Tíminn - 07.11.1961, Side 2
T í MI N N, þriSjudaginn 7. nóvember 1961.
. f. ( (
Kristinn og Krustjoff
vitna um Stalín
Við hið óvenjulega fram-
ferði rússneskra valdhafa
að raska grafarró síns fyrri
„kennara, leiðtoga, kæ'ra
vinar og góða félaga", rifj-
ast upp hinir ósamhljóða
vitnisburðir um Stalín.
Kr'istinn E. Andrésson gefur
„leiðtoga og lærimeistara" eink
unn:
„Stalin var ekki háreystar-
samur þjóðarleiðtogi. Hann
kallaði ekki fréttamenn viku-
lega á fund sinn til að básúna
vald sitt eða hafa í hótunum
við aðrar þjóðir. Þá sjaldan
hann svaraði fyrirspurnum
voru svijr hans einföld og Ijós,
laus við skrúð og mælgi og
bám einfalt hljóðlátt boð um
sáttarhug og vináttu.^Þó var
vald hans meira og stóð dýpri
rótum en annarra þjóðhöfð-
ingja“.
Þjóðviijinn 12. márz 1953.
Krustjoff tekur af skarið:
„Stalin þoldi enga samvirka
forystu, ekkert samvirkt starf,
hann beitti fruntalegu ofbeldi,
ekki aðeins við hvern þann,
sem andæfði honum, heldur og
gegn öllu því, sem duttlunga-
fullu og geróðu eðli hans
fannst brjóta í bága við þær
skoðanir, sem hann hafði mynd
að sár.
Það var ekki aðferð Stalíns,
að sannfæra, útlista og vinna
af þolinmæði með öðrum, held
ur að þröngva skoðunum sín-
um upp á þá og krefjast skil-
yrðislausrar undirgefni. Hver,
sem andmælti skoðunum hans
eða reyndi að sanna sitt mál og
réttileik afstöðu sinnar, var fyr
irfram dæmdur til þess að vera
rekinn úr samfélagi foryátunn-
ír og slðan útrýmt, bæði and-
lega og líkamlega. Þetta á eink
um við um tímabilið eftir 17.
flokksþingið, þegar margir
þekktir forystumenn flokksins
og óbreyttir, ærlegir flokks-
menn, sem unnu málstað komm
únismans, urðu fórnarlömb
harðstjórnarinnar“.
Leyniræðan um Stalin bls. 25.
Allir þeir, sem lausir eru við
öfgar harðsvíraðra kommúnista
munu fella þann dóm, að sjálf-
ur Krustjoff, náinn samverka-
maðiir og arftaki Stalíns að
valdasessi, sé miklu traustari
heimildamaður í þessu efni en
Einar og Kristinn.
Þetta sýnir þá ásamt öðru,
að forystumenn kommúnista
hér é landi hafá árum saman
reynt að hafa alþýðumenn á ís-
landi að ginningarfíflum í sam-
bandi við hið austræna trúboð.
Rússnesk óperusöng-
kona í heimsókn hér
Laugardaginn 4. nóvember
kom hingað til Reykjavíkur
rússneska óperusöngkonan
Antonia Maximova, einsöngv-
ari Akademiska óperu- og
DANIVAL DANIVALSSON
Daníval kaup-
maður látinn
Daníval Danívalsson, kaupmaður
í Keflavík lézt í Sjúkrahúsi Kefla-
víkur í gær á 69. aldursári.
Hans verður nánar getið í blað-
inu síðar.
Askja
veiða einu tónleikar listakonunn-
ar hér í Reykjavík.
Maximova hefur sungið þessi
hlutverk: Antonidu í Ivan Susan-
in, Ljúdmílu í Rúslan og Ljúmíla,
Volkhovu í Sadko, Lebedu í Sög-
unni um Saltan tsar, Marffu í
Brúðu tsarsins, Margaretu í Hug-
entottum, Víólettu í La Traviata,
Gildu í Rígólettó, Rósínu í Rakar-
anum frá Sevilla o. fl.
A. Maximova hefur víða haldið
j hjjómleika erlendis, meðal annars
i í Tékkóslóvakíu, Þýzkalandi, Búlg
aríu, Rúmeníu, Sýrlandi og Pakist-
an.
balletleikhússins í Leningrad,
heiðraður listamaður Sam-
bands rússnesku sovétríkj-
anna; ásamt undirleikara sín-
um frú Podolskaju. Þær eru
hér í boSi Menningartengsla
íslands og Ráðstjórnarríkj-
anna.
Frúin syngur á samkomu MÍR
á Hótel Borg þriðjudaginn 7. nóv.
Auk þess heldur hún hljómleika
á Akureyri föstudaginn 10. nóv.,
og í Reykjavík sunnudaginn 12.
nóvember í Austurbæjarbíó. Það
Mál Trotskys
(Framhald af 3. síðu)
sem handtekinn var 1935 og hún
hefur ekkert frétt af siðan. Hún
krefst vitneskju um, hvaða meðul-
um leynilögreglan sovézka hafi
beitt gegn Trotsky og rannsóknar
á öllum atvikum í sambandi við
morð hans. Morðinginn, sem gekk
undir ýmsum nöfnum, neitaði því
í réttarhöldunum á sinum tíma, að
hann ynni fyrir GP.U. Hann var
látinn laus 1959, og talið er. að
hann sé nú í Tékkóslóvakíu.
Ekkja Trotskys, sem nú er bú-
sett í Frakklandi, sagði um helgina
í viðtali við franska blaðið France
—- Soir, að eftir afhjúpun Stalíns-
glæpanna sé ekki vafi á því, áð
maður hennar hafi verið myrtur
samkvæmt fyrirmælum Stalíns.
Hún kveðst fús að fara sjálf til
Moskvu og bera vitni, ef opinber
rannsókn íer fram á morðinu, og
hún vonast til að finna son sinn á
lífi, þó að hún hafi ekkert frá hon-
um heyrt síðan 1937.
(Framhald af 1. síðu).
ins, sem þetta nýja hraun rann.
Þeir Tómas og Guðmundur sögðu,
að hraunrennsli þetta hefði aðeins
verið hraunspýja, það er, að mik-
ið hraun hefði runnið þar nokk-
urn tíma, en síðan hætt að renna
og hefði ekki komið aftur.
Hraunhólar á floti
Hraunstraumurinn, sem rennur
úr gígunum tveimui:, yennurcofan
á því, sém fyr?t.ri}nn,.,Qg..eftir því
ipiðju, Þeir Guðmundur og Tómas
telja, að í þessu nýja, óharðnaða
hraunflóði séu harðnaðir hraun-
hólar á floti.
Gufu- og leirhverir horfnir
Þá er það til tíðinda að telja frá
Öskju,, að gufu- og leirhverirnir
eru nú horfnir og láta ekki á sér
kræla. — Ekki er þó unnt að full-
yrða neitt um það, hvort hún hef-
ur nú lokið sér af að mestu, eða
er að sækja í sig veðrið, því þegar
hún gaus á þriðja tug aldarinnar
hagaði hún sér þannig, að hún
gaus hressilega við og við en lá
niðri á milli.
Nokkuð margir lögðu leið sína til
gosstöðvanna um helgina. Þeirra
á meðal var 15 manna hópur frá
Úlfari Jacobsen, og kom hann I
gærmorgun að Grímsstöðum til að
taka eldsneyti á bílana. Að Gríms-
stöðum koma ekki aðrir Öskjufar-
ar en þeir, sem eru komnir tæpt
með eldneytisbirgðir, því að það
er nokkur krókur að koma þar
við. — Úlfar ætlaði siðan suður
í einum áfanga. — Þá mun Guð-
mundur Jónasson hafa komizt til
gosstöðvanna í fyrrakvöld með hóp
manna.
ASKJA SÆKIR SIG
(Framhald af l síðu).
ust og þeyttust niður fossana.
Bjart veður í dag, skafrenningur
í kvöld. — JökuII.
Skeyti þetta var sent gegnum
talstöð Guðmundar Jónassíjnar
með milligöngu loftskeytastöðv-
arinnar í Gufunesi, en hlustunar-
skiylrði voru fremur slæm. j
Snjóhús
(Framhald aí 1 síðu).
og þeir gætu haft hjá sér talstöð.
Einnig gæti vel komið til greina,
að jarðfræðingar skiptust á um að
dvelja í þessu snjóhúsi. — Með
þessu móti væri það tryggt, að
engin meiriháttar hreyfing gos-
stöðvanna færu framhjá vísindun
um.
ELDUR I KOPAVOGI
Þegar blaðið var að fara í Kópavogi. Þetta skeði kl. rúm-
lega 11. Slökkviliðið va.c kom-
prentun barst fregn um, að
kviknað hefði í frystihúsinu í
ið á staðinn. Þar var mikill
eldur og logaði upp úr þakinu.
Hún rennur
(Framhald af l síðu),
því að alltaf síðan hefur runnið
svona af því í úrkomum.
Ragnar Halldórsson á Kirkjubrú
á Álftanesi sagði blaðinu, að ekki
hefði aðeins losnað af þakinu held-
ur öllum máluðum hlutum sem úti
voru. Þakiö var málað fyrir þrem-
ur árum með rauðri Hörpumáln-
ingu og hefur aldrei borið á nein-
um galla á þein'i málningu. Ragn-
ar sagði, að málning hefði einnig
losnað af grænmáluðum tréstólp-
um, og hefði það sést á því, að
kindurnar hans fengu á sig græn-
an lit, er þær nudduðu sér upp
við þá. Enn fremur hafði losnað
málning af blámálaðri tunnu, sem
stóð úti, en málningin á henni er
útlend.
Ragnar sagði, að uppleysing
þessi hefði aðeins verið bundin
við skamman tíma, sennilega að-
eins eina nótt. Hann kvaðst álíta,
að það, sem uppleysingunni olli,
hefði borizt með rigningarvatni,
þýí að aðeins hefði losnað af því,
sem áveðra var. Hefði verið um
lofttegund að ræða, hefði losnað
af öllu jafnt. Þessi nótt, sem máln
ingin leystist upp, var austanstorm
ur, og síðan hefur ekki borið á
neinu óvenjulegu og hreint vatn
runnið af þakinu.
Á laugardag bar mikið á því, að
málning rynni af þökum í Gríms-
ey, en þá var þar lítils háttar úr-
koma. Síðan hefur ekki rignt þar
og ekki borið á uppleysingu. Máln
ingin rann víðast hvar af húsum
og er það bæði rauð og græn máln
ing og mest af henni frá verksmiðj
unni Sjöfn á Akureyri. Málning
þessi er yfirleitt nýleg.
Á föstudag bar talsvert á því, að
málning rynni af húsþökum á
Borgarfirði eystra. Snjóföl var á
jörðu og sást rauður litur á snjón
um, þegar þiðnaði af þökunum.
Síðan þessarar uppleysingar varð
vart hefur vindur aldrei staðið af
Öskju, og er því ósennilegt, að
gosinu sé um að kenna. Þakmáln-
ing þessi er yfirleitt rauð Hörpu-
málning og er sumt af henni gam-
alt, sumt nýmálað. Menn töldu sig
einnig hafa orðið vara við, að máln
ing rynni af einu húsi þar síðast
liðið sumar.
Á Vopnafirði hefur borið mik-
ið á uppleysingu eða alls staðar
þar sem rauð málning er á þök-
um. Fyi'st bar á þessu í snjókomu
um daginn, og hélzt það síðan á-
fram í rigningunni í fyrradag. í
gær var aftur á móti þurrviðri, og
bar þá ekki á neinu. Málningin
er yfirleitt olíumálning og rennur
úr henni liturinn, en hún flagn-
ar ekki af. Undanfarið hefur verið
suðaustanátt á Vopnafirði.
Loks má geta þess, að vatnið í
þakrennum Edduhússins var rauð-
leitt í fyrradag og rautt botnfall
greinilegt. Þar með er þessi máln
ingarsaga á enda, en gátan er enn
óleyst um orsakir þessarar uppleys
ingar. Margar getgátur hafa kom-
ið fram, svo sem Öskjugos, geisla-
virkni, verksmiðjugallar á máln-
ingunni og jafnvel einhverjar ann
arlegar orsakir, en um það skal
látið ósagt.
Flokksstarfið úti á landi
AKRANES — NÁGRENNI
Félag ungra Framsóknarmanna á Akranesl efn.
Ir til fundar í Félagshelmlli templara föstudaginn
10 nóv. n. k. kl. 8.30 s. d.
EYSTEINN JÓNSSON, formaður þingflokks
Framsóknarmanna flytur erlndl um EFNAHAGS-
BANDALAGIÐ.
Allt Framsóknarfólk og aðrlr, sem hafa áhuga
á málefninu eru velkomnir á fundinn.
¥®5tur»Skaflfellingar
Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Skaftfell-
nga verður haldlnn að Hrífunesi n.k. sunnudag,
'7. nóvember, og hefst hann klukkan 2 eftlr há-
tegl.
Dagskrá:
1 Venjuleg aðalfundarstörf.
I Ræða: Helgi Bergs, verkfræðlngur.
Ræðlr hann um stjórnmálaviðhorfið.
>. Almennar umræður.
Keflvíkingar — Suðurnesjamenn
Splluð verður Framsóknarvist í Ungmennafélagshúsinu í Kefla-
vík næstkomandi föstudogskvöld ,10 nóvember, og hest samkoman
klukkan 8,30.
Góð verðlaun. — Dans á eftir.
Aðalfundur Fulltruaráðsins
Aðalfundur Fuiltrúaráðs Framsóknarfélaganna i
Reykjavík verður haldinn í Framsóknarhúsinu,
miðvikudginn 8. þ. m. kl. 8.30 síðdegis. Dagskrá:
Venjuleg aóalfundarstörf. — Stjórnin.
SAUMAKVÖLD
Félag Framsóknarkvenpa heldur saumakvöld miðvikudaginn
8. nóvember klukkan 8,30 síðdegis á Laufásvegi 2.