Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.11.1961, Blaðsíða 1
295. tbl. — 45. árgangur Sunnudagur 19. nóvember 1961 Prjóna og vefa dag og nótt á Rússann Mikið annaríki er í verk- smiðjunum Gefjuni og Heklu á Akureyri. Þar er unnið dag og nótt; vélarnar í Heklu stöðvast ekki, vaktir ná saman í Gefjuni, og þar er unnið í loðbandsdeild og vefnaðar- deild á laugardögum og sunnu dögum. ÞaS sem veldur annrikinu, er fyrst og fremst samningur um framleiðslu á þrjátíu þúsund ull- arteppum og tuttugu og fi.mm þúsund ullarpeysum á Rússlands- markað. í fyrra framleiddu verk smiðjurnar tíu þúsund teppi og! tvö þúsund og fimm hundruðj peysur fyrir Rússlandsmarkað. í ár báðu Rússar um það magn, sem fyrr greinir, svo ekki er ann að að sjá en varan hafi líkað vel. Hér er því stórt spor stigið, síð an íslenzk uil var flutt til útlanda sem óunnin vara. Mörg verkefni Blaðið ræddi í gær við Arnór' Þorsteinsson, verksmiðjustjóra (FramhaJd a 2 síðu. HÁLHJ TONNIAF SiMAVlR STOLIÐ Ekki er okkur kunnugt um nafn þessa unga manns, sem starir svo stórum aug- um á skrýtna manninn með myndavélina, án þess þó að taka plastkubbinn út úr sér. Við vitum það eitt, að ljósmyndari Tímans rakst á hann á barnaheimili Reykjavíkurkynningarinn- ingarinnar, sem haldin var — sællar minningar — í haust. Þá var sveinninn ungi ekki í þurrum buxum,, en mjakaði sér áfram á gólf inu, og hinir krakkarnir notuðu rákina eftir hann fýrir bílabraut. í fyrrinótt var framið inn- brot og stórþjófnaður í birgða- geymslu Landssímans á Mel- unum. Þjófarnir höfðu brotið upp hengilás, sem var fyrir geymsluhurðinni og stolið ná- lega hálfu tonni af símavír í rúllum, sem vógú 10—15 kíló hver. Þessi vír er einþættur, hreinn eirvír. Gert er ráð íyrir, að brota- piálmsverðmæti hans nemi um tíu þúsund krónum, en sem símavír er hann líklega tvisvar til þrisvar sinnum verðmætari, eftir því sem lögreglan tjáði blaðinu í gær. Koparkailarnir sem stálu leiðslu- vír úr birgðastöð rafveitunnar og víðar, ganga nú lausir. Lögreglan hafði ekki yfirheyrt þá, þegar blað- ið vissi seinast til í gær, en lög- reglumaður sagði heldur ólíklegt, að þeir væru aftur komnir á stúf- ana á þessum vettvangi. Verkfræöingar hefja vinnu f fyrradag hættu verkfræðingar verkfalli sínu, sem hefur nú staðið nærri því í fjóra mánuði. Ekki var iþó um samninga að ræða, heldur er verkfræðingum nú heimilt að hefja störf að nýju, en hver’ verð- ur að semja um sitt kaup sjálfur við viðkomandi vinnuveitenda. Ekki er vitað, hvort samningaum- leitunum verður haldið áfram, eða það fyrirkomulag látið ríkja í fram tíðinni, að verkfræðingar verði að búa við þau kjör, að hver og einn verði sjálfur að karpa um kaup cití- -triS ’aixjruiiToij-JxnAann FRIÐRIK ÓLAFSSON Skákþáttur Friðriks Eins og lesendum er kunn- ugt hefur Friðrik Ölafsson, stórmeistari, oft skrifaS skák- þætti í Tímann og hefur það, að dómi allra skákmanna hér, verið það bezta, sem skrifað hefur verið um skák hér á landi. Hins vegar hafa þessir þættir ekki getað birzt reglu- lega, þar sem Friðrik dvelst oftast erlendis nokkra mánuði á hverju ári, teflandi á stór- mótum. Friðrik verður nú heima næstu vikurnar, og hef- ur blaðið þá ánægju að skýra frá því, að hann mun skrifa skákþætti í blaðið, sem birtast munu á sunnudögum næstu vikurnar, og er hinn fyrsti á blaðsíðu 12 í dag. Birtir hann þar meðal annars eina skák frá stórmótinu í Bled, sem háð var í haust. Þessar þrjár yngismeyjar sitja að hannyrðum og eru húsmóðurlegar á svipinn, þótt ekki séu þær enn þá komnar á giftingaraldur- inn. Það líða þó væntanlega ekki mjög mörg ár, áður en þær stofna sín eigin heimili með einhverjum drauma- prinsinum og það er því betra að kunna eitthvað fyrir sér. Myndina tók ljós- myndari Tímans G. E. í Gagnfræðaskóla verknáms- ins í síðustu viku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.