Tíminn - 13.08.1961, Síða 6
6
TÍ-M-INN, sunnudaginn 13. ágúst 1961.
MINNING:
SIGFÚS MAGNÚSSON
.14. — 4. 1879 — 23.
5. 1961
Hinn 23. maí s.l. andaðist á
heimili sínu á Akureyri, Sigfús
Magnússon, fyrrum bóndi á
Bóndastöðum í Hjaltastaðaþing-
há.
Sigfús var fæddur á Hjalta-
stað í Hjaltastaðarhreppi 14.
apr. 1879, og var því 82 ára, er
hann lézt. Hann var sonur hjón-
anna Sólveigar Sigfúsdóttur og
Magnúsar Einarssonar, er lengi
bjuggu að Hrollaugsstöðum í
sömu sveit, og var því einn af
þeim mörgu systkinum ,er oft
og lengi voru kennd við Hrol-
laugsstaði. Af þeim komust 7 til
fullorðinsára, og urðu þau öll
búendur í Hjaltastaðaþinghá, og
áttu því um skeið stóran þátt í
svipmóti búenda þeirrar sveitar,
sem var meö ágætum á Héraðs-
mælikvarða.
Með foreldrum sínum ólst Sig-
fús upp fyrstu árin, en fór inn-
an fermingaraldurs áð Hjalta-
stað til séra Magnúsar Bjarna-
sonar, er þar var þá þjónandi
prestur, hinn mætasti, svo að
orð fór af.
Hjá Magnúsi dvaldist Sigfús
fram yfir fermingaraldur og
naut handleiðslu þess ágæta hús-
bónda. Minntist Sigfús hans
ávallt með virðingu og hlýju og
taldi sig hafa hlotið af hans
hálfu hið bezta hlutskipti.
Frá Hjaltastað fluttist Sigfús
að Ánastöðum til hjónanna Sig-
urlínar Einarsdóttur og Stefáns
Sigurðssonar, er þar bjuggu.
Þar dvaldist hann í vist til árs-
ins 1906, en hóf þar þá sjálfstæð
an búskap með heitmey sinni,
Margréti, dóttur þeirra Ána-
staðahjóna, glæsilegri og mikil-
hæfri konu. Að ári liðnu flutt-
ust þau Margrét og Sigfús frá
Ánastöðum. Hafði Sigfús þá fest
sér ábúð á stórbýlinu Bónda-
stöðum, sem þá var ríkiseign
og fluttist þangað vorið 1907.
frá Bóndastöðum
Bjuggu þau Margrét þar síðan
allan sinn búskap eða til vorsins
1944. Var þá hvort tveggja, að
sjúkíeiki þjáði Margréti, — sem
og æ síðan — og starfsgetu Sig-
fúsar þá mjög farið að hnigna
og aðstaða til búskapar því ekki
fyrir hendi.
Þau hjón eignuðust þrjú börn,
en aðeins eitt þeirra, Stefanía,
komst upp. Eina fósturdóttur,
Lukku Ingvarsdóttur, önnuðust
^ þau frá bernsku til fullorðins-
aldurs sem eigið barn væri.
1 Nokkru áður en þau brugðu
búi, hafði Stefanía dóttir þeirra
flutzt til Akureyrar og var þá
gift þar Eirík Kondrub, hótel-
haldara. Til þeirra fluttust þau
frá Bóndastöðum, og hafa dval-
izt að mestu þar síðan, og þar and-
aðist Sigfús 23. maí s. 1. sem áður
getur. —
Ævistarf Sigfúsar var langt,
en ekki að sama skapi viðburða-
ríkt á hinn almenna yfirborðs-
mælikvarða. Sigfús var hlédræg-
ur og hæggeðja, en þó einarður
og trúr sannfæringu sinni. Lítt
hafði hann sig í frammi á opin-
berum vettvangi, en þó voru
honum falin ýmis trúnaðarstörf.
M.a. átti hann sæti í hrepps-
nefnd um 12 ára bil og ásetn-
ings- og forðagæzlumaður var
hann um langt skeið. í því
starfi var Sigfús réttur maður
á réttum stað, því að dýravinur
var hann mikill.
Viðkvæmni hans fyrir aðbúð
og líðan húsdýra sinna var slík,
að einstætt má telja. Arðsemi
búfjár hans var líka jafnan góð,
og nokkra átti hann úrvalsgripi
þess. Á þann hátt hlaut hann
verðuga umbpn fyrir umhyggju
sína og, góðvild, sem ásamt
hirðusemi og nýtni átti virkan
þátt í efnahagsafkomunni.
Greiðvikni Sigfúsar, hjálp-
semi og gestrisni var langt yfir
meðallag. Enda var lífsföru-
nautur hans — eiginkonan Mar-
'■ ^ 's i.a i'.ií i f *c.ru,J«-ems
0QOQQ
Með piparmyntubragði og virku Cum-
asinasilfri, eyðir tannblseði og kemur í
veg fyrir tannskemmdir.
□□□
FIF
Sérlega hressandi með Chlorophýl, hinni
hreinu blaðgrænu, fjarlægir leiða munn-
þefjan.
QQQQQ
Freyðir kröftuglega með pipar-
myntubragði.
VEB Kosmetik Werk Gera
Deutsche Demokratische Kepublik
grét — honum þar fyllilega
samstiga sem og í hverju öðru,
er til manndóms og manngæzku
hallaði. Heimili þeirra var með
ágætum, hlýtt og einlægt, og
stóð opið öllum til góðgerða og
hvers kyns fyrirgreiðslu. í engu
varð þess vart. að efnahagur
væri þröngur, sem hann þó oft
var.
Umsvif Sigfúsar sem bónda á
Bóndastöðum, voru veruleg á
þeirrar tíðar mælikvarða. Stuttu
eftir að hann fluttist að Bónda-
stöðum, festi hann kaup á jörð-
inni. Á henni reisti hann íbúðar-
hús úr steini, girti túnið og slétt
aði. Auk þess endurreisti hann
peningshús, þ.á.m. fjárhús í
samfærslustíl.
Öll störf Sigfúsar gengu fram
|í hljóðlátri kyrrð, enda hógværð
I og yfirlætisleysi hinn snari þátt-
ur í persónuleika hans. —
| - Eins og fyrr er frá sagt, var
Sigfús fæddur í Hjaltastaðar-
þinghá. Þar ólst hann upp og
dvaldist æ siðan öll sin helgustu
manndómsár eða til 65 ára ald-
urs. Hann var því af eðlilegum
ástæðum mjög tengdur þeirri
sveit, enda var ást hans til sveit-
ar sinnar mikil og einlæg, svo að
af bar, og dvínaði í engu við
brottflutning til fjarlægs staðar.
Ljóst dæmi þess meðal annars
var, að nokkur fyrstu árin eftir
að hann fluttist til Akureyrar,
kom hann hvert sumar til sinna
heimahaga og dvaldist þá á
Bóndastöðum hjá Karli, bróður
sínum, en hann hafði verið sam-
býlismaður hans um langa hríð
og bróður sínum hinn traustasti
samstarfsmaður og félagi í hví-
vetna.
Ekki gekk Sigfús úr búnaðar-
félagi hreppsins, þótt hann
brygði búi, heldur galt til þess
allar álagðar kvaðir sem aðrir fé-
lagar þess, og var ætlun hans,
að svo skyldi fram fara til loka-
dægurs.
En á aðalfundi búnaðarfélags-
ins, sem haldinn var að Dölum;
11. marz 1949 er í gjörðabók fé-j
lagsins m.a. bókað eftirfarandi: j
„Samþykkt var með lófataki
allra fundarmanna að senda Sig-
fúsi Magnússyni frá Bóndastöð-
um, eftirfarandi skeyti á 70 ára
afmæli hans 14. apr. nk.: „Um
leig og við þökkum þér samvist
og samstarf liðinna ára, kjósum
við þig hér með heiðursfélaga í
félagi okkar, Búnaðarfélagi
Hjaltastaðarhrepps." “
Með þessari ákvörðun vildu
félagar hans — búendur í Hjalta
staðarhreppi, staðfesta skilnng
sinn á því, hvað Sigfús var bund
inn órofaböndum sveit sinni og
fyrri samherjum. Auk þess var
margs að minnast frá langri
veru hans í sveitinni, sem allt
hneig í sömu átt: FramkallaBi
virðingu og þökk til þessa yfir-
lætislausa og einlæga félaga.
— Og nú. — Nú er Sigfús aft-
(Framhald a 10 síðu)
Þökkum innilega auðsýnda samúS og hluttekningu við andlát og
jarðarför
Ásmundar K. R. Sigurðssonar
lögregluþjóns.
Sérstaklega viljum við þakka lögreglustjóra, Sigurjóni Sigurðs-
synl, Sigurði Ágústssyni, varðstjóra og Lögreglufélagi Reykjavíkur.
Anna Guðmundsdóttir, foreldrar,
tengdaforeldrar, amma,
börn og systkin hins látna.
Hjartkær maðurinn minn, faðir og tengdafaðir okkar,
Angantýr Guðjónsson,
verkstjóri, Miðstræti 4,
er lézt 6. ágúst, verður jarðsettur þriðjudaginn 15. þ. m. kl, 10,30
f. h. frá Dómkirkjunnl.
Athöfninni í kírkjunni verður útvarpað.
Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent
á Barnaspítalasjóð Hringsins.
Dóra Halldórsdóttir,
Málhildur Angantýsdóttir,
Sigurður Angantýsson,
Hilmar Angantýsson,
Ólöf Angantýsdóttir,
Svanhildur Angantýsdóttir,
Sigurður Hallvarðsson,
Fanney Jónsdóttir,
Elsa Jóhannesdóttir,
Þórarinn Haraldsson,
Guðmundur Guðjónsson.
Jarðarför
Kristínar Guðríðar Magnúsdótfur
frá Glaumbæ
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. ágúst n. k. kl. 10,30.
Jarðarförinni verður útvarpað. Blóm afbeðin, en þeim, sem vildu
minnast hinnar látnu, er bent á Blindravinafélagið.
Gyða Guðmundsdóttir, Aðalsteinn Guðmundsson,
Sigurður Guðmundsson, Kjartan Jónsson,
Snæbjörn Eyjólfsson.
ÞAKKARÁVÖRP
Skriðdælingum, og vinum og vandalnönnum, nær
og fjær, sem heiðruðu mig á sextugsáfmælinu,
og gerðu mér daginn ógleymanlegan, sendi ég
innilegt þakklæti.
Guð blessi ykkur öll,
Björg Jónsdóttir,
Jaðri.
Ég þakka þeim mörgu, sem heimsóttu mig á 80
ára afmælinu og réttu mér vndisleg blóm, bækur
og fleira. Ég þakka einnig öll heillaskeytin, 75,
víðsvegar að, bæði í bundnu og óbundnu máli,
frá félögum og einstaklingum. Þessi sameinaða
hugulsemi og hjartahlýja hlýtur að yngja öldung-
inn um mörg ár og gera afmælisdaginn ógleym-
anlegan. — Þakka ykkur fyrir. Guðsblessun fylgi
ykkur öllum, vinir mínir.
Emil Tómasson
Tilkynning
UM KOLAVERÐ
Frá og með mánudeginum 14. ágúst hefur kola-
verð í Reykjavík verið ákveðið kr. 1200,00 pr.
smálest, heimekin. Söluskattur er innifalinn í
verðinu.
H.F. KOL & SALT
.V.V.V.W^V.V/.V.'.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.W.V.
FLUGSYN H.F.
REYKJAVÍKURFLUGVELLI — SÍMI 18823
W.V.V.V.V.V.V.V.VV.'.V.V