Tíminn - 17.09.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.09.1961, Blaðsíða 2
TÍMINN, suimudaginn 17. september 1961.1 P Tilhæfulaust að slakað hafi verið á gæzlu Páll Pálsson á Borg, eftirlits- maður sauðfjárveikinefndar á Snæ- íellsnesi hefur beðið blaðið fyrir athugasemd vegna ummæla, sem höfð voru eftir Þórði Gíslasyni, bónda á Ölkeldu 13. sept. s. 1. Taldi Þórður, að slakað myndi hafa verið á vörzlu girðinga. Þetta er ekki á rökum reist. Þegar Páll Pálsson á Borg tók við eftirliti með gæzlu girðinga fyrir 6 árum annaðist aðeins einn maður gæzlu girðingarinnar og ekkert eftirlit með hliðum á þjóðvegum. Undan- farin 3 ár hafa hins vegar 4 menn annazt gæzluna, þar af einn fast- Rúðubrot ráðinn við gæzlu hliðs á þjóðvegi 4 mánuði ársins. — Páll gat þess og að Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjóri sauðfjárveiki- nefndar hafi í vor farið með allri girðingunni og taldi hana í mjög góðu lagi. Fárviðri Hofsós, 16.9. — Norðaustan rok með mikilli úrkomu hefur staðið hér yfir. Hofsá er í vexti eins og í leysingum á vorin. f fyrrinótt var brotin rúða í bókabúð ístorgs við Hallveigar- stig. Steini var kastað gegnum rúðuna sem er 5 mm á þykkt og 1,45x1,80 m. á stærð. Steinninn fannst inn á gólfi. Gatið var því nær efst á rúðunni, og er bersýni legt, að þar hefur aðeins verið um skemmdarfýsn að ræða. Slétthlíðingar ætluðu í göngur í dag, en voru ófamir þegar liðið var fast að hádegi. Menn, sem komu frá Siglufirði í morgun, sögðu, að rigningin hefði verið ofsaleg og mikið vatnsrennsli á veginum. Veðrið er nú heldur að ganga niður. —N.H. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi verður haldið í Keflavík sunnudaginn 1. október n. k. og hefst kl. 10 f. h. Félögin eru beðin að tilkynna fulltrúa sína til formanns kjördæmasambandsins, Arnaldar Þór, Blómvangi, Mosfellssveit, sem fyrst. Stjórnin Þáttur kirkjunnar (Framhald af 6. siBu) friði og skipta þeim með rétt læti og í kærleika. Þess vegna er fimmta boð- orðið svo yndislegur boðskap- ur: „Þú skalt ekki mann deyða“. geymir - frumtóna þeirrar miklu sinfóníu lífsins, sem hljómar til himins frá hjartslætti mannkyns á jörðu. Og í þeim hljómkór er dýrð- legast stefið um „frið á jörðu" þessi frumtónn, sem hófst með jólasöng englanna í sýn hirðanna á Betlehemsvöllum við fæðingu hans, sem gaf ekkjunni í Nain drenginn sinn aftur, og hefur fram á þenn- an dag verið nefndur guðhetja kærleikans og höfðingi friðar- ins. Hvernig geta þjóðir, sem til heyra kirkju hans, eflt stríð og kynt ófriðarbál hver gegn annarri? Það hlýtur að vera vegna þess að rödd hans hef- ur annaðhvort verið þögguð niður, eða orð hans verið rang lega túlkuð. Kirkjan hefur ekki vakað á verði um vébönd friðarins og lífsins, sem boð- orð hennar eiga að vera. Nú hrista stórveldin vopniri hvert að öðru. Hinir hryllileg- ustu morðingjar, sem leitaðir eru uppi og dæmdir úr leik, verða ekki nema svo sem reyk ur í sambandi við sjálfa for- ystumenn þjóðanna, sem etja ungum mönnum út í morðæðið og glötunina. Myrkraverk þeirra og grimmd eru ekki annað en barnavípur miðað við það, sem hægt er að fram kvæma, þegar búið er að gera blóma æskunnar í mestu menn ingarlöndum og frá frægustu vísindastofnunum að böðlum og morðingjum milljóna og aftur milljóna með öllum þeim sorgum og þjáningum. ótta, angist og örvæntingu, sem af því leiðir. Kraftaverkið við hlið Nain forðum verður aldrei betur útfært og unnið í anda hans, sem það vann, en meö því að gefa hverri konu, sem á son í herþjónustu, són sinn heim. heilan úr hryllingsleik styrj- aldarundirbúningsins og dráps tækjakapphlaupsins. Hinn eðlilegi dauði við útslitna lík amskrafta getur orðið fögn- uður hverri frjálsri, göfugri sál. En styrjaldarvofan, sem læsir krumlum óttans um hjartarætur hvers einstakl- ings og æsir allt hið versta, sem mannleg vitund geymir, er og verður hryllilegasti ó- vinur mannsbarns á jörð, og ekki sízt ungra manna í blóma og glæsileik jarðlífs- ins. Til þess að læra fimmta boð orðið, þarf hvert hjarta, hvert heimili, hvert þjóðfélag, að efla með sér virðingu fyrir friðhelgi lífsins í öllum þess myndum. En þar er manns- lif æðst alls. Ekkert er helg ara, ekkert dásamlegra en jafnvel hið aumasta líf. En friður — friður á jörðu — er kraftaverkið mikla, sem við þráum til að gefa mæðr- um jarðar sonu sína úr greip um dauðans, frelsa þær frá óttanum við styrjaldir og eyð ingu, kvöl og sorgir. Þess vegna skulum við Is- lendingar, þessi litla friðelsk andi þjóð, sem engin styrjöld fylgir, sameinast í bæn skálds ins, sem sætast hefur sungið og beðið um frið: Friðarins Guð. hin hæsta hug- \ sjón mín höndunum lyfti ég i bæn til þín Kraftarins faðir. krafta verkið gjörðu: Gefðu mé^dýrðar þinnar sólar sýn, sigrandi mætti gæddu ljóðin mín, sendu mér kraft, að syngja frið á iörðti. Árelíus Nielsson Tvær ár renna utan við brýr Aftakaveíur á Vopna- firtJi Vopnafirði í gær. — f nótt »g í morgun var hér aftakaveður,1 ásamt mikilli úrkomu. Hljóp mikill vöxtur í ár og bæði Þverá, og Selá brutust úr farvegum sín um og renna nú til hliðar við brýr þær, sem á þeim voru. Er Sunnudalsvegur með öllu ófær af þessum sökum, en hann ligg- ur inn Hofsórdalinn, sunnanmeig in Hofsár. Hafa margir bæir cinangrast og er það mjög baga legt vegna mjólkurflutninga. — Beinar skemmdir aðrar af völd- um óveðursins eru ekki, en viða hér um slóðir er illa fært vegna vatns. —' Fjalltgöngur íttu að hefjast um þessa helgi, cn allt útlit er fyrir ,að þeim verði að fresta fram í vikuna. Nýr bátur Akranesi, 13. sept. — í gær bætt ist nýr bátur í fiskiskipaflota1 Akurnesinga. Katrín frá Reyðar- firði ,eign samnefnds hlutafélags þar. Haraldur Böðvarsson og Co. hafa keypt bát þennan og skirt hann upp. Heitir hann nú Skímir1 AK 12. En þetta 150 tonna stál-1 bátur, byggður í Noregi. Skip-1 stjóri á honum verður Runólfur Hallfreðsson. Skímir er 12. bátur Haraldar Böðvarssonar og Co., og með þeim stærstu þeirra. Aðeins Höfrung-I ur II. og Haraldur eru stærri, báð ir _ura 200 tonn. f sumar stunduðu 9 bátar fyrir tækisins síldveiðar fyrir norðan og austan. Öfluðu þeir samtals um 80 þús. mál og tunnur. G.B. Neskaupstað, 13. september. Kennaraskortur er geysilega mik ill hér. Vantar í vetur tvo barna kennara og einn eða tvo gagn- fræðaskólakennara. Eru horfur á því, að fella verði niður kennslu í þriðja bekk gagnfræðaskólans vegna þessa. Gagnfræðaskólinn nýi er stöð- ugt ísmíðum og á hluti hans að verða fullgerður í haust. þrjár stofur, kennarastofa og skóla- I stjórastofa, fatageymslur og sal- erni. Verður þá tæplega helming 1 ur skólans kominn í notkun VS. Sjóslysií ! (Framhald af 1 síðu). sem saknað er, eru allir náið tengdir. i | Þeir, sem af komust, Helgi Sím onarson og Gunnar Ásgeirsson, | eru einnig ungir menn. Helgi er 26 ára að aldri, kvæntur Bryndísi Gunnarsdóttur. Gunn-ar er aðeins 18 ára. I Vélsklpið Helgi var á heimleið frá Englandi, en þangað fór það | með farm af ísvörðum fiski. Var i skipið tómt á bakaleið. Helgi var | 55 lesta bátur, eign Ólafs Runólfs ! sonar og Olgeirs Ey.iólfssonar, en þeir keyptu hann í fyrra. Skipið ] var fimm ára gamalt, smiðað í; Danmörku. eitt af mörgum systur j skipum Tveir bræður Bjarna og Gunnars eiga annað slíkt í Höln, : þeir Haukur og Ágúst Runólfs- j ! synir. Vélskipið Ólafur Tryggvason frá Hornafirði var á sömu leið. en sólarhring á undan Helga. — Ólafur Tryggvason er nú kominn til Hornafjarðar og höfðu skip- verjar á honum ekki orðið varir við ofviðri. Togarinn Þormóður goði var á svipuðum slóðum og Helgi og lenti hann um þetta leyti í snörpum hvilfirvindi. Frá Gagnfræöaskól um Reykjavíkur Væntanlegir nemendur mæti í skólunum til skrán- ingar (1. og 2. bekkur) og til staðfestingar á um- sóknum sínum (3. og 4. bekkur) sem hér segir: Mánudaginn 18. þ.m. kl. 5—7 síftdegis: Nemendur 1. bekkjar (fæddir 1948) og nemendur 2. bekkjar (fæddir 1947) mæti í skólunum til skráningar. Geti nemendur ekki komið sjálfir, verða vandamenn að gera grein fyrir þeim í skól- unum á ofangreindum tíma. Nemendur 1. bekkjar hafi með sér barnaprófsskírteini. ATH.: Eftirfarandi breytingar verða nú á skóla- hverfum 1. bekkjar: 1. Gagnfræðadeild Langholtsskóla sækja nemend- ur (1. bekkur) búsettir í Langholtsskólahverfi. (Norðurtakmörk þessa hverfis eru um óbyggt svæði norðan við húsin nr. 32 og 39 við Laug- arás, síðan milli Vesturbrúnar og Austurbrún- ar, austanvert við Hrafnistu og þaðan til sjávar. 2. Vogaskóla (1. bekk) sækja nemendur búsettir í Vogaskólahverfi. 3. Nemendur í 1. bekk búsettir í Blesugróf og við Breiðholtsveg sækja nú Gagnfræðaskólann við Lindargötu, en nemendur búsettir í Hvassa- leitishverfi sækja nú sem áður Gagnfræðadeild Miðbæjarskóla. Þriíjudaginn 19. þ.m. kl. 5—7 sfödegis: LANDSPRÓFSDEILDIR: Þeir, sem luku unglingaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar, Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, Haga- skóla og Vogaskóla, mæti hver 1 sínum skóla, aðrir, er sótt hafa um landsprófsdeild, komi í Gagnfræðaskólann við Vonarstræti. ALMENNAR DEILDIR: Nemendur, er luku unglingaprófi frá Hagaskóla, Laugarnesskóla og Vogaskóla mæti hver í sínum skóla. Nemendur frá Gagnfræðaskóla Vesturbæj- ar og Miðbæjarskóla mæti í Gagnfræðaskóla Vest- urbæjar. Aðrir, er sótt hafa um almennar deildir, komi í Gagnfræðaskóla Austurbæjar. VERZLUNARDEILDIR: Umsækjendur mæti þar, sem þeir hafa fengið lof- orð um skólavist. VERKNÁMSDEILDIR: Hússtjórnardeild: Umsækjendur komi í Gagn fræðaskólann við Lindargötu. Sauma- og vefnaðardeild: í Gagnfræðaskólann við Lindargötu komi þeir umsækjendur, er unglinga- prófi luku frá þeim skóla og einnig frá Kópavogs- skóla. Aðrir umsækjendur um sauma- og vefnað- ardeild komi í Gagnfræðaskóla verknáms, Braut- arholti 18. Trésmíðadeild: Umsækjendur mæti í Gagnfræða- skóla verknáms. Járnsmíða- og vélvirkjadeild: Umsækjendur mæti í Gagnfræðaskóla verknáms. Sjóvinnudeild: Umsækjendur komi í Gagnfræða- skólann við Lindargötu. Umsækjendur um 4. bekk mæti þar, sem þeir hafa sótt um skólavist. Nemendur hafi með sér prófskírteini. Nauðsynlegt er, að nemendur mæti eða einhver fyrir þeirra hönd, annars eiga þeir á hættu að missa af skólavist. Fræðslustjórinn í Reykjavík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.