Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 13
★ JÓLABLAÐ TÍMANS 1961 ★ 13 FROSKMANNASPILIÐ Svo margir þátttakendur sem vilja, geta tektS þátt í þessu spill. Leikurinn hefst við rásmark, sem merkt er „start" og er efst til haegri á myndinni. Svo hefst sundferðin niður i djúpin blá, með þeim sundtökum, sem teningurinn telur. En gætið að, það eru mörg ævintýri og erfiðleikar í þessari sundferð til undirdjúpanna. Lendi spilatala þátttakenda á STÓRUM, HVÍTUM HRING, færist hann fram um jafn marga relti og talan í hringnum segir til um. Lendi spilatala þátttakenda á SVÖRTUM HRING, færist hann jafnmarga reiti tíl baka og talan I hringnum segir til um. Lendi þáHtakandi á HVÍTUM FERHYRNING, tap- ar hann einu teningskasti. Lendi þátttakandi á SVÖRTUM FERHYRNING, tapar hann tveim teningsköstum. Lendi þátttakandi á EINFALDRI HVÍTRI STJÖRNU, vinnur hann eitt auka-tenlngskast. Lendi þátttakandi á TVÖFALDRI STJÖRNU, vinnur hann tvö auka-teningsköst. Lendi þátttakandi á SVÖRTUM ÞRÍHYRNINGI, verður hann að byrja við rásmarkið að nýju. Og svo skuluð þið steypa ykkur I djúpið og sökkva ykkur niður I spilið. — Góða skemmtun. — Örin vísar ykkur Ieiðina að markinu. Hver verður fyrstur I heimsókn til hafkarlsins og hafmeyjarinnar og tekur þátt I dansi hafbarnanna kringum jólatréð? ' 3/ ^ l'VV wOCl é )

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.