Tíminn - 13.08.1961, Síða 2

Tíminn - 13.08.1961, Síða 2
2 T f M IN N, sunnudaginn 13. ágtist 1961. Ásgeir Sigurðsson, rafvirki Rafveitnafundi Árásirnar á alþýðusamtökin Ifkur í dag eru engin tiiviljun Það er cngin tilviljun, að sama daginn og Alþýðublaðið tilkynnti áform ríkisstjórnarinnar um lækk un íslenzku krónunnar, skýrði það frá því, að svissneskir alumíníum- framleiðendur hefðu áhuga á því að reisa hér alumíníumverksmiðju. Hefðu ýmsir aðilar haft áhuga á þessu fyrr, en ekki komið til bcinna umsókna fyrr en nú vegna efnahagsöngþveitis, sem hér hefði ríkt. Þetta þýðir einfaldlega ckki ann að en það, að ríkisstjórnin er nú, með tveimur gengislækkúnum, bú in að lækka kaupgjald í landinu svo tnikið, að erlend fyrirtæki eru farin að hafa áhuga á því, að reisa hér verksmiðjur og nota okkar ódýra vinnuafl, sem er í sumum tilféHum fjórfalt lægra en vinnu- afl annarra landa. Alþýðuflokkur- inn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa sem sé tekið að sér það hlutverk: að gera íslenzka launþega að beitu fyiir erlcnd stóriðjufyrirtæki. Svona lágt leggst Alþýðuflokkur- inn, Sem citt sinn var höfuðvígi vinnandi fólks. Að vísu ber ekki að vera á móti eriendu fjármagni, en það má ekki grundvallast á lægra kaupgjaldi en gerist annars staðar. En á meðan hin ráðþrota ríkis- stjórn þrengir kost launafólks, flykkjast verkfræðingar og aðrir tæknimenntaðir menn til annarra landa, þar sem þeir fá vinnu við silt hæfi og laun i hlutfalli við námskostnað. Það er heldur engin tilviljun, að stjórnarflokkiarnir halda uppi ofsafengnum árásum á helztu hags munasamtök fólksins, verkalýðs- félögin og samvinnufélögin. Þau cru að þeirra dómi óþægilegir SKIPAÚTGERÐ RlKISINS Skjaldhreið vestur um land til Akureyrar 17. þ. m. Tekið á móti flutningi á mánudag til Húnaflóa- og Skaga- fjarðarhafna, svo og til Ólafs- fjarðar. Farseðlar seldir á miðvikudag. > Esja vestur um land í hringferð 18. þ. m. Tekið á móti flutningi á mánu- dag og árdegis á þriðjudag til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyr- ar, Flateyrar, Súgandafjarðar, ísa- fjarðar, Siglufjarðar, Dalvíkur, Ak- ureyrar, Húsavíkur og Raufarhafn- ar. Farseðlar seldir á miðvikudag. Skipaútgcrð ríkisins ^ TtS m fSgSik Hrörnun rýrir verðgildið, verjizt ryði, raka og fúa, látið mála utanhúss í sumar, málarinn hefur reynslu og kunnáttu. MÁLARAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR -auglýsing Dregið hefur verið í Veltuhappdrættinu, en eftirtalinna vinninga hefur enn ekki verið vitjað: Ferð á Edinborgarhátíð nr. 852 Heimilistæki — 1036 Veiðistöng — 959 Þeir, sem hlotið hafa þessa glæsilegu vinninga, eru vinsamlega beðnir að snúa sér til happdrættisnefndar- innar sem allra fyrst. Happdrættisnefndin þröskuldar á veginum til nýrra þjóðfélagshátta, „hinna gömlu, i góðu daga“, þegar margir voru fá-J j tækir, en fáir ríkir. ' Einn ljósan punkt hafa þó vinnu brögð þessara afturhaldsflokka. I Þau opna augu hins almenna kjós- anda fyrir því hvert þcir raunveru lega stefna, þrátt fyrir gefin lof-, orð um bætt lífskjör. Og þegar kjörtímabilinu lýkur og nýjar kosn ingaf hafa farið fram, verður þess um flokkum og afturhaldsstefnu þeirra vikið til hliðar, því að nú- tíma fólk gerir sig ckki ánægt með það að fá kaup svo naumt skammtað, að það létt hafi til hnífs og skeiðar. Það vill fá að njóta þeirra þæginda, sem nútíma tækni hefur upp á að bjóða. Ásgcir Sig;urðsson. Auglýsið í Tímánum Undanfarið liefur staðið yfir aðalfundur Sambands íslcnzkra rafveitna á Laugarvatni, en hon- um Iýkur nú um helgina og fara þá fulllrúarnir, sem sækja fund- inn í ferðalag um þá staði, þar sem til greina koma rafvirkjanir í framtíðinni. Ingólfur Jónsson ávarpaði full- trúana í fundarbyrjun og skýrði lauslega frá þeim áætlunum, sem gerðar hafa verið í raforkumálum, cn síðan fluttu þeir Jakob Gísla- son raforkumálastjóri og Sigurður Thoroddsen verkfræðingur fyrir- lestra um fyrirhugaðar virkjanir Hvítár og Þjórsár, en ýtarlegar rannsóknir hafa farið fram á virkj unarmö'guleikum á ýmsum sfóð- um í þessum stórám. Margar á- ætlanir hafa verið gerðar um raf- orkuþörf landsmanna, sem ná langt fram í tímann, eða allt til ársins 2000. Gengið er út frá því; sem visu, að reisa þurfi 12 orku- ver við Hvítá með tilheyrandi mannvirkjum og muni taka tvö til þrjú ár að reisa hvert orkuver. Er gert ráð fyrir, að Hvítá verði fullvirkjuð árið 1986, en ekki hef ur enn verið ákveðið, hvor áin verði virkjuð á undan, Hvítá eða Þjórsá. Búast má við, að til stór- iðju komi hér á næstu árum, og er þá ekki vitað, hver orkuþörf- in kann að verða, svo að betra er ef til vill að ráðast í stórvirkjanir í tíma. Rafmagnsþörfin á Suðvest- urlandi er nú 300 milljón kíló- wattstundir á ári, en verður sám- kvæmt áætlun orðin 700 milljón kílówattstundir árið 2000. Er á- ætlað, að þá verði búið að virkja allt vatnasvæði Hvítár og hclm- ing vatnasvæðis Þjórsár. S.Þ.að komast í greiðsluþrot Hammarskjöld skýrir frá, að Sameinuðu þjóðirnar komist senn í greiðsluþrot vegna aðgerða sinna í Kongó og á Gaza-landræmunni, nema meira fé verði fundið. Skuldir S.Þ. verðá um næstu ára- mót 1400 milljónir sterlingspunda. Ástand þetta stafar að nokkru leyti af því að ýmsar þjóðir hafa neitað að greiða tillög sín. Sovét- ríkin og fylgiríki þeirra hafa ekki lagt eyri fram til Kongóaðgerð- anna og ekki- Frakkar heldur. Surnar þjóðir hafa að vísu gerzt rausnarlegri -en um var beðið af framkv.stjórninni, og má þar nefna Bretland, Bandaríkin og Kanada. Hér er mynd frá slysstaSnum, þar sem 34 gagnfræðaskólapiitar frá Croydon sunnan vi3 London fórust me3 Viking.flugvél, ásamt tveimur kennurum, tvelmur flugmönnum og flugþernum. Mönnum er fullkomln ráðgáta, hvað slysinu olli. Hefði véiin farið 10 metrum hærra, hefðl hún sloppið við fjallið upp af Strandarsókn á Rogalandi, skammt frá Stavangri. Fjallið er 560 metra hátt. Líkin voru i fyrradag flutt til byggða, og minn- ingarguðsþjónusta var haldln i Stafangri. Skólastjóri Lanfranc-gagnfræða- skólans hefur sagt, að aldrei framar munl hópur frá skólanum ferðast með fluqvél. Flugvélin á fjallinu ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.