Tíminn - 01.12.1961, Side 9
TIMINN, föstudaginn 1 desembp*' 1961
Útvarpserindi dr. Benjamíns Eiríkssonars
IIM DAGINN OG
GuSmundur við vinnu sína
— Hvað heitirðu?
— Helgi Gunnarsson og er
austan úr Jökuldal — Grund
í Efra-Jökuldal, bætir hann
við.
— Varstu bóndi þar?
— Já, ég bjó á Grund, þar til
ég missti sjónina á útmánuð-
um. Það gekk alltaf vel hjá
mér, ég fékk aldrei pest í féð
og ég missti enga kind, em svo
missti ég sjónina og varð að
selja allt saman.
— Áttu konu og börn?
— Nei, ég bjó einn í tíu ár.
Það gekk allt vel hjá mér, þang
að til á útmánuðum.
— Hvernig fellur þér þessi
vinna?
— Eg veit það ekki enn þá,
— kannske er þetta ágæt
vinna. En það er skemmtilegra
ag eiga fé á góðri fjárjörð, —
það eru mikil viðbrigði að vera
kominn hingað fyrir mann, sem
er fæddur uppi á öræfum og
hefur búið þar einn í tíu ár.
— Það er um ag gera að
kasta þessari blindu frá sér,
segir Jón Guðmundsson.
— Hvenær misstir þú sjón-
ina?
— Eg missti hana 1948, —
varð blindur á þrem mánuðum.
Maður verður að gera sér Ijóst,
aff þetta er allt annar heimur,
sem maður kemur inn í, þegar
maður verður blindur, og reyma
að fá út úr lífinu það, sem
maður getur.
— Varð þér ekki mikig um
að missa sjónina?
— Jú, en ég hugsaði lítið um
það, því að ég leið svo mikið
líkamlega. Hún fór öll á einu
bretti á þrem mánuðum. — ég
sé ekki glætu. — Mestu von-
brigðin voru, að hafa efckert að
gera. Þa® er það versta, sem
tFramhaia a ö sidl.
Sessunautarnir Halldór og Jón.
Dagblöðin eru að talsverðu leyti
spegilmynd af daglegu lifi þjóðar-
innar. Eg ætla því að ræða lítil-
lega mál, sem þau hafa rætt nokk-
uð, eða tæpt á nýlega.
Fyrir nokkrum dögum birti eitt
dagblaðanna í Reykjavík frásögn
af bæjarútgerðarfyrirtæki einu.
Tap þess á s. 1. ári voru nítján
milljónir króna. Blaðið bætti því
við, að þetta væri sém svaraði
vinnulaununum, sem fyrirtækið
hefði greitt á árinu. Útkoman hef-
ur því verið þessi: Fyrirtækið hef-
ur framleitt afurðir, að verðmæti
sem svarað'i notkun framleiðslu-
tækjanna, véla og bygginga, og
sem svaraði andvirði allrar rekstr-
arvöru. En fyrir verkafólkið var
ekkert afgangs. Væri þetta svona
hjá öllum atvinnurekstri lands-
manna þá hefðu þeir nákvæmlega
ekki neitt fyrir sig að leggja. En
sem betur fer, er ekki svona illa
ástatt alls staðar, enda fá þessir
menn, sem unnið hafa hjá fyrir-
tækinu, fulit kaup og framfærslu.
Þessi framfærsla og þessar tekjur
þeirra verða því að gi'eiðast af
öðrum. Afurðirnar námu eitthvað
50 millj. króna að verðmæti, en
| kostnaðurinn við framleiðsluna
■ var samkvæmt framansögðu 69
! millj. króna.
| í frjálsu atvinnulífi verður at-
■ vinnurekandinn að geta notað
!/framleiðsluöflin, bæði vélar og
> tæki, og mnuaflið, þannig að þau
! skapi það mikil verðmæti, að hann
| geti greitt fyrir notkun þessara
■ framleiðsluafla. Og það þarf að
! vera einhver afgangur. Atvinnu-
1 rekandinn þarf m. ö. o. að skipu-
! leggja framleiðsluna þannig, að
[ hann hafi eitthvað fram yfir kostn-
■ aðinn. Gróðinn er því fyrst og
! fremst mælikvarði á það, hvernig
■ þetta hafi tekizt. Atvinnurekand-
! inn verður þvl í fyrsta lagi að vera
! maður með skipulagshæfileika.
■ Eins og allir vita eru einstakling-
! arnir misjafnlega miklum hæfi-
; leikum búnir. þar með hæfileikum
i til að skipuleggja framleiðslu,
! skipuleggja atvinnufyriftæki.
■ Skipulagsgeta atvinnurekandans er
! það mikilvægt atriði í öllum at-
; vinnurekstri, að það má segja, að
■ atvinnufyrirtækið, það er atvinnu-
! rekandinn. Það er eins og sumir
■ menn, sem fást við atvinnurekstur,
! geti skipulagt hvaða atvinnufyrir-
| tæki sein er, þannig að það skili
> arði, þ. e. a. s. að þeim takist að
! nota framieiðsluöflin þannig, að
J þau skili meiru en sem svarar til-
■ kostnaðinum. Hjá umræddu fyrir-
I tæki hefur þetta ekki tekizt betur
■ en svo, að aðrir landsmenn verða í
! rauninni að greiða laun þeirra,
l sem unnu hjá því. Og því miður
■ er þetta ekki reynsla þessa eina
! fyrirtækis, þetta er yfirleitt reynsl-
; an af bæjarreknu útgerðarfyrir-
■ tækjunum kringum landið. Eina
J skiptið, sem þeim hefur tekizt að
■ hagnast, var á stríðsgróðaárunum.
I Þegar strjðsgróðaárin eru frátalin,
‘ mun yfirleitt hafa verið tap, í öllu
■ falli miklu lakari útkoma heldur
l en hjá einkafyrirtækjunum. Nú er
■ ég ekki að fjalla um neinar nýjar
I staðreyndir. Öll þjóð:n veit. hvern-
* ið ástandið er. En menn kynoka
■ sér við að horfast í augu við stað-
J reyndirnar. Samt eru fiskveiðar og
■ fiskvinnsla þær greinar framleiðsl-
! unnar, sem landsmenn þekkja og
J kunna til einna bezt.
• Daginn, sem þessi frétt birtist
! var í öðru dagblaðanna í Reykja-
■ vík samtal við hafnarverkamann,
! verkamann hjá Eimskip. Hann
sagði, að verkamennirnir við höfn-
= ina í Reykjavík fengju 22.75 kr.
!! um tímann við uppskipun, en
; verkamennirnir í New York fengju
fyrir sömu vinnu 127.89 kr. um
tímann. Nú geta menn skilið, að
127.89 kr. um tímann fyrir verka-
menn í hafnarvinnu í New York,
getur ekki verið neitt einstakt
fyrirbrigði, heldur svari þetta til
launakerfisins og launagreiðsln-
anna í Bandaríkjunum, alveg eins
og 22.75 kr. um tímann fyrir verka
manninn í Reykjavík svarar til
þeirra launa, sem yfirleitt eru
greidd á íslandi. Munurinn stafar
af því, hvað framleiðnin í fram-
leiðslukerfi Bandaríkjanna er á
miklu hærra stigi heldur en hjá
okkur, að Bandaríkjamenn eru
komnir miklu lengra áleiðis. Það
væri því synd að segja, að ekki
væru neinir möguleikar fyrir bætt
lífskjör við hið frjálsa atvinnu-
skipulag, sem Bandaríkjamenn
hafa, en sem ekki fær notið heil-
brigðrar þróunar hjá okkur. Mér
datt í hug, þegar ég las þetta við-
tal, að það væri líkast lofsöng um
Dr. Benjamín Eiríksson flutti
nýlega útvarpserindi um daig-
inn og veginn, er vakið hefur
mikið umtal. Það er birt hér
samkvæmt ósk höfundar.
auðvaldsskipulagið, því að hver
einasti verkamaður veit hver mun-
urinn er — þegar annar vinnur
fyrir 22.75 kr., en hinn fyrir 127.
89 kr. um tímann.
Sannleikurinn er sá, að horn-
steinninn í efnahagskerfinu er at-
vinnurekandinn, mennirnir með
skipulagshæfileikana, mennirnir
með hugmyndirnar, mennirnir
með framtakið. Allir vita, að þetta
gildir um bóndann. En það gildir
ekki aðeins um hann. Við þurfum
því að búa þannig um hnútana, að
þessir menn hafi hæfilega frjálst
svigrúm, að atvinnulífið sé skipu-
lagt með þetta fyrir augum, og að
þeir fái þá aðstoð, sem þeir þurfa
með, til þess að koma fram heil-
brigðum málum sínum. Gerum við
þetta ekki, verðum við nauðugir
viljugir að þenja út ríkisbáknið,
embættismannastéttina og skatt-
heimtuna. Sá andi er samt mjög al-
gengur, að atvinnurekendumir séu
menn, sem aðeins sækist eftir ein-
hvern veginn fengnum gróða, og
ef þeir græði, sé það til tjóns fyr-
ir þjóðféiagið. Þetta er náttúru-
lega hugsunarháttur, sem á alls
ekki við okkar þjóðfélag. Gróðinn
er fyrst og fremst mælikvarðinn á
það, hve hagkvæmt framleiðslan
er skipulögð, hve hagkvæmt skipu-
lagið sé á atvinnurekstrinum. Af
gróðanum eru svo byggð hin nýju
atvinnutæki, keyptar nýjar vélar,
bætt í haginn fyrir framleiðsluna
og afköstin aukin. Enn fremur
greiddir skattar til opinberra
þarfa. Og við afköstin hlýtur svo
kaupgjaldið að miðast, hvort mönn
um er það ljúft eða leitt. Það, sem
framleitt er, það eitt er til skipt-
; anna. Það. sem ekki er framleitt,
jþví skiptir enginn maður. Fram-
j leiðslan er grundvöllurinn að vel-
meguninni. Verkföll og annar órói
í ^þjóðfélaginu getur ekki breytt
hér neinu um. Þau geta aðeins sett
efnahagslifið úr skorðum og skap-
að ný vandamál og nýja erfiðleika.
Um þetta breytir engu, þó að
bæjarfélögin eða ríkið taki við at-
vinpurekstrinum, það þarf alveg
eins að finna mennina með skipu-
| lagshæfileikana, til þess að stjórna
þeim, fyrir því. En það gengur þá
I oft miklu verr, vegna þess að þá
| koma pólitísk sjónarmið. Enn frem
: ur er viðhorf atvinnurekandans
Orði® er frjálst:
VEGIN
annað til fyrirtækis síns heldur en
embættismannsins, þar sem hags-
munirnir liggja ólíkt í þessum
tveim tilfellum. Og endirinn er sá,
að hinn opinberi rekstur, bæði bæj
arfélaga og ríkis, verður það, sem
ég mundi vilja kalla embættis-
mannarekstur, en aðrir kalla stund
um sósíalisma. En embættismaður
er eitt, hversu góður og samvizku-
samur, sem tónn kann að vera og
atvinnurekandinn annað, eins og
ég tel reynsluna sýna.
Þjóðfélag okkar er sem óðast að
breytast í iðnaðarþjóðfélag, grund
vallað á atvinnufrelsi, þótt okkur
gangi enn dla að beygja okkur fyr
ir staðreyr.dum þess. Nýir atvinnu
hættir gera nýtt hugarfar óumflýj
anlegt, ef vel á að fara, hugarfar,
sem tekur fullt tillit til staðreynda
þessara nýja atvinnuhátta.
Mönnum verður að vonum tíð-
rætt um hinar nýju atómsprengjur
Rússa. Það eru margar hliðar á
því máli og ekki tími til að fara
langt út í það. En þó er það einn
hlutur, sem ég gjarnan vildi fara
nokkrum orðum um. Eitt af þeim
hættulegu efnum, sem myndast
við sprengingarnar er strontíum
90. Þetta efni, sem fer upp í há-
loftin og kemur smám saman til
jarðar með úrkomu, og þá sérstak-
lega á svæðum, þar sem úrkoma er
mikil, eins og hér á landi. í nýlegri
blaðagreín segir Baldur Steingríms
son, dýralæknir, að beinaveiki sé
að verða algeng í góðum mjólkur-
kúm. Þá segir hann, að beri að
byggja ódýrari og hollari fjós en
nú sé gert. Hvort tveggja minnti
mig á samtal, sem ég átti við dr.
Stewart, skozkan dýralækni, sem
hér var fyrir nokkrum árum, en ég
ferðaðist lítillega með honum.
Hann sagði mér, að fjósin væru
alltof heit og of loftlítil. Nautpen-
ingur væri útiskepnur og þeim væri
hætt við að sýkjast í of heitum
fjósum. Enn fremur sagði hann
mér, að doðinn og beinaveiki í
kúm stafaði af steinefnaskorti, sér-
staklega kalkskorti. Við vitum því,
að hér á landi vantar kalk í jurt-
irnar, sem kýrnar lifa á. Að ekki
er sérstaklega áberandi kalkskort-
ur í fólki, getur stafað af því, að
við borðum mikinn fisk. Strontí-
um 90, sem myndast við kjam-
orkusprengjur getur valdið blóð-
krabba í fólki. í bein manna, eink-
um barna, sezt strontíum 90, og
kemur þar fyiir kalk. Mér skilst
að minni hætta sé á því, að beinin
taki í sig strontíum, fái líkaminn
nægilegt kalk í fæðunni. Mig
langar því til að varpa fram þeirri
spurningu, hvort ekki væri æski-
legt, að stjórnarvöldin hvettu
bændur til þess að bera kalk á
tún og fengju bakara til að setja
kalk í brauð. Væri þetta ekki
skynsamleg varúðarráðstöfun?
En þessa daga berast fréttir frá
Rússlandi af fleiru en kjarnorku-
sprengingum. Það, sem áður var
rætt þar í hálfum hljóðum, er nú
hrópað af húsþökunum. Stjórnar-
far Stalíns var harðstjórn, einhver
blóðugasta og miskunnarlausasta
harðstjórn, sem nokkum tíma hef-
ur þekkzt í sögunni. Hversu blóðug
hún var, kom í fyrsta sinn í ljós í
kringum 1935. Þá var látið fara
fram almennt manntal í Sovétríkj-
unum. Manntalsskrifstofa Sovét-
ríkjanna hafði að vísu birt árlegt
yfir'lit eða áætlun um mannfjöld-
ann, byggt á fæðingar- og dánar-
tölum, en nú skyldi fara fram
manntal. Það vakti athygli, að nið-
urstöðurnar voru ekki birtar. En
um þetta leyti flutti Stalín ræðu,
þar sem hann þenti á, að í Sovét-
ríkjunum væri mikil mannfjölda-
aukning. Mannfjöldinn ykist um
sem svaraði einu Finnlandi árlega.
(Framh. á 13. síðu.)
I