Tíminn - 10.08.1961, Side 2

Tíminn - 10.08.1961, Side 2
2 T f MIN N, fimmtudaginn 10. Sgflst 1561. Tómas Árnason, lögfræðingur: Seðlabankinn geri nánari grein fyrir nauðsyn gengislækkunarinnar Með bráðabirgðalögum, sem sett voru 1. ágúst s.l., varð sú breyting, að ríkisstofnun, Seðla bankanum, var af ríkisstjórn- inni fengið það vald Alþingis í hendur að ákveða, að fengnu samþykki ríkisstjórnar'innar, stofngengi íslenzku krónunnar gagnvart erlendum gjaldeyri og gulli. Það er mál út af fyrir sig, að þetta skyldi hafa verið gert með bráðabirgðalögum. Ekki verður séð, að brýn nauðsyn hafi borið til þess, eins og stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Væri fróðlegt að fá lagaskýr- ingar ríkisstjórnarinnar þar að lútandi. Þegar Alþingi ákveður gengi krónunnar, er það gert með lögum. Lögin eru seinasta orð- ið og verður ekki breytt, nema með nýjum lögum. Þegar sú skipan mála hefur verið tekin upp, að ríkisstofnun eins og Seðlabankinn ákveði, að fengnu samþykki ríkisstjórn arinnar, gengi króuunnar, verð ur að gera þær lágmarkskröf- ur til hennar, að hún r'ökstyðji nauðsyn slíkrar breytingar með skýrum og ótvíræðum rökum. Seðlabankinn verður að leggja spilin á borðið og skýra frá því, hvers vegna nauðsynlegt hafi verið að lækka gengið nú um 12—13%, en ekki um 5% eða 7%, svo að einhver dæmi 6éu tekin. Greinargeið Seðlabankans er mjög almenns eðlis. Það er tal- að um verðfall afurða og afla- brest á sl. ári, en ekki minnzt einu orði á verðhækkanir út- flutningsframleiðslunnar á þessu ári, svo og hina óvenju miklu síldveiði. Þá segir í grein argerðinni, að gengi krónunnar sé hækkað til samræmis við þá röskun, sem kauphækkanirnar hafa í för með sér. Seðlabank- inn heldur því m. ö. o. fram, að nauðsynlegt hafi verið að lækka gengið nú um 12—13% vegna bauphækkana og gefur óbeint í skyn, að gengislækkun- in sé einnig gerð vegna vænt- anlegra kauphækkana á næsta ári. Ef Seðlabankinn vill sanna með skýrslum, að gengislækk- unin hafi numið þeirri röskun, sem varð vegna kauphækkana, ætti að vera auðvelt að birta reikninga fyrirtækja eins og t. d. frystihúsa. Hafi hins vegar gengislækkunin verið syona mikál af öðrum ástæðum. Hverj ar eru þær? Ég vil því beina þeirri spurn- ingu til Seðlabankans, hvers vegna nauðsynlegt hafi verið að lækka gengið um 12—13%. Öll þjóðin heimtar ýtarlega grein- argerð, þar sem allt er tekið með í reikninginn. Má þá ekki gleyma ágætri síldveiði í ár og hækkun afurðaverðs. Jafnframt því, sem óskað er eftir nákvæmari greinargerð frá Seðlabankanum, fylgjast all ir vel með ófimlegum aðgerð- um rikisstjórnarinnar, sem reynir með mjög hæpnum hætti að skýla sér á bak við Seðlabankann. „Viöreisnarmenn” stranda í ísafjarðardjúpi Bjarni Ben. og Sigurður frá Vigur verða fyrir táknrænum föfum Viðskipti við Tékkóslóvakíu 30. júlí sl. kom hingað til Rvík- ur viðskiptanefnd frá Tékkóslóva kíu til að semja um viðskipti land anna fyrir tímabilið 1. september 1961 til 31. ágúst 1962, á grund- velli þriggja ára viðskiptasamn- ings, sem undirritaður var í Prag í nóvember 1960. Samkvæmt vörulistanum, sem nú hefur verið samið um, er gert ráð fyrir, að ísland selji, eins og áður: fryst flök, frysta sild, fiski- mjöl, lýsi, fiskniðursuðu auk fleiri vara. Frá Tékkóslóvakíu er m. a. gert ráð fyrir kaupum á vefnaðar- vöru, skófatnaði, búsáhöldum, rúðugleri, ■járni og stálvörum, margs konar iðnaðarvélum og verk færum, bílum, hjólbörðum, auk fleiri vara. Af íslands hálfu önnuðust þessa samninga dr. Oddur Guðjónsson, Björn Tryggvason, Pétur Péturs- son og Ingvi Ólafsson. Bókun um framangreind við- skipti var í dag undirrituð af ut- anríkisráðherra, Guðmundi í Guð mundssyni og Josef Keller, for- stjóra í utanríkisverzlunarráðu- neytinu í Prag, en imn var for- maður tékknesku nefndarinnar. Utanríkisráðuneytið. Reykjavík, 9. ágúst 1961. Hæstaréttar- dómari flýr Mesti flóttamannastraumur til Vestur-Berlínar síðan 1953 Iðja mótmælir gengisfellingu Stjórnar- og trúnaðarráð Iðju, élags erksmiðjufólks á Akureyri, samþykkti einróma eftirfarandi tillögu á fundi sínum fyrir skömmu: „Fundur í stjórnar- og trúnaðarráði Iðju, félags verksm.- fólks á Akureyri, haldinn 5.8. mót mælir eindregið gengisfellin^ þeirri, sem ríkisstjómin lét koma til framkvæmda. Telur fundurinn að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í þessu efni stuðli enn að stórauk- inni dýrtíð, til tjóns fyrir almenn ing í landinu, og eigi eftir að valda erfiðleikum fyrir þjóðarbúið um laga og ó'komna framtíð. Þessi ráðstöfun ríkisstjórnarinn ar er þeim mun óskiljanlegri, er á það er litið, að þjóðarframleiðsl an og gjaldeyrisöflun hefur stór- aukizt á árinu, og því ekki ástæða til þess að skerða lífskjör almenn ings“. Fréttatilkynning frá Iðju. NTB—Berlín, 9. ágúst. — Flóttamannastraumurinn til Vestur-Berlínar frá Austur- Þýzkalandi hefur verið stríð- ur undanfarnar vikur og mánuði, en nú keyrir þó fyrst um þverbak. Eru Austur-Þjóð verjar hræddir um, að yfir- völdin fari að gripa til rót- tækra ráðstafana, sem geri mönnum ómögulegt að kom- ast undan skipulagi kommún- ismans. í morgun höfðu á einum sólar- hring komið 2000 flóttamenn til flóttamannamiðstöðvarinnar í borg inni og beiðzt hælis sem pólitískir flóttamenn. í gær hafði straumur- inn verið næstum eins mikill. Þetta er langmesti fjöldi flótta- manna til Vestur-Berlínar síðan árið 1953, er uppreisnin var gerð í Austur-Þýzkalandi. Dómari á flótta Dómari í hæstarétti Austur- Þýzkalands kom í dag til Vestur- Berlínar og bað sér hælis sem pólitískur flóttamaður. Voru með honum 9 meðlimir fjölskyldunnar. Dómarinn heitir Horst Iletzar. Hann kvað réttarfarinu í Austur- Þýzkalandi fara æ hnignandi, og væri það nú svo illa komið, að skömm væri að því að vera lög- i maður bar. Eitt flugvél- arránið enn Flugvél frá Pan American- flugfélaginu bandaríska, sem var á leið frá Houston í Texas í gær til Guatemalaborgar, breytti i gær um ákvörðunar- stað og lenti á Kúbu. Flugstjórinn tilkynnti þessa á- kvörðun mjög stuttlega og skýr- ingalaust, en flugfélagið gengur út frá, að þarna hafi rán átt sér stað. Flugvélin er þota af gerð- inni DC8 með 72 farþega innan- borðs og 9 manna áhöfn. Meðai farþega var utanríkisráðherra Ból ivíu og frú hans. Þegar síðast fréttist, var. flugvélin ekki komin til Kúbu og talið líklegt, að banda ríski flugherinn myndi reyna að ráða lendingarstað vélarinnar. Sjálfstæðismenn efndu til mannsafnaðar í Reykjanesi við ísafjarðardjúp um s. I. helgi. Lögðu leið sína þangað vestur að tala yfir fólki Sig- urður frá Vigur og Bjarni dómsmálaráðherra og hugð- ust reyna að hressa við sí- hrörnandi fylgi þar vestra. Segjr ekki af ræðum þeirra, en það er til marks um, að áheyrend- um muni hafa þótt þær heldur þunnar og fallnar í gengi, að einn þeirra orti, er hann hafði hlýtt á lestur þeirra: Þetta lið er lítt til stórs löngu snautt til dáða, einkum meðan Óli Thórs öllu fær að ráða. Gerðu þeir Sigurður og Bjarni för sína síðan úr Reykjanesi og fóru sjóveg, sem títt er á þeim slóðum. Var logn og blíða og þeir sjóhressir sæmilega. Var þetta og á heimaslóðum Sigurðar og hon- um því kunn hver alda. Er liðið var á nótt komu þeir í nánd_ við Vigur, og brá þá svo við, að*far- kosturinn renndi á grunn og sat þar alllengi nætur. Engan sakaði1 þó og komust þeir félagar með morgni til ísafjarðar. I Þykir ekki ólíklegt, að Vest- firðingar, sem eru út undir sig í gjörningum, svo sem alkunna er, hafi verið að gera þeim gletting- ar nokkrar og tafir, svipaðar þeim, sem séra Eiríkur í Vogsósum hafði Ágætur fundur i gærkveldi Framsóknarfélögin í Reykjavík héldu ágætan fund í Framsóknar húsinu í gærkveldi. Rætt var stjómmálaviðhorfið og voru fram sögumenn þeir Hermann Jónas- son, formaður Framsóknarflokks ins og Eysteinn Jónsson, formað-j ur þingflokks Framsóknarmanna. j Var gerður góður rómur að máli' þeirra og tóku margir til málsj að framsöguræðum loknum. Nánj ar verður skýrt frá fundinum í blaðinu á morgun. í frammi á fyrri tíð, er honum, líkaði ekki atferli piltunga. Mun Vestfirðingum sem öðrum hafa þótt sem atferli þeirra íhalds og krata svipa nokkuð til Vogsósa- stráka og þeir eiga því skilið svipaða áminningu fyrir gengis- fellinguna og „viðreisnina" alla. Flokkur Kaúnda bannaður NTB — Lusaka 9. ágúst. Ókyrrt hefur vérið í Norður- Rhodesíu undanfarið, og í dag gusu þar upp óeirðir enn á ný í dag. Var herlið þegar flutt á vett vang bæði í flugvélum og land- veg. Óeirðir þessar spruttu upp eftir að sjálfstæðisflokkur lands- ins var bannaðúr í sumum héruð- unum af brezkum yfirvöldum. f Norðurhéraði, sem er stærst hinna átta fylkja landsins, hefur undanfarið gengið á með ofbeld- isverkum og blóðsúthellingum. Sjálfstæðisflokkur þessi er flokk ur Kaúnda og er talinn öflugasti þjóðernissinnaflokkur Afríku í dag. Flokkurinn hefur lagzt ein- dregið gegn uppkasti því að’ stjórn arskrá fyrir landið, Sem Bretar kunngerðu í fyrri viku, en hún hefur verið mikið þrætumál. Fyrsta leik- sýningin Ólafsfirði, 4. ágúst. Hér voru leikþættir Kiljans sýndir á miðvikudagskvöldið, og var það fyrsta leiksýningin í nýja félagsheimilinu. Húsið var þétt- skipað áhorfendum, sennilega á þriðja hundrað manns, og klöpp- uðu þeir leikendum óspart lof 1 Jófa. Ásgrímur Hartmannsson, bæjarstjóri, þakkaði leikflokknum komuna og skemmtilegan og góð- an leik. Lárus Pálsson taldi þetta leik- svið það næstbezta, sem hann hefði kynnzt í félagsheimili. Leik flokkurinn rómaði aðbúnaðinn í húsinu og var yfirleit.t mjög á- nægður með aðsóknina og viðtök ur áhorfenda. B.S. Títoff hélt ræ(Ju (Framhald af 3. síðu). , af hetjum sínum Gagarín og Tít- , off. Að lokinni ræðu sinni, faðm- ] aði Krustjoff Títoff að sér, meðan i þjóðsöngurinn var leikinn. Boð í Kreml Eftir þessi ræðuhöld þrammaði hálf milljón manna fram hjá graf-, hýsinu, hyllandi geimfarann. Síð-j ar um daginn hafði Bresnjev for-: I seti boð inni fyrir hann í Kreml, j , og voru þar um 2000 manns. Þar | hélt Krustjoff aðra ræðu, þar semj hann ræddi Berlínarmálið og kvað Ráðstjórnarríkin fastákveðin að gera friðarsamning við Þýzkaland fyrir áramót. Alþjóðlegan blaða- fund mun Títoff halda á föstudag- inn og svara spurningum um flug sitt. Árétting A forsíðu blaðsins í gær var birt mynd af börnum, sem voru að leika sér við bát á Laugarvatni og látin orð falla í skýringum, að illt væri til þess að vita, að ung og saklaus börn hefðu verið að leik innan um ölæðisskríl. Hér var um leiða missögn að ræða. Börnin voru að sjálfsögðu að leik á allt öðrum slóðum á Laugarvatni og í fylgd með foreldrum sínum á friðsælli strönd vatnsins. Tilgang- ur blaðsins með birtingu myndar- innar var enda sá einn að benda á andstæðu ómenningarinnar en um leið fagurt dæmi þess, hvernig unnt er að njóta lífsins á þessum fagra stað, sé hann ekki saurgað- ur af sk'P'látum ölæðinga. Hafi þetta valdið einhverjum misskiln- ingi biður blaðið velvirðingar á, og áréttar betur, lrvað fyrir því vakti. hafi orðilag myndartextans verið óljóst eða óheppilegt- ,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.