Tíminn - 13.08.1961, Síða 3

Tíminn - 13.08.1961, Síða 3
T f MIN N, sunnudagitm 13. ágúst 19S1. 3 Krustjoff, Rusk og Adenauer vissir um samninga um Berlínarmálið í fyrrakvöld létu þeir Nik- ita Krústjoff, forsætisráðherra Ráðstjórnarinnar, Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkj- inna, og Konrad Adenauer, kanzlari Vestur-Þjóðverja, allir í Ijós, að þeir væru bjart- lýnir um lausn Berlínarvand- ans, byggjust ekki við vopn* uðum átökum út af borginni, en væru á hinn bóginn von- góðir um að setzt yrði að samn ingaborði til þess að ráða mál- inu til lykta. Adenauer gerir ráð fyrir, að haldinn verði f jór veldafundur hernámsvelda Berlínar. í boði í Kreml, þar sem mikill fjöldi diplómata var saman kom- nn, lék Krústjoff við hvern sinn tíngur, var fjörugur 'og í góðu ikapi. Hann sagði þar, að hann /æri þess fullviss, að ekki kæmi :il bardaga út af Berlín. Kennedy, Hacmillan og de Gaulle vairu ílltof skynsamir menn til að láta slíkt koma fyrir. Hann sagðist hafa vísa von um, að setzt yrði að samningaborði um Berlín og þýzka 'riðarsamninga. Erlendir frétta- nenn segja, að í hófi þessu hafi rirzt sem Krustjoff væri talsvert i mun að milda ýmis fyrri ummæli sín um þessi mál. Hann hafi bein- línis lagl, sig fram um að taka sendiherra vesturvcldanna tali, ræða þessi mál við þá, og hafi hann í samtölum þessum farið j miklum mun vægar í sakirnar en j í ræðum sínum og yfirlýsingum1 að undanförnu. Draga menn þá á-! lyktun, að honum sé nú umhugað | um að milda fyrri ummæli sín og sjái hann ef til vill eftir þeim.1 Rusk viss um samninga Norrænt kennslu Fimm norrænir kcnnslumálaráð hcrrar og mörg hundruð kennar- ar frá ölium Norðurlöndunum taka þátt í norræna kennaraþing ir*T., seni hófst í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn. Þetla er átjánda norræna kenn araþingið. Umræðuefni kennara- þingsins í ár er: Skólinn á sjöunda tug aldarinnar. í því sambandi verða fluttir margir fyrirlestrar og sérráðstefnur. Formaður danska kennarafélags ins, Stinus Nielsen yfirkennari, bauð gestina velkomna. Hann minnti á, að i ár eru 100 ár síðan stungið var fyrst upp á að halda | norræn kennaraþing. Á eftir Ni- j elsen höfðu kennslumála*ráðherrar j Norðuriandanna fimm orðið hver á fætur öðrum. Fyrstur talaði Jörgen Jörgeh- sen. menntamálaráðherra Dana, sem er öllum íslendingur kunnur fyrir afskipti sín af handritamál- inu. Þrátt fyrir margt, sem ólikt er með Norðurlandaþjóðunum, sagði Jörgensen, er sameiginlegur rauði þráðurinn í þróun kennslu- mála allra þessara þjóða, nefni- lega sá, að lögð er meiri áherkla á en nokkru sinni fyrr, að börn Khöfn úr öllum stéttum þjóðfélagsins hafi jafna aðstöðu til náms og menntunar. Jörgensen lagði áherzlu á, að á Norðurlöndunum væri mannfé- lagið byggt upp í virðingu við manninn, einstaklinginn. Norður- löndin hef-ðu lært hvert af öðfu, en samt haldið séreinkennum sín um á þessum sviðum. — Ef frelsisþráin á að dafna með þjóðum vorum, verða kenn- ararnir líka að hafa frelsi við kennslu sína. Gömlu hugsjónirn- ar, sem hafa mótað menningu okk ar, munu áfram vera nauðsynleg- ar, ef verk okkar á að takast. Síðan flutti Heiki Hosia'kennslu málaráðherra kveðjur frá Finn- landi, Gylfi Gíslason menntamála ráðherra kveðju frá íslandi. Fyrir hönd Noregs og Svíþjóðar töluðu kennslumálaráðherrarnir þeir Helge Sivertsen og Regnar Eden- mann. Fyrsti dagur þingsins hélt á- fram. Sænski kennsiumálaráðherr ann flutti erindi um Hlutverk skól ans í samfélaginu. Helveg Peter- sen hélt fyrirlestur um almenna menntun í nútímaskólum. Loks voru frjálsar umræður um skipu- lag skóla á Norðurlöndum. Eftir að Dean Rusk utanríkis-1 ráðherra hafði setið á tali við Kennedy forseta í fyrrakvöld og gefið honum skýrslu um Parísar- fund utanríkisráðherra vesturveld, anna um fyrri helgi og viðræður sínar við Amintore Fanfani, for- sætisráðherra ítala, og Adenauer kanzlara, talaði hann við frétta- menn. Gerði hann þá fyllilega ráð fyrir því, að samningar yrðu ,um Berlínarmálið, að vísu ekki þegar i stað. Miklar undirbúningsviðræður yrðu fyrst að ciga sér stað, og þær tækju nokkurn tíma. Hann sagði, að algert samkomulag væri með vesturveldunum um stefnuna í þessu máli. Adenauer spáir fjór- veldafundi Adenauer lýsti og þeirri skoð- un sinni í fyrrakvöld, að ckki yrði stríð í Berlín. Hann gerði fastlega ráð fyrir, að nást myndi algert samkomulag, og spáði því, að haldinn myndi verða fjór- veldafunáur um málið. Tilraun Frondizi Buenos Aires, 12. ágúsf. — Snemma í morgun var gerS stjórnbyltingartilraun í Arg- entínu, og átti að steypa Art- uro t’rondizi forseta af stóli. Byltingartiiraunin var fljót- lega kveðin niður, enda virð- ist aðeins fámennur hópur hafa staðið á bak við hana, Hópur vopnaðra manna tók út- yarpsstöðina í Buenos Aires á sitt vald, og um 30 menn bjuggu um sig i aðalsímstöð borgarinnar. Er uppreisnarrhenn höfðu náð út- varpsstöðinni á sitt vald, útvörp- uðu þeir tilkynningu þess efnis. að stjórn Arturo rondisis hefði að stjórn Arturo Frondisis hefði Eftir skamma stund komu hersveitir stjórnarinna^- á vett- til að steypa misheppnaðist í sólskini á Grænlandi Þátttakendur í Grænlandsferð Ferðaskrifstofu ríkisins um síð- ustu helgi voru mjög heppnir með veður. Glampandi sól var alla ferðina. Myndin hér að of- an er af nokkirum ferðalang- anna, sem eru að sóla sig í yfir 20 stiga hita á tröppum Hotel Arctic. í Narssarssuaq. Það er víðar heitt en við Rívíeruna. Á miðri myndinni stendur Peter Motzfeldt hreppstjóri í Görðum, en hann kom inn á flugvöllinn til þess að þakka fyrir ljáina, orfin og hrífurnar. j Var hann harla glaður yfir gjöf , inni og sagði, að íslendingar væru beztu menn, sem nokkurn tíma hefðu komið til Garða. Hin myndin er tekin úr fer'ð- inni til Meistaravíkur, þar sem Danir hafa blýnámurnar. Sviss- neskur blaðamaður, sem var með í förinni, stendur þarna og horfir á vegprestinn. Þar er efst vísuð leiðin til Reykjávík- ur o.g þá sérstaklega til Röðuls og Lídó, helztu merkisstaða í Reykjavik. Þarna eru margir fleiri merkir staðir merktir inn, og neðst er vísað á öskuhaug- inn. í síðustu ferð til Eystribyggð ar voru um sextíu þátttakendur- og þar á meðal 40 útlendingar. Síðasta fcrð á sumrinu til Meist aravíkur verður á morgun, og til Eystribyggðar á miðvikudag- inn. Arturo Frondlzi vang, og er þær nálguðust út- varpsstöðina, hófu þeir, sem þar voru fyrir, skothríð á hersveit- irnar. Stundu síðar tókst lögreglu, sveit að ná símstöðinni úr hönd- um uppreisnarmanna án blóðsút- hellinga. Og þegar þeir, sem út- varpsstöðinni héldu, urðu þessa áskynja, létu þeir 'deigan síga og lögðu niður vopn síft. Flugufregnir voru um einhverja ókyrrð og átök í herstöðvum inni í landinu, en ekki mun það hafa verið alvarlegt. Fregnir voru þó óljósar um þetta. Eftir að stjórn- arbylting þessi var úr sögunni, sagði Frondizi forseti, að þetta hefði verið brjálæðistiltæki fá- j einna manna, sem ekki hefðu haft neinn verulegan styrk í hern um á bak við sig, og ekki hefði heldur uppreisnartilraun þessi stuðst við almenning í landinu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.