Tíminn - 17.09.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.09.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, sunnudagmu 17. septembcr 1961. 7 SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ — Ríkssstjórnin undirbýr ný „viðreisnar“-loforð. - Aðeins breytt stjórnarstefna getur tryggt framfarir. - Afneitun Jónasar. - Iðnfyrirtækin bera sjálf kauphækkunina. - Ný sönnun jbess, að gengislækkunin var óþörf. - Nytsamir sakleysingjar. - Hættir Olafur alveg? í hinni snjöllu ræðu Her- manns Jónassonar, sem hann flutti á samkomu Framsókn- arnianna að Laugum, var það ýtarlega rakið, hvernig stjórn arflókkarnir hefðu gersam- lega brugðizt þeim lof- orðum, sem þeir gáfu kjósend um fyrir seinustu kosningar. Hermanni fórust síðan orð á þessa leið: „Þið hafið sjálfsagt veitt því athygli, tilheyrendur góð- ir, að stjórnarflokkarnir ræöa lítiö um loforðin, sem þeir gáfu ykkur fyrir kosn- ingar. En ég get frætt ykkur á því, aö þaö er unnið af því meira kappi viö annað mál. Hvað haldið þið að það sé? Þaö er loforð handa kjósend- um fyrir næstu kosningar. Nú á ekki að duga minna en heil bók meö Ijósmyndum, teikningum og útreiknirígum þess efnis meðal annars, að nú hafi viðreisnin komiö efna hagskerfinu á réttan grund- vöil. Nú sé unnt að byrja stór- ^fellda uppbyggingu — stór- 'felldar framkvæmdir. — Þeir hafa fundið, að þjóðin vill ekki samdráttarstefnuna — heldur framfarir. Við þetta verða nýju loforðin miðuð. En vitanlega verða öll þessi loforð eins meint og þau sem gefin voru fyrir síð- ustu kosningar — og í sam- ræmi við það verða efndirn- ar.“ Loforðin, sem á að gefa að þessu sinni, eiga að felast í framkvæmdaáætlun, sem stjórnin er að láta semja og ætlunin er að birta nokkru fyrir bæjarstjórnarkosning- arnar á næsta vori. r Höfuðatriðið er að breyta um stefnu Um þaö er ekki nema gott að segja, að samin sé fram- kvæmdaáætlun. Það er mál, sem Framsóknarmenn hafa jafnan talið nauðsynlegt og reynt að fá aðra flokka til að fallast á. Hitt er svo allt ann- að mál, þegar óvinsæl ríkis- stjórn grípur til þess að láta gera slíka áætlun í hreinu blekkingaskyni, svo að hún geti áfram fylgt stjórnar- stefnu, sem er fullkomlega andstæð framkvæmdaáætlun og framfarasókn. Það. sem er frumskilyrði þess, að hægt sé að hefja nýja framfara- Sókn og framfylgja fram- kvæmdaáætlun, er ný og ger- breytt stjórnarstefna — að alveg sé horfið frá samdrátt- arstefnunni. í höndum ríkis- stiórriarinnar. sem fylgir slikri stefnu, verður fram- kvæmdaáætlun aldrei annað og meira en þýðingarlaust pappírsplagg.' Efndirnar ve'rða á sama veg og loforð- anna, sem stjórnarflokkarnir 1 gáfu fyrir seinustu kosningar. Það eina, sem getur tryggt nýja framfarasókn á íslandi, er ósigur núv. stjórnarflokka og að tekin verði upp ný stjórnarstefna. Meðan sam- dráttarstefnu þeirra er fylgt, mun aðeins aukast hér kyrr- staða og kjaraskerðing, eins og átt hefur sér stað tvö sein- ustu árin, þrátt fyrir öll fög- ur fyrirheit, sem þeir kunna að gefa fyrir kosningar um hið gagnstæða. í dauðans ofboði | Þeir erlendir sérfræðingar, 1 sem hafa verið fengnir til að vinna að framkvæmdaáætlun rikisstjórnarinnar, hafa í kunningjahóp látið uppi þá skoðun, að slíka áætlun sé ekki hægt að gera, svo að vel sé, nema með undirbún- ingi, sem taki langan tíma. Óhjákvæmilegt sé að láta vinna margvísleg rannsókn- arstörf, m. a. verkfræöileg, ef slík áætlun eigi að vera ná- lægt nokkru réttu lagi. Þeir hefðu þurft, ef rétt væri ! unnið, aö vinna að þessu starfi í eins mörg misseri og þeir hafa marga mánuði til starfsins. Þetta sýnir, að stjórnin lætur vinna að þessu verki eins og í dauðans of- boði. Áætlunin verður að vera , tilbúin fyrir næstu kosning- ! ar, hvað sem það kostar. Sama flaustrið og angist^r- ofboðið einkennir skýrslu þá, sem ríkisstjórnin sendi frá sér í vikunni sem leið, og á að sanna í senn mikinn ár- angur af „viðreisninni“ og nauðsyn nýju gengislækkun- arinnar. Þar er allt fleytifullt af talnafölsunum, órökstudd- I um fullyrðingum og stórfelld |ustu mótsögnum. Einna mest ;áberandi er sú staðhæfirig, að raunverulega hafi lifskjör- in batnað á síðastl. ári, en samt hafi stórdregið úr inn- flutningi vegna minnkandi kaupgetu! Þessi skýrsla stjórnarinnar er svo furðu- legur samsetningur, að hag- fræðingar ríkisstjórnarinnar keppast við að lýsa yfir því, að þeir beri enga ábyrgð á henni. Þannig afneitaði Jón- as Haralz því harðlega, að hann hefði samið hana, og afsakaði sig með því, að hann hefði ekki lesið hana, er farið var að ræða einstök atriði hennar við hann. íðnfyrirtækin þoldu kauphækkunina Meðan stjórnin kepptist þannig við að flaustra frá ’sér óvönduðustu greinargerð- ' um og lætur hrúga upp undir búningslitlum áætlunum, safnast fyrir nýjar sannanir um það, að gengislækkunin : Forsetahjónin aS leggja af staS í Kanadaförina. sumar hafi verið með öllu ó- þörf, því að atvinnuvegirnir gátu vel borið þær hóflegu kauphækkanir, sem samið var um. Þannig hefur Morgunblaðið 13. þ. m. játað í þrídálkaðri rammagrein, að iðnfyrirtæk- in hafi ekki þurft á verðhækk unum að halda vegna hækk- aðs kaupgjalds. Mbl. segir orðrétt eftir að hafa mótmælt beirri fuilýrðingu Þjóðvilians, að iðnrekendur hafi fengið að taka kauphækkanir inn í vprðlaEiö: „Sannleikurinn er sá, að i verðlagsnefnd hefur þeirri höfuðreglu verið fylgt við af- greiðslu á umsóknum iðnfyrir tækja um breytingu á verð- lagningu framleiðsluvara þeirra, að verðlagsstióra hef- ur verið heimilað að verða við , þeim að svo miklu leyti. sem i hækkanir á hráefni til fram- 1 leiðslunnar og annar tilkostn aður — AÐ VINNNULAUNUM FRÁTÖLDUM — gefa tilefni til. Hins vegar hafa verðhækk anir af völdum kauphækkana ekki verið leyfðar, nema með samþykki verðlagsnefndar, og í þeim tilvikum að undan- genginni athugun á afkomu viðkomandi fyrirtækis. Leyfi til verðhækkana vegna kaup- hækkana hafa aðeins verið gefin í tveim tilvikum. í samræmi við þessa meg- inreglu hefur verðlagsskrif- stofan svo heimilað verðhækk anir á framleiðsluvörum máln ingarverksmiðjanna, sælgæt- isverksmiðjanna og Vífilfells h.f. Byggðust þessar heimildir algjörlega á hækkun hráefna og annars tilkostnaðar, að vinnulaunum undanskildum. Kauphækkanirnar hafa fyrir tækin orðið að taka á sig 'sjálf Þessi frásögn Mbl. sýnir í fyrsta lagi, að verðhækkanir þær, sem orðið hafa á inn- lendum iðnaðarvörum, stafa ekki frá kauphækkunum, heldur fyrst og fremst frá verðhækkunum á hráefnum, | sem gengislækkunin hefur orsakaö. í öðru lagi sýnir hún, að iðnaðurinn gat vel risið undir þeim kauphækk- unum, sem urðu á síðastl.! sumri, og þurftj engar verð- í hækkanir vegna, þeirra. Gengislækkunin var fullkomlega óþörf ! Samkvæmt þeirri yfirlýs- ingu Mbl.. sem greirri er frá: hér á undan, gat iðnaður-j inn risið undir kauphækkun- unum sem áttu sér stað íj sumar óg þurfti ekki á nein-! um sérstökum ráðstöfunum að halda vegna þeirra. Hið sama liggur fyrir, hvað sjávarútveginn snertir. Vegna verðhækkunar erlendis á út- . flutningsvörunum, gátu síld- ( ! arverksmiðjur og söltunar-j stöðvar greitt hærra fyrir j ! síldina í ár en í fyrra, þrátt fyrir kauphækkanirnar. Með, óhrekjanlegum tilvitnunum í ^reikninga frystihúsanna, hef-1 j ur verið sýnt fram á, að þau þurftu ekki pema 1% hækk- un á útflutningsverðinu til j þess að mæta þeirri 5% kaup- hækkun, sem varð umfram það, sem ríkisstjórnin og hag fræðingar hennar töldu at- vinnuvegina vel geta borið. Þessa kauphækkun mátti bæta frystihúsunum með vaxtalækkun og vel það. Allt sýnir þetta, að atvinnu vegirnir gátu vel risið undir þeim kauphækkunum, sem urðu hér í sumar, án þess að nokkrar teljandi verðhækk- anir þyrftu að eiga sér stað. Á grundvelli kjarasamninga, sem þá voru gerðir, var hægt að tryggja hér blómlegan at- vinnurekstur, batnandi llfs- kjör, stöðugt verðgildi gjald-j miðilsins og vinnufrið til lengri tíma í stað þess hefur ríkisstjórnin með hinni óaf- sakanlegu hefndarráðstöfun sinni, gengislækkuninni,' hleypt af stokkunum nýrri óðaverðbbólgu, rýrt gjaldmið- ilinn stórlega, skert lifskjör- in og efnt til nýrra stéttará- taka. öllu verra óhæfuverk er ekki hægt að hugsa sér. Nytsamir sakleysingjar Ungir Sjálfstæðismenn hafa nýlega haldið landsfund sinn á Akureyri. Mbl. segir, að þeir hafi m. a. lýst fylgi sínu við frjálst framtak ein- staklinganna og efnahags- stefnr núv. ríkisstjórnar. Ungir Sjálfstæðismenn flokkast bersýnilega undir þann mannþóp, sem kallaður hefur verið riytsamir sakleys- ingjar, ef þeir trúa því, að þetta tvennt fari saman. Efna hagsstefna núv. ríkisstiórnar beinist nefnilega öll að því, að þrengja að framtaki og sjálfstæði sem allra flestra einstaklinga. Þetta er gert með því að skerða kaupmátt- inn, með lánsfjárhöftum, vaxtaokri og öðru slíku. Síð- an „viðreisnin" kom til sög- unnar. hefur þrengt svo stór- lega að framtaki fjölda manna. að þeir hafa alveg hætt við fyrirhugaðar fram- kvæmdir. Þetta gildir t. d. marga unga menn. sem hafa ætlað að reisa þak yfir höfuðið. Ef ungir Sjálfstæðis- menn vilja raunverulega efla framtak og sjálfstæði hinna mörgu einstáklinga, eiga þeir vissulega að snúast gegn nú- verandi stjórnarstefnu. Ella eru þeir nytsamir sakleysingj ar, sem láta Bjarna Ben. og aðra slíka spila með sig. Hættir Ólafur alveg? Mikið er nú rætt um þá ó- væntu ákvörðun Ólafs Thors að taka sér veikindafrí i 3VS mánuð eftir að hafa lýst yfir því að vera þó ekkert van- heilli en venjulega. Einkum veldur þetta miklum umræð- um meðal Sjálfstæðismanna. Álit margra er það. að Ólaf ur sé orðinn brevttur á stiórn málabaráttunni og ættl að drága sig alveg í hlé. Hann hafi hins vegar þennan hátt á til þess að koma Biarna Benediktssyni í forsætisráð- herrasætið. Með þessu móti kom hann Bjarna fyrir þar þegjandi og hlióðalaust og án þess, að þingmenn Siálf- stæðisflokksins eða aðrir vamprnenn væru nokkuð spurðir ráða Ef Ólafur hefði sagt alveg af sér. hefðu orðið hörð átök um eftirmanninn. Ólafur hefur sem sagt sarn- kvæmt þessu iært það af „viðreic"ninni“ að freisto hess (Framhald á 1? síðuj..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.