Tíminn - 05.12.1961, Side 3

Tíminn - 05.12.1961, Side 3
INN, þriðjuc’.0:nn 5. desember 1961. 3 f V rcti fór á það á laugardaginn og var settur inn með viðhöfn klukkan níu BjaSll um jjvöidig^ Hér eru þeir að leiða hann inn í fordyrið. Þá nótt var hvert rúm skipað í gististaðnum við Síðumúla. Um nónbilið í gær var 31 nafn komið í gestabókina. Einn var búinn að gista tvisvar. Hann var settur inn klukkan 5,15 á sunnu- dagsnóttina og klukkan 8—9 um morguninn slepptu þeir honum. Laust eftir hádegi sama dag var hann kominn aftur. Ljósm.: Tíminn, G. E.). VOPNAHLÉ í JÓLA GJÖF TIL LAOS NTB—Geneve, 4. desember. Á alþjóSaráðstefnunni um Laos náðist í dag samkomulag um sex mikilvæg atriði, sem hafa verið ágreiningsefni ísam bandi við væntanlegt hlutleysi Laos. Talsmenn bæði Banda- ríkjanna og' Kína hafa lýst yfir ánægju sinni með þetta sam- komulag. Varaformaður bandarísku sendi- nefndarinnar, Wflliams Sullivan, sagði, að fullt samkomulag um La- os væri í augsýn. Chang Han-Fu, formaður kínversku nefndarinnar, sagði, að mikilli hindrun væri rutt úr vegi með þessu samkomulagi um flest mikilvægustu ágreinings- efnin. Hann lagði um leið áherzlu á, að það mundi auka á stríðshætt- una í Laos, ef ráðstefnan í Geneve færi út um þúfur. 0’ Brien skrifar um Kongodeiluna NTB—Elisabethville, París og New York, 4. desember. írinn O'Brien, sem um skeið stjórnaði aðgerðum Samein- uðu þjóðanna í Kongó, er nú að skrifa bók um Kongó og veru sína þar. Hann segir, að Beaverbrook blöðin eigi mikla sök á stuðningi Breta við Kat- angastjórn og að MacMillan foVsætisráðherra hafi átt hags- muna að gæta í Kongó vegna belgiska námufélagsins. O'Bri- en segir einnig, að Bandaríkin (Framhald á 2. síðu.) Skildi hestinn eftir og fór með snjóbílnum Það er haft eftir þátttakendum á ráðstefnunni, að allt útlit sé fyr- ir, að fullt samkomulag náist um Laos fyrir jól. Atriðin sex, sem samkomulag náðist um í dag, eru þessi: 1. Hvernig atkvæðagreiðslur far^ fram í aliþjóðlegu nefndinni, sem á að hafa eftirlit með hlut- leýsi Laos. 2. Hlutverk hinna tveggja for- manna Geneve-ráðstefnunnar. 3. Starfsemi eftirlitshópanna. 4. Hvernig rannsóknir á meintum hlutleysisbrotum fari fram. 5. Að alþjóðanefndin hafi eftirlit með, að banninu á innflutningi vopna til Laos verði framfylgt. 6. Hvað gera skuli, ef nágranna- ríkin verða notuð sem stökkpall ur í innanríkismál Laos. Kyrrahafsmarkaður gegn Sammarkaöi NTB — Melbourne, 4. desember Melboume Herald segir í dag í frétt, að Kanada hafi stigið fyrsta skrefið til að koma á fót Kyrrahafsmarkaði til að vega upp á iiióti inngöngu Breta í Sammarkaðinn. í Kyrrahafsmarkaðinum er ætlunin að séu Kanada, Banda- ríkin, Japan, Ástralía og Nýja-Sjáland. Tillga Kanada hefur verið lögð fyrir Bandaríkjastjórn, sem er sögð þessu mjög hlynnt. Kanada reiknar með, að áætlunin komist til fram- kvæmda von bráðar. Verzlunarmálaráðherra Kanada, George Hees, sagði í kvöld, að hann visSi ekki af því, að Kanada hefði í hyggju að koma á Kyxrhaf smarkaði. Jónsson, lögregluþjón á ísafirði. Þeir voru dæmdir í tveggja mán- aða fangelsi hver af sakadómi fsa- fjarðar á sunnudagsmorguninn og 5000 króna bótagreiðslu til lög- regluþjónsins. Þeir áfrýjuðu ekki til hæstaréttar. Á Litla-Hraun í gær Skipstjórinn barmaði sér yfir dóminum, þegar hann kom til Reykjavíkur. Hann er kraftalegur maður, en hásetarnir minni að vall arsýn, Caley minnstur og mjóslegn astur. Þeir gistu í Steininum í fyrrinótt. f gær voru þeir fluttir á Litla-Hraun. Leitarmenn fá vistir upp á fjöll — Mjólkurbill var rúma þrjá sólarhringa 50 km. leiÖ Enn er víða illviðri og hríð norðanlands og austan. Sam- göngur eru erfiðar eða liggja niðri, og eru þess dæmi, að bílar hafi verið á fjórða dæg- ur að komast 50 km. leið. Yfir- leitt er ekki hægt að tala um mikla fjárskaða, þó að sums staðar vanti enn allmargt fé, þar eð veður hefur hamlað leit. Pétur Jónsson í Reynihlíð sagði í símtali í gær, að þar um slóðir hefði fé af mörgum bæjum verið úti og austur á Fjöllum, þegar hríðin skall á um daginn. Fyrir sjö dögum lögðu tíu Mývetningar af stað að leita, en hafa ekki fengið neinn bjartan dag. í gær kom snjó bíll frá Húsavík í Reynihlíð og tók þar mjólk, en lagði af stað þaðan klukkan 4 með vistir til leitar- manna. Hann var einnig með hey handa því fé, sem þeir hafa fund- ið í fönn, og er búizt við, að hann komi með eitthvað af því til byggða. Pósturinn úr Möðrudal hafði ver ið hríðtepptur í Reynihlíð, er snjóbíllinn kom þangað í gær. Tók hann þann kostinn að skilja hest sinn eftir og hélt rneð bílnum á- leiðis austur. Blaðið hafði samband við Foss- hól í gær, og sagðist fréttaritaran- um þar svo frá, að þar hefði verið ákaflega slæm tíð að undanförnu. Vegir í nágrenninu væru ekki fær- ir nema snjóbílum. Til marks um ófærðina þar um slóðir má geta þess, að mjólkurbíll, sem nýlega brauzt frá Fosshóli til Húsavíkur, en það er um 50 km leið, var á fjórða dægur á leiðinni. Á Einars- stöðum í Reykjadal vantar 15 kipd ur, á Fljótsbakka og Lundar'brekku 5, en annars staðar færri eða ekki. Á Grímsstöðum á Fjöllum var stórhríð í gær, en þar hefur verið látlaust illviðri með fannkomu síð an 23. nóvember. Fé var úti á flestum bæjum, þegar veðrið skall á. Sums staðar náðist það alveg, en annars staðar vantar enn nokkrar kindur. Örfáar kindur hafa fundizt fenntar, en annars er naumast veð ur til að leita. Skipstjóri Laust eftir hádegi á sunnu- daginn stigu þrír Bretar út úr áætlunarflugvél Flugfélags- ins á Reykjavíkurflugvelli. Vélin var að koma frá ísafirði, en á flugvellinum biðu þrír rannsóknarlögreglumenn, sem tóku við Bretunum og fluttu þá í Steininn við Skólavörðu- stíg. _ . Bretarnir voru Richard Taylor, Lögreglan tekur við Bretunum á Reykjavíkurflugvelli. Fra vinstrl: Niorðúr Snœholm, rannsóknarlogreglumaður, [ skjpStjóri Raymond Manning og Rlchard Taylor, skipstjóri, Ingólfur Þorstelnsson, yfirvarðstjórl, Robert Caley, háseti, Raymond Mannlng, há- J R0bert Caley, hásetar, sem gerðust seti og Jón Halldórsson, rannsóknarlögreglumaður. I sekir um líkamsárás á Arnar barmaði sér

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.