Tíminn - 19.11.1961, Side 7

Tíminn - 19.11.1961, Side 7
TÍMINN, giiKnudagmn 19. nóvember I36x 7 - SKRIFAÐ OG SKRAFAÐ — Þjóðin varð fegin og undrandi. - Hafði ríkisstjórnin loks breytt um stefnu? - Yfirlýsing f jár- málaráðherrans: Tollarnir hefðu ekki verið lækkaðir, ef smyglararnir hefðu ekki knúið stjórnina til þess. - Saga um baráttu gegn af turhaldi. - Saga um baráttu gegn kommúnistum Tvímælalaust hafa margir sett upp ánægjulegan undr- unarsvip, er þeim bárust þær fréttir í upphafi síðastl. viku, a'ð ríkisstjórnin hefði lagt fram frumvarp um tollalækk- un á ýmsum hátollavörum. Að vísu munu margir hafa held- ur kosið að fyrr yrði byrjað aö lækka tolla á ýmsum öðrum vörum, sem telja má enn nauðsynlegri. En samt munu flestir ekki hafa talið það' skyggja á ánægjuna yfir því, að nú myndi ríkisstjórnin vera að breyta um stefnu. Hingað til hefur starf hennar beinzt fyrst og fremst að því að hækka og hækka. Dýrtíð hefur aldrei aukizt eins hratt og á þeim tímá, sem hún hef- ur farið með völd. Þess vegna var ekki að furða, þótt menn yrðu í senn undrandi og á- nægðir, þegar þeim bárust tíð- indi, er gátu bent til þess, að stjórnin væri að breyta um stefnu og ætlaði að hverfa inn á þá braut að reyna að draga úr dýrtíð og verðbólgu. Én þessi fögnuður stóð því miður ekki lengi. Fjármála- ráðherrann gaf strax skýr- ingu, sem kollvarpaði þeim vonum manna, að ríkisstjórn- in væri hér að breyta um stefnu. Skýring ráðherrans var sú, að þessi breyting væri einvörðungu gerð vegna þess, að stjórninni hefði ekki tek- izt að innheimta tollana í ríkissjóðinn. Ef það hefði tek- izt, myndu tollarnir hafa haldizt óbreyttir áfram. En smyglararnir hefðu komið í veg fyrir, að rikið fengi þessa peninga. Stjórnin hefði orðið undir í baráttunni við þá og teldi því tilgangslaust að halda þessum tollum áfram. Með öðrum orðum: Menn eiga það raunverulega smygl- urunum að þakka, en ekki ríkisstjórninni, að þessir toll- ar eru lækkaðir. Smyglarar geta þannig stundum komið góðu til vegar. Það er a m. k. þeim að þakka, að tollar lækka þú á ýmsum kvenfatn- aði og snyrtivörum. Þeir knúðu ríkisstjórnina til að gera það, sem hún hefði ann- ars látið ógert. Fjármálaráðherrann sagði satt Eftir þessar upplýsingar fjármálaráðherra verður vart hjá því komizt, a? mönnum þyki það þjóöfélag eitthvaö skrítið, svo að ekki sé meira ::agt, þar sem smyglarar, en >kki rikisstjórnin, eiga óbeint ipptök að þeim litlu verð- lækkunum, sem eiga sér stað, -•n allt annað hækkar, þar s.:m smyglararnir koma sér ‘dður við eða stjórnarvöldin 'e(a betur haft- hendur í hári í>cirra! ÞaÖ hefur hins vegar verið staðfest á margan hátt, aö fjármálaráðherrann sagði það alveg satt, að þjóðin má þakka smyglurunum tollalækkanirn- ar, sem nú koma til fram- kvæmda. í fyrsta lagi sézt þetta á því, að þessi tollalækkun — og raunar miklu víðtækari — hefði átt að verða strax í febrúar 1960, þegar gengið var lækkað. Þá átti að réttu lagi að fella niður öll þau aðflutn- ingsgjöld, sem búið var að leggja á vegna uppbótarkerf- isins. Þeim var hins vegar að mestu leyti haldið, þrátt fyr- ir mótmæli stjórnarandstæð- inga, og til viðbótar lagður á 8.8% nýr söluskattur á inn- flutning. Þetta jók stórlega gróðaaðstöðu smyglaranna. Þrátt fyrir þá tollalækkun, sem nú er gerð, stendur enn eftir mikið af aðflutnings- gjöldunum, sem að réttu lagi hefðu átt að falla niður í febrúar 1960, þar á meðal á mörgum brýnum nauðsynja- vörum. Þar hafa smyglárarn- ir síður komið sér við og ekki getað hjálpað til að knýja fram tollalækkun eins og á úrum og snyrtivörum. í öðru lagi sannast þetta á því, að stjórnarliðið felldi í efri deild tillögur frá Fxam- sóknarmönnum um tolla- lækkun á ýmsum nauðsynja- vörum. Rök fjármálaráð- herrans voru þau, að hér væri um vörur að ræða, sem ríkis- sjóður fengi fulla tolla af — þ. e. að þeim væri ekki smygl- að inn. Stjórnin vill m. ö. o. ekki lækka neina tolla, þar sem hún hefur í fullu tré við smyglarana. Með því er það enn betur sannað, að tolla- lækkanirnar nú eru smyglur- unum að þakka en ekki ríkis- stjórninni. Þær rékja ekki á neinn hátt rætur til breytts hugarfars ríkisstjórnarinnar um það að draga úr dýrtíð- inni — nema þar sem hún er knúin til þess af smyglurun- um! Saga um baráttu gegn afturhaldi Menn hafa lesið það í Þjóð viljanum undanfarið, að það sé a. m. k. hægt að treysta einum aðila til skeleggrar bar- áttu gegn íhaldi og afturhaldi þessa lands. Þessi aðili sé Sós- íalistaflokkurinn, öðru nafni Alþýðubandalagið. , Vegna þessarar baráttu beri að fyr- irgefa Sósíalistaflokknum þaö, þótt hann hafi hrasað varð- andi það að trúa áður á Stalín og nú á Krústjoff. En hvernig er hin skelegga baráttusaga Sósíalistaflokks- ins gegn afturhaldinu. Var það ekki Sósialistaflokkurinn, sem veitti mir.r.ihlutastjórn Ólaís Thors hlutleyai sumarið BJARNI BENEDIKTSSON forseti sameinaðs þings 1959 EINAR OLGEIRSSON forseti neSri deildar 1959 1942 og hafði þá góða sam- vinnu við Sjálfstæðisflokk- inn um að magna þá dýrtíðar- öldu, sem aldrei hefur stöðv- ast síðan? Var það líka ekki Sósíalistaflokkurinn, sem hafði stjórnarsamvinnu við Sjálfstæðisflokkinn á árun- um 1944—46 og hjálpaði burgeisum Sj álfstæðisflokks- ins til að ná undir sig mestu af stríðsgróðanum? Var það ekki Sósíalistaflokkurinn, sem hafði samvinnu við Sjálfstæð- isflokkinn sumariö 1958 um að vinna gegn vinstri stjórn- inni og fullkomnaði það sam- starf á Alþýðusambandsþing- inu þá um haustið með því aö fella tilboð stjórnarinnar um sama kaupmátt launa og í október 1958? Var það ekki Sósíalistaflokkurinn, sem gerði samning við Sjálfstæð- isflokkinn á þingi 1959 um kjördæmabyltinguna og full- komnaöi það bandalag með því að gera Bjarna Bene- diktsson að forseta samein- aðs þings á sumarþinginu 1959? Og hver er svo uppsker- an af kjördæmabyltingunni og falli vinstri stjórnarinnar? Því geta verkamenn svarað með því að bera saman kjör sín nú og haustið 1958. Þá sjá þeir árangurinn af hinni skel- eggu baráttu Sósíalistaflokks- ine gegn afturhaldi þessa lands. • • Onnur baráttusaga En það eru til aðrir menn á íslandi, sem ékki þykjast síður miklir baráttumenn en foringjar Sósíajistáflokksins, þótt á öðru sviði sé. Það eru foringjar Sjálfstæðisflökks- ins. Þeir þykj ast vera hinir út- völdu og óhvikulu baráttu- menn gegn kommúnisma á íslandi. Hvernig lítur hún annars út s^agan úm baráttu þessara manna gegn kommúnisman- um? í stuttu mál\ þannig: • Á árunum fyrir styrjöld- ina stofnuðu þeir Bj arni Bene diktsson og Gunnar Thor- oddsen málfundafélög Sjálf- stæðisverkamanna, sem höfðu það fyrir aöalstarf að hjálpa kommúnistum til að brjóta niður yfirráð jafnaðarmanna í verkalýðshreyfingunni. Sum arið ¥42. myndaði Ólafur Thors stjórn með hlutleysi kommúnista og galt það með því að sleppa verðbólgunni al- veg lausri. Haustið 1944 mynd- aði Ólafur stjórn með þátt- töku kommúnista og stjórnaði síðan með þeim á þeim árum, þegar Stalín lék verst balt- isku' smáþjóðirnar. Sumarið 1958 höfðu foringjar Sjálf- stæðisflokksins náið samstarf við kommúnista um að fella vinstri stjórnina, eins og Einar Olgeirsson upplýsti á Alþingi, án þess að Ólafur eða Bjarni mótmæltu. Síðan kom samvinnan um kjördæmabylt- inguna. Það var þá, sem þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins studdi Einar Olgeirsson sem forseta neðri deildar. Og enn liggja traustir leyni- þræðir milli foringja Sjálf- stæðisflokksins og Sósíalista- flokksins. Það sannaðist ný- lega greinilega í einni stórri ríkisstofnun. Þannig er nin rétta saga af baráttu Sjálfstæðisflokksins gegn kommúnistum. Þótt not uð séu stór orð í Mbl. og Eyj- ólfur Konráð sé látinn skrifa sig þreyttan um heimskomm- únismann, hefur aldrei skort náið samstarf og bræðralag rnilli foringja Sósíalistaflokks- ins og Sjálfstæðisflokksins, þegar þeir síðarnefndu hafa talið sig þurfa á því að halda. Bræðurnir, sem mata hvor annan Það var sagt um nazismann og kommúnismann á sínum tíma, að raunverulega væru þeir eins konar bræður, sem mötuðu hvorn annan. Ofbeld- isverk nazista væVu vatn á myllu kommúnismans og svo öfugt. Þetta mátti á margan hátt til sanns vegar færa. Þessu er ekki ólíkt. farið með SJálfstæðisflokkinn otr Só=í»i istaflokkinn. Sjálfstæöis- flokkurinn gerir sér nú helzt vonir um að geta komizt hjá áföllum og fylgishruni af völdum „viðreisnarinnar“ og kjaraskerðingarinnar, sem hún liefur valdið, með því að gera sér nógu mikinn mat úr fylgisemi Sósíalistaflokksins við einræðisherrann í Moskvu, er sjaldán hefur komið betur í ljós en nú nýlega á Alþingi, er þingmenn hans sátu hjá við atkvæðagreiðslu um mótmæli gegn kjarnorkusprengingum Rússa. Sjálfstæðisflokkurinn gerir sér jafnvel von um að geta notað þetta til að skerða vald verkalýðssamtakanna. Sósíalistaflokkurinn telur sér hins vegar helzt von í því, að þrátt fyrir allar þær þreng- ingar, sem Moskvuþjónustan veldur honum, þá geti hann samt bjargazt vegna þeirrar óánægju, sem „viðreisnin“ eðlilega veldur hjá láglauna- fólki og millistéttum landsins. Þar telur hann sig eygja þann akur, sem geti reynzt honum lífvænlegur þrátt fyrir allt. Hann telur og réttilega, að hin augljósi undirlægjuháttur Sjálfstæðisflokksins,1 sem hef- ur t. d. birzt í landhelgismál- inu og sjónvarpsmálinu, geti nokkuð dregið úr blöskrun manna yfir Moskvuþjónustu kommúnista. Þannig á sú samlíking eng- an veginn illa við Sjálfstæðis- flokkinn og Sósíalistaflokk- inn, að þeir séu eins og bræð- ur sem mati hvorn annan. Stærsta verkefnið Sú kaldhæönislega stað- reynd, að eina smávægilega kjarabótin, sem gerð er að frumkvæði stjórnarvaldanna, skuli óbeint vera smyglurum að þakka, sýnir ef til vill bet- ur en nokkuð annað á hvaða leið íslenzkt þjóðfélag er statt. Það þjóðfélag, sem lýt- ur stjórn harðsvíraðs aftur- halds, er getur bent á undir- lægjuflokk við erlent vald sem einn helzta keppinaut sinn, er vissulega á ógæfu- samlegum vegi statt. Þar get- ur verið styttra yfir til Salas- ar og Francos en margá grun- ar, eins og bráðabirgðalögin um gengisskráningarvaldiö, er þverbrjóta stjórnarskrána, eru nokkur vísbending um. Til varnar gegn slíkri óheillaþró- un og bræðrunum tveimur, sem mata hvorn annan, hafa frjálslyndir lýðræðissinnar ekki nema eitt val. Það er aö fylkja sér saman í eina öfluga, þjóðlega fylkingu gegn aftur- haldi og kommúnisma og fyr- ir endurbættu þjóöfélagi, sem stefnir að því að treysta a(- komu, sj álf sbj argar viðleitni og framtak hinna rnörgu. Þetta verkefni er nú stærst bg t ---.1- J ' *— —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.