Tíminn - 28.09.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.09.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, fimmtudaginn 28. september 1961. lamþykkíir geröar í samvinnubæ T '4.v'ð a w a n J O Trúíiu Moskvu-menn er obreyM- Framsoknarflol Akureyri er um margt merk- is-kaupstaður. Þar er Mennta- skóli og fer kcnnslan fram í einu fegursta skólahúsi lands- ins, sem mótað var af stórhug og bjartsýni aldamótanna. Þar er véglegt og hamingjudrjúgt Fjórðungssjúkrahús. Þar er at- hafnamesta kaupfélag landsins og þar hafur iðnaður samvinnu manna blómgazt, svo að eitt- hvað sé nefnt af því- sem eyk- ur á sóma kaupstaðarins. Þá er Akureyri mikill ferða- mannabær og fer það í vöxt að þar séu haldnar meiriháttar ráðstefnur og landsfundir. Dag- ana 31. maí og 1. júní stóð þar yfir aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga og 8. til 10. september var þar haldið 16. þing Sam- bands ungra Sjálfstæðlsmanna. Er það ánægujlegt fyrir Kaup- félag Eyfirðinga, að hafa með sínu ágæta lióteli gert þessum fjölmennu samtökum sjálfstæð- isæskunnar fært að gista Akur- eyri og veitt þeirn vegleg salar- kynni fyrir mannfagnað. Á þessum mannamótum voru, meðal annars, gerðar tvær ályktanir, sín á hvorri, sem ástæða er til að hugleiða. Á þingi ungumannanna var , samþykkt: „Þingið fordæmir hina póli- tísku misnotkun á Sambandi ís- lenzkra samvinnufélaga í verk- föllunum á sl. vori, er leiddi til óhjákvæmliegrar gengislækk- unar og verðhækkana." í þessu felst ásökun á hend- ur samvinnufélögunum, sem ekki er reist á rökum, og hefði mátt ætla að hinir ungu fund- armenn, er að henni stóðu, hefðu skyggnzt dýpra í málefni kaupfélaganna, er þeir voru staddir í svo frægum samvinnu bæ, fyrst þeir á annað borð létu þau til sín taka, og fyrst þeir telja sig vita skil á „því hlutverki, er samvinnulireyfing in hefur að gegna í íslenzku þjóðfélagi." Eftir að kaupsamningum hafði verið sagt upp og stéttar- félögin boðað verkfall um mán aðamótin maí — júní og sum litlu síðar, höfðu allar tilraunir til samninga milli atvinnurek- enda og verkafólks strandað. Samninganefndir, ríkisstjórn og sáttasemjarar höfðu þar engu áorkað'. Sáttatillögur höfðu verið stráfelldar, jafnt af atvinnurckenduin sem verka mönnum. Verkföllin urðu ekki umflúin. Samvinnufélögin stóðu frammi fyrir sama vanda, að því leyti sem til atvinnurekstr- ar kom og aðrir atvinnurekend- ur. Þau höfðu ekki efnt til verkfalla og ckki sagt upp kaupsamningnum. En verkföll- in voru staðreynd. y Kaupfélögin eru aðilar að hraðfrystihúsum. Þau stöðvuð- ust. Þau reka stór mjólkurbú, sem Iilutu að fara sömu Ieið. Kaupfélögin og Sambandið reka stórar verksmiðjur. Þær stöðvuðust. S.Í.S. á kaupskipa- flota, sem lagzt hafði við Iand- festar og s. frv. Þar að auki blasti við sam- vinnumönnum sú staðreynd, að öll atvinnutæk iþjóðarinnar hlutu að stöðvast, þar á meðal sfldarflotinn, um ófyrirsjáan- Iegan tíma. Sam vinnumenn litu svo á, að ófyrirsjáanlega löng verk- fallsbarátta væri vansæmandi og allt það ógnartjón, sem af henn hlytist, lítt bætanlegt. Þeir vissu af endurtekinni reynslu, að samningar, sem nást að Iokinni langri baráttu, eru ekki hagstæðari en þeir, sem hægt hefði verið að ná með sæmilegum samningsvilja í upphafi verkfalls. Þessa örlagaríku daga stóð yfir aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga, eins og áður var sagt. Fundinn sátu tæpir tvö himdr- uð fulltrúar, sem tilheyrðu öllum stjórnmálaflokkunum. A honum var flutt tillaga um að biðja stjórn félagsins að stuðla að lausn verkfallsins þegar í stað. Hún var samþykkt sam- hljóða. Á sama tíma sáu samvinnu- menn á Húsavík ekkert vit í því að stöðva alla vinnu í Iand- inu í uphafi síldveiðitímans. Á báðum þessum stöðum þótti þeim sýnt, að reyna að leysa þann vanda, sem þjóðin öll var komin í áðúr en verra hlytist af. Þetta varð upphaf þeirra samninga, sem samvinnumenn stóðu að. Hreyfingin ko mfrá fólkinu úti á landsbyggðinni og miðaði að því að bjarga frá aukinni vansæmd og vaxandi tjóni. Réttur samvinnufélag- anna og verkamanna til þess að semja var tvímælalaus. Bú- ið var að hækka kaup hvað eft- ir annað meðal ýmissa starfs- hópa, síðast í Vestmannaeyj- um í vetur eftir langt verkfall. Var það pólitísk misnotkun? Hafi eitthvað Ieitt til „óhjá- kvæmilegrar gengislækkunar og verðhækkana" þá gerðist það áður og eftir að umræddir samningar voru gerðir. I því áttu samvinnufélögin engan þátt. Samvinnufélögin stofnuðu ekki til vandræðanna, þau reyndu að bjarga því, sem bajrgað varð, þegar í óefni var komið. Þessi samþykkt áðumefndra ungmenna styðst ekki við rök og er til lýta á annars svo snotrum samþykktum. Þeir, sem að henn istóðu, virðast ekki gera greinarmun á félags- málahreyfingum frjálsra manna og lögboðnum hömlum á at- höfnum þeirra. Slflc lögboð geta auðveldlega leitt til „póli- tískrar misnotkunar.“ PHJ .VMV.V.V.V.V.SV.V.V.VV.V.,.V.V.,.V.,.,,.V.,.V.WMW^.,.V.V.V.V.V.V.V.,.,.V.V. Trúíu Mosk,vu-menn áróíSri Mbl.? Eins o.g kunnugt er hafa stjórnarblöðin haldið uppi hat- ursfullum áróðri undanfarna mánuði um að Framsóknarmenn og kommúnistar væru runnir saman í einn flokk. Framsóknar- menn væru orðnir kommúnistar í húð og hár og ekkert annað! Yfirleitt hafa menn álitið, að slíkum býsnum fengjust aðeins hálfblindir og móðursjúkir Morg unblaðslesendur til að trúa — eða þeir, sem ekkert annað blað en Mbl. vilja lesa eða treysta sér og þora að lesa. — En nú kemur í Ijós, að mennirnir við Þjóðviljann hafa trúað þessu líka!! Hvort sú trúgirni stafar af því, að öfgar gangi auðveld- lega í öfgamenn, þótt af ólíku sauðahúsi séu eða hvort hér hef- ur óskhyggja hlaupið með Moskvu-mennina í gönur er ekki gott að sjá, en hitt geta allir séð í Þjóðviljanum þessa dagana, að aumimgja mennirnir hafa orð ið fyrir ótrúlegum vonbrigðum. Ulfshárin gægjast undan gærunni Þeir áfellast Framsóknarmenn í livössum umvöndunartón fyrir að lýsa yfir andstöðu við hið nýja sprengjubrjálæði Rússa og fyrir að Tíminn skuli harma það, að til skuli íslenzkt blað, sem mælir þeirri ógn bót. — Vegna þessa kallar Þjóðviljinn Fram- sóknarmenn auðvaldsþjóna og undirlægjur íhaldsins. Slíkum skeytum beina Moskvu- mennirnir að sjálfum sér. Þau skaða ekki Framsóknarflokkinn, heldur þvert á móti, en jafn- framt afhjúpa Moskvumennirnir við Þjóðviljann slg gersamlega. Þeir standa eftir berstrípaðir sem föðurlandsvilltir, auðsveip- ir þjónar erlends ógnarvalds, er seilist til hcimsyfirráða. Utanríkisstefna Fram- sóknarflokksins Utanríkisstefna Framsóknarfl. •v»v»v»v»v Blaðburður . / , é¥- áfr i IJ ; '■ ■: ' :j F-- Nr,-3L sz.pt> taoí -o- <xr gW ''O fífg 1 Tímann vantar ungling eða eldri mann til að bera blaðið til kaupenda í VESTURBÆNUM. Afgreiðsla TÍMANS. •V-VV'V^V'V'V-V^V*' Bændur Nokkrar kýr til sölu nú þegar. Upplýsingar í síma 83, Hveragerði. „Orientering“ er málgagn hins nýja Sósíaliska þjóðarflokks í Noregi. Úrklippan hér að ofan sýnir viðbrögð blaðsins, er fréttir bárust af því, að Sovétríkin hefðu hafið tilraunir með kjarnorku- sprengjur að nýju. Fyrirsögn blaðsins var: ÓHUGNANLEG ÁBYRGÐ HVÍLIR Á SOVÉT RÍKPUNUM. Grein blaðsins um þennan atburð vár svo í samræmi við fyrirsögnina. Alþýðubandalagið hefur viljað láta líta á sig sem hliðstæðan flokk og þennan nýja flokk í Noregi. Þjóðviljinn sagði hins vegar allt öðruvísi frá þessum at- burði en „Orientering“. Þar voru Rússar ekki fordæmdir fyrir verknað sinn, heldur var tekin upp vöm fyrir þá og reynt að afsaka hann. Það, sem gerir hér hinn mikla mun, er það, að hinn nýji norski flokkur hefur hafnað öllu flokks- Iegu bandalagi við Moskvu komm únista. Skrif Þjóðviljans sýna hins vegar, að þeir ráða mestu við aðalmálgagn Alþýðubanda- lagsins. Það er tími til þess kominn, j að fylgjendur Alþýðubandalags- ins gera sér þessa staðreynd Ijósa, svo mjög byggist það á því, hver verður framvinda íslenzkra stjórnmála. VOPNI Regnklæðin sem fyrr á gamla hagstæða verðinu, fyrir haustrigningarnar. Einnig svuntur og ermar í hvítum og gulum lit i sláturhúsin mjög ódýrt Gúmmífatagerðin Vopni Auglýsingasími TÍMANS er 195 23 er óbreytt. Framsóknarflokkur- inn cr algerlega andvígur hlut- leysisstefnu. Flokkurinn styður ákveðið aðild að Atlantshafs- bandalaginu með því fororði, sem sett var skýrt og afdráttar- laust, er ísland gerðist aðili að NATO, en þeim fyrirvara virðist núverandi stjórnarflokkar alger Iega hafa gleymt eða kastað fyrir borg (þótt ekki séu liðin nema fimm ár síðan annar stjórnar- flokkanna vildi láta þann fyrir- vara koina til framkvæmda). — Framsóknarflokkurinn telur að efling Sameinuðu þjóðanna sé mesta hagsmunamál smáþjóða og helzta trygging friðar í heim inúm. Aukinn máttur S.þ. er eina raunhæfa vonin um að hern aðarbandalög verði Iöigð niður, en þangað til S.þ. öðlast slíkt bolmagn til verndar friði, hljóta þjóðir Vestur-Evrópu að telja At landsliafsbandalagið nauðsyulegt öryggistæki. Framsóknarflokkur- inn fordæmir því harðlega hat- ramar árásir Rússa og tilraunir þeirra til að brjóta niður Sam- einuðu þjóðirnar og veikja þær á allar Iiliðar. Málefni ein skulu rátSa Hins vegar lætur Framsóknar- flokkurinn málefni ráða í starfi sínu eins og hann hefur ætíð gert. Flokkurinn hræðist ekki samvinnu við aðra flokka um ein stök mál, en mun knýja fram stefnu sína með hverjum þeim, sem vill veita henni lið. Það skal enginn halda eða vona, að Fram sóknarflokkurinn kasti höfuð- stefnumálum sínum fyrir róða, vegna þess eins að kommúnistar fást til að fylgja nokkrum þeirra í svipinn. Brigzlyrði íhaldsmanna um „kommúnisma Framsóknarflokks ins“ og ásakanir Moskvumanna við Þjóðviljann um „auðvalds- þjónkun“ flokksins, munu ekki glepja Framsóknarmönnum sýn. Treyst á minni kiósenda Menn þurfa ekki lanigt að muna, þótt þá reki minni til, er Sjálfstæðisfl. var í bandalagi við kommúnista og þeir sátu sem bræður í ríkisstjórn saman. Eft ir núgildandi siðalögmálum þess ara aðila, heitir það á annan veginn „stuðningur við alþjóða- kommúnismann", en á hinn „auð valdsþjónkun". Alþýðuflokkurinn sat í ríkis- stjórn með kommúnistum 1956— ’58 ásamt Framsóknarmönnum. Eftir að stjórnarsamstarfið rofn aði átti Alþýðublaðið ekki nógu sterk orð til að Iýsa „harmi“ sínum og því marg oft lýst yf- ir, að Alþýðuflokkurinn hefði ekkert viljað fremur en áfram- haldandi vinstri stjórn. Líkiega hefur nú lieldur lítill hugur fylgt því máli. en þetta var samt yfirlýsing Alþýðuflokksins um að hann vildi halda áfram að „styðja alþjóðakommúnismann" eins og það heitir á íhaldsmál- inu nú. Það kann líka að vera að ýms- ir muni — enda ekki nema rúm tvö ár síðan — þegar Alþýðu- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur inn kusu Einar Olgeirsson, foi'- seta neðri deildar Alþingis. Trúlega ættu málgögn núverandi stjórnarflokka ekki nægilega sterk orð til núna að fordæma slíkan „undirlægjuhátt við komm únismann.“ Framsóknarflokkurinn treyst- ir á minni, reynslu og dómgreind íslenzkra kjósenda. Treystir því, að þeir meti og kunni að meta hina bjóðhollu stefnu Framsókn arflokksins réttilega og láti hróp andstæðinga Framsóknarmanna, — hinn hjáróma tvísöng um kommúnisma og íhaldsþjónkun — scm vind um eyrun þjóta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.