Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 13
TÍMINN, sunnudaginn 19. nóvember 1961 13 (VBBNNBNG: Sigríður Haildórsdóttir Það verður enginn héraðsbrest- ur, þó að öidruð kona deyi. Hönd tekur við af hönd, hugur af hug og störf þau, sem Sigríður vann ung, eru nú í annarra höndum. En við, sem þekktum alúð og ástúð hennar hlýju handa, söknum og þökkum. Lætur vel, að það þakklæti komi frá Skagafirði, því að Sigríður var Skagfirðingur. Fædd á Húnsstöð- uim í Fljótum 19/2 1882. Dóttir hjónanna þar, Þórönnu Gunnlaugs- MINNING: Helgi Magnússon Um vesturslóð heyrast í blænum harmaljóð. Hnígur í djúpið dagsins bjarmi. Drúpir byggðin í sárum harmi. Báran kveður sín beisku Ijóð. Á köldum sjá vaskur maður er fallinn frá. Maður í lífsins bezta blóma, búinn allri dyggð og sóma. Horfinn mæddri móður frá. Alla stund aufúsugestur á hvers manns fund. Héraði sínu happafengur. Höfðingi í lund og valinn drengur. Horfinn á sinna feðra fund. Liðin er ííð. Lífið á jörðu er angur og stríð, en minningin lifir um mæta drenginn. Minningaarfinum glatar enginn, þrátt fyrir þrautir og stríð. Helgi minn. Hjartkærar þakkir í hinzta sinn. Saknað er þín með sárum trega. Sál þína blessi eilíflega drottinn með dýrðarmátt sinn. Sjötugur: Þórarinn Guðmundsson Mér komu þessar hendingar í huga, er ég frétti lát vinar míns, Helga Magnússonar frá Bíldudal, en hann fórst af slysförum í Arn- arfirði hinn 24. júlí síðast liðinn. Helgi Magnússon yar fæddur að Granda í Ketildalahreppi 28. okt. 1923, sonur Magnúsar G. Magnús- sonar bónda þar og Rebekku Þið- riksdóttur, konu hans. Ungur að árum fluttist hann með foreldrum sínum að Reykjarfirði í Arnarfirði og síðar, er þau hættu búskap, lá leiðin til Bíldudals. Hann átti jafinan heimili í foreldrahúsum, og að föður sínum látnum hélt hann hús með móður sinni, sem hann unni mjög og virti. Þessi mannkostamaður, sem í engu mátti vamm sitt vita og var trú- mennskan og drengskapurinn holdi klæddur, er öllum harm- dauði, sem til hans þekktu. En sárastur er harmur móðurinnar og systkinanna, sem syrgja elskuleg- an son og góðan bróður. Blessuð sé minning hans. Caamunilur Ólofccmi dóttur og Halldórs Jónssonar. Voru þau_9 systkinin, og öll mann- vænleg. Ég rek ekki ætt Sigríðar, því að hvað stoðar ættin ein mann- inn. Það, sem gildir, og orðstír skapar, er, hvernig störf eru af hendi leyst og lífinu lifað í hvaða stétt, sem staðið er. Sigríður giftist 1. okt. 1905 Frið- bifni Jónassyni. Bjuggu þau í Sléttuhlíð, lengst á Miðhóli. En síðustu árin, sem þau stunduðu búskap, var það á Þrastarstöðum á Höfðaströnd. Þau hjón eignuðust 3 börn, en misstu aðra dóttur sína úr barnaveiki 17 ára. Auk þess ólu þau hjón upjp 4 stúlkur: Baldvinu Baldvinsd., Ólöfu Tómasd., Dönu Arnar og Sólveigu Stefánsd. Hef ég það eftir þeim, að þau hjónin i hafi að engu gert hinn gamla máls- hátt „Fár er sem faðir, enginn sem móðir“. Svo hafi ástúð þeirra og ^ umönnun verið einlæg og ástríki i mikið þeim til handa. j Friðbjörn var eftirsóttur smið- I ur, og stundaði hann smíðar vítt 'um sveitir. En Sigríður var ætíð meira en meðal kona, og brá ekki, þótt hún þyrfti bæði að vera bóndi og húsfreyja. Hélt hún öllu í horfi og öllum til sinnar vinnu, en þó vann hún mest sjálf, því að allt lék henni i hendi, tóskapur, sauma- skapur ,og kennsla ungdómsins. Þó voru margar frátafir fyrir Sigríði, þvi að hún stundaði Ijós- móðurstörf, meðan hún dvaldi í Sléttuhlíð. * En þa? var eins og hún hefði alltaf tíma til að hlynna að öðrum. Það sagði mér eitt sinn síðasti förusveínn í Skagaf'íði, að sér væri ætíð borgið, ef hann kæmist til hennar Sigríðar sinnar á Þrastarstöðum. En svo illa vildi til, að hann varð úti eitt sinn á leið til „Sig- ríðar sinnar“. Þá brást hún hon- um ekki, lét sækja líkið og bjó útför hans með þeirri rausn og myndarskap, sem henni var svo eiginlegur. Árið 1948 fluttu þau hjón svo til Akureyrar til barna sinna, Þórðar smiðs og Jónu. Þau eru nýtir borg- Þórarinn Guðmundsson, bóndi á Fljótsbakka í Eiðaþinghá á Héraði, er sjötugur í dag. Hann er fæddur á Jökulsá í Borgarfirði eystra. For- eldrar hans, Guðmundur Jónsson bóndi og Guðný Jónsdóttir, voru af alkunnum austfirzkum ættum. Þórarinn missti föður sinn um aldamótin og fluttist með móður sinni og systur, Sólrúnu að nafni, að Fljótsbakka til vistar hjá Þorkeli, föðurbróður þeirra systkinanna, sem þá bjó þar. Hjá þessum frænda sin- um var Þórarinn til fullorðinsára. Á unglingsárunum var hann oft ein- samall við bústörfin, því að Þorkell, sem var búfræðingur, háfði ýmis störf með höndum og var oft á ferðalögum við svarðleitir á vegum Búnaðarsambandsins og varð af því víðkunnur um fjörðu og sveitir aust- an lands. 1915 býr Þórarinn á hálflendu jarðarinnar og 1918 kaupir hann hana alla. Þótti í mikið ráðizt, því að hús á Fljótsbakka voru hrörleg. Að öðru leyti var býlið einkar hægt og möguieikar til túnræktar næstum ótakmarkaðir. Þetta sá Þórarinn og byrjaði strax á að rækta og bæta húsakostinn með forsjá og hóflegu kappi, þó að síðar á árum yrði allt í stærri og fullkomnari stíl, eins og um getur hér á eftir. 1922 kvæntist Þórarinn Mattheu Einarsdóttur af Seyðisfirði, myndar- legri stúlku af Longsætt. Hefur hún reynzt, svo sem hún á kyn til, kjark- mikil og dugleg húsmóðir. Á síðastliðnum 15 árum hafa um- bætur á jörðinni orðið hraðstígari, eins og raunar víða hér á Héraði. Steinsteypt íbúðarhús 1948, gripahús og hlaða, sem tekur um 1000 hesta 1957, byggt eftir teikningum, svo sem vera ber. Þá að ógleymdu túni tíföldu við það, sem var 1918. Loks arar Akureyrarbæjar og líkjast foreldrum sínum mjög í verklægni og dyggðum. Ég geymi sem dýr- grip minninguna um það, er ég gisti síðas-t hjá Sigríði. Ég fékk að sofa á legubekk inni hjá henni. Það var sem að lesa ævisögu henn- ar að sjá myndir ættingja hennar og vina og minjagripi. Rósirnar lýstu alúð hennar og umhyggju fyrir öilu sem lifir og ást á öllu fögru. Og þegar hún vaknaði nájtvæm- lega kl. 8 til að fylgjast með morg- unbæn útvarpsins, fannst mér litla herbergið fyllast helgi og friði, sem sýndi það ljóst, að hér bjó heittrúuð kona og góð. Tel ég mig ríkarí en ella að hafa fengið að njóta vináttu þessarar glæsi- legu og góðu konu. Um leið og ég kveð Sigríði og þakka allt, er ég fullviss um, ef trúrækni, mannúð og mildi er sem innstæða í öðrum heimi, lifir hún í dýrlegum fagnaði dag hvern. Pála Pálsdóttir. er sími, akfær vegur af þjóðvegi, raf magn frá Grímsárveitu, svo í stuttu máli sé talið. Fljótsbakki er nú hæst metna býlið í sveitinni. i Starfsdagar Þórarins og konu hans eru orðnir margir. Vinnugleðin er samt óbuguð, þó að þrek sé nú minna en áður fyrr, sem eðlilegt er. í Sex eru börn þeirra hjóna, öll full- tíða, vel vinnandi og er Guðmundur Þorkell elztur. Býr hann sér að grip- um og grasnyt heima. Anna, gift í Reykjavík Jóhannesi Guðmundssyni, húsasmíðameistara frá Eyrarbakka. , Guðný, saumakona í Gefjun f Rvík. í Einar Haraldur, heima. Jóhanna, ! gift á Akureyri' Sigurbirni Sigur- björnssyni starfsmanni hjá K.E.A. Solveig, yngst, heima. Þess má með réttu geta, að hlutur barnanna, sem heima eru hjá for- eldrunum, er eigi ósmár að allri þess ari uppbyggingu að jörð og húsum á Fljótsbakka. Þórarinn er bóndi af lífi og sál og hefur kosti bóndans: greiðvikni og glöggskyggni í ríkum mæli. Er gjarnt til að finna ýmislegt á sér með dulrænum hætti til að haga sér eftir. Loks er hann fjármaður ágæt- ur og kappkostar að láta skepnum sínum líða vel, svo að þær skila góð um arði. ; Þórarinn ér með elztu félagsmönn- um í Kaupfélagi Héraðsbúa, og hef- | ur ákveðnar skoðanir á landsmálum og er enginn veifiskati í þeim efnum. Línum þessum fylgja árnaðaróskir til Þórarins, konu hans og barna frá gömlum nágranni. Þ. J. Brv. r' Byggingarsamvinuufélag Reykjavíkur tilkynnir Vegna þess að áður boðaður aðalfundur vaf ólög- mætur vegna ónógrar þátttöku, boðast aðalfundur að nýju 1 Breiðfirðingabúð uppi miðvikudaginn 22. nóv. kl. 17. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Síjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.