Tíminn - 17.09.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.09.1961, Blaðsíða 9
T&M I N.N, sunnudagiim 17. september 1961. 9 Fyrir skömmu var sagt frá tillögum, sem háskólakennar- ar hafa gert um vísindastofn- un, þar sem nokkrir íslending- ar fengju aðstöðu til þess að stunda rannsóknir og tilraunir á þeim sviðum, sem teljast undirstaða hagnýtra fræða. Sem betur fer eigum við ís- lendingar nokkra mjög efni- lega menn, sem sumir eru við nám í slíkum vísindagreinum og aðrir í þann veginn að byrja starfsferil sinn. Sérhver þjóð ætti að hrósa happi yfir því að eiga slíkum mönnum á að skipa og sjá bæði sóma sinn og hag í því að búa þeim viðunandi starfsskilyrði og gera þeim kleift að láta þekk- ingu sfna bera ávöxt. Eitt kvöldið hafði ég spurnir af því, að einn þessara ungu manna, sem kjörið hefur sér það verksvið að kanna hulda dóma, væri stadd- ur í baenum á leið til útlanda eftir sumardvöl í átthögum sínum. Ég talaði við hann í síma, og það samdist svo með okkur, að hann kæmi einhvern daginn í skrif- stofu Tímans og lofaði okkur að rabba við sig. Þetta var Guðmundur Eggerts- son frá Bjargi í Borgarnesi, sem lauk prófi i erfðafræði við Kaup- mannahafnarháskóla árið 1958, og hefur síðan starfað að erfðafræði- rannsóknum í Kaupmannahöfn í eitt ár og Lundúnum í tvö ár. Nú var hann á förum til Bandaríkj- anna, þar sem hann nýtur styrks til frekari rannsókna á þessu sviði í eitt ár. Hann á glæsilegan náms- feril að, baki, og við hann eru bundnar miklar vonir að þeirra dómi, sem skyn bera á þessi fræði. Guðmundur leit inn til okkar tveimur eða þremur dögum áður en hann fór af landi brott — ljós- hærður, þreklegur maður, hægur í fasi og varkár í svörum. Það kom upp úr kafinu, að þau tvö ár, sem Guðmundur starfaði í Lundúnum, fékkst hann einvörð- ungu við erfðafræðirannsóknir á gerlum og veirum, og slíkum rann sóknum hyggst hann halda áfram í New Haven í Bandankjunum næsta ár. Hann er eini fslending- urinn, sem þvílíkar rannsóknir og tilraunir hefur stundað. — Það er hentugt að nota gerla og veirur til þess að rannsaka ýmis undirstöðuvandamál erfða- fræðinnar, sagði Guðmundur, með Aöeins einn einstaklingur í kvöld -100 milljónir í fyrramálið framleiðslu ákveðins eggjahvítu- efnis. Sé geni breytt, mun verða breyting'á eggjahvítuefni því, sem það ræður. Eins og ég sagði áðan, breýtast genin að jafnaði ekkj fyrir bein áhrif frá umhverfinu. Áunnir eig- inleikar erfast því ekki. Efnabreyt ingar geta þó orðið í genunum, en þær eru mjög fátíðar við nátt- úrleg lífsskilyrði. Sérhvert gen getur breytzt á marga vegu. Verði efnabreyting í geni, helzt breyt- ingin frá kynslóð til kynslóðar. Slíkar breytingar eru nefndar stökkbreytingar. Stökkbreytingum! má valda með sérstökum utanað- komandi áhrifum svo sem röntgen geislum, alfageislum, betageislum, Hvernig farið þið að því að sjá, hvort þau verða fyrir stökkbreyt- ingum?, spyr blaðamaðúrinn í fá- fræði sinni. — Er hægt að gera bet ur en eygja þetta í sterkustu smá- sjám? Guðmundur brosir. — Gerlarnir sjást að vísu í venjulegri smásjá, en veirurnar einungis í rafeindasmásjám, segir hann. Stökkbreytinganna verðum við aftur á móti varir með öðrum hætti en þeim, að við sjáum þær beinlínis á útlitinu. Gerlar þeir, sem við notum við tilraunirnar geta lifað í einfaldri, tilbúinni efnablöndu. Nú breytist kannske einn gerill af milljón og þá sannast það á því, að hann Rætt við Guðmund Eggertsson erfðafræðing, sem leitar leyndardóma erfðalögmálanna við tilraunir með gerla og veirur al annars vegna þess, hve þessar lífverur tímgast fljótt. Niðurstaða tilraunar að kvöldi fæst næsta morgun. Æxlunin er svo hröð, að engar ýkjur eru að segja, að hundruð milljóna einstaklinga geti verið komnar að morgni, þar sem gengið var frá einum að kvöldi. Brúnin á blaðamönnunum lyft- ist ævinlega, þegar þeir heyra eitt | hvað ævintýralegt, og hér var i sýnilega annars vegar mikill ævin ! týraheimur, sem almenningur ' kann lítil skii á. En af því að þekk ungin á erfðafræðinni var lítil í : skrifstofum blaðsins, var talinu j j þessu næst vikið að sögu erfða- ! fræðinnar. Guðmundur var fús til i þess að svara slíkri spurningu f á- j 1 um orðum. — Erfðafræðin er ung visinda- ' grein, sagði hann, og eru þar fram . undan mikil verkefni, sem geta , haft afarmikla þýðingu fyrir mann kynið. Erfðafræðirannsóknir hóf- ust með tilraunum austurríska munksins Mendels. Hann birti nið- urstöður tilrauna sinna árið 1866 en þær vöktu enga athygli þá. Það var ekki fyrr en árið 1900, að at hygli manna beindist að ritum Mendels, eftir- að þrír líffræðing- ar höfðu komizt að svipuðum nið- anir, þó að gengi undan frá mér bót og bót, þar sem vinn- an hjá mér var tiltölulega ódýr. Hins vegar kom upp um það nokkur orðasveimur. sem fór heldur vaxandi. Það var þvl tímabært að taka sig upp með verkstæðið og flytja aust ur I Viðidal, þegar brúarvinn- an_ hófst. Ég sat sem sagt í tjalddyr- um mínum og bætti skó, á meðanEinarfélagi minn var á þambi um allar trissur. Aðal- dægurlagavísan í Víðidal um þær mundir var: Ættj ég hörpu hljóma þýða. Lag og ljóð eftir Friðrik Hansen á Sauðárkróki, þá nýort. Það! var við óminn af þessu lagi, sem ég orti visu í tjalddyrum mínum og lagði í munn fé- laga mínum Einari Sumar- liðasyni: í Víðidalnum vildi ég una vökrum fáki um hauður bruna, þótt fólkið margt í fréttum lesi, , þá finn ég Sillu í Galtar- , nesi. Einar tók vísunni vei og var svolítið upp með sér af henni, hefur kannske litið Sillu hýru auga, sem ekki var tiltökumál. En nokkuð var það, að ekki leið á löngu, þar til ég þóttist heyra úr tjald- dyrunum mínum, að útreiðar- fólkið hafði skipt um texta við lag Friðriks Hansens. Og nú var sungið: í Víðidalnum vildi ég una. En víma frægð- arinnar varaði ekki lengi. Silla hafði tekið þetta óstinnt upp fyrir mér og leit mig ekki réttu auga úr þessu. Og Ing- ólfur, faðir hennar, sem var með okkur í vegavinnunni, tal aði varla við mig orð. En eng-' inn sá á E’nari. hvort, honum líkaði betur eða verr. Löngu síðar frétti ég, að Bjössi á Torfustöðum og Silla væru orðin hjón. Ég lokaði skóviðgerðarverk- stæði minu að loknum túna slætti, þegar kvörtun kom frá höfuðbólinu Lækjarmóti, vegna erfiðleika í innflutningi á hentugu efm til víðgerðar á gúmmískófatnaði! Guðmundur Eggertsson erfðafræðlngur urstöðum og Mendel forðum. Mendel gerði sér fyrstur manna grein fyrir því, að það, sem ræður erfðum eru eindir þær, sem nú eru kallaðar gen. Eindir þessar eru tengiliður á milli kynslóða og liggja tii grundvallar eiginleik- unum. Þær hlíta erfðalögmálum þeim, sem kennd eru við Mendel. Þær breytast ekki við kynblöndun og verða að jafnaði ekki fyrir breytingum af völdum umhverfis- ins. Genin s'kipa sér í langa þræði, sem nefndir eru litningar. Til skamms tíma höfðu menn einung- is óljósar hugmyndir um efnasam- setningu genanna. en rannsóknir á síðustu árum hafa leitt í Ijós, að það, sem gefur genunum sér- hæfni sína eru kjarnasýrueindir. Það eru stórar keðjusameindir. Nú vitum við líka, að hlutverk genanna er að ákvarða gerð eggja- hvítuefnissameinda. sem einnig eru langar keðjusameindir. Sér- hæfni beggja þessara stórsam- einda ákvarðast af röð smásam- einda þeirra, er mynda keðjuna. Segja má, að hvert gen sjái um útfjólubláu ljósi og ýmsum efn- um., Við getum þó ekki ráðið hverjar stökkbreytingar verða. Það er þannig tilviljun háð, hvaða gegn og hvaða smáeindir innan gensins breytast, þegar frumur verða fyrir geislun. Flestar stökk- breytingar reynast lífverunum skaðlegar, sumar banvænar, en skaðsemi margra þeirra kemur I ekki í Ijós fyrr en eftir margar | kynslóðir. Áhrif kjarnorkusprenginga geta því ekki einungis verið háskaleg fyrir okkar kynslóð, heldur geta þau líka komið niður á óbornum kynslóðum. Litlum vafa er undir- i orpið, að kjarnorkusprengingar | þær, sem þegar hafa verið gerðar, hafa haft skaðleg áhrif á gena- forða mannkynsins og valdið mikl um fjölda stökkbreytinga. Er þá ekki aðeins átt við sprengjur þær, sem varpað var á Hiroshima og Nagasaki heldur og hinar, sem sprengdar hafa verið í tilraun^- skyni. En einstöku sinnum verða þó stökkbreytingar, sem eru lífverun- um í hag og í þróunarkenningum þeim, sem vísindamenn aðhyllast vfirleitt nú, er gert ráð fyrir þvi, að stökkbreytingar séu það hrá- efni, sem þróunaröflin vinna úr. — Og þið reynið að uppgötva leyndardóma erfðanna með rann- sóknum á gerlum og veirum? — Já, fyrir tuttugu árum höfðu menn enga hugmynd um, að gerl- ar og veirur hlíta í aðalatriðum sömu erfðalögmálum og æðri líf- verur. Fyrir u. þ. b. fimmtán ár- um kom i Ijós, að gerlar eru ekki kynlausar verur eins og ætlað var. Ýmsar tegundir gerla eru kynjað- ar, og einmitt þetta hefur gert mögulegt að r annsaka erfðir þeirra. Stofnun sú í Lundúnum, sem Ig vann í, er alveg ný af nál- inni, sú eina sinnar tegundar í Englandi. Þar sinna tíu til fimmt- án vísindamenn rannsóknum af þessu tæi. Til tilrauna þessara notum við mest geril einn, sem hefst við í þörmum manna, en þrífst einnig ágætlega í tilrauna- glösum okkar. Við komum af stað margs konar stökbreytingum með geislum og efnum. Síðan er rannsakað, hvað gerist við æxlun og kynblöndun. Rannsóknir þessar hafa yfirleitt ekki hagnýtt gildi að svo stöddu. en þetta eru undir- stöðurannsóknir, sem byggt verð- ur á í hagnýtum efnum. Erfitt er þó að draga markalínu á milli þess, sem kallað er fræðilegt og hins. sem er hagnýtt. — — Mér skilst, að gerlar og veirur séu anzi smávaxin kvikindi. lifir og tímgast í efnablöndu, þar sem aðrir einstaklingar farast. Hver gerill hefur einn litning, sem hefur að geyma þúsundir gena. Röð fjölmargra gena þess- ara hefur verið ákvörðuð. En allt er þetta talsvert flók- ið og erfitt er að gera grein fyrir því í fáum orðum. — Það eru framhaldsrannsókn- ir á þessu sviði, sem þú hyggst stunda í Bandaríkjunum? — Já, ég held þar áfram rann- sóknum af þessu tæi, en jafnframt mun ég stunda þar framhaldsnám. — Hvað hyggst þú fyrir að Bandaríkjadvölinni lokinni? —- Ég vona, að ég fái starfskil- yrði á íslandi, því að hér vil ég starfa. Mér virðist það horfa til vandræða, hve íslenzkar vísinda- rannsóknir eru skammt á veg komnar. Mjög þarf að auka rann- sóknir í þágu atvinnuveganna. Sem betur fer virðast augu manna hér á landi nú vera að opnast fyr- ir því, að raunvísindarannsóknir hljóta að hafa meginhlutverki að gegna í sérhverju nútímaþjóðfé- lagi og að mikilla framkvæmda er þörf, ef rétta á hlut okkar íslend- inga í þessum efnum. — Vantar ekki margt tækja hér til þess, að unnt sé að stunda rannsóknir og tilraunir á sviði erfðafræðinnar? — Tækjakostnaður við þessar rannsóknir er ekki ýkjamikill. En menn verða að fara að skilja það, að vísindamaður verður að njóta launa, sem nann getur lifað af. Eigi honum að verða ágengt, verð- ur hann að helga sig starfi sínu algerlega. Það er ekki líklegt til góðs árangurs að knýja hann til þess að vinna aukavinnu við óskyld verkefni til þess að sjá sér farborða. Guðmundur sat hugsi nokkra stund, þegar við höfðum lokið samtalinu. Ef til vill hefur ótölu- leg mergð gerla svifið honum fyrir hugskotssjónum — þessara, sem eignast milljónir afkvæma í rannsóknarstofunum á einni nóttu. Ef til vill hefur hann séð inn í dularheima litninga og gena, þar sem erfðaeiginleikarnir raðast eins og perlur á festi og blunda í kjarnasýrum og eggjahvítuefn- um. En ef til vill hefur hann dval- izt í huganum við þau verkefni, sem hann dreymir um að inna af höndum á íslandi á komandi ár- um. ef við hin, er lítil skil kunn- um á hinum miklu lífslögmálum. sem hann hefur helgað starfsorku sína að kanna, viljum hagnýta okk ur þekkingu hans. Ég veit þetta ekki. Hitt má aug- ljóst vera, „ð miklu er á glæ kast- að, ef ísland getur ekki fært sér í nyt starf ungra manna, sem aflað hafa sér hinnar fullkomnustu menntunar og þekkingar og lík- legir eru til að fá miklu áorkað J.H.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.