Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 16
Sunnudaginn 19. nóvember 1961 295. blað Sterk og létt plasthúsgögn VítSir fékk einkaleyfi til framlei'ðslu þeirra á Islandi MJOLK í staðinn fyrir gos Svo sem skýrt hefur verið frá í blaðinu, hafa nokkrir skólar tekið upp þá nýbreytni að hafa mjólk á boðstólum fyrir nemendur sína í Trésmiðjan Víðir er nú að senda plasthúsgögn á markað- inn og er hér um algjöra nýj- ung að ræða. Guðmundur Guðmundsson forstjóri Víðis bauð blaðamönnum að skoða þessi húsgögn í gær og skýrði frá ýmsu í sambandi við þau. Fyrirtækið Plastmöbler í Krist- ianssand i Noregi hefur veitt Víði einkaleyfi á íslandi til framleiðslu þessara húsgagna, selt þeim teikn- ingar og mót að þeim og kennt þeim framleiðsluaðferðina. Víðir hlaut einkaleyfið fyrir rúmu ári og fór þá Þorsteinn Bjarnason verkstjóri út til að kynna sér framleiðsluna. í síðustu viku komu svo tveir menn frá Plastmöbler hingað til lands og^ munu dveljast hór um vikutíma og leiðbeina við bólstrun húsgagnanna. Húsgögnin eru framleidd á þann hátt að plastið er soðið og síðan ýmist þurrkað eða notað blautt og rennt í þar til gerð mot. Gufu er svo hleypt i mótin og plastið soðið á ný og þenst það þá út í mótin. Þegar plastið hefur verið tekið úr mótunum er það límborið og er þá tilbúið til bólstrunar. Húsgögn- in eru mjög létt í meðförum og sérstaklega sterk og endingargóð. Einnig eru þau talsvert ódýrari en önnur húsgögn eða 25% ódýrari. Sófasett, úr plasti kostar þannig 11 —12 þúsund, þegar annað hlið- stætt sett kostar 14—15 þúsund. Seldi 39 lestir fyrir 42000 mörk Neskaupstað, 17. nóv. Fjórir stórir þilfarsbátar róa héðan með línu og afla vel. Haf- aldan sigldi nýlega til Þýzkalands með afla, 39 lestir, og seldi hann fyrir 42000 mörk. Togskipið Haf- þór hefur aflað fremur lítið. Hann ! kom inn í gær með um,30 lestir. Elzti fiskurinn var tekinn á land, j og mun skipið fara með eigin afla og nólfkuð af öðrum bátum til Þýzkalands. — V.S. Annað á Snæfellsnesi ’VI sjálfum skólunum. Ljósmyndari blaðsins átti af tilviljun leið fiam hjá Hagaskóla á föstudaginn, þeg- ar. verið var að afgreiða mjólk til nemendanna í fyrsta sinn, og tók þá þessar myndir, sem hér eru á síðunni. Mjólkurdreifingunni er þannig hagað, að tveir némendur annast afgreiðslu mjólkurhyrnanna, en umsjónarmenn einstakra deilda sækja þær til þeirra, og ganga síð- an með hyrnurnar á milli borð- anna í skólastofunum. Hver nem- andi tekur sína hyrnu, og síðan að- stoðar kennari við að klippa göt á hymurnar. Nemendur hafa með sér nesti, sem þeir borða með mjólkinni. Þátttaka nemenda í mjólkurdrykkjunni hefur verið mjög almenn, og það leiðir að sjálfsögðu af sér, að búðarferðir nemenda á skólatímanum hætta. Að vísu er þessi maður vel kröft- um búinn, en hvort sem þið trú ið því eða ekki, eru nýju plasthús- gögnin svo létt, að húsmóðirin get ur haldlð þeim svona með ann- arri hendi, meðan hún ryksugar und an með hinni. — (Ljósm: TÍMINN, GE). 12 STUNDIR A MiLLI Það telst ekki til neinna stór- viðburða þó að kýr eigi kálf í sveit- um landsins og fæstir veita því neina athygli nema húsfreyjan, sem klappar kúnni sinni, og börn- in, sem gæla við kálfinn. En alltaf eru til undantekningar, og undar- legt atvik kom fyrir í sambandi við burð fyrsta kálfs kvígu á Eylandi í Vestur-Landeyjahreppi á dögun- um. Ilún éignaðist tvo kálfa og fæddust þeir með tólf klukku- stunda miilibili. Kúnni gekk erfið- lega með fyrri kálfinn þar sem hann var skakkur fyiir og varð að taka hann frá henni. Var síðan allt eðlilegt nema hvað hildirnar komu ekki. Nokkru seinna fékk kýrin sótt aftur og átti síðan annan kálf tólf klukkustundum á eftir hinum. Mjög gekk erfiðlega með kálfinn og fæddist hann dauður. Kálfur- inn, sem lifir ei spræk og falleg kvíga og mjög stór af tvíburakálfi að vera. Hún er einnig sérkennileg á lit, þar sem hún er þrílit, rauð-, hvít- og grábröndótt, og var dauði kálfurinn alveg eins. Kúnni heils- ast hins vegar ekki eins vel. Hild- irnar eru ekki enn komnar, en kunnáttumenn segja að það komi oft fyrir, er kýr eiga tvo kálfa, að hildirnar komi seint. Nyt er iítil í kvígunni enn sem komið, er en vonast er til að hún græði sig, þar sem hún er komin af ágætu mjólkurkýni. j Fyrir skemmstu birtum við hér ! frétt norðan úr Bárðardal, þar sem r.agt var frá því að 6 vetra hryssa i.hefði kástað folaldi fyrir nokkrum ! dögum, og þótti það óvenjulegur j : atburöur á þessum tíma árs. Nú höfum við haft spurnir af því vest- an af Snrefellsnesi, að þar hafi hliðstæður atburður gerzt snemma í síðustu viku. Þá kastaði 6 vetra hryssa skjóttu hestfolaldi. Hryssa þessi á heima á Gerðabergi í Eyja- hreppi; hún er keypt norðan úr ; Skagafirði, eins og hryssan i Bárð- j ardalnum, en er dóttir hin fræga kynbótahests Hreins á Þverá,, sem jhefur oftar en einu sinni hlotið silfurskjöld á landsmótum hesta- ( manna fyrir ágæti sitt. Hryssan er lítið tamin en er talin efni í af- bragðs reiðhross. Það fylgdi frétt- inni, að þetta þætti einnig á Snæ- fellsnesi óvenjulegur tími fyrir fol 1 aldsfæðingu. i Efri myndin sýnir nemenda neyta morgunverSarins, en.á þekri neðri-«ru umsjónarmenn að sækja mjólkina fyrir deiidir sinar. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.