Tíminn - 01.12.1961, Síða 6

Tíminn - 01.12.1961, Síða 6
6 TfMINN, föstudaginn 1. desember 1961 I Dansk íslenzka - felagiö Kvikmyndasýning í Nýja bió laugardaginn 2. des. kl.- 2 e. h Sýndar verSa mvndirnar „Hestur í sumarleyfi‘\ enn fremur mvnd um danskan list- iðnað. Öllum er heimill ókevr.is aðgangur meðan húsrúm leyfir, börnum þó aðems með fullorðnum. Stjórnin. & Húsmæður! Það er bæði hagkvæmt og ánægjulegt fyrir ykkur að útbúa Jjálfar fatnaðinn, sem þarf til jólanna. Við höfum á boðstólum tækin og efnin, sem þarf til þess. SINGER-prjónavélar og mikið úrval af prjónagarni. SINGER SLANT-0 MATIC saumavélar BUTTERICK-snið og fjölbreytt úrval af efnum til að sauma úr. AUSTURSTRÆTI Ef sálin er í lagi Framh ai 9 siðu hugsazt getur. — Mér datt aldrei í hug, að ég gæti þrætt bursta — Þú hefur þá verið ánægð- ur hérna? — Ánægður? — Maður veit aldrei fyrr en dagurinn er lið- inn, þegar maður er meg þessu ágætisfólki. Þetta styttir daginn um helming. — Er fjörugt hjá ykkur? — Það er allt á hátoppinum hjá okkur. Það held ég nú, — dansað og allt mögulegt. — Varstu lengi að læra að draga í burstana. — Eg smáfikraði mig áfram, og svo hafðist það allt í gegn. Það er um að gera að gefast ekki upp. Ef maður gefst upp, þá er allt búið. Blindur maður má ekki gefast upp. — Ef sál- in er í lagi, líður öllum vel. — Já, iðjuleysið drepur hvern mann. segir Halldór Dav- íðsson, sem situr við hliðina á Jóni og þræðir bursta eins og hann. — Það gerbreytir öllu að geta starfað, bætir annag við. Þegar við göngum niður í kjallara hússins, berst að eyr- um okkar rímnasöngur mikill með langdreginni kveðandi og áherzium, sem öðru hvoru drukknar í háværu vélarhljóði. Kvæðamaðurinn heitir Guð- mundur Jóhannesson. — Þið eruð að mynda dótið. segir hann og glottir svolitið út í annað munnvikið —Já, og við myndum þig líka. — Já, þar skaut hann, en ég lifi blossann af. —Sástu blossann? —Eg sé mun á myrkri og . birtu, en ég hef ekkert gagn. af ljósi — sé hlutina langbezt með því að þreifa á þeim. — Þú hefur verið við bursta gerðina lengi. Guðmundur. Eg man eft.ir þér síðan á Grundar- stígnum. — Eg hef verið við það frá byrjun Fyrst vorum við á Laugavegi 97, en 1944 fluttum vi.ð á Grundarstíg 11 og svo hingað í vor — Hvag ertu að gera? — Eg er að klippa bursta og slípa. — Það má ekki vanta, bætir hann við og heldur áfram að kveða. Annars staðar í kjallaranum hittum við að máÞ Sigurð Helgason, sem aðeins hefur verið hér i tvo mánuð' Hann hefur 25% sjón á öðru auga. og það gagnar honum mikið við vinnu hans. sem er að bora göt á kústhausa með þar til gerðri vél — Hvað gerðir þú áður en þú komst hingað’ — Eg var pípulagnineamað- ur, en annars eru þrjú ár síð an ég missti sjónina vegna slyss. — Er eftthvað að vélinni? — Húu er biluð segir Þór hallur Stefánsson hlióðfæra- leikari sem kemur aðvífandi í þessu — Við erum að gera við hana — Þú hefur f’illa sión. Þór hallur’ — Já. við erum tveir hér með fulla sjón Björn og ég Eg hef verið við burstagerð ina með íhlaupum i þrjú ár. en er aðallega hljóðfæraleik ari að atvinnu — Hvernig fellur þér að vinna með blinda fólkinu? — Það er ákaflega gott að vinna með bví Þag er sam heldið og kátt. Og við yfirgefum hús blindra við Hamrahlíð. sem er ný- Mauðungaruppboð verður haldið að Síðumúla 20, hér í bænum, eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík o. fl. fimmtudaginn 7. des. n.k. kl. 1.30 e. h. Seldar verða eftirtaldar bifreiðar: R-195,, R-218, R-260, R-378. R-427, R-491, R-582, R-894, R-915, R-981, R-1597, R-1603, R-1911, R-2217, R-2348, R-2531, R-2605, R-2724, R-2796, R-2830, R-2846, R-2924, R-3028, R-3084, R-3095, R-3107, R-3220, R-3514, R-3616, R-3741, R-4212, R-4308, R-4435, R-4601, R-4946, R-4982, R-5061, R-5667, R-5678, R5690, R-5854. R-5868, R-6011, R-6337, R-6755, R-6688, R-6943, R-6950, R-7044, R- 7094, R-7185, R-7292’ R-7339, R-7349, R-7419, R-7421, R-7499, R-7501, R-7657, R-7707, R-7809, R-7861, R-7981, R-8128, R-8189, R-8216, R-8284, R-8316, R-8394, R-8625, R-8647, R-8787, R-8890, R-9001, R-9003, R-9021, R-9063, R-9120, R-9132, R-9195, R-9386, R-9411, R-9616, R-9642, R-9851, R-10135, R-10206, R-10280, R-10318. R-10377, R-10383, R-10620, R-10781, R-10938, R-11349, R-11768, R-4246. R-4824. R-5498, R-5800, R-6306, R-4642, R-4709, R-5209, R-5249, R-5719, R-5750, R-6090, R-6100, R-6823, R-6936, R-10471, R-10763, R-10829, R-11081, R-11660, R-10607, R-10719, R-10874, R-11091, R-11729, R-12153, R-12393. R-10724, R-10787, R-10969, R-11551, R-11825, R-10748, R-10823, R-10986, R-11594, R-11847, Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn f Reykjavík. Jóns Sigurðssonar Hátíðamerki það, sem Rafnseyrarnefnd lét gera í sumar í tilefni af 150 ára afmæli Jóns Sigurðs- sonar, verður til sölu í Reykjavík 1. desember. Eru það að líkindum síðustu forvöð fyrir menn að eignast merkið. Stúdentaráð Háskóla íslands hefur tekið að sér að sjá um sölu merkisins, og mun það verða selt víða um bæinn. Merkið er mjög vel gert, og gildi þess varanlegt. Er það blár skjöldur með upphleyptri vangamynd af Jóni Sigurðssvni, og er hún silfruð. Undir myndina er letrað: 1811 — 17. júní — 1961. Merkið kostar 25 krónur. Ágóði af sölunni rennur í Rafnseyrarsjóð. ÞAKKARÁVÖRP Kæru vinir Ég þakka öllum fjær og nær, sem sendu mér kveðjur, blóm og gjafir á sjötugsafmæli mínu, héldu mér samsæti og höfðu kynning á bók- um mínum. Með þessum mikla hlýhug fjölda manns hefui ykkur tekizt að gera þennan síðdegis- dag ævi mmnar mér óglevmanlegan. Elínborg Lárusdóttir. Maðurinn minn, Benedikt Sæmunds Helgason, sem andaðist 22. nóvember, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju, laugardaginn 2 desember. Athöfnin hefst með baen að heimiii hins látna, Heiðarbraut 35, Akranesl, kl. 13.30. Sigríður Jóhannsdóttlr sprottið úr grasi og fullt aí skammdegissól. Og þótt íbúar þess sjái ekki sóliua, birtu hennar og liti, finpa þeir hana í umhverfinu hjá hverjum öðr um og í sjálfum sér, þvi að þeir eru ein sál og einn vilji í einu og öllu. Birgir.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.