Tíminn - 10.08.1961, Page 11

Tíminn - 10.08.1961, Page 11
IN N, fimmtudaginn 10. ágúst 1961. 1] Segðu mér I sögu Þessar myndir fylgdu grein eft- ir André Maurois í tímariti IJNES- CO. Greinin fjallar um bókasöfn og hve mikilvæg þau séu fyrir all- ar þjóðir. UNESCO hefur aðstoðað margar' þjóðir við að koma upp fyrirmyndar bókasöfnum og um- ferðasöfnum. En þessar myndir eru af sérstæðri starfsemi, sem rekiií er af almenningsbókasöfnum í New York. Þegar sumarhitinn ætlar alla að kæfa, sem ekki kom- ast úr borgirfni, þá senda bókasöfn- in starfslið í almenningsgarðana til þess að leika við börnin og segja þeim sögur. Þarna hefur hópur safnazt utan um stúlku, sem er að segja börnum í blöklkumanna hverfi borgarinnar sögur. Einn áheyrandinn er dálítið feiminn og vogar ekki inn í hópinn, en ekki vantar áhugann. Saklau.sa sagart Þrjár konur gengu á und- an mér í HljómskálagarSin- um um daginn, og ræddu þær margt um spillingu æsk unnar. LíkaSi þeim hún aS vonum illa, og þar kom ræSu þeirra, aS ein sagSi: — ÞaS er alveg agalegt, hvaS stúlkurnar eru ungar, þegar þær fara aS eignast börn. — Huh, sagSi önnur, — ekki eru piltarnir miklu eldri. Ég er viss um, aS þeir geta hvorki klætt sig né háttaS hjálparlaust, þegar þeir verSa pabbar. Sú þriSja hafSi fátt lagt til málanna fram aS þessu, en þegar hér var komiS sögu, laumaSi hún einni setningu inn í, ósköp sak- leysislega: — ÞaS er kannske þaS, sem gerir! — s. — 77. síðan — Heilagur Columba og Loch Ness skrímslið Eitt meS því fyrsta, sem sagt er frá hinu fræga Loch Ness skrímsli er í Ævisögu Columba, bók, sem er rituS á Ítalíu á 17. öld. Þar er sagt frá hinum heilaga Col- umba, og er frásögnin um Loch Ness skrímsliS á þessa leiS: Svo var það einu sinni, þegar hinn heilagi maður var nokkra daga í smábænum Picts, að hann varð að fara yfir ána Ness. Þeg- ar hann kom að ánni, sá hann hvar verið var að jarðsetja mann vesaling, og grafmennirnir sögðu honum, að er maðurinn hefði verið að synda í ánni, hefði ófreskja dregið hann til sín og rifið hann í sundur. Þegar hinn heilagi maður heyrði þetta, skipaði hann undir eins einum samferðamanna sinna að synda af stað og sækja honum bát, sem lá við hinn bakk ann. Lugne mocu-Min hlýddi án tafar, klæddi sig úr öllum fötum nema kufli sínum og stakk sér í vatnið. En skrímslið, sem ekki hafði fengið neina saðningu í hlutfalli við löngun sína í bráð, lúrði í djúpi árinnar. Þegar það fann hreyfingu á vatninu vegna hreyf- ingar Lugnes, kom það skyndi- lega upp á yfirborðið og með gapandi munni og miklum öskr- um æddi það í átt til mannsins, sem synti á miðri ánni. Meðan allir viðstaddir, jafnt bræðurnir sem skrælingjarnir, urðu gripnir ógurlegri skelfingu, lyfti heilagur Columba, sem hafði fylgzt vandlega með dýr- inu, hendi sinni og gerði mark hins heilaga kross í loftið, og í krafti guðs skipaði hann hinu óða villidýri og sagði: — Far þú eigi lengra. Snert þú eigi mann- inn. en far sem fljótast til þíns fyrri staðar. Þegar skrímslið heyrði skipun hins helga manns, flýði það í skelfingu til bakia eins og það væri dregið af ósýnileg- um böndum. KVIKMYNDIR Tjarnarbíó sýnir: Léttlyndi söngvarinn (Follow a star) Aðalhlutv.: Norman Wisdom Norman Truscott (N. Wisdom) vlnn- ur í fatahreinsun og dreymir um aS verSa frægur söngvari. Og röddina hefur hann, vantar ekk- ert annaS en ofboSlítiS sjálfs- traust, því aS hann er bæSI radd- laus og laglaus, nema Judy (June Laverick) sé hjá honum. En Judy er lömuS og getur ekki hreyft slg nema í hjólastól. Dymphna Dobson (Hattle Jasques — sem er fræg fyrir lelk sinn i Carry on kvikmyndunum) leikur söngkennara Normans, og er hún ákveSin í aS gera hann aS söngv- ara. Myndin hefst á þvi, aS Nor- man hittir Vernon Carew söngv- ara (Jerry Desmonde), sem nú er aS missa sínar vinsældir. Car- ew er svo hrlfinn af því, að Nor- man skuli þekkja hann, aS hann býSur honum á söngskemmtun sína. Þar eyðileggur Norman óviljandi atriSi Carews og ætlar aS fá tilheyrendur til aS syngja til þess aS breiSa yfir mistökln. En áSur en langt um liSur hætta þeir, og hann syngur einn, öllum til óblandinnar gleSI. En þegar hann uppgötvar, aS tilheyrendur syngja ekkl meS honum, mlssir hann röddlna og lagiS eins og fyrri daginn. Nú er skammt milli stórra högga. Carew ræSur Norman til sin und- ir því yflrskyni, aS hann ætli aS kenna honum aS syngja, en tek- ur þess í staS rödd hans upp á plötur, sem hann spilar á skemmt , unum sfnum. Sjálfur bærir hann varirnar og læzt syngja, en rödd- in er Normans. Fyrst gengur hon um treglega aS láta Norman syngja, þar sem Judy er fjarver- andi, en svo tekur hann upp á því aS taka upp rödd hans, þegar hann syngur í baSi, því aS þar hafa allir nóg sjálfstraust til þess aS syngja. En svo syngur Carew — meS rödd Normans — í sjónvarpiS, og Dob son sér undir eins, hvernig allt er i pottinn búið. Hún ræðst inn í veizlu til Carews og ásakar hann um raddstuld frammi fyrlr gestum hans, en hann svarar með því aS láta Norman reyna aS syngja, en Judy er fjarrl Dobson er ekki af baki dottin. Næst sendir hún Norman til sálfræS- ings til þess aS láta hann endur- heimta sjálfstraust sitt. SálfræS- ingurlnn dáleiSir hann og gefur honum þannig sjálfstraustiS aft- ur, en eyðileggur verk sitt i ógáti. Og loks þrifur hún til þess aS fá Carew tll þess aS viSur- kenna svikin meS því aS miSa á hann skammbyssu, og sendir Nor man inn á sviðið. Þar blindast hann af ijósunum og getur ekk- ert sungiS. Carew sleppur út og tekur að bæra varirnar eftir plöt unni, en gamanið kárnar, þegar Dobson kemst í grammófóninn, en tekur þó út yfir, þegar hún brýtur plötuna. Þá komast svikin upp, en Dobson rekur Norman inn á sviðið aftur, og nú er Judy nærri, svo að allt fer vel. Þessi mynd er einhver bezta gaman- mynd, sem ég hef séS i langan tima. Norman er ótrúlegur sprelli gosi, og f þessari mynd gengur aftur allt þaS, sem einkenndi góS. ar gamanmyndir á gullöld skop- leikanna. Hér er lelrtau brotið I stórum stíl, rjómatertum skellt i andlit manna, prúðbúnir menn detta ofan i barmafulit baðker og þannig mætti tengl telja. En flest fellur þetta svo vel inn i at- burðarásina, að það sker sig ekk- ert úr, og hið nýja er býsna gott. Atriðið með sálfræSInginn er hvort tveggja hiS bezta og hið versta í allri myndinni. Sá hluti þess atriSis, sem fjallar um dáleiSsl- una sjálfa, elnkum þó þegar sál- fræðingurinn „færir" Norman aftur til 18 mánaða aldurs, er nægur til þess að réttlæta kostn- að bióferðarinnar, en sá hlutinn, sem fjallar um heimsókn sálfræð- ingslns með Norman f klúbbinn, er hins vegar heldur lélegur. Ég hugsa, aS Þjóðviljinn myndl kalla hann amerikaniseraðan. lokum gagnrýni á prógrammið — eins og blaðið með efnisúr- drættinum er kallaS. Þar stendur, aS Judy sé krypplingur f hjóla- stól, en þaS er alls ekkl rétt. Hún er meira að segja undurfögur stúlka, þótt hún sé lömuð. Það er full ástæða fyrlr öll kvik- myndahúsin aS vanda betur þessa efnlsúrdrættl sina, þvf aS þelr eru yfirleltt uppfullir meS prent- villur og þaS, sem verra er, mis- skllnfng og málleysur. Og svo allra síðast, það verSur að yfir- fara hátalarakerfið i Tjarnarbfó, þvl aS þaS heyrast tæpast orða- skil fyrir truflunum og brakl. Kópavogsbíó sýnir: Stolin hamingja Lily Palmer. — Þýzk mynd. Hún er fögur og virðist ekkert vera í heimi hér, sem hana skort- ir. Hún er gift fraegum lækna- prófessor, sem í upphafi myndar- innar er í kennslustund með nem endum sínum. Hann er að lýsa fyrir þeim, hvernig læknar eigi að bregðast við, er sjúklingur gengur með ólæknandi sjukdóm. Konan er stödd af tilviljun i fyrir lestrasalnum og heyrir, þegar læknir segir, að alltaf eigi í þeim tilfellum að fara sem næst sannleikanum, ef um ólæknandi sjúkdóm sé að ræða, en aldrei segja allan sannleikann. Þessi fyrrnefnda fo-rkunnarfagra kona er nýkomin úr tveggja ára heilsu bótar ferðalagi, þar sem hún þjá ist af sjúkdómi, sem hún nú allt í einu uppgötvar að er ólæknandi. Það heyrir hún af vörum manns síns þarna á staðnum. Konan er auðsjáanlega ekki vön því að geta ekki veitt sér það, sem í hugann kemur. Hún lætur dót sitt niður í sjö ferða- töskur og fer í annað ferðalag tU þess að sjá heiminn f síðasta sinn. Hafnar hún á lltiHl eyju og kemst í snertingu við hið harða og óbrotna líf eyjarskeggja. Þar á meðal er hinn glæsUegi fiski- maður Manúel, sem þessi fagra, heimska kona hrífst af. Milli þess ara tveggja persóna, hins fátæka en myndarlega unga manns og þeirrar konu, sem allt getur keypt fyrir peninga, nema heil.s- una, upphefst mikil og merkUeg saga, sem ekki verður færð í let ur hér. En þessi saga er lærdóms rík og leið góð dægrastytting. Aðalhlutverkið leikur hin kunna Lity Palmer. eiginkona brezka leikarans Rex Harrisons. En það sameiginlega við hið raun verulega líf og þessa konu í myndinni er, að fyrri kona Rex var einmitt haldin ólæknandi sjúkdómi, sem hún dó úr. og varð þó Lily seinni kons Rex. Lily Palmer skilar hlutverki sínu vel, enda er það ekki vandmeðfarið fyrir jafn reynda leikkonu Carlos Thomas leikur Manúel og er þar myndarlegur maður. en það er varla meira,-Leikstjórinn er Art- hur Maria Rabenalt og finnst mér sum atriðin, sérstaklega þau, SL.n nær eru tekin, harla ein- kennileg, nú á þeim tímum, sem hin sterkustu atriði myndanna eru oft einmitt i nærmyndunum. — h.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.