Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 9
Gunnlaugur Jónasson, fyrrum bóndi
á Eiði, er nú elzti maður á Langanesi.
— verður níræður að vori, ef guð
lofar. Hann er og elzti maður núlif-
andi af þeim, er setið hafa í stjórn
Kaupfélags Langnesinga. Hann hefur
í seinni tíð aðallega dvalið í Þórshöfn.
Hann er nú sjónlítill orðinn, en hefur
fótavist. Gunnlaugur var á sínum tíma
einn af mestu dugnaðar- og atorku-
mönnum í bændastétt þar um slóðir.
Eiðisbændur, Gunnlaugur og tengda-
faðir hans unnu, auk túnræktar, að
framkvæmdum á jörðinni, sem vöktu
eigi litla athygli í þann tíð, svo sem
vegagorð og bygging rafstöðvar. Gunn-
laugur er minnugur, einkum á löngu
liðna atburði og kann frá mörgu að
segja. Síðastliðið sumar skrifaði Gísli
Guðmundsson eftir honum þær tvær
frásagnir, er liér verða birtar. Önnur
er um það, er hval rak á Eiði árið
1885, hin um byggingu steinsteyptrar
hlöðu á Eiði fyrir nál. 50 árum og
byggingarlán, sem var endurgreitt i
gullpeningum.
•
Eg var á 14. ári, þegar hvalinn
rak á Eiði; f. 1872, 22. mal, eða á
miðvikudag í lok 4. viku sum-
ars. Átti þá heima í Hlíð á Langa-
nesi hjá foreldrum mínum, Helgu
Þorleifsdóttur og Jónasi Jónssyni,
er þá bjuggu þar. Það var í sept. um
gangnaleytið. Síðari hluta sumars
hafði verið rosatíð, og var mikið
úti af heyjum. Á Eiði bjó þá Daníel
Jónsson, er síðar varð tengdafaðir
minn, en hjá honum var þá hús-
mennskumaður. Guðmundur Ein-
arsson að nafni, ættaður úr Þistil-
firði, kona hans og dóttir. Hvalinn
rak í svonefndar Fjörur, milli Eið-
is og Hrolllaugsstaða, rétt innan við
merkin, Eiðismegin, lá rétt að segja
á merkjunum. Vinnumaður frá
Hrollaugsstöðum, Vilhjálmur Magn
ússon,* sem talinn var heldur lítill
fyrir sér, átti leið í Eiði um Fjörur
að morgni dags, fann hvalinn og
sagði frá honum á Eiði. Fékk hann
að launum tvær sjónarvættir, aðra
af spikl, hina af rengi Frétt um
hvalrekann barst þegar sama dag
um utanvert Langanes og svo víð-
ar. Morguninn eftir var svo byrjað
á hvalskurðinum.
Þetta var talinn þrítugur hval-
ur, þ. e. a. s. 30 álnir á lengd. Spik
og rengi var óskemmt en þvestið
nokkuð farið að skemmast ■ Annars
var hvalurinn þarna í heilu lagi og
óskertur. Þegar byrjað var á
skurði, voru menn komnir á stað-
inn af mörgum bæjum, aðallega á
útnesinu, og fengu allir að taka
þátt í skurðinum. Allt voru þetta
fullorðnir menn nema ég, sem var
á 14. ári, eins og fyrr var sagt.
Skurðarmenn fengu þriðjung hvals
ins í sinn hlut og var svo skipt
jafnt milli þeirra. Ágreiningur
varð um það, hvort ég, sem var
enn innan við fermingu, skyldi fá
sama hlut og hinir, en Daniel kvað
ekki annað koma til mála og þar
við sat, þar sem hann var eigandi
hvalsins. Þess er þó að geta; að
Hofskirkja 1 Vopnafirði taldi sig '
eiga eitthvað í hvalnum, en ekki
man ég nú, hve mikið. Daníel mót-
mælti ítaksrétti kirkjunnar, og
varð það að deilumáli síðar. Er mér
nær að halda, að kirkjan hafi ekk-
ert fengið.
Daníel stjómaði sjálfur hval-
skurðinum, en Sæmundur Sæ-
mundsson hreppstjóri á Heiði, sem
var mágur Daníels (kvæntur Guð-
laúgu Jónscjóttur), skrifaði upp
nöfn skurðarmanna og það annað.
er skrfia þurfti í sambandi við
skiptin. Mig minnir, að það tæki
rúma viku, eða kannske allt að
hálfan mánuð að skera hvalinn og
koma honum af staðnum Voru
* Ekki s'á, er síðar bjó á Hrollaugs-
stöðum.
JDLABLAÐ TIMANS 1961
hvalstykkin borin ^ baki úr fjör-
unni, sumt inn undir Eiði. hitt út
undir Hrolllaugsstaði, eftir því,
hvar viðtakandi átti heima. Ekk'
var byrjað að bera hvalinn fyrr en
skurði var lokið. Var burðurinn erf
iður m. a. vegna stórgrýtis og
hálku í fjörunni. Allan bennan
tíma voru austan belerings bokur og
fýlur, og stóð vindur utan með
nesi eða úr hafi Var oft áejöf á
hvalinn, og á flðði varð stundum
að hætta skurði. Hreyfðist hvalur-
inn þá oft mikið, en vegna vind-
stöðunnar var þó ekki hætta á að
hann tæki út, þótt fest'ng væri lé-
leg. Á þriðja degi vildi það slys til,
að Daníel bóndi varð fyrir hval-
kjálka á hreyfingu, féll í fjörunni
og fótbrotnaði. Var hann þá bor-
inn he'm að svonefndum Malar-
stekk og fluttur þaðan til bæjar.
ég man ekki hvernig, og kom ekki
að skurðinum eftir það Sæmund-
ur tók þá viö að stjórna hvalskurð
Gunnlaugur á Eiði 75 ára
HVALREKINN
á Eiði 1885
Gunnlaugur Jónasson segir frá hvalreka
og hvalskurði 1885, og þegar hann byggði
steinsteypuhlöðu, þá fyrstu á verzlunar-
svæði Þórsháfnar 1912
inum og í hans hlut kom að sjá
um skiptin. Voru þá hvalstykkin
veg'n.
Margir komu til hvalkaupa að
Eiði, sumir nokkuð langt að. M.a.
kom þangað vinnumaður frá Hró-
aldsstöðum í Vopnafirði með 9
hesta undir burð. Var það Benja-
mín Jósefsson, síðar bóndi á Kata-
stöðum í Núpasveit, en bóndi á
Hróaldsstöðum var Jóhann Þor-
stemsson, bróðir Gunnlaugs á Ytra
Lóni. Þeir bræður voru skyldir móð
ur minni, og var þetta fólk aðflutt
úr Eyjafirði Eg hjálpaði Benjamín
til að bera hvalinn inn á Malar-
stekk og bjó með honum upp á
hestana. Nál. 35 árum síðar — að
vorlagi — var ég ásamt konu minni,
Þorbjörgu Daníelsdóttur. á ferð i
Núpasveit. Það var eina skemmti-
ferðin, sem við hjónin fórum i 36
ára hjúskapartíð og komum við þá
í Ásbyrgi. Varð ég þá fyrir því
óhappi að týna hestum, en Kata-
staðabændur fundu þá. Þegar ég
bauð borgun fyrir greiðann, sagði
Benjamín: — Þú áttir það nú skil-
ið, að ég gerði þér þennan greiða
fyrir hjálpina við hvalinn forðum.
Höfðum við þá ekki sézt síðan.
Það, sem selt var af hvalnum,
var selt á 4 krónur vætt'n af spiki
og 3 krónur vættin af rengi.
Daníel fékk eins og fyrr var sagt
tvo þriðju af hvalnum í sinn hlut,
það sem ekki var selt, var hagnýtt
á ýmsan hátt, eftir föngum. Spik-
ið var brætt, einnig brætt úr bein-
um eftir því sem unnt var. Rengið
sumt saltað, en sumt súrsað Hins
vegar var þvestið ónýtt og fór í
sjóinn aftur,
Meðan á hvalskurði stóð. var
daglega soðinn hvalur á Eiði og
fengu skurðarmenn þar hval til
matar eftir vild, en sumir oorðuðu
á Hrolllaugsstöðum. Gistingu
fengu menn á næstu bæjum, þeir,
sem ekki fóru heim á kvöldin. —
Daníel seldi síðar mikið af hval-
lýsi. Það, sem brætt var úr spikinu,
var kallað hvalsmjör. og oft bland
að saman við smjör til drýginda
og í bræðing. en lakara lýsið var
notað sem ljósmeti. Olíulampar
voru þá yfirleitt ekki komnir í
notkun.
Byggð stein-
steypuhlaða 1912
Árið 1912 byggði ég steinsteypu-
hlöðu á Eiði, þá fyrstu, sem byggð
var á verzlunarsvæði Þórshafinar,
og raunar fyrsta steinsteypuhúsið
þar. Þegar við Þorbjöfg Daníels-
dóttir hófum búskap á þriðjungn-
um af Eiði 1901, fengum við m.a. í
okkar hlut, torfhlöðu, sem tók um
300 bagga. Sú hlaða var nú komin
að falli. Tengdafaðir minn ráðlagði
mér að byggja upp hlöðuna eins og
áður hafði verið gert. En ég hafði
þá heyrt getið um, að byggt hefði
verið hús úr sementi, grjóti og
sandi á Eiðum. Halldór Benedikts-
son bóndi og síðar hreppstjóri á
Hallgilsstöðum, hafði verið þar í
skóla, og sagði mér frá því húsi, en
sjálfur hafði hann unnið við hús-
bygginguna. Ekki man ég nú, hvers
konar hús þetta var. Ég ákvað því
að reyna að byggja hlöðuna á sama
hátt. Bað ég Halldór aö vera hiá
\
9
mér við hlöðubyginguna. Taldi
hann sig muna, hvernig blanda
skyldi saman efnunum, og féllst á
að segja til um það, og vinna hjá
mér við hlöðubyginguna eftir því
sem hann hefði tíma til. Fyrir há-
tíðar um veturinn pantaði ég hjá
Örum & Wullfs-verzlun á Þórshöfn
20 trétunnur af sementi og nokkuð
af mótatimbri og járn í þakið.
Þessu bygingarefni var lofað til
Þórshafnar í marz, og stóðst það.
Um veturinn ók ég heim á sleða
möl og sandi utan frá sjó og vann
að því ásamt vinnumanni mínum,
Valgeir Bjarnasyni, sem nú á
heima í Höfn í Hornafirði. Einnig
brutum við niður grjót. Enn frem-
ur flutti ég heim trjávið af reka og
sagaði niður í grind. Sementi,
timbri og járni ók ég svo heim frá
Þórshöfn eftir að það kom. Geymdi
ég sementið í gömlu hlöðunni fram
á vorið.
Vorið var fremur gott og úr-
komulítið. Hófst nú hlöðubyggingin.
Við vorum fjórir við steypuna, Hall \
dór og bróðir hans Guðmundur og
við Valgeir. Auk þess var heimilis-
maður minn, Finnbogi Finnsson,
oftast nefndur Bóni, okkur til að-
stoðar aðallega við að smækka
grjót, sem brotið hefði verið um
veturinn. Við Halldór slógum upp
mótum. Steypan var hrærð á timb-
urpalli. Blöndunarhlutföllin voru
yfirleitt: y8 sement, % sandur %
möl, en steypan síðan drýgð með
því að stinga grjóti í mótin. Reynd-
ist þessi steypa mjög vel. Steyptir
voru þrír.veggir í fulla hæð, en 1 y2
al. af framhlið^ sem að öðru leyti
var úr mótatimbri. Þakið var úr
timbri og járni. Hlaðan er 16 álna
löng, 8 álna breið og 8 álna djúp og
stendur enn. Þykkt veggjanna er 9
þumlungar. Vinkilris á þaki. Tel ég,
að hlaðan hafi rúmað 500—600
baggá af töðu. Við vorum ca. mán-
uð að steypa veggina. Gekk ég svo
einn frá þaki og timburþili að fram
an, með aðstoð Valgeirs, að því leyti,
sem hann hafði tíma afgangs frá
fjárgeymslu, sem hann annaðist
það vor. Byggingu hlöðunar var það
langt komið fyrir slátt-, að hún kom
að notum þetta sumar. Ég fékk þá
ekki nema eina 30 bagga af túninu
og sennilega um 200 bagga af út-
heyi. Hlaðan var því vel við vöxt, en
síðar reyndist hún þó fremur of
lítil en of stór.
Ég hafði lofað Snæbirni Arnljóts
syni verzlunarstjóra hjá 0rum &
Wullfs-verzlun að borga 1600 kr. af
efnisskuldipni fyrir áramót. Búið
var lítið o^ eiginlega ekkert til
efniskaupa af. búsafnrðum um
hanstið. Hins vegar hafði ég nokk-
uð upp úr sjó um sumarið. Þó vant-
áði mig um haustið 800 kr. til að
geta borgað skuldina. Hafði ég
hálfvegis vonast eftir láni hjá
tengdaföður mínum, en af því varð
ekki. Datt mér þá í hug að leita
til Magnúsar Jónssonar bónda 1
Gunnólfsvík. Bjóst við, að hann
kynni að eiga peninga, enda hafði
hann stundum veitt mönnum lán.
Ég bað Magnús að lána mér 800
krónur. Hann tók þvert fyrlr I
fyrstu, en kvaðst svo skyldi lána
mér 400 kr. í seðlum, og mætti sú
skuld standa vaxtalaus i 1—2 ár,
með bví skilyrði. að hún yrði greidd
í gulli. Afhentj hann mér svo upp-
hæðina með þeim ummælum, að
henni yrði að skila strax aftur,
nema gullgreiðslan væri fyrirfram
tryggð. Ég fór svo til Snæbjarnar
og tjáði honum málsvexti. Snæ-
björn tók mér vel og kvaðst myndi
sjá um útvegun gullpeninganna.
Stóð hann vel við það, og greiddi
ée Magnúsi skuldina að ári liðnu,
án vaxta eins oe um var talað Ekki
CFrflmhaítl A 7 sfSul
V