Tíminn - 05.12.1961, Síða 6
6
TÍMINN, þriðjudaginn 5. desember 1961.
Stundum er eins og einstök
atviik, viss tímamót í lífi voru eða
samferSamannanna, rumsiki svo
við oss, að við lítum eins O'g ný-
vöknuðum augum á lífið.
Löngu liðnir atburðir, jafnvel
ekki stórbrotnir í eðli sínu, verða
oss nálægir og verulegir í öllum
sínum einfaldleik. Kannske er það
iíka í gegnum einföldu og óbrotnu
störfin sem við kynnumst bezt og
varanlegast.
í dag 5. des. verður sjötugur
Einar Jónsson á Mýrum, f. bóndi
í Geitdal. Og þann 21. des verður
kona haus, Amalía Björnsdóttir
einnig sjötug.
Einar er fæddur í Vailaneshjá-
leigu í Vallahreppi 5. des. 1891.
Foreldrar hans voru hjónin Jón
Jónsson, bóndi í VallaneShjáleigu
og Agnes Kolbeinsdóttir.
Jón var í föðurætt úr Þingeyjar
sýSlu, en móðurætt hans úr Suður-
Múlasýslu. Agnes var hins vegar
ættuð úr Lóni og því skaftfellskr
ar ættar, en fluttist á unga aldri
upp á Hérað’i. Annars verða ættir
þessar ekki raktar hér, til þess
brestur mig kunnugleik, en af báð
um þessum hjónum mun hafa stag
ið atgervis- og myndarfólk.
Jón otg Agnes bjuggu litlu, en
fallegu búi ,í Vallaneshjáleigu
enda var þar ekki aðstaða til stór
búskapar á þeim árum. Jón vaf
talinn afbragðs fjármaður og
skepnuhirðir hinn bezti, skepnur
hams voru því bæði fallegar og
afurðagóðar.
Jón var mikill að vallarsýn og
kartoienni að burðum. Fáskiptinn
hversdagslega og dulur í skapi, en
prúðmenni hið mesta.
Agnes var hins vegar ódul og
tilfinningarík, og ég held að allir
hljóti að minnast hennar með hlý-
hug og virðingu, sem kynntust
henni að mokkru ráði.
Hún sá allt í ljósi hins fagra og
gióða. Tók málstað allra,, sem
hallað var á og beitti þá tíðum
hinni ffnu kímni, sem hún var
gædd f ríkum mæli, en fór svo
vel með, að engan meiddi.
Þau voru ekki margbrotin húsa
'kynnin í Vallaneshjáleigu, en þar
var gott að koma og þangað komu
margir, gestrisnin og velvildin
geislaði á móti manni.
Eg get með sanni sagt, að „mér
eru gömlu minnin kær“. Ég minn
ist margra ánægjustunda í Hjá-
Sjötug Bifóniu:
Amalía Björnsdóttír og Einar
frá Geitdafl
Jónsson
leigunni og margra samskipta okk
ar Einars frá þeim árum, þó að
aldursmunu rværi nokikur, og þá
dálítið áberandi.
Amalía er fædd að Vaði í Skrið
dal 21. des. árið 1891. Foreldrar
hennar voru sæmdarhjónin Ingi-
björg Bjarnadóttir frá Viðfirði og
Björn ívarsson, bóndi á Vaði. —
Björn var mikill bóndi og heim-
ili þeirra rómað austur hér fyrir
gestrisni og myndarskap.
Jón og Agnes áttu tvo syni,
Einar og Árna, sem var þremur
árum eldri. Þeir ólust báðir upp
með foreldrum sínuim og urðu
brátt efnismenn mi'klir, stórir og
stæltir og hinir mestu garpar til
vinnu.
Barnafræðslu fengu þeir góða,
eftir því sem þá gerðizt. Heimilis
kennari var stundum á Vallanes-
hjáleigu tíma og tíma, eins og
víða tíðkaðist á Héraði á þeim
árum. Notaðist sú kennsla furðu
vel, þar sem jarðvegur var góður
fyrir.
Árni var fjörmaður mikill, til-
finningarikur og kappsfullur.
Hann stundaði tveggja ára nám
á búnaðarskólanum á Hvanneyri
og gat sér þar mikinn orðstír fyr-
ir dugnag í námi og starfi. Að
liámi loknu hvarf hann aftur heim
til foreldra sinna, þvl að samkomu
lag innan þessarar fjölskyldu var
á þann veg, að ekki varð á betra
kosið. Einar fór ekki á skóla, en
hafði, eins og áður segir, góða
fræðslu úr heimahúsum, sem not-
aðist honum vgl, er út í lífið kom,
Árið 1910 fluttist þassi fjöl-
skylda frá Vallaneshjáleigu að
Múl'astekk í Skriðdal og voru þeir
bræður þá að mestu teknir við
búsforráðum. — Þar voru þeir til
ársins 1919, að þeir fluttust að
Sauðhaga á Völlum,
Árið 1912 kvæntist Einar Ama-
líu Björnsdóttir frá Vaði. Þetta
þótti ráðahagur góður og ekki
öfundarláus af öllum, því að tví-
mælalaust var Amalía í fremstu
röð ungra kvenna hér. Hún var
Tolleftirlitið á
á Keflavíkurvelli
Vegna greinar í 279. tbl. Þjóðvilj
ans í gær undir fyrirsögninni „Toll
eftirlitið á Keflavíkurflugvelli er
botnlaust", óskast tekið fram:
Flutpingar af flugvellinum til
varnarsvæðanna, svo sem radar-
stöðvanna á Hornafirði og á Langa
nesi, hvort heldur er ótollaður
vamingur frá varnarliðinu eða
verktökum þess, er að sjálfsögðu
háður tol'leftirliti. Eftirlit þetta er
fólgið í því, að smávarningur, há-
tollavara, sem og áfengi, tóbak og
bjór, er undir tolleftirliti talið í
lokaða kassa, oft svonefnd „Conex
Box“, sem síðan eru innsiglaðir af
todlgæzlunni og skrá gerð yfir varn
inginn. Annar varaingur, svo sem
byggingarefni, er talið upp og sett
á skrá og athugað af löggæzlumönn
um er varningur fer af flugvellin-
um, að annað sé þar ekki en skráin
sýnir.
Er flutningur þessi kemur á á-
kvörðunarstað, eru þar til staðar
löggæzlumenn, er telja upp vara-
inginn og endursenda því næst toll
skjölin með áritaðri móttöku.
Flutningur á varningi með bif-
reiðum til varnarstöðvanna við
Sandgerði og Grindavík er og toll-
skoðaður oe settur á skrá. áður en
fríð sýnum, greind í bezta lagi og
hafði þá nýlokið námi vig kvenna
skóla Reykjavíkur. Það sýndi sig
líka brátt, að hún var búkona
mikil, sem hún átti kyn til.
Árið 1918 gekk Árni að eiga
Jóninu Björnsdóttur frá Vaði,
systur Amalíu, en félagsbúskapur
þeirra breyttist þó í engu vig það
— árið 1923 fluttust þeir bræður
frá Sauðhaga að Geitdal, sem er
afréttarjörð og lengst af stórbýli.
Landrými er þar mi'kið og land
Amalía var gædd flestum þeim
eiginleikum, sem góða húsmóður
mega prýða, svo sem reglusemi,
dæmafárri starfsemi og háttprýði
í allri framgöugu, og Einar þessi
mikli dugnaðar- og fyrirhyggju-
maður. Þag fór því að líkum, að
heimilið bæri svipmót þessarra
einkenna. Á þessu tímabili var
Einar einn allra hæsti gjaldandi
Skriðdalshrepps og almennt tal-
inn með beztu bændum á Héraði.
Einar líktist föður sínum i því,
gæði. Heyskapur ag fornu fari í að vera góður fjármaður og gripa
hann er fluttur út af flugvallar-
svæðinu og hið sama er um varn-
ing i lóranstöðina á Hellissandi
og í varnarstöðina í Hvalfirði, en
við htoar síðasttöldu eru og lög-
gæzlumenn, er athuga að varning
ur komist á ákvörðunarstað og end
ursenda tollskjöl með áritun þar
að lútandi.
Frá því að varnarliðið kom hing-
að hafa varnarliðsmenn, er þeir
hafa farið í veiðiferðir, svo sem til
vatna þeirra, er þeir leigja í Borg-
arfirði, fengið að hafa með sér
tollfrjálst veiðiútbúnað og nauð
synleg matvæli til ferðarinnar.
Er skrá gerð yfir útbúnað þenn
an og matvæli, og það er athugað
af löggæzlumönnum, er menn þess
ir fara út af flugvellinum í ferðir
þessar, að annað sé ekki með í
flutningi þeirra en leyft hefur ver
ið.
Vöruflutningar til varnarliðsins
frá Reykjavík eru og undir toll-
eftirliti, þó að það sé ekki frá
þessu embætti.
Þetta tilkynnist öllum þeim, er
hið sanna vilja vita í þessum efn-
um.
Koflavíkurflugvelli, 4. des. 1961.
Björn Ingvarsson.
mikill og góður, það var því að
vonum, að þessum dugnaðarmönn
um léki hugur á slíku jarðnæði,
er þar stóð til boða, því að þótt
búskapur þeirra væri í alla staði
góður, bæði á Múlasekk og Sauð-
haga og heimilin ges-trisin og
myndarleg, voru þeir á hvorugum
staðnum alls kostar ánægðir. —
í Geitdal varð fljótlega hjá þeim
mi'kill búskapur og við Geitdal hef
ur Einar lengst af verið kenndur.
Þar slíta þeir bræður félagsbúskap
sínum í fullu bróð'ermi. Árni fór
niður á Reyðarfjörð og þaðan til
Reykjavíkur og lézt þar árið 1933.
Ámi átti eina dóttur barna,
Agnesi að nafni, sem ólst upp hjá
Einari og Amalíu ásamt einkadótt
ur þeirra, Ingibjörgu.
Búskapur þeirra Einars og
Amalíu var með mj.klum myndar-
brag ,alla þeirra bús'kapartíg í
Geitdal. Fór þar saman áhugi og
atorka beggja, svo að vart mátti
á milli sjá.
hirðir.
"Allar skepnur átti hann bæði
fall'egar og góðar jafnt kýr kind-
ur og hross og fóð'raði þær manna
bezt.
Aldrei sá hann fyrir endann á
heybirgðuim sínum, og er han lét
af búskap á Geitdal, var hann í
mörg ár að vinna upp sín gömlu
hey.
Hann kynbætti fé sitt og lét úti
um eitt skeið, allmild'ð af fjárhrút-
um, sem reyndust vel, og svo langt.
náði hann í fjárræktinni, að eiga
að dómi dr. Halldórs Pálssonar,
ullbezta hrútinn á landinu.
f sambandi vig búskap þessara
hjóna í Geitdal, langar mig að
segja eina litla sögu, sem þó tal-
ar sínu máli. Það var einu sinni
snemma sumars, meðan Benedikt
heitinn Blöndal var trúnaðarmað-
ur Búnaðarsamb. Austurlands, að
hann kom ag kvöldi dags til mto
að Þorvaldsstöðum og kvaðst ætla
að gista um nóttina, en fara dag-
inn efir inn að Geitdal og talaði
að því, ag ég færi með sér. —
Morguninn eftir var Blöndal
snemma á fótum og kvaðst vilja
drekka morgunkaffið í Geitdal.
Á leiðinni ræddum við um bænd
ur og búskap og meðal annars um
Einar og búskap hans.
Þegar við komum ag túnhlið-
inu, fór ég af baki og opnaði, en
er ég leit við, sá ég Bl'öndal á
harða spretti fram að fjárhúsun-
um á túninu.
Eg viss'i satt að segja ekki, hvað
þetta háttalag átti ag þýða og fór
mér hægt. En Blöndal fór að öll-
um fjárhúsunum og leit inn í þau.
Síðan riðum við í hiað og buðum
Einari góðan daginn, sem stóð í
hlaðvarpanum með smávegis kímn
isbros á vörum. —
Nú var drukkig indælis kaffi
hjá Amalíu og spjallað góða stund
um daginn og veginn og síðan hald
ið til baka —
Þegar við höfðum stutt farið,
snýr Blöndal hesti sínum til hálfs
og segir formálalaust: „Það má
fara svo í gegnum hei'lar sveitir,
að maður sjái ekki svona fallega
umgengni og hér er bæði úti og
inni.“ (En Blöndal hafði sína að-
ferg til að komast að því, sem
hann langaði til að vita). —
— Það er kannske nokkuð f
eðlilegu sambandi við það, sem
hér er ag framan sagt, að Einar
hefur aldrei komizt í kynni við
hin svokölluðu kreppu- eða harð-
indalán bændastéttarinnar.
Samhliða búskapnum hefur Ein-
ar gegnt ýmsum trúnaðarstörfum
fyrir sveit sína, enda fyrir margra
hluta sakir vel fallinn til slíkra
starfa. Ágætlega greindur, róleg-
ur og athugull í huigsun og rök-
fastur í skoðunum, þegar hann
hefur tekig sinar ákvarðanir, þá
(Framh á 15 síðu.)
Ásmundarbókin komin:
Saillingurinn, sem sté
fram í birtu sögunnar
Ásmundarbókin, sem
Helgafell hefur haft á
prjónunum, er komin út, og
er það skemmst að segja,
að þetta er einhver feg-
ursta bók, sem gefin hefur
verið út á íslandi, enda
sýnilega til hennar vandað
á allan hátt, svo sem frek-
ast má verða.
í henni eru rúmlega eitt
hundrað og fimmtíu myndir af
verkum Ásmundar Sveinssonar,
flest heilsíðumyndir, en auk
þess margt ágætra mynda af
listamanninum sjálfum við
störf eða meðal fjölskyldu sinn
ar.
Halldór Kiljan Laxness hef-
ír skrifað formála, sem birtur
er á fjórum tungumálum — ís
lenzku, dönsku, ensku og
frönsku. Sá formáli hefst á því,
er Kiljan var á ferð vestur í
Dölum með Stefáni frá Hvíta
dal. Á Kolsstöðum í Miðdölum
stóðu sjö feðgar á hlaði úti.
„Út úr þessum hópi sté einn
maður fram og gekk rakleitt
inn í birtu sögunnar, myndsnill
ingurinn í alþjóðlegri merkingu
þess orðs, Ásmundur Sveins-
son“, segir Kiljan.
Með þessari bók hefur Ás
mundi verið sýndur sá sómi
sem vera ber.