Tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 11
T í MI N N, fimmtudaginn 2. nóvember 1961
11
Neytið réttrar fæbu til
að haida ykkur unglegum
Þaí, sem allir yfir fertugt og sérhver undir fertugsaldri ættu aft vita
Með árunum breytast áhyggj-
urnar, þó að þeim fækki ekki.
Um fertugt og jafnvel miklu
fyrr eru menn farnir að hafa
áhyggjur út af, hvernig þeir eigi
að halda vaxtarlagi rfnu og ung-
legu útliti, þó að árunum fjölgi.
Hvernig getur maður haldið sínu
vaxtarlagi eftir fertugsaldurinn,
spyrja beir sjálfa sig: Flestar
manneskjur hafa á þessum aldri
30 ár eða meira framundan. í
hve miklum mæli þessir áratugir
verða ánægjulegir, og hvort
menn eiga fleiri gleðistundir en
veikindastundir, er í ríkum mæli
undir matarvenjum þeirra komið.
Eitt þýðingarmesta atriðið,
sejn menn verða að temja sér,
vilji þeir halda lit og lögun. er
að borða hinn eina rétta mat.
Fæðan er nefnilega alls ekki ein
af nautnum hins daglega lífs,
hún er hið endurnýjandi hrá-
efni líffæranna. Ranglega valin
fæða er grundvöllur sjúkdóma
og hrörnunar.
Hungursneyðin í Kongó, sem
kostaði hundruð mannslífa dag-
lega, stafaði ekki aðallega bein-
línis af sulti, heldur miklu frem-
ur af vannæringu fólksins á hin-
um réttu fæðutegundum. Sagan
segir frá milljónum dæma um
hvernig sjúkdómar fylgja í kjöl-
far vannæringar, og í öllum lönd-
um má finna dæmi þess.
Frá fertugsaldri er blátt áfram
nauðsynlegt að fylgja nákvæm-
um reglum og venjum í matar-
æði. Þá eru menn fyrir Iöngu
komnir af váxtarskeiðinu, menn
hafa enn þá minni orkuþörf held-
ur en yngri kyns’lóðin, og því
geta menn leyft sér að neyta
hinna réttu fæðutegunda. þeirra,
sem að gagni komia. Það þýðir
alls ekk:, að menn skuli svelta.
Nei, menn eiga að metta sig á
réttan hátt.
Hvermg eiga þá menn um fer-
tugt og eldri að seðja sitt hungur
til þess að fá þá næringu, sem
þeir þarfnast? Nákvæm fyrir-
mæli í grömmum og kílóum er
ekki hægt að gefa, því að ekki
eru allir eins byggðir og hafa því
eðlilega misjafna orkuþörf, auk
þess sem ekki stunda allir sömu
störf. Þó má gefa fyrirmæli um
vissar fæðutegundir, sem óhætt
er að segja, að hver maður þarfn-
ist. Á hverjum degi skal fæðan
innihalda:
— Hálfan líter af mjólk (sem
h' ' er að fá í matnum sjálfum).
— Safa úr appelsínu, greip-
aldini, tómata eða öðru slíku,
drjúgan skerf á degi hverjum.
— Grænmeti, gjarnan nýtt og
sem mest af því.
— Eitt eða fleiri egg.
— Kjöt eða fisk einu sinni á
dag.
— Smjör eða vítamínauðugt
smjörlíki, nokkrar klípur á dag.
Það, sem hér hefur verið nefnt.
skal, eins og fyrr segir, tilheyra
daglegri fæðu. En einnig verður
að taka tillit til þess, hvað hver
einstakur má borða án þess að
bæta við sig kílóum, og auðvitað
verða menn ;að bera skynbragð á,
hvað þeir geta leyft sér að borða
aukreitis af fæðutegundum. sem
þeim eru kærar, en eru ekki
nauðsynlegar til næringar.
Og nú skulum við gefa nokkru
nákvæmari reglur:
1. Fæðan má ekki vera einhæf.
2. Fæðan skal innihalda hrátt
grænmeti og ávexti. Forðizt fín-
saxað grænmeti, því að við söx-
unina tapast fjörefnin.
3. Fæðan má ekki innihalda
meiri fjölda hitaeininga heldur
en þörf er á.
4. Fæðan skal innihalda nægi-
legt eggjahvítuefni, sem einkum
fæst í kjöti og fiski. Hún má ekki
innihalda of mikið af fitu og kol-
hydrötum, sem einkum fæst í
brauði og sykruðum mat.
5. Fæðan skal innihalda ríku-
legt magn af vítamínum. Til von-
ar og vara er rétt að taka víta-
míntöflur, sem innihalda öll vita-
mínin.
6. Fæðan skal innihalda nægi-
legt af steinefnum. Skortur stein-
efna er sjaldgæfur í fæðunni, og
þau eru aðeins nauðsynleg í smá-
um skömmtum. Oftast er til
dæmis alveg nægilegt magn af
fosfór í daglegri fæðu okkar, en
kalk- og járnskortur er nokkuð
algengur. Fullorðinn maður
þarfnast eins gramms á dag, og
eldra fólk þjáist oftlega af kalk-
skorti. Kalk fæst einkum í mjólk.
Járn fæst einkum í eggjum,
mögru kjöti, lifur og grænmeti.
7. Fæðan skal innihalda nægi-
legt vatn. Það atriði er mjög þýð-
ingarmikið. Eftir fertugsaldur-
inn þurfa menn' tvo lítra af vökva
daglega (vatn, mjólk, súpur, te,
kaffi o. s. fiv.). í heitu veðri
þurfa menn að drekka meira, og
einnig þarf að salta matinn meira
eða borða saltar möndlur eða því
líkt til að vega upp á móti salt-
tapinu, sem verður við svita.
Starfsemi nýranna gengur betur
hjá eldra fólki, sem fær nægilega
vökvun. Sjúklingar með alvarlega
hjartasjúkdóma verða í öllu að
fylgja fynrmælum læknis síns.
Ef maður á fertugsaldrinum
þarf að breyta matarvenjum sín-
um, af því að hann hefur þar til
nært sig á rangri fæðu, kemst
hann í taísverða erfiðleika. Menn
geta neínilega orðið mjög háðir
matarvenium sínum. Þess vegna
ætti að gæta þess stranglega að
venja börn snemma á rétt matar-
æði og fá þau til að sigrast á
löngun sinni í óhollar fæðuteg-
undir. Það er nefnilega mjög
mikið undir vananum komið,
hvaða fæðutegundum maður hef-
ur dálæti á, og því er vissast að
venja s:g á það rétta í tíma. Auð-
vitað er margt, sem ekki er vitað
með vissu í sambandi við holl-
ustu matar, og mjög hafa skoð-
anir manna breytzt í þeim efnum
á síðustu árum.
Þó má segja um það með vissu,
að því eldri sem maðurinn verð-
ur, þeim mun meir þarfnast hann
af eggjahvítuefni. Fullvaxinn
maður þarfnast að minnsta kosti
eins gramms af eggjahvítuefni
fyrir hvert kíló, sem hann vegur.
Ríkulegt innihald eggjahvítuefnis
í fæðu hindrar sultartilfinningu
og þreytu, sem getur skapazt vfð
megrunarkúr.
Þeir, scm eiu 40 ára og eldri,
verða að halda sér grönnum, ef
þeir vilja forðast ýmsar þjáning-
ar, sem samfara eru ellinni. En
ef menn þurfa að grenna sig, þá
geri þeir það hægt og með gát.
Það er hollast og varanlegast. Ef
menn megra sig á skjótan hátt
með því að svelta sig, hefur það
sínar afleiðingar, og slíkt er aldr-
ei um of brýnt fyrir mönnum.
Það getur haft sjúkdóma í för
með sér, og það getur haft ó-
þarfar hrukkur í för með sér. Ef
menn megra sig hægt rr á réttan
hátt, fær húðin og aðrir vefir
tíma til að laga sig eftir breyting-
unum. Menn venja sig á nýtt
mataræði, og ef þeir ekki breyta
út af því á ný, fitna þeir heldur
ekki á ný. Sá, sem flýtir sér um
of við megrunina, verður auð-
veldlega fyrir freistingum,
dreymir stóra matardrauma og
tekur auðveldlega upp gömlu
matarvcnjurnar. Því, sem menn
tapa við' skjóta megrun, bæta
menn líka fljótt við sig aftur.
Oftlega hafa menn leitað eftir
lífsreglum, sem verja menn gegn
ellinni, en slíkar reglur eru ekki
fundnar enn þá. Sú lausn, sem
fundizt hefur á þessu vandamáli,
er einfaldiega bundin við matar-
æði manna og hollt líferni. Rétt
fæðuval getur ekki fremur en
annað gcrt mennina yngri, en
það er öruggasta ráðið, sem vitað
er um, til þess að halda mönnum
unglegum svo lengi sem mögu-
legt er. í rauninni er furðulegt,
hversu mjög hefur verið deilt um
slíka hluti sem þessa, því að það
finnst sannarlega fátt betra held-
ur en sú fæða, sem stuðlar að
viðhaldi og uppbyggingu líffæra
okkar.
Gðm!a Bíó sýnir
jr
Eg akæn
Afíafttaiverk ieikiR af
Jaee ©g Anton
Waíbraok \
KVIKMYNDIN, sem Gamla Bíó sýn
ir um þessar mundír, er byggð á
sannsögulegum viðburðum, Dreyf-
usmálinu fræga, sem heimsathygli
vakti á sínum tima og lítt fyrnist,
þótt tímar líði fram, en verður
frönsku herstjórninni til ævarandi
skammar.
áLFRED Dreyfus major starfaði í
franska herforingjaráðinu. Hann
var duglegur og framsækinn mað-
ur, sem setti skylduna framar öllu
öðru, og eins og títt er um slíka
menn, hafði hann eignast nokkra
öfundarmenn. I>reyfus lifði ham
ingjusömu fjölskyldulífi með konu
sinni o^ tveimur börnum En í hlut
þessa ágæta manns kom að þola
ægilega skömm og niðurlægingu
fyrir annars manns gjörðir.
ÍRiÐ 1894 var mikilvægum leyni-
skjölum stoiið úr franska herfor-
ingjaráðinú og þau seld Þjóðverj-
um. Franska herstjórnin varð
feimtri slegin, þegar svikin urðu
uppvís. Heiðri hennar varð að
bjarga, og svikaranum varð að
refsa. Grunur beindist að Dreyf.
us, og örlög hans voru ráðin, þrátt
fyrir engar sannanir og staðhæf-
ingar hans sjálfs um sakleysi sitt,
Réttarhöidin voru aðeins til mála-
mynda og úrslit þeirra fytrirfram
ákveðin. Dreyfus var dæmdur sek-
ur, opinberlega sviptur tign og
sverði og sendur til hinnar ill-
ræmdu DjöfTaeyjar, þar sem her
stjórnin vonaði, að hann og mál
hans gleymdist. En svikarinn sjálf-
ur, Ferdinand Esterhazy major,
hélt áfram svikastarfsemi sinni ó-
áreittur.
EN Dreyfus gleymdist ekki. Kona
hans, bróðir og vinir héldu áfram
baráttunni fyrir hann. Einn félaga
hans, Picquart major, komst að
því hver hinn seki var, en Mercier
hershöfðingi, sem málið heyrði
undir, vildi ekki sinna því, sagði að
málinu væri Iokið Þó fór svo, að
herstjórnin neyddist til að láta önn
ur réttarhöld fara fram, en þar
var Esterhazy major h.reinsaður af
ölium ákærum. en Picquart svipt-
ur tign.
EN nú kom rithöfundurinn Emii
Zola tii sögunnar. Honum ofbauð
málsmeðferð, og hann var sann-
færður um sakleysi Dreyfusar.
Hann ritaði hina frægu grein sína,
þar sem hann ákærði Esterhazy
og herforingjaráðið og vítti
frönsku stjórnina fyrir brot á
mannréttindum. Greinin vakti
feikna athygli. og herstjórnin
neyddist til að taka málið upp á
ný. Dreyfus var fluttur heim frá
Djöflaey, en hann var þá orðinn
sjúkur og niðurbrotinn eftir fimm
ára dvöl þar, án alls sambands við
umheiminn. En enn hugsaði her-
stjórnin meira um heiður sinn,
heldur en örlög eins manns, og
dómurinn var aðeins staðfestur, en
Dreyfus náðaður.
ESTERHAZY major hafði fiúið til
Englands, en árið 1906 var hann
sem oftar I fjárþröng, og þá seldi
hann ritstjóra einum í London
skriflega játningu á gjörðum sín-
um tii birtingar í blaði hans.
Dreyfusmálið var enn einu sinni
tekið fyrir, og nú, 12 árum eftir
að Dreyfus var sekur fundinn,
fékk hann uppreisn æru sinnar og
var kjörinn meðlimur frönsku heið
ursfylkingarinnar.
MYND þessi er að vissu leyti afar
vel gerð, og leikur er þar með
ágætum. Jose Ferrer fer með hlut
verk Dreyfusar, auk þess sem
hann hefur stjórn myndarinnar
með höndum og leysir hann hvort
tveggja vel af hendi. Esterhazy
major er leikinn af Anton Wal-
brook, og fer hann einkar vel með
hlutverk sitt. Emlyn Williams leik
ur Emil Zola, og einhvern veginn
er hann ekki nógu „stór” Um
leik annarra tel ég ekki ástæðu til
að fjölyrða Myndin byggist eðli
lega mest á samtölum og réttar-
höldum, svo að til þess að njóta
myndarinnar verða menn að skilja
talið, en það er með ágætum skýrt.
Óhætt mun vera að mæla með
þessari mynd.
Kannizt þið nokkuð við baksvipinn á þeim þessum? Karlmaðurirr --
raunar enginn annar en hann Llvis Presley, en stúlkan, sem sést þarna
með honum, heitir Joan Blackman. Þau léku samsn í ný’ustu mynd
Presley's, „Blue Hawaii", og sagt er, að þau hafi ekkert hsft á móti
kossum þeim og faðmlögum, sem þeim var ætl-ð -ð rýnr í -.........“ri.
Því hefur jafnvel verið haldið fram, aó þau h„vi æft sig .'ullmikið.