Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 9
T í MI N N , sunnudaginn 19. nóvember 1961 9 Séra Ólafur Böðvarsson lenti ekki í stórdeilum í Saur- bae fyrr en eftir lát llluga Vig- fússonar á Kalastöðum. En þegar hann var fallinn frá, var þess skammt aS bíSa, aS þau Sesselja á KalastöSum tækju aS elda grátt silfur. Einhverjar fyrstu ýfingarnar, sem verulega kvað að, urSu út af ómaga, er prestur lét flytja frá sér á Sesselju. Veturinn 1639 virðist maður nokkur i Hvalfjarðarstrandar- hreppi, Guðmundui Jónsson að að nafni, hafa gefizt upp við að sjá farborða börnum sínum. Tók Þórður sýslumaður Henriksson, ómagamál þetta í dóm að Saurbæ á útmánuðunum. Afi barnanna, Jón Ólafsson, lýsti sig þar snauð- an mann og ómegnugan að fram- færa þau. Var þó dæmt, að næstir stæðu um framfærsluskyldu bræð- ur tveir, Hannes Helgason og Jón Hannesson í Hvammi í Kjós, gam- all málafylgjumaður, er lengst stóð í Botnsmálum. Þeim næst væri systir þeirra, Guðrún Hannes dóttir, en síðan skyldmenni í ætt fram, ef þeir gengju frá. Var Nikuiási Illugasyni á Kalastöðum falið að lesa dóm þennan yfix' Jóni í Hvammi. Fór Nikulás og að Hvammi annan dag páska, með votta, og bað Jón að hlýða dómin- um. En til þess fékkst hann ekki. Las Nikulás dóminn þá I bæjar- dyrum í áheyrn votta sinna. Síðan voru tvö börn Guðmundar Jónssonar flutt á Jón í Hvammi, en hann brást illa við og færði þau aftur á Hvalfjarðarstrandar- hrepp. " pp úr þessu virðist Þór’ð- ur sýslumaður hafa kveðið upp þann úrskurð, að börnin skyldu hýst og fædd af öllum bændum í Hvalfjarðarstrandarhreppi, þar til þeim fyndist löglegt framfæri, en faðir þeirra skyldi vera þeim til stoðar, eins og góðir menn 6æju honum fært að orka. Er svo að sjá, að börnin hafi átt að flytjast bæ frá bæ og dvelja vissan tíma á hverjum stað. En þegar kom að því, að Sess- elja á Kalastöðum átti að inna þessa framfærsluskyldu af hendi, gerðist hark nokkurt. Hún vildi ekki við ómögunum taka, þrátt fyiir úrskurð sýslumanns og álit flestra hreppstjóranna um fram- færsluskyldu allra hreppsbúa, þar til úr málinu greiddist. Krafðist Sesselja þings og dóms um fyrir- mæli sýslumanns, og var stefna lögð í Saurbæ 8. júní um vorið. Kom Sesselja þangað með fríðu liði, sonum sínum fimm, og Teiti Teitssyni, einum af hi'eppstjórun- um, sem verið hafði annar tveggja votta Nikulásar Illugasonar í för- inni að Hvammi. Annars virðast menn ekki hafa gert sér ýkjatítt um þetta mál, því að ekki komu aðrir á þingið en Einar Guttorms- son, þá eða litlu síðar bóndi í Stóra-Botni, Þórður Henriksson sýslumaður, Árni Gíslason, lög- réttumaður á Ytra-Hólmi, föður- bróðir sýslumanns, og Árni lög- maður Oddsson á Leirá, er hafði forsögn málsins. Spurði lögmaður sýslumann, hvort hann hefði fellt þann úrskurð, er Sesselja kærði yfir, og játti hann því. Lögmaður setti síðan þingið, en gat ekki nefnt í dóm, þar eð svo fásótt var. Bauðst hann þó til þess að rannsaka málið og svara til, eftir því sem honum sýndist rétt vera, með ráði þeirra, er viðstadd- ir voru. Voru síðan rifjuð upp dómsatriði og málsatriði og lagt fram bréf frá Jóni Hannessyni í Hvammi, þar sem hann bar því við, að hann hefði hvorki heyrt né séð dóminn um framfærslu ómag- anna afhentan, framboðinn eða tilsagðan, en bauúst al þess að gera lagafullnustu, þegar stefnt yrði um þessar sakir, og lag.gja sig og sína eign fyrir lög og. dóm. Á hinn bóginn var ekki statt á þessu þingi í Saurbæ nema annað vitnið að för Nikulásar á Kalastöð- um að Hvammi og framsögn dóms- ins í bæjardyrum þar. Felldi lög- maður þann úrskurð með sam- þykki ráðunauta sinna, að gerð- um mörgum tilvitnunum í lög guðs og íslendinga, að skipan sýslumanns væri lögmæt og skyldi óbreytt standa. Skyldaði hann sýslumann til þess að framfylgja dómi sínum innan eins mánaðar og áður en leiðarþing væri haldið og krefjast sektar, er nokkur mis- brestur yrði á, svo að engum hreppsbúa yrði íþyngt, hvorki nokkurra ára skeið. Harðnaði deil- an smám saman, og þar kom, að prestur stefndi Sesselju inni í kirkjunni í Saurbæ, en hún neit- aði aftur að þiggja af honum þjón- ustu, nema heima á Kalastöðum. Kom tií kasta bæði andlegra og veraldlegra yfirvalda. Var séra Ólafur dæmdur í þeirri lotu á prestastefnu á Alþingi i sekt fyrir að vanhelga kirkjuna með stefnu sinni. Þar var Sesselja aftur á móti áminnt upp á skikkanlegt ekkjul'íferni, og virðist séra Ólafur hafa haldið því fram, að hún væri eitthvað syndug í því efni. í júlímánuði 1645 voru Kala- staðamál tekin fyrir á leiðarþingi, og tókst þar að koma á bráða- birgðasættum. Féll prestur frá sumum kæruatriðunum, en öðrum 2. grein, þar sem segir frá þrætugjörnum Saurbæjarkíerki o g aðsópsmikilli húsfreyju r i nágrenni hans Valkyr jan á Kalastöðum Sesselju né öðrum. Væri það skylda hreppsins að hjálpa „þess- um tveimur fátæku barnaskepn- um“, með aðstoð foreldra. En þeir svöruðu fyrir undandrátt ,er svara ættu. Var þetta síðan staðfest á Alþingi 29. júní um sumarið. Hefur Sesselja hér farið greini- lega halloka, eins og von var til. Atburðir þeir, sem gerðust á leiðarþinginu, bættu því síður en svo um. Seselja virðist nú gersam- lega hafa hætt að þiggja þjónustu af presti, ef það hefur ekki verið fyrr orðið, og fullkominn fjand- skapur var þeirra á milli. Verður ekki annað séð en prestur hafi þegar um sumarið endurnýjað kærumál sín, og 17. september um haustið er tíundarhaldið enn tekið í dóm á þingi í Saurbæ. Varð dómsúrskurður Þórðar sýslumanns og meðdómenda hans Sesselju í vil: „Nú eftir því, sem vér kenn- um oss ekki mannaða hér úr að skera, í þann máta að afskipa Kala staðakirkju og hennar réttugheit, án æðra yfirvalds tilhlutunar, þar fyrir látum vér það mál um tíund- ir og tíundarhald á Kalastöðum standa eftir máldagans hljóðan, utan vort yfirvald, sem um það á að dæma geri þar aðra skikkun á, að næstkomandi Öxarárþingi. Því virðist oss skikkanlegast, að þar um gerist á Alþingi, þar þetta mál éJhrærir allt landið, eftir kóng- legrar majestatis landsfógeta og biskupanna áliti, með þeirra ráði, er þeir þar til nefna.“ Mun lítt hafa yppzt brúnin á séra Ólafi við þennan úrskurð, þar eð honum þótti sýslumaður jafnan þæfa málið og draga taum Sess- elju. Hér var þó sú hugnun, að málinu var vísað til Alþingis. En annaðhvort hefur prestur ekki haft þol til þess að bíða svo lengi aðgerðalaus eða hann hefur viljað freista þess, að búa betur í hag- inn fyrir málið í héraðið, áður en Alþingi fengi það til meðferðar. Upp úr þessu tóku hin eiginlegu Kalastaðamál að hefjast. Sesselja vildi ekki gjalda presti og kirkju, eins og séra Ólafi þótti rétt vera, og kom þar, að hann krafðist úr- skurðar um það, að hálfkirkjan á Kalastöðum væri niður lögð og skylt væri að tíunda Kambsland í Svínadal með kúgildum, sem eign- ið voru hálfkirkjunni. Kærði hann og Sesselju um vangoldna tíund, ljóstoll og heytoll um var skotið á frest. En þessi sætt- argerð rofnaði jafnskjótt fyrir þær sakir, að prestur hrifsaði skjal úr höndum Þórarins Illuga- sonar frá Kalastöðum. Deilur þeirra Sesselju og séra Ólafs hörðnuðu nú til mikilla muna. 13. maí 1646 var Þórður Henriksson sýslumaður staddur í Saurbæ og setti þar þing, sjálfsagt að kröfu prpsts. Las séra Ólafur þar kröfubréf á hendur sýslu- manni og krafðist dóms í málum þeirra Sesselju og virðist nú hafa ætlað að jafna reikningana, svo að um munaði. Vildi hann láta gera eignir hennar upptækar, vegna tíunda þeirra, er hann taldi vangoldnar, en dæma hana sjálfa útlæga fyrir brot gegn kirkjunni. Hljóðaði kröfubréf prests á þessa leið: „Ég, Ólafur Böðvarsson, beiðist og krefst af þér, Þórður Henriks- son, kóngsvaldsmaður' hér í sýslu, dóms og fullkomlegrar ályktunar þar um, hvort peningar þeir, fríðir og ófríðir, sem á Kalastöðum hafa ótíundaðir verið nú upp í tíu ár, eru ekki gervalllega fallnir, og hvorí þér ber ekki forsagnarmað- ur og frumkvöðull að vera til þess, að gera þá sömu peninga upptæka og sundurdeila frá kóngs- ins eign, það sem þeim ber að taka að lögum, sem tíundir eiga að heimta, og þeirra álögur. Beið- ist ég þess af þér og kref þíns embættis vegna, að orðfullu og lögmáli réttu, að vitni þingmanna. í annan máta krefst ég og beið- ist af þér hér í dag dóms og laga- fullnustu upp á mína stefnu og alla ákæru til Sesselju Árnadóttur, hver eð forsómazt hefur af þinni hendi nú upp í þrjú ár. f þriðja máta biðst ég dóms af þér þar um, hvort að Sesselja Árnadóttir er ekki útlæg eftir kóngsbréfinu, þar hún af forsi og ofstopa, úlfúð og illyíði 'hefur sett sjálfa sig út af sakramentinu, í fyrra sinn árið um kring, en nú á umliðnu ári yfir heilt ár, þíns embættis vegna, að vitni þingmanna.“ Sýslumaður kvaddi sex menn sér til ráðuneytis um málsmeð- ferð, Ólaf Jónsson, sem var annar tveggja hreppstjóra í Hvalfjarðar- strandarhreppi, og aðra bændur úr héraði — Jón Vigfússon, Skapta Ólafsson, Sigmund Guð- mundsson, Gísla Sæmundsson og Þorvald Rafnsson, fyrr prests í Saurbæ. Kváðu fjórir þeirra upp úr um það, að ekki væri fært að taka málið í dóm að sinni, og baru við mannaskipuninni, og mun þar átt við málsaðild sýslumanns og frændsemi við Sesselju, heldur skyldi biðja Árna lögmann Odds- son á Leirá að tilsetja stað og stund, þar sem málið. yrði tekið 1 dóm og því haldið til réttra laga, svo að séra Ólafur og kóngleg majestatis missti einskis réttar, en Sesselju gert að skyldu að mæta til þingsins og færa þar fram varnir sínar. Var að þessu horfið. Degi síðar ákvað Árni lögmaður þingdag að Saurbæ 12. júní, og skipaði svo fyrir undir vitni tveggja manna, að þangað skyldu þau Sesselja á Kalastöðum og Þórður sýslumaður bæði koma nefndan dag og svara til þeirra j saka, sem séra Ólafur bar fram j á hendur þeim. Las sýslumaður | sjálfur í heyranda hljóði boðunar- j bréf yfir Sesselju á Kalastöðum, j hálfum mánuði fyrir þingdag. Nú rann upp 12. júní, og riðuj menn til þings í Saurbæ. Kvaddi; Árni lögmaður- í dóm lögr'éttu- mennina Árna Gíslason, Jón Vig- fússon, Björn Gíslason og Pálma Henriksson og auk þeirra Jón Grímsson og Einar Guttormsson, sem var annar hreppstjóranna í Hvalf j arðarstrandarhi’eppi. En einn hængur var þó hér á: Sesselja á Kalastöðum var ehki mætt til þings og enginn sá, er umboð hefði af hennar hendi. Sóru þó vitni, að hún hefði heyrt boðunarbréf sýslumanns. Árni lögmaður tók þá það ráð að senda Sesselju bréf og vbtta, er1 virðast hafa átt að krefjast þess af henni, að hún mætti eða léti mæta til andsvara á þinginu. Kom þá sonur hennar, Þórður Illuga- son, til Saurbæjar og færði lög- manni bréf frá henni. En heldur var þó lítið á því að græða, og virðist Sesselju hafa verið eitt- hvað að vanbúnaði að mæta á þessu þingi, þótt hún drægi síðar allbitur vopn úr slíðri. Bréf Sesselju var svolátandi: „Friður og blessun guðs föður! Hafi Þórður Henriksson boðað mig, Sesselju Árnadóttur, til and- svara við Ólaf Böðvarsson til Saur- bæjar á þann tólfta dag júní þessa árs, og ef ég er eftir þeirri boðun þar til skyldug, þá svara ég ein- faldlega: Fyrst: Ég þori ekki mín bréf eða skrifaða sókn eða vörn í ná- veru Ólafs Böðvarssonar að aug- lýsa eða frarn að leggja á héraðs- þingi, þá haíin hefur gripið á griðastöðum á leiðarþingi þann tólfta júlí 1645 það bréf úr hendi sonar míns, er ég honum afhenti og ég hugð'i máli mínu til gagns og stoðar ,svo sem það sér líkast hermir, nær fram kemur. Ég var þá þó líka þangað boðuð til and- svara við Ólaf Böðvarsson." f öðru bréfi, er þessu fylgdi, eð'a kannske í niðurlagi þessa sama bréfs, skírskotar Sesselja þess, að hún vilji til réttra laga svara, ef einhver sæki sig að lög- um, og stingur það þó nokkuð í stúf við tregðu hennar að koma ti'l Saurbæjar eða færa yfirleitt fram varnir á héraðsþingi. En líta verður þó á það, að þau séra Ólaf- ur höfðu lengi skinnið elt, og þó allt setið í sama fari, og piikil heift og stífni á báða bóga. En jafnframt fyrirbýður hún ag veita sér „■no'kkurt ofríki, heruað eða með álögum að mér að þrengja.“ Hótar þeim illu, er sér illt geri eða rangt, að þvi er virð'ist bæði þessa heims og annars, en segist fegin vilja hafa „laganna lið og grið“ fyrir sig og si.tt allt. Séra Ólafur viðurkénndi, að hann hefði tekið bréf af syni Sesseflju á leið'arþingi því, sem hún greindi, en kvað það hafa verið sitt skjal, er hann hafi ætl- að að nota sem sóknargagn, þegar hann héldi málum sínum lagaveg. Væru þar skráðar kröfur hans. Sýndi hann dómsmönnum slíkt skjal og bauð lögmanni að svara fyrir, ef stefnt yrð'i vegna þessa atviks, enda hefði hann aðeins sitt tekið. Jafnframt lagði prestur fram tíundarreikning með hendi sýslu- manns, sem birtur hafði verið á manntalsþingum árin 1636—1640, þar sem til tíundar var sagt á Kalastöðum, og var sá reikning- ur ekki véfengdur. Varg það dómsniðurstaðan, að Sess'elja eða umboðsmenn hennar skyldu gera full skil fyrir næsta Öxarþing, er haldast átti lit'lu síðar, og lengri frestur skyldi ekki veittur til þess að afla skjala eða skilrikja, er kynnu að vera til því til sönnunar, að hún ætti ekki meiri tíund ag svara en gold in hafði verið sáðustu fimm árin. Virðast synir Sesselju hafa gefið í skyn, að ti! væru gerningar, sem vörðuðu þetta mál, en væru eigi við höndina. Færist þetta fyrir, skyldi Sesselja greiða sekt sam- kvæmt tilskipunum og dómum, en sýslumaður ganga eftir því á leiðarþingi, að dómum yrði frarn- fylgt. í öðru lagi var fjallað um sakar- giftir, er séra Ólafur hafði borið á Þórð sýslumann. En hann lagði fram sættargerð þeirra séra Ólafs og Sesselju varðandi sum deilu- atriði þeirra, en hvað snertir þær stefnusakir séra Ólafs, að Sesselja hefði haldið fyrir sér kirkjutíund um, ljóstollum og heytoUum af Kalastöðum þá upp í átta ár, og beiðni prests um lagaúrskurð um það, hvort henni bæri ekki einnig að tíunda tíu hundraða land það, sem hálfkirkjan á Kalastöðum átti í Svínadal, kirkjukúgildin fjögur eða sex og klukkur staðar- ins, færði sýs'lumaður fram „af- batanir", sem ekki er þó lemgur vitað, hverjar voru, þar eð dóms- mönnum þótti þær of langorðar til þess að skrásetja þær. Jafn- framt virðist sýslumaður hafa skírskotað til dómsins, sem kveð- inn var upp í Saurþæ 17. septem- ber 1645, þar sem það var dæmt rétt að vera, ag tíundir af Kala- stöðum skyldu standa eftir forn- um máldögum, þar til annarri skipan yrði á komið, að fyrirlagi Alþingis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.