Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.10.1961, Blaðsíða 16
Norrænt þorp frá 2-300 e. Kr. Við uppgröft hefur fundixt í Danmörku frumnorrænt þorpsstæði, sem talið er, að sé frá árunum 200—300. Þorp stæðið er í Grönbjerg, sem er á svæðinu milli Ringköping og Holstebro. Er hér um mjög merkilegan fund að ræða, sem varpa mun Ijósi á margt í merningu og samlífi manna á þessum tímum. Það hafa áður fundizt bæjar- stæði í Danmörku, sem eru frá járnöld, en þetta mun vera elzta bæjarstæði, sem þar hefur fund- izt. Það hefur ávallt veiið erfið- leikum bundið, að komast að ör- uggri niðurstöðu um það, hvernig húsin í þeim bæjum, sem fundizt hafa, hafa horft .hvert við öðru. Stafar það af því, hve uppbygg- ing bæjanna hefur náð yfir langt tímabil. Þetta nýfundna þorp hef- ur aftur á móti aðeins verið byggt skammt tímabil. Það hefur ein- hvern tíma eyðzt fullkomlega af eldi, en verið byggt upp aftur. Fundizt hafa einnig menjar garðs- ins, sem liefur umlukið þorpið og hefur hann ■ verið alltraustlega gerður, og auðsjáanlega með það fyrir augum, að hann yrði ekki fluttur eða byggt fyrir utan hann. Garðurinu umhverfis þorpið fannst í fyrra, þegar bóndinn á jörð þeirri, sem þorpið stendur á, var að plægja akur sinn, en það var ekki fyrr en í sumar, að byrj- að var á uppgreftrinum. Búið er að grafa á svæði, sem er 40x70 metrar að flatarmáli, og er annar endi þorpsins kominn fram. Hafa fundizt 18 býli. Eru það langhús, sem eiu frá 8—18 metrar að lengd og um fimm metra breið. Liggja öll húsin frá austri til vesturs og standa svo þélt saman, að ekki er um neinar eiginlegar götur að ræða á milli þeirra. í vestri enda húsanna hefur fólkið haft sama- stað, en skepnumar hafa verið hafðar í austurendanum. Hvert býli hefur haft rúm fyrir 10—20 dýr. Á þessum 18 bæjum, sem bú- ið er að afhjúpa, hafa því verið um það bii hundrað skepnur, og er það furðumikið miðað við það, að þessi landshluti hefur ávallt verið ófrjósamur. (Framhald á 2. síðu.) Undanúrslit bikar- keppninnar í dag í dag kl. 14 leika Akurnes- ingar og Keflvíkingar um, hvort liðið leiki til úrslita í Bikarkeppninni. Það liðið, sem sigrar leikur n. k. sunnu- dag í úrslitaleiknum gegn KR. Leikið verður á Melavelli. Eins og kunnugt cr komust Keflvíkingar í úrslit í 2. deild, en töpuðu fyrir ísfirðingum. Þeim hefur gengið vel í Bikarkeppn- inni, m. a. slegið út Þrótt og Ak- ureyri, og munu hafa fullan hug á að sýna, að það sé eftir allt saman ekki svo mikill munur á 1. og 2. deild. Akurnesingar hafa án efa einnig fullan hug á að fá tækifæri til þess að jafna um við KR-inga og hefna ófaranna í úrslitum íslands- mótsins. Þá eru einnig nokkrir leikir í yngri flokkunum: í 3. B leika Fram og Valur á sunnudagsmorg- un kl. 10.30 á Háskólavellinum, og eftir hádegi fara á þeim velli fram úrslitaleikir í 5. fl. A og 5. fl. C. Kl. 1.4 leika Fram A og Vik- íngur A og kl. 15 Víkingur C og' KR C. í 2. fl. A leika Fram og Vík- ingur á Háskólavelli kl. 16 og á Melavelli að loknum leik f.A. og f.B.K. leika KR o^ Valur í 1. flokki. Údýrara Efnafræðingar á efnarang- sóknarstöðinni í Risö hafa fundið upp kemíska aðferð til þess að vinna úraníum, sem getur haft í för með sér mikla lækkun kostnaðar við úraní- umvinnslu í Grænlandi. Fullnaðarniðurstöður munu þó ekki liggja fyrir um þessa aðferð, og er tilraunum í sambandi við hana haldið áfram. Þessi aðferð varð til, þegar verið var að rann- saka geislavirka steina, sem fund- ust við Skovfjord 1958. Menn hafa úraníum ekki alið miklar vonir í brjósti um það, að hægt væri að vinna úran- íum á Grænlandi, svo að það borgaði sig efnalega. En nú er það von manna, að þessi nýja vinnsluaðferð geri það að verkum að hægt sé að vinna miklu meira magn en áður var á miklu skemmri tíma. Ekki mun vera hægt að vinna allt það úraníum, sem finnst i Grænlandi, með þess- ari aðferð, þannig að það sVari kostnaði. en ef til vill er mögu- legt, að fullkomna aðferðina enn frekar, svo að kostnaðurinn við úraníumvinnsluna verði enn minni. Hann lítur nákvæimlega eins út og maður hugsar sér, að Arabi eigi að líta út. Hann er líka þre- faldur Arabi, fæddur í Jerúsalem, aiinn upp í Saudi-Arabíu og á núna heiima í Egyptaiandi. Hann heitir El-Sohsah og hefur dvalið í tvö og hálft ár við jarðfræðinám í Þýzkalandi. Hann hefur undan- farna tvo mánuði dvalizt á ís- landi í sumarleyfi sínu, ekki bara til þess að kynnast hraunum og hverum, heldur eínnig landi og þjóð. Arabisk svið og skyr — Ég varð alveg hissa, þegar ég komst að því, ag kóngafæða íslendinga eru sviðnir kindahaus ar og kindafætur. Sviðin íslenzku eru verkuð nákvæml-ega á sama hiátt og við genum heima í Arabíu. Svo er það skyrið. Þag á sér líka hliðstæðu í arabisku lö-ndunum. Ekkert svínakjöt Mataræðið hér á íslandi lcom mér sem sagt mjög þægilega á óvart eftir Þýzkalandsdvölina. Þar er langmest borðag af Svína- kjöti, en hér er sama sem ekkert borðað af því. Ég er strangur Múhameðstrúarmaður og smakka því ekki svínakjöt, svo þú getur trúað því, að ég var feginn ag kom Við Arabar borðum bæði svið og skyr Misstir gróðamöguleikar Þetta kemur stöðugt fyrir á ferðalögum. Allir bílar stanza, þótt maður veifi þeim ekki neitt. f Evrópu hefur maður vanizt því, að fólk noti hvert einasta tæki- færi til að eiignast peninga, til dæmis ef það flytur mano eitt- hvag eða gerir manni greiða. Því er alls ekki til að dreifa hér. Fólk ið virðist vera ánægt með það, sem það hefur. Það gerir sér að minnsta kosti ekki neina rellu út af misstium smá-gróðamöguleikum. við fólk, sem er ekki stofublóm, heldur lifir raunverulegu lífi. Lifi pólitíkin Mér fannst þeir annars drekka of mikið. Sjálfur bragða ég ekki áfengi, — af trúarástæðum. En hér í höfninni er heldur ekkert skuggalíf eins og í hafnarborgum Evrópu, gleðikrár eða glœpalýð- ur. Sjómennirnir virtust mér greindir og þeir höfðu mikinn á- huga- á pólitík, — eins og ég sjálf ur. Mouse el-Sohsah í sveitasælunni Ég var líka í hálfan mánuð á Hvanneyri. Þar lærði ég mest í íslenzku, það er að segja, næstum ekki neitt. Þetta er ógurlega erfitt mál. Á Hvanneyri braut ég múr- vegg í þrjá daga, en hækkaði síð- an í tign og fékk að vinna við sauðfé. Það þótti mér eiginlega skemmtilegast af öllu. Þjóðlegheit og panarabismi fslendingar eru stoltir yfir því að vera fslendingar. Ég 'gladdist yfir því, af því að ég' er líka þjóð- lega sinnaður Arabi. Hér, eins og heima hjá mér, er e'kki sama' póli tíska deyfð yfir almenningi eins og viða er í Evrópu. — Hvað segirðu þá um Nasser? — Það sem rekur mig áfram í lífinu og náminu, er arabism- inn. Arabar þurfa bráðnauðsyn- lega á menntuðum mönnum að halda og ég er ákveðinn í því að lifa og starfa í Arabalöndunum. Það skiptir mig raunar ekki máli, hvar í þeim, þetta er hvort sem er allt sama þjóðin. Það eru sömu trúarbrögg og sama tungumál í Sýrlandi._ Egyptalandi, Saudi- Arabíu, írak. — í öllum arabiska heiminum. Það líður áreiðanle^s ekki á löngu, þangáð til þessi ]önd sameinast. Faðir minn á átta börn og hef ur sent þau öll í háskóla Þ-* er framlag hans til uppbyggingar arabiska heimsins. cióndeildarhringurir»n — Þú hefur greinilega mikim áuhga á þjóðfélagsmálum. ast í kindakjötið hér, fyrir utan sviðin og skyrið. — Það er þá ekki allt. ólíkt með Aröbum og íslendingum. — Nei, áreiðanlega ekki, held- ur þvert á móti. Gestrisnin hér er í sama stíl og heima, sennilega enn meirj. Það er ólíkt því sem gerist í Evrópu. Á rölti til Akureyrar 1 Ég hef ferðast lalsvert um land ið og alltaf fótgangandi. Einu sinni var ég lagður af stað til Akureyrar frá Reykjavk. Vissi ég ekki fyrr, en bíl'l stanzaði, rétt þegar ég var lagður af stað, og maðurinn við stýrið spurði, hvert ég væri að fara. Ég sagðist vera á rölti til Akureyrar. Upp í með þig, sagði maðurinn. Og hann keyrði mig alla leið til Akureyrar. Ekki nóg með það, heldur bauð fólkið í bílnum mér i mat og kaffi á leiðinni. Fólkið var bæði for- vitið og ræðið. Bjó um borð í trillu — Hefurðu kynnst fólki mikið hér þessa tvo máúuði? — Einu sinni riigndi svo mikið, þegar ég ætlað'i að fara til Heklu, að ég varð að vera um kyrrt í Reykjavík. Þá bjó ég ásamt nokkr um öðrum í gamalli og ónýtri trillu í Örfirisey. Okkur hafði ver- ið leyft að hafast þar við, og við fengum lánaðan ofn, svo að það varð anzi vistlegt, þótt mikið rigndi. Raunverulegt líf við höfnina t Þarna var ég í fimm daga og varð'i þeim til þess að rápa um höfnina og reyna að kynnast sjó- mönnunum. Þetta voru skemmti- legir dagar, sem ég lærði mikið af. Flestir sjómannanna gátu tal- að hrafl í ensku og ég sat oft i kaffistofunni á Granda og talaði við þá. Það er hressandi ag tala — Ég reyni stöðUgt að kynnast öllum hliðum mannlífsins. hitta fólk og tala við úr öl'lum stéttum og heimshornum. Það víkkar þröngan sjóndeildarhringinn — Hvernig lízt þér á unga fólk- ið hér? — Mér finnst unga fólkið í Reykjavík dálítið ameríkaníserað, og þag kom mér dáltið á óvart, þegar ég kom hérna fyrst. Hins vegar verður maður lítið var við það utan bæjarins. Um boð og bönn Unga fólkið er annars frjálslegt, eins og þeir' fullorðnu reyndar lika Boð og bönn eru miklu minni hér en víða úti í heimi. Það er til dæmis ekki alls staðar í heiminum leyfilegt að reykja á farfuglaheimili, en það má hér, enda var þetta skemmtilegasta far fuglaheimili, sem ég hef heimsótt. Þið á fslandi eruð engum öðrum líkir, nema helzt okkur aröbum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.