Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, simnudaginn 19. nóvember 1961 bATTUP K'IPKIUNNAR Kristur sagði lærisvein- hæfileika sem bezt og um sínum fyrir um eyðingu þroskast til fullkomnunar Jerúsalemsborgar, og í og farsældar. gegnum þá spásögn heyrum Þessar þjóðir sváfu öld- við óminn af orðum, sem um saman Þyrnirósusvefni boða enn þá meiri ragna- í áþján og fjötrum fáfræði rök, heimsbyggðarinnar og undirokunar, sem stjórn hinzta dag. endur þeirra héldu við á / Fátt gæti í fljótu bragði herfilegan hátt. En eftir að virzt hryllilegra umhugs- elding björt frá anda, hin- unarefni. Og satt að segja um sanna frelsisanda, hafði verður hver sá maður farið eldi sínum og birtu, sleginn furðu, sem les þess- þótt í leiftursýn væri, yfir ar spásagnir meö íhugun þetta fólk, þá varð því ekki og eftirtekt, svo mjög líkj- snúið við. Og nú er fylling ast þær þeim veruleika, sem tímans komin því til handa. við heyrum nú daglega um Andi Krists hefuf komið að Vormerki á vetramóttu í fréttum af því, er koma skal, ef ný heimsstyrjöld skyldi brjótast út með að- stoð atomorku og vetnis- vopna. Eldur af himni, gnýr og angist, loft allt lævi bland- ið, ófriður og ógnir, hvert sem litið er. Hvergi virð- ist griðland fyrir hinum eyðandi öflum tilverunnar samkvæmt spásögninni, og sannarlega mundi svo verða, ef öflum hatursins verður- leyft valdið í heimi nútímans. En orð Krists eru ekki tómar ógnanir. Hann sér og talar um tákn þess, er koma skal, vormerkin á vetri eyðingar og ótta. Og það eru einmitt vormerkin, sem hann vill sérstaklega vekja athygli sinna læri- sveina á. Þar er hinn eigin- legi . fagnaðarboðskapur þessara spásagna. Og þegar állt er athugað vel, skilst manni eiginlega, að Krist- ur óttist ekki þessa eyðingu, þessi ragnarök efnisheims- ins, heldur bendi hann á, að þar brenni aðeins hismi og gjall, en eftir verði gull guðsríkisins, og innan stundar renni upp öld mannssonarins, þar sem kœrleikur og dýrð verði allt í öllu. / En getum við þá greint nokkur vortákn, nokkur vormerki á þeirri vetrar- nóttu óttans, sem hið svo- nefnda „kalda stríð“ hefur leitt yfir veröldina og ýms- ir búast við, að endi með eldi og gný vetnissprengj - unnar, sem eyði milljóna- borgum í einu vetfangi. Jú, svo sannarlega sjást mörg vormerki sem benda á sigur og útbreiðslu krist- ins dóms jafnvel þar. sem útlitið virðist verst. Þar er samt hægt að þreifa á því, að „grein fíkjutrésins er orðin mjúk“, eins og Krist- ur orðar það. Vaxtarbrodd- ur kristinna hugsjóna og mannréttinda hefur þegar gert vart við sig. Þannig eru þjóðir Afríku hver af annarri að vakna til frelsis og kröfu um mannréttindi og mann- sæmandi lif. Sú krafa er auðvitaö vakin af frelsis- hugsjónum kristindóms og áhrifum frá þeim þjóðum og mönnum, sem hafa til- einkað sér líf mannhelgi og réttinda hverjum einstak- lingi til handa, svo að hver og einn fái að njóta sinna luktum dyrum og farið inn, þar . sem fæstir skyldu halda, og þótt ýmsa greini á, um leiðirnar, þá er merkið sett hátt og það heitir: Frelsi og framfarir, vaxandi menning öllum til handa. Eitt hið fjölmennasta ríki veraldar, Japan, land morgunroðans, hefur fyrst allra Austurlanda tileinkað sér siðu og samfélagsháttu kristinna þjóða með merki- legu móti og verður vart á milli greint, hvort þar er lifað sem heiðin eða krist- in þjóð væri. Svo römm eru áhrifin, svo gagnger um- skiptin, að sögn þeirra, sem þar hafa dvalið, þótt enn logi þjóðlegur andi trú- ar og siða í djúpi þjóðar- sálar. Jafnvel Kína, sem flestir telja nú í hershöndum, hefur eignazt mikið af kristnum áhrifum í sam- félagsháttum þeim, sem því er fært nauðugu viljugu. Og þeir, sem annars afneita kristinni lífsskoðun, flytja samt ávexti hennar með sér þangað á ýmsan hátt, annars yrði þeim ekkert á- gengt. Þeir verða að flagga með einhverju. Og þegar risinn mikli, hin fjölmenn- asta þjóð heimsbyggðar- innar, vaknar til vitundar og frelsis undan oki komm- únistiskra þrenginga, sem nú þjaka, þá mun hún finna, hve mörgu hefur skolað á land, jafnvel með bylgju blóðs og hörmunga. Og sumt af því mun reyn- •ast hið sanna gull mann- réttinda og guðlegrar náð- ar. Þannig eru vormerkin hvarvetna, ef vel er að gáð. „Guð er í hverjum geisla, sem gegnum nóttina brýzt. Sama hver eldinn annast, ef af honum blessun hlýzt.“ En framar öllu finnast þó vormerki hins sanna krist- indóms i starfi og hug- sjónum Sameinuðu þjóð- anna. Og þar er andi Krists viðurkenndur, þótt hann mæli fyrir munn Búdda eða Múhameðs, aðeins ef þar má greina rödd friðar og mannkærleika gegnum gný1 óttans og ógnanna. Og nú er þar hafin markviss bar- átta fyrir afvopnun allra þjóða. Þar klýfur björt eld- ing myrkrið. Biðjum fyrir krafti þess ljóss. Árelíus Níelsson. t Bára Elíasdóttir og Gunnsteinn Karlsson virða fyrir sér Singer-saumavélina. „Ég varð alveg orðlaus" Ég var svo undrandi, þegar mér var tilkynnt þetta, að ég trúði ekki mínum eigin eyr- um. Ég var satt að segja alveg orðlaus, segir frú Bára Elías- dóttir frá Dalvík. Hún var svo heppin að vinna Singersaumavél í getraun, sem Samvinnan efndi til síðastliðið sumar. — Þekkir þú Samvinnu- skipin? nefndist getraunin, og var fólgin í því, að Samvinnan birti myndir af öllum Fellunum, en les endur áttu síðan að þekkja þau í sundur. — Þér hefur auðvitað ekki dott ið í hug, að þú myndir fá verðlaun, frú Bára? — Nei, það dettur manni nú aldrei í hug. Eg tók bara þátt í þessari keppni svona af rælni, og þegar ég fór með svörin í póst, sagði bróðir minn við mig: — Lof aðu mér að kíkja í umslagið og gá, hvort þetta er rétt hjá þér. — Nei, nei, sagði ég og nennti ekki að rífa upp umslagið, — ég fæ hvort sem er engin verðlatm, svo að þetta skiptir ekki máli. Samt fór nú svo, að ég fékk þriðju verð laun, þó að ég sé ekki enn farin að trúa því. Eg hef aldrei orðið eins hissa, eins og ég^var að segja þér áðan. — Já, þú fékkst aðeins þriðju verðlaun. Hefðirðu kannske heldur viljað hin verðlaunin, ef þú hefð- ir getað ráðið nokkru um það? — Nei, ég vildi langhelzt þessi verðlaun. Mér lízt ákaflega vel á saumavélina og er voða spennt að læra á hana. Það fylgir henni kennsla, og ég ætla að læra á hana á Akureyri. Eg get auðvitað ekki sagt um það. hvernig saumavélin er, fyrr en ég er búin að læra á hana, en mér er sagt. að það sé ákaflega auðvelt að stilla hana, þó að hún geri allt, sem nöfnunf tjáir að nefna Hún stoppar í sokka, festir tölur.. gerir hnappagöt, og svo fylgja henni mörg innbyggð munstur og fjöldinn aílur af fót- um, zig zag fótur og svoleiðis. Eg sé líka, að hún er með hallandi nál og fæti. og þá sér maður allt svo vel, sem fer undir fótinn og getur fylgzt vel með vinnunni. — Hvað sagði nú maðurinn þinn þegar þér var tilkynnt um verð- launin, varð hann jafn hissa og þú? — Já, hann varð auðvitað hissa, en ég held nú að hann hafi byrjað á því að óska mér til hamingju. — Þú ert húsmóðir og margra barna móðir, er það ekki, frú Bára? — Jú, ég er húsmóðir og á 5 börn. Eg á tvær dætur 17 ára og tveggja ára og svo þrjá syni, 14 ára, 12 ára og 6 ára. — Þú hefur nóg að gera við heiimilisstörfin , og mér er sagt, að þú saumir allt sjálf á börnm þín. Heldurðu ekki, ag Singer- saumavélin létti þér störfin? — Jú, það gerir hún ábyggilega, og ég er farin að hlakka til að sauma á hana. Gamla vélin mín var að vísu ágæt, en hún er ekki nærri eins fullkomin og þessi, það er nú ólíkt. Það verður notandi að sauma á hana fyrir jólin. Þá þarf maður alltaf að sauma svo rnikið. Ég er líka viss um, að eldri dóttir mín verður spennt að sauma á hana. Hún er núna á Húsmæðra skólanum á ísafirði, og hefur ekki enn séð gripinn. Sú litla vill líka stundum hjálpa mömmu að sauma, en hún er nú bara tveggja ára og helzt til lítil til slíkra hluta. — Hvar hefur þú lært að sauma? — Blessuð vertu, ég hef eigin- lega hvérgi lært að sauma. Ég byrjaði heima, eins og flestar gera, svo kemst þetta í æfingu. Ég býst nú við, að ég byrji á ein- hverju léttu, þegar ég vígi Singer- vélina, koddaveri eða einhverju slíku. — Vinnur þú úti með heimilinu? — Nei, það geri ég ekki. Ann- ars vinna þær nú sumar í frysti- húsinu og við síldarsöltun. — Já, þú hefur svo. sem nóg að gera á heimilinu. En hvað gerir annars maðurinn þinn? — Maðurinn minn heitir Árni Arngrímsson og er bílstjóri á Dal- vík. — Þú hefur brugðið þér til Reykjavíkur, þegar þú fékkst vei'ð launin. — Já, en ég kom nú alls ekki þess vegna og átti alls ekki von á þessum ósköpum, myndatökum og blaðaviðtölum. Ég kom, af því að ég þurfti að fara til læknis. — Ertu samt ekki ánægð með ferðina, þrátt fyrir þennan ófögn- uð? — Jú, mikil ósköp, ég er hrifin af ferðinni og öllu, sem ég hef séð. Það er þó eitt, sem vekur alveg sérstaka hrifningu mína, en það er Singer-pijónavélin, sem ég Sá hérna hjá Sambandinu. Ég vissi satt að segja ekki, að hún væri til, enda er hún víst nýkomin á markaðinn. Þetta er munur eða gamla prjónavélin mín. Þessi er sú allra fullkomnasta, sem ég hef séð. Hún prjónar allt frá eingirni upp í golfgarn og þrefaldan lopa. Hún prjónar útpijón með mörgum litum, bregður og pliserar, prjónar sokk í heilu lagi og boli í heilu lagi, svo að það er lítið verk að ganga frá prjónadótinu. Ég hefði ekkert á móti því, að vinna svona prjónavél í næstu getraun, því að mikið vill meira, eins og máltækið segir. — Að lokum vil ég aðeins segja það, að ég þakka kærlega fyrir þetta allt saman og er reglulega hamingjusöm með saumavélina mína. R. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Jóhannes Guðmundsson, Herjólfsstöðum andaðist að heimili sínu 16. nóvember. Þuríður Pálsdóttir, börn tengdabörtl og barnabörn. \ Ástkær eiginkona mín Inger Shiöth ÞórSarson, verður jarðsett frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 21. nóv. kl. 10,30 f.h. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Þórir Kr. Þórðarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.