Tíminn - 10.08.1961, Page 16

Tíminn - 10.08.1961, Page 16
 *ntnmi Fimmtudaginn 10. ágúst 1961. 179. blað. Hringdi strax í Krústjoff — Hvar er síminn, ég verð að hringja til Krústjoffs. — Nýi rússneski geimfarinn Gherman Títoff var varla lent- ur, æstur eftir ferðalagið, þeg- ar hann óskaði eftir að gefa flokknum skýrslu um, hvernig hann þaut umhverfis jörðina á 25 tímum fyrstur manna. Hann lenti á akri í Hvíta-Rúss- landi, hér um bil 700 kílómetrum frá Moskvu. Einu lýsinguna af því gaf fréttamaSur frá Tass frétta- stofunni. Honum sagðist svo frá: — Allt í einu sást undarlega lagað skip í loftinu. Það kom neð- ar og neðar. Við hlupum af stað til að hitta geimfarann. Það var stórkostlegt, óheyrilegt. Við föðmum elskaðan landa okk ar. Hann er dálítið æstur og horfir á okkur glampandi augum, heldur Tass-fréttaritarinn áfram. Hann lenti á akri, sem nýbúið var að hirða af og var þegar faðmaður af nokkrum vélamönnum, sem voiu við vinnu sína rétt hjá. Verkstjóri dráttarvélaflokksins, M. I. Andr- ejo, gekk til geimfarans og sagði: — Kæri vinur, ég óska þér og rússnesku fósturjörðinni til ham- ingju. Hann faðmar Títoff að sér og hjálpar honum úr geimklæð- unum. Og hvað sá hann uppi? — Eg sá garðana, skógana og risavöxnu akrana í hinu elskaða föðurlandi okkar, svaraði Títoff og gekk til næsta húss til að ná tali af Krúst- joff. Flokksskírteini í laun Hvernig það samtal fór fram, var skýrt frá í greinargerð, sem gefin var út í Moskvu nokkru seinna. Krústjoff svaraði í sim- ann, þegar hann sat á fundi með ^ 4 Rétt ettir léndinguna: Títoff hringir í Krustjoff. ambassador Argentínu í Moskvu, Cesar J. Barros, sem fékk leyfi til að hlusta á samtalið gegnum aukaheyrnartól. Að fyrstu hamingjuóskunum af- stöðnum spurði maðurinn í Moskvu: — Hve oft fórstu umhverfis jörðina? — Sautján og hálfum sinnum, Nikita Sergevitj. — Og hve langan tíma tók það? — 25 tíma og nokkrar mínútur. — Það er einstakt afreksverk. Þú hefur iátið draum mannkyns- ins rætast. Fyrir stuttu héldu menn að geimferðir væru ekki mögulegar. Við erum stoltir af þér — sem sovétborgara og komm únista . þú ert ekki lengur á bið- lista, ég tel öruggt að reýnslu- tími þinn sé hér með á enda, þar sem vera þín í himingeimnum jafngildir mörgum árum. Þú hefur sýnt, að þú ert sannur kommún- isti og getur verið merkisberi Lenins. — Ég mun reyna að vera verð- ugur trausts flokksins, Nikita Sergevitj, svaraði geimfarinn. Eiginkonan taugaósfyrk Samtalinu lauk með því, að Tít- off játaði, að kona sín hefði verið óróleg út af þessu, og hafði Krúst- joff skilning á því. Eitt af því fyrsta, sem geimfarinn gerði síð- an, var að hringja til konunnar i Moskvu til að gefa til kynna, að hann væri kominn niður aftur heilu og höldnu. Næstu daga verður Títoff í lækn isrannsókn og hvilir sig, og fyrst þar á eftir mun mikil móttaka vei'ða fyrir hann í Moskvu. Dag- urinn er ekki enn ákveðinn, en það verður sennilega á föstudag- inn kemur. Krústjoff lofaði í hinu opinbera heillaóskaskeyti sínu, að þeir sæjust bráðum aftur. Meðal viðstaddra á heiðurspallinum verður, auk fjölskyldu Títoffs, fyrsti geilmfarhnn, Gagarín, sem kom heim á ?riðjudaginn úr ferða lagi til Kanada. Fyrsta fréttin um 'ieimferðina Tass kom lika með fyrstu frétt- ina af ferð Títoffs frá „Geimhöfn- inni“, (geimflughöfninni), þaðan sem risaeldflanginni var skotið sunnudagsmorguninn. Fréttaritar- inn Alexander Romanoff lýsti því þannig: Títoff les upp fyrir konu sína. — Þegar við komum, var verið að' leggja siðustu hönd á undir- búninginn undir geimflugið. Lyfta rennur niður frá broddi eldflaug- arinnar og út úr henni kemur með- alhár maður í dökkblárri skyrtu. og ljósgráum buxum. Hann flýtir sér niður stigann og gengur að hópnum kringum yfirverkfræðing-1 inn, manninn, sem sámeinar alla þræðina við undirbúning ferðar-, innar í einni hendi. Við hefðum j áreiðanlega ekki tekið neitt eftir þessum náunga. Eg hefði haldið hann vera verkamann, ef sá, sem stóð við hliðina á mér, hefði ekki hvíslað: Þetta er geimfarinn Gher man Stephanovitj Títoff. Glæsilegur sonur Við gengum nær, til þess að sjá hann betur. Andvarinn gældi við hár hans. Hann var gráeygur og hafði þennan glampa í augunum, sem gefur til kynna, að hér er öt- ull hæfileikamaður á ferðinni. Hann virðist jafnvel vera yngri en 26 ára. Allt útlit hans ljómaði af hreysti. Þegar maður horfði á hann og heyrði smitandi hlátur hans, gat maður ekki annað en hugsað: Glæsilegur sonur okkar miklu Sovétþjóðar. Um kvöldið var undirbúningn- um lokið og við sáum þá geimfar- ann aftur. Hann var í geimferða búningi og var í miðjum hópi fé- laga sinna, sem undirbjuggu geim j farið í langa ferðalagið. Morguninn eftir, sjötta ágúst, var sólin brennandi heit yfir stepp unni og endurspeglaðis.t í glamp- andi geimfarinu. Meðlimir í stjórn ar- og geimferðanefndinni, vís- indamenn, teiknarar, verkfræðing ar og annað starfslið hefur safn ast saman við stjómpallinn. Allir eru reiðubúnir. Svæðið er hreins- að. Blái bíllinn kemur með geim- í farann. Ghermann Títoff stígur út, gengur yfir berangurinn að lyft- ' unni, sem flytur hann í klefann j í geimfarinu. Hann er i appelsínu- ' gulum geimbúningi, merktum US- j SR. Hann gengur klaufalega. Geim j búningur er auðvitað ekki ætlað- ur til gönguferða á jörðinni. Brosir stöSugt ! Innan klæða hefur hann nokk- ur senditæki, sem eiga að senda upplýsingar um heilsu hans. Þeg- 1 ar hann hefur kvatt vini sína, geim fara framtíðárinnar, fer hann til lyftunnar. Augu hans ljóma af gleði og brosið hverfur ekki af vörum hans. Hjálmurinn fer hon um vel, hann lyftir breiðu enni hans, jöfnu nefi og dálítið fram- settri höku. Vísindanefndarfor- maðurinn og í firverkfræðingurinn taka í hendi hans, faðma hann að sér og óska honum gæfu og gengis. Gherman stígur upp á pallinn, þar sem lyftan er, og flytur stutta ræðu til hópsins fyrir neðan og til allrar rússnesku þjóðarinnar. Hann kveður það vera heiður sinn að gera skyldu sína, sem' flokk- urinn og stjórnin hafi trúað hon- um fyrir. Af staS Tíu mínútur fimm mínút- (Framhaio a ib siðui Skemmtíferö Framsóknar- felaganna verður n. k. sunnudag. Farið verður um Þiugvelli og Kalda- dal að Húsafelli og Barnafoss- um, Reykholti og Hvanneyri. S.íðan verður ekið um Skorra- dal og Svínadal og komið við á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Mikil eftirspurn er eftir far- miðum og allt útlit fyrir að þátt taka verði mjög góð, enda er fargjaldi mjög | hóf stillt, að- eins kr. 200,00, og eru tvær máltíðir innifaldar. Æskilegt er, að fólk tilkynni þátttöku sína sem allra fyrst, það auðveldar allan undirbún- ing ferðarinnar. Fararstjóri verður Vigfús Guðmundsson. Allar upplýsingar um tilhög- un ferðarinnar og farmiðapant- anir eru veittar á skrifstofu Framsóknarfélaganna í Fram- sóknarhúsinu, símar 15564 og 12942. — Ferðanefndin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.