Tíminn - 07.11.1961, Page 8
8
Sunnudaginn, hinn 22. okt.
fór fram endurvígsla Torfa-1
sfaðakirkju í Biskupstungum.
— Kirkjan, sem er timbur-
kirkja, var upphaflega byggð
1892 og vígð á jóladag það
ár. — Var hún hin síðari ár
mjög farin að láta á sjá. 1960
var hafizt handa um að endur-j
bæta kirkjuna, styrkja hanaj
og stækka. Þá um haustið var
steyptur nýr grunnur, gert
við og unnið allt tréverk í
aðalkirkjuhúsinu og nýjum
kór komið undir þak. Á þessu
ári var lokið allri innréttingu
á kór og kirkjan máluð úti og
inni. Var þessu öllu lokið rétt
fyrir vígsludaginn. — Biskup
landsins, herra Sigurbjörn
Einarsson, framkvæmdi vígsl-
una.
Athöfnin hófst með því, að sókn
amefnd ásamt sex prestum í
fylgd meg1 biskupi gengur í kirkju
með altarisgripi kirkjunnar, svo
sem venja er. Eftir að sunginn
hafði verið sálmur, flutti biskup-
inn vígsQuræðú og framkvæmdi
vígsluna. Ritningargreinar lásu:
Prófastur Árijessýsluprófastsdæm-
is, Gunnar JóhaTinsson, Skarði; sr.
Guðmundur Óll Ólafsson, sókmar-
prestur Torfastaðasóknar; sr. Sig
urður Pálsson, Selfossi og sr.
Magnús Guðjónsson, Eyrarbakka.
Auk þessara presta voru viðstadd
ir: Sr. Eiríkur Þ. Stefánsson,
Laugarvatni, er var prestur Torfa
staðakirkju um 50 ára skeið, og
sr. Magnús Guðmundsson, Óiafs-
vík.
Sóknarpresturinn, sr. Guðmund-
ur Óli Óiafssoin prédi’kað'i. Kirkju
kór Torfastaðakirkju söng undir
stjórn organleiikara kirkjunnar,
Erlends á Vatnsleysu.
Eftir predikun fór fram altaris
ganga.
Að' guðsþjónustunni lokinni fór
fram vísitasía. Talaði biskupinn til
safnaðarins og þakkaði hið mikla
framtak safnaðarins um þá gagn-
gerðu endurbætur, sem gerðar
hefðu verig á þessu guðshúsi og
óskaði söfnuðinum guðsblesisunar.
Þá talaði hann sérstaklega til
barnanna og ungíinganna, sem
viðstödd voru vígsluhátíðina. —
Ag loikum sungu ailir viðstaddir
„Son Guðs ertu með sanni.“
Kirkjan var fullskipuð og fór
cll hátíðin fram með miklum virðu
leik og hátíðlegri alvöru.
Áður en gengið var úr kirkju,
bauð sóknarnefndarform., Þor-
steinn Sigurðsson, bóndi á Vatns-
leysu, öllum kir'kjugestum til I
kaffisamsætis í hinu nýja, glæsi- j
lega félagsheimili sveitarinnar,
Aratungu, en þar höfðu húsfreyj-:
ur í Torfastaðasókn búið kirkju-j
gestum veizluborð og var veitt af j
mikiUi rausn og myndarsikap.
Hófi þessu stjórnaði formaðurj
sóknarnefndar. Flutti hann ýtar- j
lega ræðu. Skýrði hann frá gangi j
endurbyggingar kirkjunnar. Alla
aðalviðgerð og byggingu kórhúss-
ins annaðis't trésmiðja Kaupfélags
Árnesinga undir stjórn Haraldar
Diðrikssonar, trésmiðs á Selfossi.
— Innréttingu á kórnum gerði
Bjöm Ólafsson, húsasmíiðameist-
ari í Reykjavík og gekk frá hon-
um að öllu leyti. Kirkjuna að
innan málaði Jón Björnsson,
málarameistari, en skreytingu alla
gerði kona hans, frú Greta Bjöms
son. Utanhússmálningu unnu sókn
armenn í sjálfboðavi'ixnu. I
T í MI \ N, þriðjudaginn 7. nóvember 1961.
Hið nýja félagsheimili Tungnamanna í Reykholti
Svipazt um í
Biskupstungum
Kinkjan var raflýst 1959, en öil
ljósatæki í kirkjuna, aff undan-
tekinni ljósakrónu, gaf Margrét
Halldórsdóttir, hjúkrunarkona,
einnig neonljóskross á turn kirkj-
unnar. Mun þessi gjöf hafa kostað
milli 20—25 þúsund krónur.
Þá 'sagði haun frá því, að 5 þús.
króna gjöf hefði þá um daginn
borizt kirkjunni frá eiinum yngsta
safnaðarlim kirkjunnar, 1V2 árs
stúlku.
Að lyktum þakkaði Þorsteinn
Sigurðsson öllum þeim, er á einn
eða annan hátt hefðu unnið að
og léð liðsinni við endurbætur á
kiikj'unni, sérstaklega þakkaði
hann kaupfólagsstjóra K.A. fyrir
þá miklu aðstoð, sem félagið hefði
látið í té. Án þess stuðnings væri
verkinu ekki iokið í dag. — Allur
kostnaður við endurbyggingu
kirkjuunar var sem næst kr.
200.000,00.
I s'óknarnefnd Torfastaðasóknar
eru nú þessir menn: Þorsteinn Sig
urðsson, bóndi, Vatnsleysu; Sveinn
Eiríksson, bóndi Miklaholti og
Þórður Kárasom, bóndi, Litla-
Hrauni.
Til máls tóku: Sigurbjörn Ein-
arsson, biskup, er þakkaði Þor-
steini Sigurðssyni snjalla ræðu og
færði enn á ný þakkir til sóknar-
nefndar og safnaðarfólks fyrir
fórnfúst starf fyrir kirkju sína.
Þá flutti prófasturinn, sr. Gunnar
Jóhansson, nokkur ávarpsorð,
einnig sóknajpresturinn sr. Guð-
mundur Óli Ólafsson, er færði hús
mæðrunum í sókninni sérstakar
þakkir fyrir höfðinglegar veiting-
ar.
Mjög var áliðið dags, er sam-
kvæmi þessu lauk, er fór mjög
vel og virðulega fram í hinum
glæotu saiarkynnum fédagsheim-
iilis þeirra Biskupstungnamanna,
Aratungu.
‘ T’ nsixiev mgio
I hinni merku ræ^ gp
steinn Sigurðsson, bóndi að Vatns
leysu hélt í framangreindu sam-
sæti, kom hann víða við. Ég not-
aði tækifærið nokkru síðar að
spyrja hann nokkru nánar um
ýmis atriði, er þar komu fram. I
— Heyrðu, Þorsteinn, hve marg
ar kirkjur eru hér í Biskupstung'
um, mig minnir að þú segðir, að
þar væru eða hefðu verig fimm,
er það rétt?
— Já, það er alveg rétt. Hér,
í Biskupstungum hafa verið, ég
vil segja frá því mjög snemma
í krisininni, fimm kirkjur. Allar
hafa þær verið reistar á helztu
fornu höfuðbólunum hér í sveit.
Þar er fyrst ag telja Skálholts-
kinkju, þá Torfastaðakirkju að.
Torfastöðum, Bræðratu'ngukirkju,
Úthláðarkirkju og Haukadals-;
kirkju. Eins og nöfnin bera með
sér, þá hafa höfðingjar í gamla
daga viljag hafa kirkjur á höfuð-|
bólum sínum og talið sér virð-
ingu í.
— Já, það er auðvitað. En eru
þetta ekki óvanalega margarj
kirkjur í einu hreppsféiagi?
— Jú, vi'Ssulega, ég efast um, í
að í nokkru öðru sveitarfélagi á 1
landinu séu þar eins margar.
— Eru nú ekki líkur fyrir því,
ag þeim fækki eitthvað?
— Það má vel vera að svo fari,
og nokkrar raddir eru uppi um
það, en kirkjuyfirvöldin standa
þar fast á móti og mega ekki ti.1
þess hU’gsa að sameina söfnuðina
og fækka kirkjunum.
— Þú minntist á í ræðu þinni,
að mi’k'lar framkvæmdir í félags-
málum hefðu farið fram hér í
sveitinni hin síðari ár, viltu greina
mér eitthvað frá því?
:— Já, það er alveg rétt, við
Tungnamenn höfum ráðizt í mjög
mikiar fjárfestingarframkvæmdir
nú hin síðari árin. Fyrst og fremst
hafa einstaklingar gert risaátök í
ræktunar- og byggingaframkvæmd
um hver hjá sér nú um allmörg
ár, en auk þess hefur verið ráðizt
í aliveruileg mannvirki til almanna
þarfa nú allra siðustu árin. 1955
var byggð vönduð fjárrétt í Foss-
nesi hér í Vatnsleysulandi. Rétt
þessi mun taka um 20—25 þúsund
fjár og er hið nauðsynlegasta
mannvirki. Þá var ráðizt í ag ég
ætla 1956, að byggja viðbótar-
byggingu við heimavistarbarna-
skóiann hér í Tungunum. Er þetta
sjálfstætt hús, notað fyrir kennslu
stofur, rúmlega þriðjungur af
fyrirhuguðum heimavistarskóla.
Gamli heimavistarskólmn sem
byggður var 1927, sem var einn
með allra fyrstu heimavistarskól-
um hérlendis, var orðinn ófull-
nægjandi svo að ekki er um annað
að ræða en endurnýja hann.
— Er þessi viðbygging komin
í notkun?
— Já, blessaður vertu. Þetta
hús var aðeins tvö ár í byggingu
og hefur verið notað síðan. Þá
er að geta þeirrar framkvæmdar,
sem stærst er í sniðúnum, en það
er bygging félagsheimilisins, sem
var gef'ið heitið „Aratunga". —
Þetta er mjög myndarlegt og fall
egt hús. Gerum við Tuingnamen'n
okkur vonir um, að heimiiið verði
lyftistö*ng og hvatning til aukins
félagslífs, einkum meðal yngri
mannanna. ef svo verður, sem
ætla má, þá er hér um afar þýð-
ingarmikið framfaraspor að rásða
fyrir sveitina.
— Voru þessar framkvæmdir
allar ekiki fjárfrekar, Þorsteinn?
— Jú, auðvitað hefur allt þetta
kostað stórfé og mikið af því enn
í skuld, en við teijum okkur
heppna að hafa nú lokið þessum
framkvæmdum, eins og allt er nú
í pottinn búið, svo framarlega sem
ekki verður enn frekar kreppt að
landbúnaðinum, sem þegar hefur
verið mjög aðþrengdur. — Við
getuim ekki vænzt þess að geta
haldið unga fólkinu í sveitunum,
ef ekki er hægt að búa því skil-
yrð'i til félagslegrar starfsemi,
eitthvað á borð við það, sem er
í þéttbýlinu.
— Hvað heldur þú, að þessar
framkvæmdir hafi kostag ykkur
mikið fé?
— Það er ekki ofsagt, þó ég
segi, að það sé að minnsta kosti
5 milljónir króna, sem við höfum
fest í þessum byggwiguim nú á
nokkrum árum. Eg býst því við
að við verðurn nú að hægja ferð-
ina í bi'li.
Ég þakka Þorsteini þessar upp
lýsingar og óska Tungnamönnum
til hamingju með framtak sitt.
Ó.J.
Smásagnasafn
eftir Sigurjón frá Þorgeirsstöðum
nlc
Fjórar bækur komnar út á vegum Fróða
Bókaútgáfa Þorvaldar Sig-|
urðssonar — Fróði — gefur
út fimm eSa sex bækur á
þessu hausti, og eru fjórar
komnar út.
Sandur og sær nefnist safn smá-
sagna eftir Sigurjón Jónsson frá
Þorgeirsstöðum. Þetta eru tuttugu
og fimm smásögur, flestar stuttar,
og fjalla um íslenzkt fólk, og ís-
lenzka náttúru. Höskuldur Björns-
son, listmálari, liefur teiknað upp-
hafsstafi sagnanna og gert kápu
bókarinnar. Er að þessu mikil
bókarprýði, og öll er útgáfan hin
smekklegasta og vandað til henn-
ar af hálfu útgefanda.
Sigurjón er löngu þjóðkunnur
maður fyrir smásögur sínar, rit-
gerðir og frásagnir, sem birzt hafa
í blöðum og tímaritum síðustu tvo
SiGURJÓN JÓNSSON
frá Þorgeirsstöðum
Réttlr þær, sem Tungnamenn byggSu upp fyrir nokkrum árum
áratugina og hala vakið athygli
sakir máls og stíls og hnitmiðaðs
og skemmtilegs frásagnarháttar.
Munu því margir fagna því, að fá
frá hans hendi smásagnabók, þar
sem bæði er að finna gamalt og
nýtt. Þeir, sem unna fegurð ís-
lenzkrar náttúru og þróttmiklu,
heilsteyptu fólki I því umhverfi,
munu öðrum fremur meta smásög-
i ur Sigurjóns.
j Þá hefur Fróði gefið út skáld-
söguna Kósakkarnir eftir Leo Tol-
stoj í þýöingu Jóns Helgasonar.
Þetta er víðfræg saga eins og höf-
undurinn og lýsir lífi Kósakkanna
ó meistaralegan og skemmtilegan
hátt, en sagan segir aðallega frá
ungum, rússneskum liðsforingja,
sem ílendist í Kósakkaþorpi í her-
för suður í Kákasus og heillast af
ungri Kósakkastúlku, en sagan
leiðir fram andstæðurnar fánýtt
borgargjálífi rússneskrar yfir-
Framhald a 15 siðu.