vet- urna, þegar vertíð stendur yfir. Kviknaði í þurrkara Eldurinn varð laus, þegar ver ið var að skipta um vinnslu á hráefni. Hafði verið unnið að þangmölun um daginn, en kl. hálffimm átti að hefja fiski- mjölsvinnslu. Var setlur beina- og fiskúrgangur í stóran þurrk- ara, sem er í húsinu, og gaus þá upp eldur svo magnaður, að ekkert varð við ráðið Talið er. að þurrkarinn hafi verið svo heitur eftir þangvinnsluna, að eldurinn hafi kviknað af þeirri orsök Brann til ösku Slökkviliðin á Eyrarbakka og ( Framhalo ö 15 íiðu >

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.