Tíminn - 25.08.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.08.1961, Blaðsíða 2
« TÍMINN, föstudaginn 25. ágúst 1961. EFNAHAGSHRUN í FÆREYJUM? Kaupmannahöfn, 24. ágúst. — Færeyska blaðið Dimmalætting skrifar í grein um sammarkaðinn, að Færeyingar liafi huigsað með eftirvæntingu fram til ársins 1963, en reiknað var með, að þá losn- uðu þcir við togveiðar útlendinga uppi í landssteinum. Nú eru ekki horfur á, að árið 1963 muni losa Færeyinga við veiðiásókn útlendinga, ef sam- markaðurinn kemst á í óbreyttu formi ,en Danir hafa eins og kunn ugt er, sótt um aðild að honum. Ensk, þýzk, belgísk og önnur fiskiskiþ munu geta lagt undir sig miðin við Færeyjar og haft um sig þar eins og heima hjá sér. — Einnig er mjög sennilegt,, að það verði ekki látið nægja, heldur verði komið á fót erlendum fisk- verkunarstöðvum í Færeyjum, til þess að geta gemýtt Færeyjamið- in betur. Blaðið heldur áfrarn og segir, að enginn efi sé á því, að stjórn in sé öll af vilja gerð að vernda hagsmuni Færeyinga, þegar sam- ið verður um aðild Danmerkur að sammarkaðnum. Vandamálið er hins vegar það, hvort Dönum tekst að ná viðunandi samkomulagi um þetta. Það mun þurfa mikla samn ingslipurð til þess. Ef samkomulag næst ekki, sem gerir ráð fyrir sérstöðu Færeyja, mun allt efnahagslíf þjóðarinnar fara í vaskinn, segir blaðið að Merkur dagur lokum. Aðils. (Framhald at 1 siðu.) Björn Br. Björnsson, fundarritari. Félagar í Flugmálafélaginu eru| í dag 520. Á sunnudaginn verður haldinn' flugdagur í Reykjavík, hinn 7. í; röðinni. Munu þar verða sýnd helztu flugtæki landsins og allar vélar, sem þá verðá staddar í Reykjavík, munu taka þátt í sýn- ingunni. Fyrsta flugfélag heimsins! Það kom fram á fundinum, að ef Flugfélag íslands hefði starfað, óslitið frá því að það var stofnað í fyrsta sinn, væri það eitt elzta flugfélag heimsins. Hinn 19. marz! 1919 var flugfélagið DDL, sem nú er í SAS-samsteypunni stofnað, og Flugfélag íslands hið fyrsta um; leið. Nokkrum dögum síðar var^ síðan hollenzka flugfélagið KLM stofnað. En Flugfélag íslands var hið fyrsta af þessum félögum, sem hóf starfsemi, og þar með hið fyrsta í heiminum. Noröurlandakonur í Reykjavík (Framhald al 16 slðu^ þúsund meðlimum alls. Aðaltil- gangur sambandsins er enn sá, sem tilgreindur er í formála sam- bandslaganna: að styðja, vernda og bæta kjör þeimilanna. Kven- félög landsins vinna að mörgu, sem horfir til hagsbóta fyrir heim- ilin í efnahagslegu tilliti, þau veita fræðslu um barnauppeldi og heilsu gæzlu og reyná að vekja áhuga' kvenna fyrir þjóðmálum með nám-' skeiðum, fyrirlestrum og lesefni.' Ríkið greiðir um 60—70% af laun um heimilisráðunauta. Húsmæðra- samtökin vilja vekja konur til um hugsunar um, að með því að skipa sér í félagsheildir geta þær haft áhrif á gang mála, ekki aðeins í sínum þrönga hring, heldur og á vettvangi stjórnmála og þá um leið lagt sitt lóð á metaskálarnar þegar verið er að móta framtíð mannkynsins. Næst talaði frú Elvy Vinquist frá Finnlandi. Hún sagði, að fæðingarár finnsku kvennasamtakanna, árið 1899, hefði verið Finnum þungt í skauti. Þa var unnið að því af kappi að koma Finnlandi öllu und- ir Rússland og mikill áróður var hafður í frammi um það, hve niklu betur fólkinu myndi líða rndir vernd hins volduga rúss- íeska keisara. Til mótvægis þeim iróðri sáu Finnar helzt það ráð ið efla menntun almennings og )á var nauðsynlegt að ná einnigj :il kvennanna, sem á þeim tíma; t?oru að iangmestu leyti bundnarj við heimílisstörf. Ekkert skipti þó; meira máli en að ættjarðarástin j glæddist á heimilunum, að mæð-í umar yrðu sér meðvitandi um þáj ábyrgð, sem uppeldi barnanna' fylgdi. Forystukonum kvenfélaga-j samtakanna var Ijóst, að til þessj að einstaklingurinn þroskist, verð- ur hann að skilja mikilvægi síns eigin starfs fyrst af öllu. Rússar voru andvígir lýðmenntunarhreyf- ingunni, en þegar konurnar kváð- ust ætla ■ að stofna svonefnd Mörthu-félög, sáu þeir enga hættu í því. Síðan hafa finnsk kvenna- samtök víða kiomið við. Fyrstu 25 starfsárin voru finnsku- og sænsku mælandi konur saman í félögum. Þá var þeim skipt og nú eru 90 þúsund konur í finnskumælandi félagsdeildum og 22 þúsund í þeim sænskumælandi. Þær starfa eftir þremur meginreglum. f fyrsta lagi vilja þær stuðla að persónuþroska einstaklinganna með námskeiðum, leshringum og fundahöldum, í öðru lagi vilja þær búa konur und- ir að gegna sem bezt móður- og húsfreyjustarfi og í þriðja lagi vinna þær að félagslegum umbót- um, svo sem húsmæðraorlofi, bætt um aðbúnaði gamalmenna og sum- ardvöl borgarbarna í sveitum. Frú Vinquist lauk ræðu sinni með þeim orðum, að finnsku konumar væru hreyknar af því, að samtök þeirra, sem til urðu af þörf líðandi stund- ar, skuli hafa átt þann lífskraft og þroskiamöguleika, sem ætíð hafi endurnýjað grundvöllinn, svo að starfið væri í samræmi við líðandi stund. Þá talaði frú Elsa Germeten frá Noregi og flutti kveðju fr'á 68 þús. norskum konum, sem sameinaðar eru í kvennasamtökum þess lands. Hún lýsti að nokkru hinum afar fjölbreyttu námskeiðum, sem þar eru starfrækt af kvenfélögum um allar landsins byggðir, Auk hlið- stæðra verkefna og hér eru kennd á námskeiðum, þá halda þær t. d., námskeið til að þjálfa konur tili foiystu í félagsmálum, til að kynna j hvernig ráða megi fram úr sam- búðarvandamálum fólks og fá í því sambandi sálfræðinga og lækna tilj að flytja erindi og þær hafa leið-í beininganámskieið fyrir ungt fólk, sem hyggur á hjónaband og heim- ilisstofnun. Einnig taka þær til meðferðar lesefni barna og barna-' leikhús, þ. e. beina börnunum að leikstarfsemi til að forða þeim fr'á þeim skemmtunum, sem ekki krefj ast neinnar virkrar þátttöku. Þær fjalla um samvinnu heimila og skóla og örva hana. Vandinn er, sagði frúin að lokum, að forysta félagssamtakanna sé alltaf hæfi- lega langt á undan, þannig að hvorki skilji með forystukonunum. og almennum félagskonum, né heldur að forystan vanræki að vera! sífellt á varðbergi um að dragast ekki aftur úr við að leita lausnar á viðfangsefnum hvers tíma. Þá tók til máls frú Margit Har- ward frá Svíþjóð. Hún kvað ísland eiga sérstöðu í hjörtum norrænna kvenna og fór með ljóð um það, er Gunnar á Hlíðarenda sneri aft- ur1 og fékk ei slitið sig frá ættjörð- inni. í Svíþjóð eru 45 þúsund konur í húsmæðrasambandinu, en léns-j sambönd eru 23 og sambandssvæði víða svo stór, að margra daga fcrð er að heimsækja allar félagsdeild- ir. Því kappkosta þær að halda uppi sambandi sín á milli gegnum blöð og landsmót, sem haldin eru annað hvert ár. Þangað geta kven-| félögin sent einn fulltrúa fyrir hverja hundrað meðlimi, en auk þess eru allar félagsbundnar kon- ur velkomnar, sem geta komið því við að sækja mótin og hafa stund- um um 1200 húsmæður verið á slíkum mótum. Kvennasamtökin í halda uppi mikilli leshringastarf- semi með ríkisstyrk. Einn þáttur í félagsstarfi þeirra er að koma saman til að hlusta á leikrit lesin, eða lesa saman leikrit og hefur það reynzt ágæt þjálfun og skemmt, un í senn. Húsmæðrasambandið velur sér einkunnarorð fyrir hvert ár og þetta ár er það: „Bli en ny Eva í ár“ — verðið ný Eva í ár. Undir þessu kjörorði efna þær til námskeiða í ýmsu, sem lýtur að heilsuvernd, snyrtingu og smekk-J legum klæðnaði. Sænska þingið sendir húsmæðrasambandinu laga-' frumvörp til umsagnar og hafa þær1 látið til sín taka með mörg trygg- j , ingamál og önnur mál, sem varða konurnar og heimili í löggjöf. Þær berjast fyrir því, að eiginkona verði að samþykkja veðsetningu sameignar hjóna og að ekk'jur fái ! eftirlaun til jafns við það, sem j eiginmenn þeirra áttu rétt á. Að lokum sagði frá Harward, að sænsku kvennasamtökin vildu ! vekja til umhugsunar um, hve j mikilsvert það væri fyrir hinar smáu Norðurlandaþjóðir, að skapa sameiginlega menningarheild. ' Frú Dahleiup þakkaði ræðurnar og Iýsti einkenniskeðju þeirri, sem fylgir embætti formanns Norræna húsmæðrasambandsins. Keðja þessi er gjöf frá norskum konum. Á henni er skjöldur með mynd af móður með börn, en á smáhlekkir, sem eru tákn gagnkvæmrar vin- áttu landanna, eru grafin nöfn þeirra kvenna, sem hafa gegnt for- mannsstörfum. Það fylgir mikil ábyrgð á því að bera þessa keðju, sagði frú Dahlerup, en hún verður aldrei þung vegna þess, hve marg- ar sameinast um að bera hana. Og þó að við séum ólíkar, allar þessar fimm þjóðir, þá eium við það að- eins á sama hátt og venjulegur systkinahópur er. Hún tsagði, að fáum væri gefið að vera á undan sinni samtíð, flestir væru aðeins börn síns tíma, en samt væri lífs- nauðsyn að móta starf þessara sam taka svo, að þau yrðu traustur grundvöllur þess mannlífs, sem framtíðin skapaði. Af dæmi fortið- ar ætti að fá djörfung til að starfa fyrir framtíðína, sá ætti að vera sameiginlegur arfur frá hinum fornu frjálsu, norrænu ’konum. í upphafi samkomunnar léku Katrín Dalhoff og Fritz Weiss-J happel íslenzk lög og með undir-í leik þeirra voru sungnir þjóðsöngv ar allra Norðurlandanna milli ræðanna. I Síðar um daginn ræddu erlendu konurnar við blaðamenn og verð-. ur nánar sagt frá því síðar. S.Th.l Raunvísindi (Framhald af 1. síðu.) ur verði efldur nú á fimmtíu ára afmæli háskólans og gerður að burðai'stoð vísindarannsókna á þessum sviðum. Gera þeir ráð fyr- ir, að í stofnuninni fullskipaðri verði vinnuaðstaða fyrir 28 sér- fræðinga og 28 aðstoðarmenn, og skulu sérfræðingarnir ýmist vera fastráðnir, lausráðnir eða styrkþeg ar. Tíu er ætlað að starfa á sviði stærðfræði, tuttugu að eðlisfræði, fjórtán að eðlisfræði og tólf að jarðeðlisfræði. Auk þessa starfs- liðs þyrfti tíu menn á skrifstofur og verkstæði. Hæfilegt húsnæði slíkrar stofn- unar er talið 2500 fermetrar gólf- flatar, og búið yrði það að vera margvíslegum tækju'm til rann- sókina og tilrauna. Byggingarkostn- aður slíks húss er áætlaður fimmtán milljónir króna, en tæki og húsbúnaður allur myndi kosta um tíu milljónir. Rekstrarkostnað- ur er áætlaður fjórtán milljónir króna á ári. Þess er þó að gæta, að nú eru við háskólann sjö sér- fræðingar á þessum sviðum, og þar sem gera má ráð fyrir, að þeir yrðu fastir starfsmenn stofnunar- innar, má draga laun þeirra frá ár- legum rekstrarkostnaði, þar eð um tilfærslu yrði að ræða. Tillögur atvinnumálanefndar um náttúrurannsóknir og Náttúrufræði stofnun íslands og um rannsóknir í þágu atvinnuveganna eru í frum varpsformi. Gert er ráð fyrir, að ýmislegt, sem áður hefur verið í verkahring rannsóknarráðs ríkis- ins, varðandi náttúrurannsóknir, heyri undir náttúrufræðistofnun- ina og lögð er aukin áherzla á, að Náttúiufræðistofnunin, sem raun ar er nýtt nafn á náttúrugripasafn inu, verði miðstöð almennra, vís- indalegra rannsókna á náttúru landsins. í álitsgerðinni um rannsóknir í þágu atvinnuveganna er gert ráð fyrir skdpulagsbreytingu. f stað þeirra stofnana, er hafa þessi verk efni nú með höndum, eiga að koma fjórar deildir, sem annast rannsóknir í þágu byggingariðnað- ar, iðnaðar, landbúnaðar og sjávar útvegsins. ! Nýr fjallvegur (Framhald af 1. sdðu.) Fjallabaksleið vestan Mælifells, þegar þeir voru komnir yfir Brennivínskvís'l. Komu þeir að fjallakofa á Rangæingaafi'étt milli klukkan eitt og tvö um nóttina og gistu þar. Ferðin hafði þá gengið j heldur seinlega, en þeir festu þó i aldrei bíl á leiðinni. Leiðin er víða | brött. Auk þess voru brýrnar á j Jökulkvíslum ekki góðar yfirferð- ar og aðeins jeppum færar. Sagðist ferðalöngunum svo frá, að landslagið þaina væri mjög til- breytingaríkt, og hefði ferðin verið öll hin skemmtilegasta, þótt nokk- ur þoka væri og þess vegna ekiki nógu gott skyggni. Morgun eftir héldu þeir áfram niður í byggð í Fljótshlíð. Komu |þangað um klukkan tvö eftir há- degi. Leiðin öll reyndist 170 kíló- metrar frá Herjólfsstöðum. Ferðalangarnir voru þeir Júlíus Bjarnason í Akurey og sonur hans, Bjargmundur, Tómas Kristinsson í Miðkoti, Óskar Guðjónsson á Uxa- hrygg, Ágúst Ólafsson á Hvolsvelli, Símon Pálsson á Mýrum, Bjarni Þorbergsson í Hraunbæ, Kjartan Jóhannsson á Herjólfsstöðum og tveir synir Jóns Gíslasonar, fyrrv. alþingismanns, þeir Guðlaugur og Böðvar. Kve’ðjur (Framhald af 16. s(ðu) Starfsmannafélag Reykjavíkurbæj- ar afhenti borgarstjóra að gjöf inn- sigli bæjarins úr silfri og 27 félags- samtök kvenna afhentu veggteppi, sem afhjúpað var 18. ágúst í fundar- sal bæjarstjórnar, svo sem áður hef- ur verið skýrt frá. (Frá skrifstofu borgarstjóra). Ekki er í frumvarpi nefndarinn ar nein ákvæði um aukin fjárfram lög til rannsóknanna, en þess er vænzt, að hið nýja skipulag auki skilning á nauðsyn þeirra og verði til þess, að meira fé verði varið til þeirra, bæði frá ríkinu og at- vinnuvegunum. H ARÐVIÐUR: Afzelía Afromosía Eik Camwood Brenni Samband ísl. Byggingafélaga Sími 3 64 85 Happdrættift Orðsending til umboðsmanna Nú er aðeins tæpur mánuður þar til dregið verður í fyrsta skipti um 16 daga orlofsferð til Madeira og Kanaríeyja, ásamt tveimur ferðum innan lands. Æskilegt væri, að umboðsmenn hröðuðu sölu sem allra mest. Aðalskrifstofan er í Framsóknar- húsinu, 2. hæð. Sími 12942. Veiðiferð F.U.J. Næstkomandi sunnudag verður farið í veiði- og gönguferð á vegum Ferðaklúbbs. F.U.F. í Reykjavík. Farið verður að góðu veiðivatni í nágrenni Reykjavíkur, og er að vænta að mönn- um verði vel til fanga þar. Fyrir þá, sem ekki eru því mciri veiðimenn eða eru áhugalausir um veiðiskap, verður farið í gönguferð um nágrenni vatnsins en þar er margt að sjá. Þar sem aðeins takmarkaður fjöldi veiðileyfa er fyrir Bendi þurfa þeir, sem áhuga hafa fyrir að taka þátt i ferð þessari, að tilkynna þátttöku í dag í síma 12942 í Framsóknarhúsinu kl. 9—12, og 13—17. ÖUum cr heimil þátttaka. Ferðaklúbbur F.U.F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.