Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 14
uðu éfít' augnablik, en er Ar- abinn yrti á þá sneru. þeir við og hlupu til baka yfir fjall ið að brúninni, þar sera bræð urnir héldu, að þeir myndu stanza. En Masonda hrópaði tíl Arabans og Arabinn til hestanna, og Vulf til Godvins á ensku: — Sýndu engan ótta, bróðir. Það, sem þau ríða, getum við líka riðið. — Bið til guðs, að söðul- gjarðirnar haldi, svaraði God- vin, og hallaði sér aftur á bak, að brjósti Masondu. Meðan hann mælti þetta, lögðu þau af stað niður bratt- ann, fyrst hægt og svo hraðar og hraðar, þangað til þau þutu áfram niður hallann sem hvirfilvindur. Hvernig gátu þessir hestar haft fótfestu? Það vissu þeir ekki, og áreiðanlega hefði eng inn enskur hestur getað það. — Án þess að hrasa eða detta hentust þeir yfir stórar kletta snasir, þangað til þau loks náðu sléttunni fyrir ofan læk- inn, eða réttara sagt gljúfrið, sem lækurinn rann í gegnum. Godvin sá það og fölnaði. Voru þessir menn vitskertir, er vildu neyða hestana til þess að stökkva þetta með tvö- falda byrði. Hvað sem kynni að verða, hestarnir töpuðu fótfestu, hlypu of stutt eða því um líkt, yrði það bráður bani. En gamli Arabinn fyrir aft- an Vulf hrópaði eitthvað til hestanna, og Masonda hélt enn þá fastar yfir um God- vin og hló í eyra hans. Hest- arnir heyrðu kallið og virtust sjá, hvað til stæði. Þeir teygðu úr sér og þutu áfram yfir slétt una. Nú voru þeir komnir á hinn hræðifega stað, og God- vin sá, sem í draumi, kletta- brúnirnar, gjána milli þeirra og freyðandi lækinn á botni hennar fyrir néðan sig. Hann fann, hvernig hesturinn safn- aði öllum kröftum sínum, til þess á næsta augnabliki aö fljúga út í loftið eins og fugl. Og var það draumur eða veru- leiki — meðan þau svifu yfir hinni .voðalegu gjá, fannst honurri kvenmannsvarir snerta kinn sína. Hann var þó ekki viss um það. Hver gat það verið á slíku augnabliki, þar sem dauðinn gein undir fótum þeirra. Máske var það vindur- inn, sem lék um hann. En á þessu augnabliki hugsaði hann áreiðanlega um annað frekar en kvennavarir. Þau svifu gegnum loftið. Hvítan niður í djúpinu var horfin og þelm var borgið. Nel, honum fannst Eldur missa fótfestu á afturfæti, svo þau féllu og voru glötuð. En hvað þessir handleggir vöfðust fast utan um hann, og andlit henpar þrýstist fast að hans! Nú var allt búið. Þau þeystu niður fjallshlíðina, og við hlið Elds hljóp hinn svarti Reykur með Vulf á baki, er hrópaði: — Mætið dArcy! Mætið dArcy! og fyrir aftan hann sat gamli Arabinn, án vefjar- hötts með hvítu kápuna flögr- andi fyrir vindinum, sem einnig hrópaði hátt: — Hrað- ar og hraðar. Hafa hestar nokkurn tíma hlaupið eins hratt? Hraðar og enn þá hrað- ar, þangað til vindurinn hvein um eyru þeirra, og þeim virtist jörðin svífa burt undir fótum þeirra. Þau þutu áfram yfir hallann, sléttuna og akr- ana fyrir neðan, og loks námu þeir Eldur og Reykur staðar hvor við annars hlið, og stóðu eins og þúfur á veginum löðr- andi af svita, en geislar kvöld- sólarinnar slógu á þá dökkum roða. Takið um mitti Godvíns losnaði. Það hafði auðsjáan- lega verið fast, því á hinum sívölu, beru handleggjum Masondru sáust förin eftir stálbrynju Godvins, er hann bar undir serk sínum. Hún renndi sér af baki og horfði á þá með einu af sínum töfr- andi brosum. — Þið sitjið vel, pílagrím- ar, Pétur og Jón, og þetta eru góðir hestar. Ó, þessa reið var vert að ríða, jafnvel þó það hefði kostað lífið. Eða hvað segir þú frændi, sonur eyði- merkurinnar? — Það, að ég er of gamall til slíkrar reiðar, að tvímenna, og það án alls ávinnings. — Ávinningslaust? endur- tók Masonda og leit á Godvin. Það er ég ekki viss um. Mundu að þú hefur selt hesta þína pílagrímum sem geta setið á wmm é iip wb þá, og ég hef fengið tækifæri til að sleppa út úr gistihúsinu um stund, en þangað verð ég nú að halda aftur. Vulf hristi höfuðið, þerraði af sér svitann og sagði svo: — Eg hef ætíð heyrt að Austurlönd væru full af vit- firringum og djöflum, en nú veit ég að það er satt. En Godvin sagði ekkert. Þeir fóru aftur með hestana til gistihússins og önnuðust bræðurnir þá eftir fyrirsögn Arabans, svo að hestarnir skyldu venjast þeim, sem ekki tók langan tíma eftir þessa hræðilegu reið. Síðan gáfu þeir hestunum bygg og sax- aðan hálm að eta og volgt vatn að drekka, sem Arabinn blandaði með ögn af mjöli og hvítu víni. Næsta morgun fóru þeir á fætur í dögun til þess að gæta að hvernig Eld og Reyk liði. Þegar þeir komu inn í hest- húsið heyrðu þeir gráthljóð, og sáu þeir við morgunskím- una að Arabinn stóð á milli hestanna og lagði hendur um háls þeirra beggja; hann sneri baki að bræðrunum svo hann varð þeirra ekki var. Hann talaði hátt við þá á sínu eig- in máli; kallaði þá börn sín og sagði, að hann hefði held- ur viljað selja Frönkum konu sína eða systur en hestana. — En, bæt'ti hann við, hún hefur skipaö þaö, hvers vegna veit ég ekki, og ég verð að hlýða. En þeir eru hugrakkir og hraustir menn og slíkra hesta verðir. Eg vonaöi hálft í hvoru að við mundum öll far j ast í lækjargljúfrinu í gær, bæði þeir, við þrír og Mas- onda frænka mín; konan með hið leyndardómsfulla andlit og augun sem ekki virðast hræðast, en það var ekki vilji Allah. Vertu þvl sæll, Eldur, vertu sæll, Reykur, börn öræf- anna, sem eru skjótari en fuglinn fljúgandi, ó, aldrei fæ H. RIDER HAGGARD BRÆÐURNIR SAGA FRA KROSSFERÐATIMUNUM 32 'él1 ffHfchfíf W fíða ykkur til orustu, en ég á þó að minnsta kosti fleiri hesta af ykkar ó- viðjafnanlega kyni. Godvin lagði höndina á öxl Vulfs og þeir læddust hljóö- lega burt án þess að Arabinn yrði var við að þeir hefðu komið þangað, því að þeir blygðuðust sín fyrir aö hafa orðið heyrnarvottar að kvein- stöfum hans. Þegar þeir voru komnir inn í herbergi sitt aftur, sagði Godvin: — Hvers vegna skyldi þessi maður selja okkur þessa ágætu hesta? — Vegna þess, að Masorída frænka hans hefur skipað honum það, svaraði Vulf. — Og hvers vegna hefur hún skipað honum það? — Já, svaraði Vulf. Kallaði hann hana ekki konuna með hið leyndardómsfulla andlit ÚTVARPIÐ Sunnudagur 19. nóvember: 8,30 Létt morgunlög. 9,00 Fréttir. 9,10 Veðurfregnir. 9,20 Morgunhugleiðing um músik: „Áhrif tónlistar á sögu og siði" eftir Cyril Scott; V. (Árni Kristjánsson). 9,35 Morguntónleikar: a) Strengjakvartett i g-moll eftir Debussy (Parrenin-kvart- ettinn leikur). b) Tvö píanólög eftir Ravel: „Undína" og „Gálginn" (Walt- er Gieseking leikur). c) „Leiðsluljóð" eftir Skrjabín (Sinfóníuhljómsveitin í Phila- delphíu leikur; Leopold Stok- ovski stjórnar). d) Píanókonsert nr. 2 í c-moll op. 18 eftir Rakhmaninoff (Höf. og Philadelphíu-hljómsv. leika undir stjórn Stokovskis). 11,00 Messa í Dómkirkjunni (Prest- ur: Séra Árelíus Níelsson. Kór Langholtssafnaðai* syngur. Organleikari: Helgi Þorláks- son). 12,15 Hádegisútvarp. 13,05 Erindi eftir Pierre Rousseau: Saga framtíðarinnar; V: Stöðn un eða eilíf verðandi (Dr. Broddi Jóhannesson). 14,00 Miðdegistónleikar: Fyrri hluti óperunrjar „Aida“ eftir Verdi (Tomislav Neralic, Christa Ludvig, Gloria Davy, Jess Thomas, Josef Greidl, Sieg- linde Wagner o. fl. syngja með kór og hljómsveit Berlínaróper unnar. Stjórnandi: Karl Böhm. Þorsteinn Hannesson skýrir). 15,30 Kaffitíminn: a) Jósef Felzmann Rúdólfsson og félagar hans leika. b) Josef Gabor Kozák og hljómsveit leika sígaunalög. 16.15 Á bókamarkaðínum (Vilhj. Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 17.30 Barnatíminn (Skeggi Ásbjarn- arson kennari): a) Elfa Björk Gunnarsdóttir les ævintýrið „Flöskurnar" eft ir Helgu Þ. Smára. b) Nokkur tékknesk börn syngja þarlend alþýðulög. c) Leikritið „Gosi" eftir Coll- odi og Disney: 3. þáttur. Krist- ján Jónsson býr til flutnings og stjórnar. 18,20 Veðurfregnir. 18.30 „Hún amma mín það sagði mér": Gömlu lögin. 19,05 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20,00 Erindi og upplestur: Séra Sveinn Víkingur talar um skáldið Tagore og les úr ritum hans. 20.30 Tónleikar í útvarpssal: Kon- sert fyrir fagott og hljómsveit eftir Pál Pampichler Pálsson (Hans Ploder og Sinfóníuhljóm sveit íslands leika; höf. stj.). 21,00 ^purningakeppni skólanem- enda; II: Kennaraskólinn og Samvinnuskólinn keppa (Guðni Guðmundsson og Gest- ur Þorgrímsson sjá um þátt- inn). 21,40 Einsöngur: Nicolai Gedda syngur lög eftir Hándel, Schu- bert og Rakhmaninoff; Erik Werba leikur undir. 22,00 Fréttir og vcðurfregnir. 22,05 Danslög. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 20. nóvember: 8,00 Morgunútvarp. 12,00 Hádegisútvarp. 13.15 Búnaðarþáttur: Agnar Guðna- son ráðunautur talar. um út- gáfu búfræðirita í ár. 13.30 „Við" vinnuna": Tónleikar. 15,00 Síðdegisútvarp. 17,05 „í dúr og moll": Sígild tónlist fyrir ungt fólk (Reýnir Axels- son). 18,00 Rökkursögur: Hugrún skáld- kona talar við böi-rtih. 18,20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18,50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Daglegt mál. (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20,05 Um daginn og veginn (Dr. Benjamín Eiríksson bankastj.). 20,25 Einsöngur: Guðmundur Guð- jónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson. Við píanóið Fritz Weisshappel. 20,45 Úr heimi myndlistarinnar: Klettamálverk í Sahara (Magn- ús Á. Árnason listmálari). 21.10 Frá Sibelíusar-vikunni í Hei- sinki í júní s. 1.: Sinfónía nr. 2 op. 8 eftir Einojuhani Rauta- vaara (Borgarhljómsveitin í Helsinki leikur; Jussi Jalas stj. 21.30 Útvarpssagan: „Gyðjan og ux- inn" eftir Kristmann Guð- mundsson (Höf. les). 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23,00 Dagskrárlok. mmm VÍÐFÖRLl * / Ulfurinn og Fálkinn 102 — Þú ert engin hetja, Geitfing- ur, sagði Eiríkur reiðilega. — Þú sýndir enga fyreysti, þegar þú of- sóttir Guðlindu og Hrólf litla, ekki heldur, þegar þú jafnaðir .Vígráms kastala við jörðu. Og nú þarf hug- rekki til að kalla á hjálp, því að það máttu vita, að yrði þinn bani. Geitfingur hneig náfölur aftur í stólinn. — Heyrirðu til úlfanna, Geitfingur? hvíslaði Eiríkur, — þeir koma þaðan, sem kastali minn var einu sinni. — Hvað segirðu? hrópaði Geitfingur, þú ert þá . . . Eiríkur víðförli! Konungurinn er þá ekki dauður? og þegar honum varð þessi staðreynd ljós, afmynd- aðist andlit hans, hann greip and- ann á lofti og féll niður dauður. — Hann er dauður úr hræðslu, hví- lik heppni. Eiríkur ætlaði út úr tjaldinu, en í sama bili kom mað- ur hlaupandi inn. — VarúlfurLnn er kominn, herra, tilkynnti hann, en sá þá hinn látna og gaf strax kallmerki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.