Tíminn - 17.09.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.09.1961, Blaðsíða 13
T IM I N N, sunnudaginn 17. september 1961. 13 í spegli Tímans (Framhalfl al U siðu gólfinu beint á móti stórum spegli, sem miskunnarlaust sýnir alla galla, sem á göngu- lagi og stellingum kunna að vera. Þetta er ekki fyrsta kennslan í göngu, en samt er daman hálf óstyrk sem von er, ljósmyndarinn bíður færis með myndavélina. Nemendurnir ganga, ein af annarri, ljósmyndarinn smellir í óðaönn, kennarinn leiðréttir. „Rétta vel upp frá mittinu, magann inn, bakhlutann inn, ekki horfa niður í gólfið, svona já. Smærri skref, mikið smærri | skref, og iéttari skref. Léttara, léttara, léttara. Hvar eru mjaðmirnar? Ég sé engar mjaðmir, meiri mjaðmahreyf- ingar.“ Skrefin veiða fleiri og smærri, mjaðmirnar taka að hreyfast og allt er þetta í áttina. Síðan snúa meyjarnar sér við, stilla sér upp með hendur á mjöðmum eða fyrir aftan bak, skjóta fram mjöðminni, brosa og líta mjög heillandi út. Langstíg, með bogin hné, hvernig fer það? Enn er gengið eftir dreglin- um, sumar eru að verða góðar, aðrar þurfa að rétta bakið, muna eftir bakhlutanum, mag- anum, slaka á handleggjunum, eða eitthvað annað. Margt er að varast, ein á að rétta betur úr hnjánum, kennarinn kippir upp pilsunum, hleypir í herðarnar og skálmar um gólfið, langstíg með kengbogin hné, skopmynd, sem sýnir, hvernig viðkomandi muni líta út eftir nokkur ár með sama göngulagi. Hún vek- ur mikla kátínu, veslings stúlk- unni lízt ekki á blikuna og hún gerir sitt bezta til þess að rétta úr hnjánum. Upp og niður tröppurnar Enn erfiðara viðfangs er að ganga upp stiga, a. m. k. eins og það á að gerast. í horni her- bergisins liggja tröppur upp á lítinn pall. Þangað upp freista meyjarnar að komast og setja sig þar í stellingar sýningar- stúlku. Sú fyrsta fer aftur á bak upp tröppurnar, en þannig sleppur hún ekki, beint áfram skal það vera, og helzt að horfa sem minnst niður fyrir fætur sér. Þá gengur verr að hitta á rétta tröppu, en gengur þó, og upp komast allar slysalaust. „Hendur aftur fyrir bak, mjöðm ina fram, gefa eftir í mittinu, og þetta er að verða allra fín- asta stelling. En nei, svona ferðu ekki niður aftur, vand- aðu þig. Og svo til baka, og mjaðma-hreyfingar alla leið.“ Stúlkurnar eru sendar fram á gang að æfa sig, jafnóðum og þær ganga Við laumumst á eftir þeim, og þarna ganga þær' og snúa sér, spegla sig og spyrja hver aðra: „Er ég bein núna? Er ég of stórstíg? Hvern- ig eru hnén? maginn?" — Þið æfið ykkur. segjum við. — Já, ekki veitfr af. — Finnst ykkur ekki, að þið lærið af þessu? i — Jú, hamingjan góða, ég gekk í ótal hlykkjum, og ég var svo stórstíg, að ég hafði hálfan metra i hverju skrefi, og ég gekk alveg pinnstíf, segja þær hver í kapp við aðra. — Og nú hefur ykkur farið fram? I — Já, við erum bara allt aðr- ar manneskjur að sjá, en við lærum lika svo margt fleira en þetta. i | — Hvað er það helzt? — Við lærum að snyrta okk- ur, hvaða litir og snið á fötum fara okkur bezt, við erum send- ar á hárgreiðslustofu, okkur er kennt að hirða hárið og greiða það og klippa eins og hæfir okkar andlitslagi, leggja það o. s. írv. Kúnst að fara úr kápunni Svo er okkur kennd kurteisi og góð framkoma, borðsiðir, aðl fara í kápuna og úr henni og ...' — Biðið þið aðeins við, er það einhver kúnst að fara í kápu og úr. henni? — Já, já, hún má a.m.k. ekki dragast i gólfið. — Nú, já, svoleiðis. Og hvað var það fleira? — Já, hvað var það fleira? Jú, við lærum líka að fara inn í bíl og út úr honum. Og þá minnumst við þess, að hafa einhvern tíma séð mynd af Englandsdrottningu eða álíka virðulegri persónu, þar sem hún var að fara út úr bíl og lánaðist ekki rétt vel, enda í þröngu pilsi. Myndin var líka birt sem eins konar huggun til lægra setts kvenfólks. sem ekki á gott með þetta heldur. Léttist um 5 kg — á 3 vikum — Og svo lærum við að grenna okkur og fita, bæði með mataræði og æfingum. Ég hef lézt um 5 kíló á þessum 3 vik- um. En ég er líka alltaf að gera æfingar, meira að segja meðan ég er að tala í símann. Svo er ég másandi og blásandi, já, púh, nei, púh, jú, jú, púh o. s. frv. I ----------------------------------i ------Já, og svo lærum við að fara í hanzka, það má ekki taka í þá nema á vissum stöð- um, hendurnar eiga að vera i mittishæð, lófinn að snúa upp og fleira og fleira. Við höfum líka handaæfingar til þess að fá mjúkar hreyfingar, svona, eins og við værum að strjúka stóra blöðru, sem ekki má springa En nú eru stúlkurnar kallað- ar inn til þess að ganga á ný Og það síðasta sem við heyrum, þegar við yfirgefum skólann, mikilli reynslu ríkari, eru fyrir- sagnir kennarans, frú Sigríðar. — Og nú vil ég fá göngu með geysilega mikilli mjaðmahreyf- ingu. Þið eruð allar vita mjaðmahreyfingalausar. Rún. REYKJAVÍ K STAFANGUR LOFTLEIÐIS LANDA MILLI ..........FLJÚGIÐ MEÐ HINUM NÝJU HRAÐFLEYGU FLUG VÉLUM LOFTLEIÐA DC-6B ÞÆOILEGAR HRADFERÐIR HEIMAN OG HEIM OrtSií er íriálst Framhald af 5. síðu. þar hvorgi þjóðerniseinkenni að finna. Allt er sama franska snakkspýjan, lapin úr holræsum Parísarborgar. í þjóðsögum voru þeir til sem ekki kunnu að greina snakkspýju frá rjóma og svo er það enn í dag. Menntamálaráðherra tal aði af sínum alkunna fjálgleik um þessa miklu list og þarna eygði hann von um hetmsfrið, því að þetta var aflið, sem var sterkara en kjarnasprengjan — Trúi hver sem trúa vill, en það gerir auðvitað enginn vitiborinn maður. Á 18. og 19. öld herjaði álfuna illkynjaður sjúkdómur sem kenndur var við Frakkland. Hann; lagðist þá á líkamann, nú á and I ann og sé það rétt, sem flestir mæla, að andinn sé líkamanum æðri, þá er alvörumálið ekki svo lítið. Ásgeir Bjarnþórsson Skrifað og skrafað Framhald at 7 síðu ekki að stökkva yfir gjána, heldur^ að leysa eftirmanns- málið í áföngum. Samkvæmt þessu, mun Ól- afur því aðeins taka við for- ustunni aftur, að hann telji sig sjá fram á, að Bjarni muni ekki valda henni. Víst er það, að talsverð ólga er út af þessu í Sjálf- stæðisflokknum. Sama gildir einnig með ráðherrastöðu Jó- hanns Hafsteins, því að fleiri gátu komið þar til greina, en flokkurinn fékk ekkert um það að fjalla. . Það væri ekkert undarlegt, þótt Ólafur vildi nú nota tækifærið til þess að draga sig í hlé. Hann hefur verið í fremstu víglínu stjórnmál- anna í nær fjóra áratugi. Vissulega er slík áreynsla meira en nóg. Svo hygginn er Ólafur líka, að hann mun ekki hafa neina oftrú á núv. stjórnarstefnu og stjórnar- samvinnu. Ólafsvík Óskum eftir að ráða strax gjaldkera vanan öllum algengum bókhalds- og skrifstofustörfum. Nánari upplýsingar gefur Jón Arnþórsson, Starfsmanna- haldi SÍS, og Alexander Stefánsson, kaupfélags- stjóri, Kf. Dagsbrún, Ólafsvík. Starfsmannahald SÍS. V. >.. V V. V V. V. V VX. V. V. S. V.X. V.N Barnamúsíkskólinn í Reykjavík mun að venju taka til starfa í byrjun október- mánaðar. Skólinn veitir kennslu í undirstöðuat- riðum tónlistar, nótnalestri og almennri tón- fræð'i, söng og hljóðfæraleik (sláttarhljóðfæri, blokkflauta, gítar, fiðla, píanó, cembaló). Skólagjald fyrir veturinn: Forskóladeild kr. 450,-, baxna og unglingadeild kr. 750,-/950,- INNRITUN nemenda í forskóladeild (5—7 ára börn) fer fram í dag og næstu daga kl. 17—19 á skrifstofu skólans, Iðnskólahúsinu, 5. hæð, inng. frá Vitastíg. Eldri nemendur, sem eiga efir að sækja um skóla- vist, gefi sig fram sem fyrst. BARNAMÚSIKSKÓLINN, sími 23191

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.