Tíminn - 06.10.1961, Side 14

Tíminn - 06.10.1961, Side 14
T4 TÍMINN, fimmtudaginn 5. október 1961. XXVI Rétt fyrir nýárið kom bréf frá Stínu. Hún hafði alið sveinbarn á sjálfa jólanóttina. Það var blessuð jólagjöf. Barn inu unni hún heitt. Efni bréfsins var að segja Hallfríði, hvernig komið var og gefa fögnnð'i sínum útrás. En svo var hún líka að grennslast eftir því, hvort Hallfríður gæti ekki tekið sig eftirleiðis. Hjá henni vildi hún helzt vera. Hallfríður sýndi Jóakim bréfið. — Langar þig til að taka þessa> stúlku? spurði hann. — Eg kenni í brjósti um Stínu og vildi margt fyrir hana gera, en bæði er það, að ég get ekki orðið við bón henn ar, og veit heldur ekki, hvort það væri rétt gert af mér að taka hana, þó að .mig lang- aði til þess. Stína hefur þá skapgerð, að hún sambýðist fáa. En ég kenni í briósti um hana. Það verð ég að segja. — Þú ræður hér öllu, Hall fríður mín, sagði Jóakim. — Jæja, vinur minn. En þá segi ég: Sá á kvöl, sem á völ. Nálægt miðjum janúarmánl uði sagði Hallfríður við bónda! slnn: — Viltu ekki lána mérj hest, helzt fylgja mér? Egi ætla að heimsækja hana Stínu mína. — En er óhætt að skilja Sínu eftir heima, eina með börnunum? — Eg er óhrædd, þegar Páll er annars vegar. Eg bið hannj að hafa eftirlit með öllu. Að stundu liðinni riðu hjón in úr hlaði. Jóakim fór fvrir. Áin var lögð. Færðin góð og hestarnir fjörmiklir. Hallfríð ur skemmti sér hið bezta. Hjónunum var tekið tveim höndum á læknissetrinu. Litlu synir læknishjónanna voru hinir efnilegustu, vöpp- uðu milli sætanna í dagstof-j unni, meðan læknishjónin ræddu við gestina. Stína kom þangað til þeirra. Hallfríður sá þegar, að yfirbragð henn-j ar var allt annað en um haust. ið. Hún bað Hallfríði að sjáj jólagjöf slna, eins og hún orð aði það. Hallfríði fannst, sveinninn grannur, en hafði þó ekki orð' á því, en óskaði móðurinni blessunar með barnið, og hlustaði á frásögnj hennar. Drengurinn var þeg, ar í fyrstu bernsku farinn að festa myndir og minningar á minjaspjöld hinnar ungu móður. Og þrátt fyrir allt var hún hamingjusöm, svo vel hafði skipazt hennar ráð við dvölina á læknissetrinu. Stína var nýbúin að fá bréf frá bræð'rum sínum tveimur, þeim Óskari og Ásmundi. Ósk ar sagði henni, að stúlkan sín myndi ala barn með vor- inu. Og bauð hann Stínu til sín fyrir það fyrsta yfir vetr armánuðina. Ásmundur bauð henni að vera hjá sér eftir- leiðis, og var með boð frá Ás- dísi systur þeirra, að hún yrði — Augun, énnið, nefið og hakan, eru allt frá pabba mínum. Hann minnir ekkert á pabba sinn, og þykir mér vænst um það, sagði Stína. — Eg kveið því, að hann líkt is honum. Þá hefði ég ekki getað elskað hann. Blessaður sé hann fyrir það, að líkjast mínu fólki, bætti hún enn við. Hallfríður renndi enn aug um á sveininn. Ekki gat hún séð líkinguna með honum og Óskari, Það var eitthvað ó- 34 hjá sér til vorsins og lengur, ef henni sýndist. Stína gladd ist mjög við þessu tilboði. Hún vildi helzt fara að Sjón-j arhóli, en fann þó til með Ósk ari, ef hann yrði í vandræð-j um undir vorið'. Og spurði Hall i fríði ráða. — Þetta verður þú að gera upp við sjálfa þig, sagði Hall friður. — En getur það ekki verið slæmt fyrir barnið, að fara með það að vetrinum svo langa leið, sem það er að Sjónarhóli, eða til Óskars, sem enn er lengra? — Læknirinn segir, að það sé enginn vandi að búa svo um kornbörn, að þau saki ekki í sæmilegu veðri, sagði Stína. Hallfríður baifð Stínu að koma til sín og vera þar um tíma. Hún sagði Stínu, að þau hefðu verið búin að ráða til sín fólk eftirleiðis, er beiðni hennar kom. Stína kvaðst nú ekki vera í neinum vandræðum. — Og svo hjálpar hann mér liklega karlmaðurinn. Hann hleypurj ekki frá mér, þessi, sagði hún ' og leit með ástúð til vöggunn ar. — Sýnist þér hann ekki fallegur? — Jú, sannarlega, sagði Hallfríður. kunnugt í svip barnsins, fannst henni, en hún þagði. Og fegin var hún því, að Stína 'vr ekki undir hana neitt um útlit drengsins. Móð urgleðin og örugg vissa voru henni nóg. Hallfríð'ur spurði lækninn um drenginn, hvort ekkert væri að, þar sem hann var svo grannur, og hún gladdist við svar hans. , 1 j — Drengurinn er heilbrigð ur. An’V'ð verður ekki fund ið, sagði hann. — Hann nær sér á strik áður en langt um líður. Honum fer eðlilega fram. Mánuði seinna sótti Ás- mundur barnið og systur sína. Dvöldu þau þá dag um kyrrt 1 Móum. Stína settist að á Sjónarhóli. Drengurinn varð henni til mikillar gleði, og athvarf hennar í ellinni. Stína giftist aldrei og átti pkki fleiri börn. Er hún þá úr sögunni. Og stína fór frá Móum um vorið. Jóakim útvegaði henni vist, og lét hún tilleiðast að þiggja hana. Um sumarmálin kom Sigurbjörg. Hún var þá komin langt á leið og oft las in. Með henni kom yngsta dóttir hennar, Jónína að nafni. Hún var fermingar- barn eins og Páll, og fylgd- ust þau að til spurninga. Fyrsta maí ól Sigurbjörg sveinbarn. Hún var lengi veik. Hallfríður vildi sækja lækninn, en Ijósmóðirin dró úr því, og Jóakim fýsti þess ekki heldur. Loks þoldi Hall- fríður ekki við. Var þá lækn- irinn sóttur, náði hann barn inu nær dauða en lífi, og tókst að bjarga hvoru tveggja, barni og móður. En svo nærri gekk barnsburðurinn móður- inni, að hún var lengi aum- ingi, og náði sér aldrei til fulls. Þegar ljósmóðirin fór, tók Hallfríður við barninu. Móð- irin var þá svo mikið biluð og máttfarin. Það fór því þannig, að Hallfríður annað- ist bamið. og var því góð sem bezta móðir. Hlaut sveinninn nafnið Ásgrímur eftir föður Jóakims. Á hvitasunnu um vorið var fermt. Var þá Sigurbjörg enn svo mikill aumingi, að Hall- fríður gat ekki verið við ferm inguna, og tók hún það nærri sér, því að nú var Páll fertnd ur, drengurinn, sem hún unni eins og sínum börnum, ef ekki meira. En er komið var frá kirkjunni, var veizla búin í Móum, og Páli litla gaf hún nýja sálmabók og eins Passíu sálmana. Pabbi hans gaf hon um hnakk og beizli og folald. Páll var því í sjöunda himni. Telpunni gaf Hallfríður lítinn gullkross. Sagði telpan síðar svo frá. að þessi gjöf hefði komið sér á ó-vart og fundizt hún ómakleg. Og mikið gladd ist hún. Þegar sláttur hófst, átti Sierurbjörg að sinna innanbæj arstörfum, en svo var hún ’éleg til heilsunnar, bæði hölt og stirð, að þótt Hallfríður tæki á sig mjaltir og mála- verk og væri jafnan í bænum fram yfir hádegi, átti Sigur- björg fullt í fangi með mið- degjsverkin og gat með naum indum sinnt börnunum. Aftur á móti var Hallfríður frísk. Átti vel við hana útivinnan. j Enn var hún dugleg, að j hverju sem hún gekk. Jóakimj lét sér líka annt um hana,; dáðist að dugnaði hennar og snyrtimennsku. — Alltaf ertu jafn falleg og eftirsóknarverð, sagði hann. Ef gest bar að garði, raup- 1 aði hann af konu sinni, svo að Hallfríði var raun að, enda var henni ekki grunlaust um, að Jóakim væri með þessu að skaprauna barnsmóður sinni. Loks fannst henni svo langt gengið, > 5 hún talaði um það við hann. En þá kom upp nýtt varnarorð af hans hálfu. Hann kvaðst hafa þær taugar Föstudagur 6. október 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veður- fregnir). 12.00 Hádegisútvarp. (Tónleikar. — 12.25 Fréttir, tilkynningar og tónleikar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. — Tónleikar. 13.50 Afmælishátíð Háskóla íslands. (útvarp frá háskólabíói): Ræðu flytur rektor hásikólans, prófessor Ármann Snævarr. — Ávörp flytja forseti fslands, menntamálaráðherra, borgar- stjórinn í Reykjavxk og forseti Þjóðræknisfélags fslendinga í Vesturheimi. — Kveðjur flytja forseti Vísindafélags íslend- inga, varaformaður Bandalags háskólamanna, formaður Stú- dentafélags Reykjavikur, for- maður Stúdentaráðs háskól- ans og fulltrúar erlendra há- skóla. — Blandaður kór, Þur- íður Pálsdóttir, Árni Jónsson og Sinfóníuhljómsveit fslands flytja kantötu við háskólaljóð Davíðs Stefánssonar og fleira eftir Pál ísólfsson; höfundur Stjórnar. — Rektor þakkar. — Sunginn þjóðsöngurinn. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Tónleikar: Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Konsert í A-dúr fyr ir selló og strengjasveit eftir Tartini (I Musici léika). 20.15 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómás Karlsson). 20.45 Óperettulög: Annaliese Roth- enberger og Rudolf Schock syngja lög úr „Betlistúdent- inn" eftir Millöcker og „Bocc- accio“ eftir Suppé. 21.00 Upplestur: Steindór Hjörleifs- son leikari les ljóð ~ftir Jón úr Vör. 21.10 Píanótónleikar: CL.a Haskil leikur: a) Tvær sónötur í Es-dúr og h-moll eftir Scarlatti. b) Sónatína fyrir píanó eftir Ravel. 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn“ eftir Kristmann Guð- mundsson; XVI. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Smyglarinn“ eft ir Arthur Omre; XVIII; (Ingólf ur Kristjánsson rithöfundur). 22.30 í léttum tón: a) Rússneskt kvennatríó leik- ur á bandúru og syngur. b) „Hammond" Olsen leikur á bíóorgel lög eftir Foster. 23.00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFFÖRLI Útfurinn og Fálkinn — Þú verður að fara til Tyrf- 'ings með menn þína, Alli, sagði Eiríkur. — Segðu Bryndísi, að af- gangurinn af flokki minum' hafi ráðizt á þig, og þú hafir vissu fyr- ir því, að ég sé dauður. Biddu um húsaskjól og haltu þig úr augsýn Ervins. — Og hvað með þig? spurði Astara. Eiiíkur brosti til hennar og þessara fáu, tryggu þegna sinna. — Hafið ekki áhyggj ur, sagði hann mildur í máli. — Eg skal gæta mín. Eg tek Svein með mér, og við skulum finna Bú- staðalénsmanninn, sem á að flytja kóngi sínum boð Bryndísar. Svo kvadi hann Kindrek, og augu hans tjáðu það, sem varirnar megnuðu ekki að segja, svo stökk hann á bak og hélt af stað ásamt Sveini.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.