Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 3
★ UOL'ABLAÐ TÍMANS 1961 + 3 !', Þegar líður að jólum er farið að : liugsa um matargerð fyrir hátíðisdag- ) aua. Flestir hafa nakkuð fastan mat- ) seðil ár frá ári, en hvort tveggja er, í að alltaf bætast ný heimili við á ári ) hverju og svo er gaman að breyta ( svolítið' til. Hér eru nokkrar matar- > uppskriftir víða að úr heiminum, sem ; gaman er að reyna. Nú er hægt að J fá ávexti og ávaxtasafa í dósum, svo ) hægt er að hagnýta sér uppskriftir af ; kökum, sem ávextir eru í. og svo ' ávaxtadrykki eins og ananaspúns, ) sem blandað er úr fleiri tegundum ) ávaxtasaía og kryddað. Það gæti verið > skemmtileg tilbreytni frá gosdrykkj- > unnm og fer vel með kökum. j Rækjugratín er auðvitað dýrt, en ) til hátíðabrigða er það ákaflega góður > og skemmtilegur fiskréttur. Kjötrétt- ' irnir eru drjúgir og í Suður-Afrík- ) anska réttinn má vel nota kjötaf- ) ganga. j Eitt af því lostæti, sem öðru hvom r) fæst hér, er hreindýrakjöt. Sé það i vandlega matreitt cr það með bragð- <j bezta kjöti, sem fáanlegt er. Auk upp- >> skriftarinnar, sem er nú í blaðinu, V) mætti benda á að steikja t.d. þykka <( sneið af læri með sveppum og sjóða >j í rjóma og vatni. Yfitleitt er gott að jj minnast þess, að hreindýrakjöt er >> þurrt í sér og smjör cða rjómi breytir )) því mjög til batnaðar. Hreindýrasteik Af hreindýrshrygg eru skornir í einu lagi vöðvarnir beggja megin við hrygg- inn og síðan sneiddir í allþykkar sneiðar. Sneiðarnar barðar létt, stráð á þær pip- ar, paprika og salti. Sneiðarnar biúnaðar á báðum hliðum í smjöri, en margir vilja hafa þær rauðar innaní. Síðan er súrum rjóma hellt yfir kjötið og látinn hitna vel áður en kjötið er lagt á heitt fat. Sósan er bragðbætt með rauðvíni, sítr- ónusafa, sykri og einu glasi af madeira og kjötkrafti, ef vill. Sósunni er hellt yfir kjötið og góðum kartöflujafningi sprautað frammeð á fatið og einnig má skreyta með fleira grænmeti. Hreindýrshrygg má einnig steikja í ofni eins og lambshrygg. Sumir leggja flesksneiðar ofan á hann, þýí að hrein- dýrakjöt er fitulítið. Ávaxtakaka 1 bolli hveiti % bolli saxaðar möndlur % bolli rúsínur i/2 bolli feiti 3 egg Vz tesk. salt 1 bolli ávextir, niðursoðnir, nýir eða þurrkaðir. Blandið möndlum, ávöxtum og rúsín- um í skál ásamt hveitinu. Smjör og sykur hrært ljóst, eggin samanvið, eitt og eitt í senn. Hveiti- og ávaxtablandan látin útí smátt og smátt. Djúpt hringmót klætt innan með vaxpappír og deigið látið þar í. Ef til vill má láta möndlur og ávexti ofan á kökuna. Vaxpappír búndinn yfir mótið, kakan soðin í vatns- baði í einn klukkutíma. Pappirinn tek- inn ofan af og kakan bökuð við hægan hita í 1 klst. Banana- og hnetnbrauS % bolli sykur Vi bolli smjörlíki 2 egg 1 bolli marðir bananar 2 bollar hveiti 2 tesk. gerduft V2 tesk. salt V\ tesk. sódaduft 1 bolli saxaðar hnetur Smjörlíki og sykur hrært létt og ljóst, eggin þar útí, þá bananar og síðan þurru efnin, vel blönduð. Hnetum hrært síð- ast í deigið. Bakað í venjulegu sóda- kökumóti í meðalheitum ofni 60—70 mínútur. Geymist vel í ísskáp eða frysti- hólfi, og vafið í alúminíum- eða vax- pappír. Apríkósu- og hnetubrauð V2 bolli þurrkaðar aprikósur 1 egg 1 bolli sykur 2 matsk. bráðið smjör 2 bollar hveiti 3 tesk. gerduft • V\ tesk. sódaduft % tesk. salt Vz bolli hreinn appelssínusafi V\ bolli vatn 1 bolli saxaðar hnetur eða möndlur Apríkósurnar lagðar í bleyti í hálf- tíma. Þerraðar og saxaðar. Eggin þeytt með sykrinum, smjöri blandað í. Þurru efnunum blandað saman og hrært í til skiptis við appelsínusafann og vatnið. Hnetur og apríkósur hrærðar síðast í. Bakað í móti í meðalheitum ofni lVz klst. Bananahrauð 1% bolli hveiti 2% tesk. gerduft V2 tesk. salt % bolli smjörlíki % bolli sykur 2 egg 3—4 vel þroskaðir bananar (250 gr.) Smjörlíki og sykur hrært vel, eggin útí og marðir bananarnir. Hveiti og öðr- um þurrum efnum hrært gætilega sam- anvið. Bakað í móti í röskan klukkutíma. Geymist vel í ísskáp. Brúnar smákökur 2 bollar hveiti 2 tesk gerduft Va tesk. salt Vt bolli smjör'líki 1Y4 bolli púðursykyr 1 þeytt egg Vz bolli saxaðar hnetur 1% tesk. vanilla Sykur og smjörlíki hrært og þurru efnunum og egginu blandað útí. Mótað í grannar lengjur, sem vafðar eru í vax- borinn pappír og kældar í ísskáp. Þegar deigið er orðið nógu hart, er það sneitt í þunnar speiðar og þær bakaðar á plötu í vel heitum ofni. Kartöfhipönnukökur 1% pund kartöflur >/2 líter mjólk , 3 egg 2 matsk. smjör Steyttur kanell Sykur Súr rjómi Kartöflurnar soðnar og marðar í skál. Þeyttar eggjarauður, smjör, kanell og sykur hrærður út í. Eggjahvíturnar þeyttar og hrærðar út í. Bakað ei.ns og stórar lummur og borið fram með súr- um rjóma. Hrísgrjónaháðingur V4 bolli sykur eða hunang Vi tesk. salt 2 hrærð egg 2 bollar sjóðandi mjólk , % bolli soðin hrísgrjón V4 bolli steinlausar rúsínur x 1 tesk. sítrónusafi V2 tesk. vanilla Sykur eða hunang, salt og egg hrærð saman og heitri mjólk hellt gætilega útí, þá hrísgrjónum og kryddi. Helll i smurt, eldfast mót og bakað í meðal- heitum ofni 45 mín. Skammtur handa 4—6 manns. Bckisð epli 2 matsk. smjör 2 bollar mulið hveitibrauð Vz bolli sykur y4 tesk. kanill Vi tesk. múskat Safi og rifið hýði af einm sítrónu 4 bollar skorin epli V4 bolli vatn Rjómi Smjör brætt, brauðmylsnunni hrært útí. Sykri og kryddi blandað saman, ásamt sítrónuberki. Fjórðahluta af brauð blöndunni er stráð í smurt, eldfast mót, næst helmingnum af eplunum, þá helm- ingnum af kryddinu, aftur fjórðung af brauðmylsnunni, afganginum af eplun- um, brauði og kryddi. Lok sett yfir og bakað í meðalheitum ofni í 45 mínútur. Lokið tekið af, hitinn aukinn og skorp- an ofan á mótinu látin brúnast. Borið fram með þeyttum rjóma. Rækiisgratío. frá New Orleans 1 kg. rækjur Safi úr hálfri sítrónu 250 gr. smjör 1 bolli hveiti 1 tesk. salt V4 tesk. pipar 3 þeyttar eggjarauður 2 matsk. sherry >/4 bolli rifinn ostur * ' V4 bol'li brauðmylnsna Rækjurnar látnar í kalt vatn og sítr- ónusafinn með, suðu hlcypt upp á þeim. Soðinu hellt af og það geymt. Smjörið brætt í potti, bakað upp með hveiti og soði. Krydd, eggjarauður, vín og 2 mat- sk. af rifnum osti hrært útí. Rækjunum blandað í. Hcllt í smurt, eldfast mót, brauðmylnsnu og osti stráð yfir. Bakað í meðalheitum ofni í 15 mínútur eða þangað til skorpan er búin að taka á sig lit. 6—8 skammtar Lauksúpa 2 matsk. smjör eða smjörlíki 2 meðalstórir laukar, sneiddir 2 bollar hænsnakjötssoð eða kjöt- teningasoð, salt og pipar, frans'k- brauð, rifinn ostur Smjörið brætt í potti og laukurinn brúnaður örlitið í því. Soði og kryddi bætt í eftir smekk og soðið 15 mín. — Franskbrauðssneiðar glóðaðar, ofan á þær hlaðið rifnujm osti og brugðið í ofn eða undir glóðarrist, þar til osturinn bráðnar og brúnast. Ein brauðsneið lát- in á hvern disk og súpu hellt yfir. Tveir skammtar. 4 stórar kartöflur, 4 gulrætur 1 egg 3 matsk. rifinn ostur 2 matsk. smjörlíki 2 matsk. súr rjómi salt pipar V2 tesk. sinnepsduft Rifinn ostur og smjör ofan á fatið Kartöflurnar og gulræturnar hreins- aðar, sneiddar og soðnar í vatni, tekn- ar upp og marðar gegn um sigti. Egg, ostur, smjörlíki, rjómi, salt, pipar og sinnep hrært saman og útí kartöflurn- ar. Látið í eldfast mót, rifnum osti stráð yfir og smjörbitar látnir með. Bakað við yfirhita eða undir glóðarrist þar til brúnast að ofan. Sex skammtar. Bak&ðar kálfa- 4 kálfakótellettur 1 hvítlaukur saxaður, hveiti 4 matsk. smjör 1 bolli rjómi Mj bolli saxaður laukur Salt, pipar. Kótelletturnar þerraðar með rökum R Ð I Ð klút. Flís af hvítlauk stungið í hverja kótellettu (því má sleppa), síðan er þeim velt upp úr hveiti og þær brún- aðar í smjöri. Lauk .og rjóma hrært saman við smjörið á pönnunni, soðið saman og hellt yfir kjötið. Bakað í með- alheitum ofni í hálftíma. Borið fr'am með grænmeti. Hænsnafríka^sé 1 hæna (3 pund), sundur bútuð, sjóðandi vatn 1 meðalstór laukur, saxaður 4 piparkorn, 2 negulnaglar, lár- berjablað (ég hef notað steytt krydd ef annað er ekki til) 1 matsk. salt Sósa: 3 matsk. hænsnafeiti V2 bolli hveiti 3 bollar hænsnasoð V2 tesk. rifinn sítrónubörkur Vt tesk. pipar 2—3 matsk. hvitvin (ekki nauð- synlegt) 1 eggjarauða Vt boltli rjómi. Hænan hreinsuð og þvegin vel. Látin í pott og sjóðandi vatni hellt yfir svo að naumlega fljóti yfir kjötið. Kryddið látið útí. Soðið þar til kjötið er meirt (2—3 klukkutíma). Þá er það skorið af beinunum. Soðið síað og feitin tekin ofan af því. Sósan bökuð upp með soð- i,nu, sítrónuhýð'i, hvítvín, pipar og salt látið í eftir smekk. Kjötið látið í sós- una og hitað vel. Eggjarauða oig rjómi þeytt saman og dálitlu af heitri sósu hrært saman við, áður en því er hellt útí pottinn. Soðið 2—3 mínútur og hrært í á meðan. Borið fram með soðnum hrísgrjónum og kartöflum, eða á glóðuðu brauði. — Skammtur handa 5—6 manns. Kjötréttur frá SuStir-Airíki! 1 kg. hakkað kjöt, hráít eða soðið, 1 þykk hveitibrauðsrteið Vi bolli mjólk 3 egg 1V2 tesk karry 1 matsk. sykur 1 tesk. salt V4 tesk. pipar 14 möndlur, afhýddxr ->g <T.oytt-.\r ls/2 tesk. sUrónusar: eða edik 2 meðalstórir hrukar. saraðir 2 matík. smjcr (Frtrahaid i 7. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.