Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 8
W&MRtÚHgg., smmndaglniii. 19., nferemhcr
Greifingi er að líkindum
það dýr, sem mönnum svip-
ar mest til í þessum skot-
grafahernaði; þetta móleita
kvikindi ljósaskiptanna og
næturinnar, grafandi og
hlustandi, meðan það reynir
að halda sér hreinu í óhent-
ugum kringumstæðum og
stundum í blóðugum bar-
daga um nokkra faðma af
holóttum jarðvegi.
Hvaða álit greifinginn
hefur á lífinu, munum við
því miður aldrei fá að vita,
en við því er ekkert að gera.
Það er nógu erfitt að gera
sér grein fyrir eigin hugsun-
um í skotgröfunum. Þing,
skattar, mannfundir, fjár-
mál og útgjöld og allar aðr-
ar hrellingar menningarinn-
ar virðast óendanlega fjar-
lægar og stríðið sjálft virð-
ist jafnvel óraunverulegt. í
nokkur hundruð faðma fjar-
lægð, aðskilinn frá þér af
sundurskotnu landsvæði og
nokkrum ryðguðum gadda-
vírsflækjum, liggur árvakur
byssukúluhrækj andi óvinur.
f lejmi sínu í þessum skot-
gröfum liggja andstæðingar,
sem geta fengið hinn hug-
hraustasta til að blikna,
niðjar þeirra manna, sem
héldu til orrustu undir merkj
um Moltkes, Friðriks mikla
og Barbarossa. Þeir standa
hér gegnt þér, maður gegn
manni og byssa gegn byssu
í þeim mesta hildarleik, sem
sagan getur um, og samt
hugsar maður furðulega lítið
um þá. Það væri ekki ráð-
legt að gleyma því eitt and-
artak, að þeir eru þarna, en
maður hugsar ekki stöðugt
um þá, brýtur ekki heilann
um, hvort þeir séu að borða
heita súpu og bjúgu, hvort
þeir séu kaldir og svangir
eða úttaugaðir af þreytu.
Það, sem tekur hugann
langtum meira en óvinur-
inn fyrir handan eða styrj-
öldin um alla Evrópu, er aur-
leðjan í skotgröfunum, sem
stundum liggur við að gleypi
þig með húð og hári. í dýra-
görðum hefur þú horft á elg
eða vísund vaða ánægjulega
knédjúpt í forardíki og þú
hefur brotið heilann um það,
hvernig það væri að kaffær-
ast og sulla í slíkri for
klukkustundum samkn. Þú
veizt það núna. í þröngum
skotgröfum, þegar þíða og
steypiregn hefur komið á
eftir frosti, þegar niðamyrk-
ur er í kringum þig og þú
getur aðeins staulast um og
þreifað þig áfram meðfram
rennblautum forarveggjum,
þegar þú verður að skríða á
fjórum fótum í margra
þumlunga djúpri, súpu-
kenndri leðju til þess að
komast inn í skotbyrgin, þeg-
ar þú stendur í knédjúpri
leðju, styður þig við leðju,
grípur leðjuga hluti með
leðjugum fingrum, deplar
leðju frá augunum og hristir
hana út úr eyrunum, bryður
leðjugt kex með leðjugum
tönnum, þá ert þú fær um
að gera þér rækilega grein
fyrir bví. hvernig það er að
velta : ’eðiu----------aftur
á móti ve"* r ánægja vísund
arins •stö,ð”? t ^'kih'anlegri.
Þegar bú ert oVki að
hugsa uiu leðju, bá hugsar
þú sennilega um estaminet.
Estaminet, sælustaður, sem
enn þá finnst ánægjulega
víða í flestum smáborgum
og þorpum í grenndinni, þar
sem það blómstrar á meðal
þaklausra og yfirgefinna
húsa, lappað upp á það laus
lega, þar sem með þarf. Her-
menn eru nú viðskiptavinir,
en þeir hafa komið í stað
alþýðunnar. Estaminet er
eins konar sambland af vín
stofu og kaffihúsi. Það hef-
ur lítinn bar í einu horni,
nokkur löng borð og bekki,
áberandi bakarofn, venju-
lega litla krambúð á bak við
og alltaf tvö eða þrjú börn
á hlaupum og þvælingi milli
fóta viðskiptavinanna. Það
virðist vera föst regla, að
estaminet-börn séu nógu
stór til að hlaupa um og
nógu lítil til að komast milli
fóta manns. Það hlýtur ann-
ars að vera mikill kostur að
vera barn í þorpi við víg-
stöðvarnar, enginn getur
kennt því þrifnað. Hinni
margtuggnu lífsreglu „hvern
hlut á sínum stað“ er úti-
lokað að fylgja fram, þegar
talsverður hluti af þakinu
liggur í húsagarðinum, rúm
úr svefnherbergisrústum ná
grannans er hálfgrafið í kál
garðinum og kj úklingarnir
aldir í gömlum umbúða-
kassa, af því að sprengikúla
hefur tætt sundur hænsna-
kofann.
Kannske er ekkert í und-
anfarandi lýsingu, sem gef-
ur til kynna, að vínstofa
þorpsins, venjulega sprengi-
kúlunögi(ð bygging í sprengi
kúlugröfnu stræti, sé nein
paradís draumheima. En
þegar þú hefur hafzt við í
vatnsósa auðn endalausrar
leðju og blautra sandpoka
nokkurn tíma, leitar hugur-
inn til hinnar fábrotnu
stofu með -sínu heita kaffi
og þægilega víni. Fyrir her-
manninn úr skotgröfunum
er slíkur staður það, sem
vinin í eyðimörkinni er hin-
um austurlenzka lestar-
manni. Þar er komið í hón
manna, sem safnazt hafa
saman af tilviljun. Þú getur
setið einn og óáreittur eða
með kunningjum þínum. Ef
þú vilt skeggræða, er auö-
velt að komast að, þar sem
menn í alls konar einkennis
búningum skiptast á skoðun
um.
Auk hins breytilega hóps
hermanna í forugum khaki-
fötum er slangur af óbreytt-
um borgurum, einkennisbún
um túlkum og hermönnum í
ýmsum erlendum einkennis-
fötum allt frá óbreyttum
dáta til Guð-veit-hvað, úr
einhverjum liðsveitum, sem
aðeips sérfræðingur í þess-
um málum gæti komið nafni
á. Og auðvitað eru þarna
nokkrir fulltrúar hins mikla
hers svikahrappa, sem held-
ur uppi starfsemi sinni lim
mestan hluta heims, óháð
stríði eða friði. Þú rekst á
þá í Englandi, Frakklandi,
Rússlandi og Konstantínópel
og að líkindum finnast þeir
einnig á íslandi, þó að ég
hafi nú engar heimildir þar
að lútandi.
í estaminettinu „Heppna
héranum“ sat ég við hliðina
á náunga á óútreiknanleg-
um aldrí og í óþekk.ianlegum
einkennisbúningi. Hann virt
ist staðráðinn í því að láta
lán á eldspýtu nægja sem
kynningu og meðmæli. Hann
var þreytulega spjátrungs-
legur og meö hinn tíma-
bundna blíðlyndissvip þess
manns, sem af langri
reynslu er varkár, en jafn-
framt neyddur til að vera
djarfur Hann hafði bogið
nef og hangandi yfirvara-
skegg og flóttalegt augnaj
ráð — í stuttu máli bar hann
öll einkenni svikahnnns
eins og þau gerast meðal
þessarar manntegundar um
allan heim
„Eg er fórnardýr stríðsins“
sagði hann eftir nokkrar
samræður.
„Það er ekki hægt að búa
til eggjaköku án eggja“,
svaraði ég.
„Egg“! sagði hann, „en ég
ætlaði einmitt að fara að
tala um egg Hafið þér nokk
urn tíma hugsað um það,
hver sé helzti galli jafnvel
hins bezta eggs — hins
venjulega og hvérsdagslega
hænueggs?
„Tilhneiging þess til að
skemmast við geymslu getur
stundum verið óþægileg“,
gizkaði ég á, „gagnstætt
Bandaríkjum Norður-Ame-
ríku, sem verða sífellt virð-
ingarverðari með aldrinum,
hefur eggið ekkert að vinna
með þrautseigju. Því svipar
til Lúðvíks ykkar fimmtánda
sem varð æ óvinsælli með
hverju stjórnarári — nema
sagnfræðingar hafi alger-
lega rangtúlkað sögu hans“.
„Nei“, svaraði kráarkunn-
ingi minn alvarlega. „Það er
ekki aldursspursmálið. Það
er lögunin, kúlulögun þess.
Hugsið yður, hve það veltur
auðveldlega á matborði eða
búðardisk, aðeins lítil snert-
ing, og það veltur niður á
gólf og tortímist. Hvílíkt
stórslys fyrir hina fátæku
og sparsömu"!
Eg fann til samúðarhryll-
ings við tilhugsunina; eggin
hérna kosta sex súur stykk-
ið.
„Herra minn“, hélt hann
áfram. „Þetta er vandamál,
sem ég hef oft velt fyrir mér,
þessi óhagkvæma vansköpun
eeeia. T litlq. horninu nkkar
Verchey-les-Torteaux í Tarn
héraði hefur frænka mín lít
ið hænsnabú, sem við lifðum
á. Við vorum ekki fátæk, en
það var alltaf nauðsynlegt
að strita og vera sparsamur.
Dag nokkurn tók ég eftir
því, að ein af hænunum af
Houdan-kyni hafði verpt
eggi, sem ekki var jafn hnött
ótt og egg hinna. Það var
ekki hægt að kalla það könt
ótt, en það hafði greinilegar
brúnir. Eg komst að því, að
þessi hæna verpti alltaf eggj
um með þessu sérstaka lagi.
Þessi uppgötvun varð mér
hvatning. Ef maður safnaði
öllum finnanlegum hænum;
sem hefðu tilhneigingu til
að verpa dálítið köntóttum
eggjum og æli kjúklinga und
an þessum hænum eingöngu,
héldi áfram að velja úr þær,
sem verptu köntóttustu eggj
unum, gæti maður með þol-
inmæði og framtakssemi að
lokum framleitt hænsnakyn,
sem aðeins verpti köntótt-
um eggjum"
„Eftir nokkur hundruð
ára tilraunir gæti verið
hægt að framkvæma þetta“,
sagði ég. „Það myndi þó
öllu frekar taka nokkur
þúsund ár“.
„Því kann að vera svo far
ið með hin íhaldssömu og
hægfara hænsni ykkar Norð
urálfumanna“, sagði kunn-
ingi minn óþolinmóðlega og
nokkuð reiðilega „Um hin
líflegu, suðrænu hænsni okk
ar gegnir allt öðru máli. Eg
skal segja yður nokkuð. Eg
leitaði og gerði tilraunir. Eg
leitaði í hænsnabúum ná-
granna okkar, rannsakaði
markaðina í næstu þorpum
og hvar sem ég fann hæhu,
er verpti ójöfnu eggi, keypti
ég hana. Eg eignaðist þann-
ig smám saman mikið sam-
safn af hænsnum, sem öll
voru sömu eiginleikum^
gædd, af afkvæmum þeirra'
valdi ég þær unghænur, er
verptu eggjum mest frá-
brugðnum hinum venjulegu
kúlulöguðu. Eg hélt stöðugt
áfram. Herra minn, ég fram
leiddi hænsnakyn, sem
verpti eggjum, er gátu ekki
oltið, hversu mikið, sem
stjakað var við þeim. Til-
raun mín var meira en
happasæl; hún var einn af
skáldlegustu viðburðum nú-
tíma iðnaðar.
Eg efaðist um það, en gaf
það ekki til kynna.
„Egg mín urðu alþekkt“,
hélt hænsnaræktarmaður-
inn áfram; „í fyrstu var
sótzt eftir þeim af nýjunga-
girni eins og þau væru eitt-
hvað furðulegt og óvenju-
legt. Síðan tóku kaupmenn
og húsmæður að sjá, að þau
voru endurbót á hinni venju
legu tegund. Eg gat sett upp
verð, sem var talsvert hærra
en gerðist um venjuleg egg.
Eg byrjaði að græða. Eg
hafði einokun og neitaöi að
selja nokkuð af kyninu. Egg
in, sem fóru á markaðinn,
voru vandlega steriliseruð,
svo að ekki var hægt að
unga þeim út. Eg var á leið
með að verða ríkur, þægilega
ríkur. Þá byrjaði þetta stríð,
sem valdið hefur svo mörg-
um mikilli kvöl. Eg varð að
CFramh. á 15. síðu.l
(Stríðsleðja í skotgröfum frá sjónarmiði greifingja)
SAKI:
KOntótta eggið