Tíminn - 17.09.1961, Blaðsíða 16
í Innanstokksmunir r«ra Ófeigs f Fellsmúla, meSal annars bekkur, klæddur mislítum gærum. Ýmis tóvinnuáhöld, klöpp og fleira. Járnkvarð'i frá biskupsstólnum f Skáiholti.
Sunnudáginn 17. september 1961.
212. blað.
Brennivínspeli bóndans á heiðlnni —
nýr gripur í byggðasafninu í Skóg-
um.
Það bar vel í veiði, þegar Þórð-
ur snaraðist sjálfur inn í skrif-
stofu Tímans á dögunum, því að
einn af blaðamönnunum hafði
fyrir skömmu gert sér ferð í Skóga
safn. Blaðamanninum hafði virzt
nokkuð orðið áskipað í hinu nýja
safnhúsi, en það leyndi sér ekki,
að Þórður dregur samt að jafnt og
þétt. Hann var með alla vasa fulla
af munum, sem honum höfðu á-
skotnazt í þessari Reykjavíkur-
ferð. Meðal annars var hann með
bláan pela, sem fyrr meir hafði
verið brennivínspeli Runólfs Guð-
mundssonar, er bjó á Svartanúpi á
Búlandsheiði á miðri 19. öld.
Þórður sagði okkur sögu safns-
ins í stuttu máli. Séra Jón Guð-
jónsson, sem þá var prestur í
Holti, hreyfði hugmyndinni fyrst-
ur manna á sýslufundi Rangæinga
1945. Var þar kosin nefnd til þess
að koma málinu áleiðis, og voru í
henni séra Jón, Guðmundur Er-
lendsson á Núpi og Þórður í
Vallnatúni. Þetta fór hægt af stað,
en þó var fljótt önglað saman dá-
litlum vísi að safni, sem var varð-
veittur í húsakynnum Skógaskóla.
Við brottför séra Jóns úr hér-
aði tók svo ísak Eiríksson í Ási
sæti í nefndinni.
Árið 1952 ákváðu Vestur-Skaft-
fellingar, að frumkvæði Jóns Kjart
anssonar sýslumanns að taka þátt
Skyndiheimsókn
í Skógasafnið
Austast í hverfi því, sem
risið hefur upp í kringum
Skógaskóla undir Eyjafjöllum,
stendur nýlegt hús, ein hæð
með risi. Þetta hús var byggt
handa byggðasafninu í Skóg-
um, og skammt frá því er
íbúðarhús Þórðar Tómassonar
frá Vallnatúni, sem er hinn sí-
vökuli vörður þess og forsjár-
maður og aldrei ann sér hvíld
ar við að hlynna að því og afla
því muns, sem þar sóma sér
vel.
í þessu starfi, og brátt kom þar,
að of þröngt varð um safnið í húsa
kynnum Skógaskóla. Því var ráð-
izt í það, nú fyrir nokkrum árum,
að byggja sérstakt hús handa safn-
inu.
Skráðir munir í Skógasafni eru
nú rösklega tvö þúsund, og vantar
þar ekki margt í heilsteypta mynd
af þeim verkfærum, sem menn
notuðu fyrr meir við vinnu sína.
Þar er einnig talsvert af listræn-
um munum, einkum útskurði og
málmsmíði. Stærsti gripurinn í
safninu og sennilega hinn merki-
legasti er áraskipið Pétursey, sem
að stofni til er frá Í855 og var
HúsiS, sem byggt var fyrir nokkrum árum yfir byggðasafnið í Skógum
Það verður senn of þröngt.
Þórður Tómasson, S3fnvörður.
flutt í safnið, að frumkvæði Magn-
úsar Gíslasonar skólastjóra. Báðir
skólastjórar skólans, Magnús og
Jón Hjálmarsson, hafa ætíð látið
sér mjög annt um safnið, og Jón
Þorsteinsson, sýslufulltrúi í Vík,
og Óskar Jónsson, fyrrverandi al-
þingismaður, hafa báðir unnið
mjög að söfnun muna.
Svo skulum við hverfa austur
að Skógum og líta inn í safnið
sjálft. Við erum ekki fyrr komin
inn fyrir dyrastafinn en við sjá-
um, að hér er saman komið býsna
mikið' af munum. Allir veggir eru
þaktir gömlum og fornfálegum
gripum og hillur og borð slikt hið
sama. Á miðju gólfi er Pétursey,
áraskipið, sem forðum hélt til fiskj
ar frá brimströndinni og nú er
orðið meira en hundrað ára. Því
fylgja þeir munir, sem heyrðu til
þvílíkri sjósókn. — Af þessu skipi
drukknaði aldrei maður, þótt
djarft væri sótt og hvergi brima-
samara, þar sem skipi var annars
á sjó hrundið.
Þegar farið er að hyggja að safn
mununum, er margt, sem dregur
að sér athyglina. Við rekum aug-
un í gömul drykkjarhorn, og þegar
að er gáð, vitnasrt, að þau eru skor-
,in af Jóni Einarssyni í Skaftafelli
í Öræfum. Þeir Skaftafellsfeðgar
voru á sínum tíma frægir smiðir
og langt á undan samtíð sinni. Þeir
smíðuðu vagn fyrir tvö hundruð
árum, og þeir smíðuðu byssur,
sem jafnvel voru skotin með bjarn
dýr, sjálfsagt verkfæralitlir og
, sneyddir aðstöðu til þess að læra
: smíðar að ráði. Það var þeirra
jeigin hugvit og handlagni, sem
þeir urðu að búa að.
Hornístöð frá Hvoli leiða hug-
ann til þess tíma, þegar ekki
jfékkst einu sinni járn í landinu í
j skeifur í því héraði, þar sem kaup
staðarferðirnar tóku marga daga,
'svo að menn urðu að bjargast við
horn í ístöð. Við sjáum þarna líka
; beizlisstengur úr kindarhorni frá;
i Norður-Götum í Mýrdal.
i Ferðalög voru mikill þáttur í lífi
,manna, og það eru margir aðrir
jmunir í safninu, sem minna á
það. Þarna hefur til dæmis varð-
'veitzt ferðabelti frá Skammadals-
hóli í Mýrdal frá 19. öld. Það var
um að gera að vera sem bezt bú-
inn á langferðum.
Á mörgum smíðum er fallegt
handbragð, enda var margt góðra
smiða í Rangárvallasýslu og Vest-
ur-Skaftafellssýslu. Við rekum aug
un í svipu, smíðaða af Jónasi
gamla Magnússyni í Strandarhöfða,
og alinmál, útskorið af honum.-
Margar haglegar rúmfjalir eru
varðveittar, og meðal annars ber
fyrir augu okkar rúmfjöl Þorsteins
og Karítasar í Vatnsskarðshólum
frá árinu 1777, aðra frá Brekkum
í Hvolhreppi úr eigu Ó. Ólafsson-
ar og G. Guðnadóttur, og hina
þriðju úr eigu séra Stefáns Hans-
sonar á Valstrýtu, skorna með
höfðaletri á Stað í Aðalvík árið
1839.
Öllu sérkennilegri smíð er þó
hvalbeinsgluggi frá Fíflholtshjá-
leigu. Birtu hefur þessi gluggi
samt ekki borið að ráði, enda var
fólk lítilþægt í þeim efnum, því
að breiddin svarar rúmlega lengd
litlafingurs á karlmanni, en hæðin
er tæplega tvær lengdir þess
fingurs.
Á einum stað glóir á gamlan ei-
ketil frá Hólmahjáleigu í Austur-
Landeyjum, og á öðrum stað skart-
ar eirhamar, smíðaður af Jóni á
Seljavöllum. Á reizlu frá Dyrhól-
um, búna steinlóði, hefur það ein-
hvern tíma verið vegið með tor-
tryggni, er kaupmaðurinn á Bakk-
anum lét austanmönnum í té á
lestunum. Frá eldri timum er
rauðablástur frá Vorsabæ í Land-
eyjum.
Margt er þarna hluta, sem nú-
(Framhald 3 15 -iðu