Tíminn - 10.08.1961, Blaðsíða 7
MIN N, fimmtudaginn 10. ágúst 1961.
7
Látum þjóðina dæma
(Framhaid al 5 síðu
flutt út óunnin. En samdráttur sá,
sem nú kemur fram í minnkandi
framkvæmdum. minnkandi kaup-
um vinnuvéla o s. frv.. hlýtur að
hafa alvailegar afleiðingar fyrir
framtíðina víða um land og si apa
aukna erfiðleika síðar, ef vinna
skal upp það. sem nú ferst fyrir
sakir skammsýnnar stiórnarstefnu.
Kauphækkanirnar
Almennar framleiðslustöðvanir
vegna vinnudeilna, sem hætta var
á, að „viðreisnin“ hefði í för með
sér, komu ekki til sögu á árinu
1960, en byrjuðu með ágreiningi
um fiskverð og verkfalli við sjávar
útveginn, er síðasta vetrarvertíð
skyldi hefjast. Samið var um nýtt
fiskverð til útgerðarinnar og ný
kjör til handa sjómönnum. Vegna
þess, hve sjómannasamningar
voru margir og reglur margbrotn-
ar, er erfitt að gera sér grein fyrir,
hve mikla „kauphækkun“ sjó-
menn hafi fengið. Af þeim tölum,
sem birtar hafa verið í blöðum og
munu styðjast við upplýsingar frá
Alþýðusambandi íslands, má þó
ætla, að hún hafi víða numið a. m.
k. 15%. Sú kauphækkun til verka-
manna, sem samið hefur verið um
í sumar, virðist yfirleitt vera 11%,
að meðtöldu framlagi til sjúkra-
sjóða, auk hækkana á eftirvinnu-
álagi úr 50% í 60% og nokkurra
minni háttar breytinga. Þessi
kauphækkun hefur að sjálfsögðu
í för með sér nokkra hækkun á
framleiðslu- og framfær'slukostn-
aði. Það var fyrir löngu almennt
álit manna um land allt, að til
kauphækkana hlyti að koma eftir
það, sem á undan var gengið Hins
vegar tóku vinnudeilur að þessu
sinni nokkru lengri tíma en þær
hefðu þurft að taka. Framleiðslu-
og atvinnustöðvun fyrr og srðar á
þessu ári hefur valdið mjög veru-
legu tjóni fyrir fjölda manna og
þjóðina í heild. Launahækkun hjá
oipnberum starfsmönnum stendur
fyrir dyrum.
ingi, sem þarna er um að ræða.
og þá með sérstöku tillit/ til þess.
að stjórnin vill ekki fallast á að
lækka vexti og heldur fast við sam
dráttarstefnuna að öllu leyti.
^ióðinni ber
dómsvaldið
Nýja gengis-
lækkunin
Ríkisstjórnin hefur hú, með til-‘
vísun til kauphækkana þeirra, er
orðið hafa, tekið þá ákvörðun,
sem flestum landsmönnum mun^
hafa komið mjög á óvart, að lækka
á ný gengi íslenzkirar krónu, og
nú með bráðabirgðalögum, án þess,
að bera þetta stórmál undir Al-,
þingi. Jafnframt hefur hún gefið
út önnur bráðabirgðalög, um ráð-
stöfun nokkurs hluta þess fjár,
sem innheimt verður með verð-
hækkun hins erlenda gjaldeyris
um rúmlega 13% (um ca. 20%
miðað við gjaldeyrisverð fyrir
„viðreisn"). í sambandi við gengis-
lækkunina virðast árstekjur ríkis-
sjóðs hækka um nálega 125 millj.j
króna, og er það athyglisvert, sbr. I
það, sem sagt var hér að framan
um rekstrarafkomu ríkissjóðs á
fyrra helmingi þessa árs. í heild
virðast verðhækkunaráhrif gengis-
breytingarinnar nú nema um 550
millj. króna. Þegar litið er á þessi
tvenn bráðabirgðálög saman, virð-
ist tilgangur gengisbreytingarinn-
ar öðrum þræði vera sá að afla
tekna í sjóði, sem veiti sjávarút-j
veginum stuðning, þ. á m. vegna!
taprekisturs togaranna og tilj
greiðslu vátryggingariðgjalda. Má
telja, að þar sé um að ræða nýja!
byrjun á uppbótakerfi. Verður þá
ekki annað sagt en að viðreisnar-
kenningin sjálf sé, einnig að dómi
formælenda hennar, farin að
standa nokkuð höllum fæti. Hins
vegar skal ekki í efa dregið, að
útveginum sé þörf á þeim stuðn-l
Eins og fram kemur i ályktun
miðstjórnarinnar er hún algerlega
andvíg þe’rri bráðabirgðalagaút-
gáfu, sem hér er um að ræða. Hún
telur það út af fyrir sig ekki ná
neinni átt, að ríkisstjórnin ákveði
með bráðabirgðalögum að taka af
Alþingi valdið til að ráða gengis-
skráningu og afhenda sjálfri sér
og Seðlabankanum þetta vald, svo
mikiísvert sem það er, og beiting
þess afdrifarík. Um gengisbreyt-
inguna sjálfa er það að segja, að
fyrir henni eru ekki nein fram-
bærilég rök, eins og sakir standa
nú. Á verðbólgutímum undanfar-
inna áratuga hefur gengisskrán-
ingu verið breytt á tíu ára fresti
og þjóðinni þótt nóg um. f þetta
sinn er gengisskráningunni breytt
á ný, þegar ekki eru liðnir nema
17 mánuðir frá þeirri stórfelldu
gengislækkun, sem lýst hefur ver-
ið hér að framan. Þetta er gert,
eftir að ein allsherjar kaupbreyt-
ing hefur átt sér stað og hún al-
mennt talin eðlileg eins. og á stóð.
Þar að auki er þessi nýja gengis-
breyting framkvæmd, þegar svo
stendur á, að verð á ýmsum helztu
útflutningsvörum landsmanna hef-
ur verið heldur hækikandi erlendis
og á mesta síldarsumri. sem komið
hefur í seinni tíð. Hafa má í huga.
að 1% hækkun útflutningsverðs á
framleiðslu hraðfrystihúsa svarar
samkvæmt reiknmgum sem næst
til ca. 5% kauphækkunar hjá
þeim fyrirtækjum Þótt ríkisstjórn
in hafi, eins og hún sjálf segir.
talið kauphækkanir of miklar. bar
henni að sjálfsögðu skylda til að
bíða átekta, unz það sýndi sig.
hversu þjóðarbúskapnum reiddi af
á þessu ári, og þangað til Alþingi
hafði fengið ráðrúm til að kynna
sér vandamál atvinnulífsins eins
og þau eru nú og taka afstöðu til
þeirra. Að gefnu tilefni skal á það
bent, að það verður að teljast vafa
söm stjórnvizka að gera sér far
um að láta líta svo út, að verið sé
að stofna til kapphlaups milli kaup
hækkana og gengislækkunar á
komandi tímum.
Miðstjórnin Lítur svo á, að
„viðreisnarstefna“ ríkisstjórnar-
innar hafi ekki verið í samræmi
við þær yfirlýsingar, sem núver-
andi stjórnarflokkar gáfu í síð-
ustu alþingiskosningum, haustið
1959. Ástæða er til að ætla, að
meiri hluti þjóðarinnar hafi ver-
ið þessari stjórnarstefnu andvíg-
ur, og árangur hennar og afleið-
ingar hafa m. a. orðið á þá leið,
sem lauslega hefur verið lýst hér
að framan. Að áliti sanngjarnra
manna hlaut það því að vera lág-
markskrafa til ríkisstjórnarinnar,
að hún legði „viðreisnarstefnu"
sína undir dóm þjóðarinnar áð-
ur en höggvið væri á ný í hinn
sama knérunn með nýrri gengis-
lækkun. En hið ótrúlega hefur
skeð, þvi miður. Það er til við-
vörunar fyrir þjóðina eftirlciðis
að hafa á fyrsta ári hinnar nýju
kjördæmaskipunar kosið yfir sig
ríkisstjórn, sem þannig fer með
vald sitt og bincrmeirihluta síns,
sem nú er raun á orðin.
ÞRJATIU ÞÚSUND
„ILLRÆDISMENN”
I einu af dagblöðum höfuð-
borgarinnar var nú fyrir
skcmmstu grófu orðavali eins
af verkalýðsleiðtogunum, sem
nefnt hafði ríkisstjórnina „ili-
ræðismenn“, snúið upp á
nokkra af leiðtogum samvinnu-
manna.
Hvað sem Iíður þeim nafn-
giftum, sem stjórnmálamenn-
irnir velja hver öðrum, ber það
vott um mikla óprúttni og van-
þekkingu, að reynt skuli að
flytja sömu nafngiftir yfir á
menn, aiit annarrar tegundar.
Kaupfélög landsins eru byggð
upp á lýðræðisgrundvelli.
Hvert þeirra skiptist í deildir,
þar sem deildarmenn hafa allir
jafnan atkvæðisrétt og kjósa
leynilegri kosningu deildar-
stjóra og fulltrúa á aðalfund.
Aðalfundur kaupfélagsins kýs
stjórn þess, endurskoðendur og
fulltrúa á aðalfund Sambands
íslenzkra samvinnufélaga.
Stjórn félaganna ræður kaupfé
lagsstjóra. Fulltrúar á aðal-
fundi SÍS kjósa stjórn Sam-
bandsins, sem síðan ræður for-
stjóra og aðra starfsmenn þess.
Skipulag þetta og framkvæmd
öll er til fyrirmyndar. Kaupfé-
lagsmennirnir velja til trúnað-
arstarfa þá menn, er þeir
treysta bezt á hverjum tínia. Sú
ásökun fyrrnefnds blaðs, að
„S.f S.-herrarnir“, sem það
nefnir svo, séu „liinir sönnu ill-
ræðismcnn, þeir níðhöggvar,
sem hafa barizt um á hæl og
hnakka undanfarna mánuði til
þess að Ieiða þjóðina aftur út
í eyðimörk sukks og sóunar,
verðbólgu og skuldasöfnunar“.
er því ásökun á hendur 30 þús.
kaupfélagsmönnum um allt fs-
land.
Leiðtogarnir, sem á örlaga-
tímum verða að taka ákvarð-
anir í stórmálum og eru til þess
kjörnir á fullkomnum lýðræðis-
grundvelli, starfa á ábyrgð fé-
lagsmannanna, sem kusu þá og
njóta til þess fyllsta trausts.
Samvinnumenn fyrir norðan
báðu leiðtoga sína að leysa
fyrir sitt leyti verkfallið. Þeir
gerðu það og náðu þeim beztu
samningum, sem hægt var að
ná, eins og málum var komið.
Sambandið fór eins að hór fyrir
sunnan. Aðalfundur þess í Bif-
röst nokkrum dögum síðar vott-
aði forustjjmönnum SÍS fyllsta
traust, eins og maklegt var.
Það er ógætilegt að ásaka
tugi þúsunda af konuin og körl-
um af öllum stjómmálaflokk-
um um allt land fyrir það, að
þetta góða fólk velji sér „ill-
ræðismenn“ í trúnaðarstöður.
Og hvað gerðu svo þessir
samvinnulciðtogar, að þeir
verðskuldi slíkar nafngiftir?
Annað tveggja stóð til: að
lögfesta kaupgjald og banna
verkföll. Samvinnumenn forð-
uðu verkamönnum frá þeim
örlögum. Eða vansæmandi,
hörkufull barátta í margar vik-
ur eða mánuði, með milljóna
tapi fyrir þjóðina og síldarflot-
ann bundinn við bryggjur á
meðan síld óð uin allan sjó.
Samvinnumenn forðuðu frá því.
Þetta sýnir. að hinir 30 þúsund
kaupfélagsmenn kunna að kjósa
menn til trúnaðarstarfa.
Það er vorkunn, þó að miklir
stjórnniálamenn velji hver öðr
um mikil heiti. En nafngift
sem þá, er að framan greinir,
ættu þeir að nota i sinn hóp,
sér til hugarléttis, þegar þeim
finnst nauðsyn bera til, en ekk>
að flytja hana yfir á aðra
óskylda mcnn. — PHJ.
Prestafundur að Hól
um um næstu helgi
8t( ASAi IMt1 „jfs
Biiarnir eru Hjð okkur
Kaupir uerast hiá okkur
BlLASALINN við Vitatorg.
Sími 12 500.
Prestafélag Hólastiftis held-
ur aSalfund sinn á Hólum í
Hjaitadal um næstu helgi.
Fundurinn hefst laugardaginn
12. ágúst kl. 2 e. h. með ávarpi
formanns, sr. Sigurðar Stefáns-
sonar, vígslubiskups, en síðan
fara fram venjuleg aðalfundar-
störf. Rætt verður sérstaklega um
útgáfustarfsemi félagsins og vænt-
anleg hátiðahöld á Hólum sumarið
1963, á tveggja alda afmæli Hóla-
dómkirkju.
Önnur dagskráratiiði verða sem
hér segir:
Síra Stefán V. Snævarr á Völl-
um flytur erindi um „ýmsar helgi-
athafnir og framkvæmd þeirra",
og verða umræður um það efni.
Síra Finnbogi L. Kristjánsson í
Hvammi heldur fræðilegan fyrir-
lestur um frumkristnina. en síra
Pétur Sigurgeirsson á Akureyri
segir frá kirkjulegu starfi í Vest-
urheimi og sýnir myndir til skýr-
ingar.
Um kvöldið verður helgistund í
kirkjunni og annast hana síra
Lárus Arnórsson á Miklabæ.
Sunnudaginn 13. ágúst, að^
morgni, lýkur fundarstörfum, en
kl. 2 e. h. hefst almenn guðsþjón-
usta í Hóladómkirkju og prédikar
þar gestur fundarins, síra Sigurð-
ur Einarssón, skáld í Holti. Dóm-
prófastur, síra Björn Björnsson,
þg vígslubiskup þjóna fyrir altari.
í messulok flytur síra Friðrik A.
Friðriksson, prófastur á Húsavík,
erindi.
Prestar í Hólastifti munu fjöl-
menna á fund þenna, en að sjálf-
sögðu eru allir aðrir prestar
einnig velkomnir heim að Hólum
fundardagana. Aðeins þarf að til-
kynna þangað í tíma, sé um gist-
ing að ræða eða aðra fyrirgreiðslu.
Á víðavangi
Hefndarhögg
. Stjórnarblöðunuin gengur erf-
iðlega að réttlæta hina miklu o<g
ónauðsynlegu gengislækkun. Upp
lýsingar Eysteins Jónssonar um
áhrif kauphækkunarinnar á hág
frystihúsanna t.d. liafa sett þá
algjörlega úi jafnvægi. Gegn
þeim upplýsingum eiga þeir emg
in rök og standa gersamlega
varnarlausir — en þá er gripið
til þess úrræðis, sem er stjórn-
arliðum orðið mjög nærtækt og
tamt — hreinlega skrökva upp
tölum. Eysteinn Jónsson upp-
lýsti, að 5% kauphækkun jafn-
gilti 1% breytingu á útflutnings
verði afurða frystihúss. Eysteinn
Jónsson byiggir þessar upplýs-
ingar sínar á reikningum fjöl-
margra frystihúsa og útreikning
um Sölumiðstöðvar hraðfrystihús
anna og SÍS um fiskvinnslu í
hraðfrystihúsunum. — Þessi
gögn gefa til kynna, að vinnslu-
kostnaðurinn í frystihúsunum sé
um 20% af útflutningsverðmæti
afurðanna og þó í ýmsum tilfell
um heldur minna. 5% kauphækk
un í hraðfrystihúsunum svarar
þvi alls ekki til meira en 1%
breytingar á útflutningsverði.
— Morgunbl. segir hins vegar,
að vinnslukostnaður frystihúsa
sé a.m.k. 50% heildarútgjalda.
Nú eru engin rök til — bara
skrökvað til að reyna að villa
um fyrir fólki.
Morgunblaðið margstagaðist á
því, að „kerfið" þyldi 6% kaup
hækkun, en nú segja þeir, að
10—11% kauphækkun krefjist
13% hækkunar á erlendum gjald
eyri. Samkvæmt því þarf 13%
hækkun á erlendum gjaldeyri
til þess að mæta 4—5% kaup-
hækkun. Þegar menn hafa
kynnt sér frystihúsadæmið, sjá
menn gjörla, hve fráleitt þetta
er, þar sem 5% kauphækkun
svarar til 1% breytingar á út-
flntningsverði. — Þessa miklu
gengisfellingu er ekki hægt að
réttlæta. Hún er hefndarhögg í
andlit þjóðarinnar, — en skamma
stund verður hönd höggi fegin.
Skrumskæling Aljþý'Su-
flokksins
Til þess að skilja afstöðu Al-
þýðuflokksins nú verða menn að
gera sér ljóst, að hann á ekkert
skylt með þeim Alþýðuflokki,
sem til var hér á landi fyrir
20—30 árum — nema nafnið.
Þar er komin til valda ný kyn-
slóð, sem aldrei befur verið í
neinum tengslum við verkalýð-
inn, þekkir ekki kjör hans, skil
ur ekki viðhorf hans og hugsun-
arhátt fremur en ókunnur mað
ur frá annarri stjörnu — og er
áhugalaus um hvort tveggja.
Þess vegna geta slík ósköp gerzt,
að bergnuminn pólitíkus eins og
Benedikt Gröndal skrifar í AI-
þýðubl. skammir um samvinnu-
félögin fyrir að viðurkenna rétt
verkafólks til þess að Iifa og
njóta launa, sem trauðla eru þó
nema brot af launum Benedikts
þessa. Ef Gröndal telur laun ís-
lenzkra verkamanna, eins og þau
voru fyrir kauphækkunina. líf-
vænleg, hví sannar hann þá ekki
kenningu sína í verki með því
umað taka að sér að Iifa af þeim
t.d. í eitt ár, og ganga þá jafn-
framt að algengri verkapianna-
vinnu? Eg vcit að hann gæti
fengið sig lausan {rá Alþbl. Það
mundi ekki sknðast ueitt á því.
Eftir þetta eins árs nám væri
kannske ekki útiloknð að hann
gæti skrifað af cilítið meiri
þekkingu um kjör þcssa fólks,
sem flokkur hans L&srfír ti>g cnn
þá viðL (ElnLcrji).