Tíminn - 05.12.1961, Page 9
T Í,M I N N, þriðjudaginn 5. desember 1961.
Það var hjarn yfir ölilu, svart
fjörugrjótig1 sker sig frá umhverf-
ítiu, og lognaldan líður mjúklega
upp í flæðarmáJið. Brimbrjótur-
inn er rauður og tveir bátar liggja
enn þá, en hún setur svip sinn
á ÞorTáikshöfn öðru fremur. Niðri
vi® höfnina eru rnörg hús, tvö þó
reisulegust, fóðurblöndunarstöð
kaupfélagsins og Hraðfrystihús ■
MeitiJsins, en það er stórt, ný-1
byggt hús.
BYRJAÐI SMÁTT
Það er forvitnilegt fyrir ókunn
uga að kooia í yngsta sjávarþorp j
á fslandi, en Þorlákshafnarbær er
nýr. Vitaskuld er Þorlákshöfn eld
gamalt útræði, en þá var þar ein-
vörðungu verstöð. Við hit.tum að
máli Árna Benediktsson, skrif-
stofustjóra Meitilsins, en það 'hluta
félag hefur endurreist Þorlákshöfn
og byggt frá grunni. Ámi- á sæti
í Þorlákshafnarnefnd, sem er skip
uð 9 mönmrm úr Ámes- og Rang-
árvallasýslu, en nefndin hefur
nú eftt og annað afrekað í hafnar
máli Suðurlandsundirlendisins,
sem imargir nefna þessar sýslur.
— Það var árið 1949, sem Meit-
iHinn var stofnaður og árið eftir
hófust framkvæmdir hér í Þorláks
höfn. Það var ebki farið geyst af
stað, því að aðeins reru þá 3—4
litlir vélbátar. Þorlákshöfn reynd-
ist svo sem við var búizt, fengsæl
verstöð, og þetta óx og dafnaði.
Bátunum fjölgaði í 8, en fleiri
geta þeir ekki orðið, það gerir
hafnaraðstaðan, sem er afleit,
sagði Árni.
ÁTAK f HAFNARMÁLUM
— Þið hyggið á stórframkvæmd
ir?
— Jú, rétt er það, segir Árni
og horfir út yfir leguna. — Það
verður á næstu tveim árum unnið
hér fyrir 52.000,000 kr., en þótt
allt fari að óskum, þá hrekkur
ÞaS var slður í Þorlákshöfn allt fram á þriSja áratug þessarar aldar, aS sjómenn báru aflann á sjátfum sér á
kamb, og var síðan gert að fiskinum á „velll", sem var flöt, gerð úr grjótl. Á vellinum var gert að flskinum,
hvernlg sem viðraði — hausaður, flattur og síðan saltaður í grjótbyrgi með hallandi þaki.
Þessl mynd er úr frystlhúslnu f Þorlákshöfn, en það er nýbyggt, elns og kunnugt er. Starfsfólk hússlns
vinnur í björtum salarkynnum, en húsið stendur þar, sem áður voru vellir vermanna í Þorlákshöfn.
„¥ið bindum vonir við
þennan stað”
Rætt vií Árna Benediktsson, skrifstofwstjóra
Meitilsins í Þorlákshöfn
þag fé ekki alveg fyrir höfninni.
Ráðgert er að lengja þennan aðail-
garð, sem þú sérð, um 90 metra,
en syðri garðinn um ca. 75 metra.
Síðan verður byggður annar 90
metra garður, sem lokar höfninni.
Það þarf ekki að talka það fram,
að þegar þessum framkvæmdum
er lokið, verður annag upp á ten-
ingnum hér í Þorlákshöfn. Þó verð
ur nauðsynl'egt að byggja brim-
brjót til að taka ólögin af hafnar-
garðinum og þag verður að gera
í framtíðinni.
NÝ GRÓSKA
— Það þarf ekki að lýsa því
sérstaklega, heldur Ámi áfram,
— að miklar vonir eru bundnar
við þessar framkvæmdir. Við er
um vérklausir eins og er. Þag er
allt tilbúið undir það í landi, að
auka fiskframleiðs'luna hér og um
leið og aðstaðan yerður betri í
hafnamálunum, fjölgar hér bátum
Það er hægt að f’á nóga báta. Þor-
lákshöfn liggur vel við fiskimið-
um allt árið, og á vertíðinni erum
við miðsvæðis.
VAXANDI ÞORP
— Það munu nú vera hér um
50 íbúðarhús, og íbú'ðir eru á
þriðja hundrað talsins, það er að
fólk, sem hérna býr allt
árið, en á vertíðum er þag miklu
fleira og alltaf er hér nokkuð
af aðkomufólki. Á vertíðinni er
hér á fimmta hundrað manns,
ARNI BENEDIKTSSON,
skrlfstofustjóri.
þegar flest er, þar af 90 sjómenn,
eða rúmlega það.
Það þarf ekki að taka það fram,
að íbúarnir í Þorlákshöfn hafa trú
á atvinnuuppbyggingunni hér. Við
bindum vonir við bennan stað.
Hér er þægilegt að búa, næg
atvinna. Hér var verið að opna
nýtízku kjörbúð. Það var einmitt
verið ag oþna hana í dag. Þú ætt-
ir að skoða hana. Það er mikils
virði að hafa góða verzlun, því að
dýrt er að þurfa að skreppa til
Reykjavíkur, eða til annarra staða,
ef eitthvag vantar annað en dag-
legar þarfir manna. Það má segja,
að dauflegt sé hér, ef miðað er
við skemmtanalíf, eins og það er
í stærri bæjum. Þó gerir fólk sér
eitt og annað til skemmtunar. All-
mörg félög eru starfandi og hér
er ágætur blandaður kór. Söng-
stjórinn heitir Ingimundur Guð-
jónsson oig er prýðilegur og áhuga
samur söngstjóri.
BRÚIN Á ÖLFUSÁ
— Það er mikið rætt um brú
við ósa Ölfusár. Hvað geturðu sagt
okkur um þag mál?
— Það má segja, segir Árni, —
að allir í Ámess- og Rangárvalla-
sýslu séu sammála um það, að
höfnin hér og brú á ósa Ölfusár
séu brýnustu framfaramál þess-
ara sýslna. Það er meira ag segja
sama hvar menn standa í flokki,
og er þá mikið sagt. Þegar brúar-
gerðin befur verið framkvæmd, þá
verður af því mikil samgöngubót
fyrir héraðið, ekki sízt eftir að
þrengslavegi er lokið. Þá styttist
leiðin frá Þorlákshöfn til Reykja-
víkur úr 68 kllómetrum í 45 km.
Brú á Ölifusá við ósana myndi
stytta leiðina frá Þorlákslhöfn til
Selfoss úr 36 km. í 24. Svo að
maður tali nú ekki um það, hve
mikið leiðin styttist til Eyrarbakka
og Stokkseyrar, því að það er löng
leið í bíl, þótt skammt sé til þess-
ara bæja frá Þorlákshöfn, því að
nú verður ag fara yfir Ölfusár-
brúna hjá Selfossi. Brú á Ölfusá
niður við ósa hennar mun verða
ný líftaug milli þessara bæja, og
héraðsins i heild. Þessi brú verður
því dýrmætari, ef hún er metin
með nýju höfnina hér i Þorláks-
höfn fyrir augum. Þegar hafnar-
gerðinni er lokið, opnast ný leið
til aðflutninga og afskipunar fyr-
ir sýslurnar. Þótt fflest íslenzk
skip geti komið í Þorlátahöfn
miðað við dýpi við bryggjuna og
beztu aðstæður, er þetta mjög erf-
s itt fyrir stærri skip. Við gerum
I t.d. ráð fyrir, að allt eldsneyti
I eða olía verði flut.t beint til Þor-
lákshafnar með skipum í fram-
tíðinni, en þetta eru nú framtlðar
draumar, segir Árni Benediktsson
skrifstofustjóri að lokum. Og bæt-
ir svo við: — Það kom fjörkipp-
ur i byggingarmálin okkar hér í
vor, mörg hús í smiðum. Það veit
ir ekki af, því að hér er gróska
í öllu.
Við þökkum Árna fyrir upplýs-
ingar hans og tökurn undir það,
að óvíða í þessu landi hillir undir
meiri framfarir til lands og sjávar
én í Þorlákshöfn.
J. G.
Slæm landkynning
Á efstu hæð frystlhússlns I Þorlákshöfn eru verbúðir fyrlr s|ómenn og
landmenn Meltilsins. f öðrum enda hæðarinnar er rúmgóður matsalur fyrir
starfsfólkið, og þar inn af er eldhústð. Meðan við skoðuðum húsið, grip-
um við tækifærið tij að gera eina blómarós, sem þar vinnur, ódauðlega.
Hér með birtum við myndina, sem við tókum. Vlð vltum ekkl, hvað hún
heitir, en þeir, sem vilja vita eitthvað nánar um hana, verða bará íð
gera svo vel að ráða sig til Þorlákshafnar á vertíð!
I fyrravor gaf að lesa í ís-
lenzkum dagblöðum undir stór-
um fyrirsögnum, að halda
skyldi samkeppni um nýtt
skipulag Reykjavíkurbæjar.
Var slegið á stórt og öllum arki
tektum Norðurlanda boðin þátt-
taka. Eftir nokkurn tíma kom
þó í ljós, að yfir of miklu hafðl
verið ginið. Forstöðumenn sam-
keppninnar sáu fram á, að hún
yrði of umfangsmikil og tíma-'
frek í þeirri mynd, svo að
ákveðið var að takmarka sig
við framtíðarskipulag Fossvogs,
og skyldi samkeppnin vera hug-
myndasamkeppni. Út var gefið
prógram, lofað góðum verðlaun
um, og öllum undirbúningi
hraðað eftir föngum, því að
mikið lá á fyrir afmæli Reykja-
víkurbæjar.
Allmargir arkitektar frá öll-
um Norðuriöníþjm tóku til
starfa, meðal þeirra arkitekt-
arnir Marita Hagner, Olli Par-
viainen og Syder Braathen, sem
við verðlaunaútnefningu hlutu
fyrstu verðlaun. Þetta gat að
Iesa í blöðum hérlendis og er-
Icndis, og hlutu höfundar verks
ins verðskuldað' lof og þakkir
fyrir verk sitt. Albnikið var
skrifað um framkomnar tillög-
ur, rætt um hvort þær skyldu
framkvæmdar eður ei, og virt-
ust flestir ánægðir og álitu mál-
ið úr sögunni. Ekki voru þó al-
veg allir ánægðir. Þeir, sem
höfðu lagt sig alla fram og hlot-
ið' lof fyrir verk sitt, voru ekki
ánægðir með lofið eitt. Höfund-
ar verksins, sem hlaut 1. verð-
laun, lásu í dagblöðum Hclsing-
fors ,að þeir hefðu orðið hlut-
skarpastir, en annað fréttu þeir
ekki. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrir-
spurnir til forráðamanna keppn
innar gerðist ekkert. Loks, um
miðjan nóvember kom bréf,
sem hafði að geyma ávísun á
verðlaunaupphæðina, og hafði
þó verið klipið af, sem svaraði
gengislækkun íslenzku krón-
unnar í sumar. Ekkert var
minnzt á hvort þeir skyldu
vinna úr verkinu, hvort það
skyldl tekið til athugunar,
hvort þvi hafði verið fleygt,
engar þakkir, ekkert. Var allt
bara grín og skrípaleikur?
Við, sem erlendis dveljumst
vonum, að þannig verði gengið
frá hnútum næst, að glósur er-
lendra vegna trassaskapar
stjórnarvalda á íslandi þurfi
ekki að kllngja í eyrum okkar,
og landkynningarstarfsemi af
þessu tæi verð) stillt i hóf i
framtiðinnl. Þ.S.