Tíminn - 25.08.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.08.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, föstuðaginn 25. ágúst 1961. 5 Útgetandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Rit stjórar Þórarinn Þórarinsson iábj, Andrés Kristjánsson Jón Helgason Pulltrúi rit stjórnar Tómas Karlsson Auglýsmga stjóri EgiD Bjarnason - Skrifstofur I Eddubúsinu - Slmar- 18300- 18305 Auglýsingaslmi 19523 Afgreiðslusími: 12323 - Prentsmiðjan Edda b.f Josep Alsop ritar um Lausn Berlínarvandans Morgunblaðsrökin Það hefur vakið almenna athygli, hvað Morgunblaðið hefur orðið illa undir í viðureigninni við Eystein Jóns- son. Ádeilu sína á hina óþörfu gengisfellingu og stefn- una í efnahagsmálum hefur Eysteinn Jónsson stutt skýrum og föstum rökum. Eysteinn hefur bent á að 2% vaxtalækkun svaraði til 5—6% kauphækkunar fyrir frystihús. Þetta hefur Mbl. ekki tekizt að hrekja. Ríkis- stjórnin og málgögn hennar segja, að nauðsynlegt hafi verið að fella gengið vegna kauphækkunarinnar. Hækk- un vinnulauna hjá útflutningsatvinnuvegunum hafi gert gengislækkun óumflýjanlega. Þetta hefur ekki verið stutt neinum rökum. Eysteinn Jónsson hefur hins vegar sýnt fram á, að vinnulaunin eru 20% af heildarútgjöld- um frystihúss og munurinn á þeirri kauphækkun sem varð og þeirri er Mbl. sagði að atvinnuvegirnir gætu tekið á sig svaraði til 1% breytingar á útflutningsverði. Þessar upplýsingar byggir Eysteinn Jónsson á skýrslum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og SÍS um rekstur frystihúsanna. Jafnframt benti Eysteinn á að verðlag á íslenzkum afurðum væri hækkandi á erlendum mörk- uðum. Við kauphækkanirnar hækkuðu aðeins vinnulaun- in í frystihúsunum sjálfum, laun sjómanna hækkuðu ekki, enda bundin við fiskverðið. Það eru því vinnulaun- in ein, sem máli skipta, þótt Mbl. sé að reyna að gera því skóna, að það sé ýmislegt annað! Sem sýnishorn um ráðleysi og rökþrot Mbl. fer hér á eftir stuttur kafli eftir stjórnmálaritstjóra Mbl.: „Eysteinn Jónsson hefur tekið sér það fyrir hendur að reyna að sanna landslýð að kauphækkanirnar í sumar svari til 1% af útflutningsverðmæti afurða. Við þessar kátbroslegu tilraunir hefur hann sett í gang allt „fræði- kerfi“ eysteinskunnar, en það er sem kunnugt er: fals- anir, ósannindi og þegar bezt lætur hálfsannleikur. Að þessu sinni er röksemdafærslan á þann veg, að einn kostnaðarliður útflutningsframleiðslunnar er tekinn út úr, þ. e. a. s. bein vinnulaun í frystihúsum. Bæði er svo skrökvað til um hækkun vinnulaunanna og eins um hundraðstölu þá, sem vinnulaun eru af kostnaði við fisk- vinnslu. Loks er svo þversummu lyginnar deilt inn í út- flutningsverð afurða og út kemur 1%. Til gamans vill Morgunblaðið benda Eysteini Jóns- syni á, að hann getur líklega reiknað þessa tölu niður í l°/co með nákvæmlega jafn haldgóðum rökum, þ. e. a. s. ef hann tekur til dæmis laun vigtarmannsins eins út úr og fer um þau höndum á þann veg, sem hann hefur gert með einn kostnaðarliðanna.“ Þessari speki fylgdi svo mynd af vigtarmanni í frysti- húsi. Þau eru haldgóð Morgunblaðsrökin! Lóðakaup Seðlabankans Kaup Seðlabankans á lítilli lóð i miðbænum á 10 milljónir króna hafa sætt almennri gagnrýni manna. Það má telja óeðlilegt, að lóðareigendur í viðskiptahverf- um geti hagnázt svo óhóflega á lóðabraski, en út yfir tekur , þegar opinber aðili gengur fram fyrir skjöldu og þrefaldar lóðaverðið. Bæjaryfirvöidin, sem hafa með höndum skipulagningu viðskiptahverfa bæjarins, ættu að sjálfsögðu að eiga forgangsrétt að kaupum á slíkum lóðum á matsverði. ' ' ' ‘ l J Nikita Krustjoff hefur stigið það skref, sem sjálfur Stalin veigraði sér við: hann hefur lokað Berlínarhliðum austur- þýzka fangelsisins. Þetta athæfi Krustjoffs er þörf áminning til þeirra vest- an tjalds, sem undanfarið hafa látið tælast af sætum hvinin- um í geimskipum Rússa. Þrátt fyrir stórkostleg afrek á sviði vísinda í Sovétríkjunum hefur hið sanna eðli kommúnisnians ekki breytzt hætis hót. Hvert einasta kommúnistaríki er einna líkast fangabúðum af stærstu gerð. Fangabúðirnar „Austur-Þýzka land“ hafa lengi notið ýmissa fríðinda fram yfir önnur lepp- ríki kommúnista. Fangabúða- stjórinn Walter Ulbrieht hefði með þeim stórkostlegu styrkj- um og lánum, sem hann hefur fengið frá Rússum, og margvís- legri aðstoð, getað gert Austur- Þýzkaland að sæmilega viðun- andi stað, a.m.k. miðað við fangabúðir. En Ulbricht mis- tókst svo herfilega, að Krust- joff neyddist að lokum til að læsa fangelsisdyrunum. Þetta er augljóslega ástæð- an fyrir þeirri hræðilegu stað- reynd, sejn sennilega dæmdi þær milljónir manna, sem hik- uðu of lengi við að notfæra sér dyrnar að fangelsinu, i ævi- langt fangelsi undir harðstjórn Ulbrichts. En stjórnmál eru af nokkrum öðrum toga spunnin en siðfræði, og því er hin stjórnmálalega þýðing þessa viðburðar öll önnur en. hin siðferðislega. Allir verða að vona hið bezta. Vestrænar þjóðir verða að vísu að vera viðbúnar hinu versta. En samt sem áður getur verið, að þessi ruddalega lokun Berlínarhliðsins eigi eftir að ,verða til þess, að friðsamleg lausn Berlínarvandamálsins sé skammt undan. Þetta hljómar að vísu sem ófögur staðreynd, en samt sem áður er engin ástæða til að loka augunum. í fyrsta lagi reyndist frelsunarstefna John Foster Dulles 1952 eins og hald lítil og slitinn þráður, þegar jafnvel Dulles hikaði við að nota tækifærið, þegar uppreisn in í Berlín hófst 1953. Frá þeim tima hefur það verið ljóst, að Vesturveldin ætla ekki að hætta neinu til þess að frelsa austrænar þjóð- ir undan oki kommúnismans. Af því leiðir, að ekkert verður gert til þess að halda opnu Berlínarhliðinu. í öðru lagi hefur enginn á- byrgur stjórnmálamaður í vest rænum ríkjum lagt til, að farið verði í stríð við Rússa til að hindra það, að Krustjoff undir- riti friðarsamninga við hinn skelfilega Ulbricht. Hinir djarf ari hafa aðeins lýst því yfir, að við verðum að berjast til að viðhalda frelsi Berlínarborgar og leiðum þeim, sem að borg- inni liggja. Þar á meðal eru Kennedy og Eisenhower. Allir vestrænir stjómmálaleiðtogar hafa enn fremur viðurkennt nauðsyn þess að bjóða Krust- joff einhverjar bætur í stað þess að verja Berlín með vopn um. í Athugum þá, hvað hefur raunverulega gerzt bak við þessar nöktu staðreyndir. Ann ars vegar hlýtur Krustjoff mjög að falla í áliti um allan heim vegna ósvífni sinnar, er hann lét loka hliðum Berlínar borgar. Ef hann væntir þess að fá alla Berlínarborg á vald sitt, þá hefði hann látið óá- talið, þótt flóttamannastraum- urinn héldi áfram. Það er þess vegna, sem al- mennt var búizt við því, að hann léti sér nægja að loka þeirri austurhlið Berlínarborg- ar, sem sneri að dreifbýlinu. Þess í stað lokar hann hliðinu milli Austur-Berlínar og hins frjálsa hluta Berlínar. Þá hefði mátt telja flóttamenn á fingr um sér og veröldin hefði ekki heyrt bergmála skellinn, þeg- ar fangelsisdyrnar lokuðust. Þess í stað hef.ur Krustjoff spennt bogann til hins ýtrasta. Þetta virðist sýna, að hann geri sér Ijóst, að hann verði að láta Vestur-Berlín og leiðir að borginni í friði, þótt hann undirriti friðársamninga við Ulbricht. Á hinn bóginn auðveldar það Vesturveldunum að bjarga sér úr klípunni án þess að glata virðingu sinni, að hliðinu var lokað. Það voru engin tök á að finna lausn á því vandamáli, meðan Austur-Þjóðverjar héldu áfram að streyma yfir landa- mærin. Lausn Berlínarvanda- málsins var óhugsandi, ef Krustjoff hefði farið fram á, að Vesturveldin hættu að veita viðtöku austur-þýzkum flótta- mönnum. En nú hef.ur Krus.t- joff sparað þeim ómakið með því að loka sjálfur fyrir straum inn. Hann kærði sig kollóttan um hina siðferðislegu hlið máls ins og hefur þar með að fullu leyst flóttamannavandamálið fyrir Vestur-Berlín. •Á þennan hátt, hvort sem honum er það ljóst eða ekki, hefur hánn greitt götuna að því að Berlinarborg verði að lokum frjáls.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.