Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 8
B
★ JOLABLAÐ TÍMANS 1961 ★
mtém
' . ..... :
::
Iflllill
lllll £*¥»
\ sendiráðinu
Höfundur þessarar frésagnar C.
W. Thayer, var starfsmaður sendi-
ráðs U.S.A. í Moskvu um árabil frá
1934, en þá var framvinda heimsmál-
anna ekki komin það stig sem hún
nú er.
Þegar Bandaríkin árið 1934 settu á
stofn sendiráð i Moskvu, voru þar fyrir
allmargir Bandaríkjamenn, þar á meðal
blaðamenn, verkfræðingar, námsmenn
o. fl.
Nokkru fyrir jói ákvað Bullitt sendi-
herra að efna til veizlu í salarkynnum
sínum og bjóða til hennar löndum sín-
um í borginni. Fól hann ínér að annast
allan undirbúning og lagði ríkt á að
ekkert skyldi til sparað. — Það er ekki
oft, sem landar okkar hér skemmta sér
sameiginlega, sagði hann.
Það var nú svo, að þó að í borginni
væri fjöldinn allur af óperu- og leikhús-
um, þá var alls ekki heiglum hent að
grafa upp almenna skemmtikrafta. Þær
fáu hljómsveitir, er léku hér á kaffihús-
um og öðrum slíkum, lágu ekki á lausu
og það allra sízt er erlent sendiráð átti
x hlut.
Mér var vissulega vandi á höndum.
Ég ráðfærði mig um þetta vandamál
við frú Irenu Wiley, konu sendiherrans.
Hún tók þessu vel og sagði eitthvað á
þá leið, að ef enginn úr hópi mannskepn-
unnar virtist geta orðið okkur að liði, þá
yrðum við að leita til dýranna.
— Ættum við ekki að fara í dýragarð-
inn og ráðfæra okkur við forstjórann?
Og við þangað. Forstjórinn reyndist lág-
ur maður vexti, frekar væskilslegur og
alls ekki líklegur til að standa uppi i
hárinu á óargadýrum. En hann hefur
sjálfsagt ekki verið allur þar sem hann
var séður, því að ekki sóttum við gull í
greipar hans, því að hann vísaði okkur
algerlega á bug. ^
Þá lögðum við leið okkar í sirkus og
þar komum við auga á sæljón, þrenning-
una Misha, Shura og Ljuba. Þau voru
sögð léika þessar venjulegu jafnvægis-
listir, með bolta, flöskur o. fl. á trýnun-
um og jafnvel framleiða tóna úr munn-
hörpu!
Eigandi þeirræ, Durov, tók fremur
dræmt í að liðsinna okkur í þessu efni,
en þar fylgdi heyranlega ekki hugur
máli.
' — Sæljónin mín hafa aldrei komið
fram í danssal!
Sagði ég honum þá, að salarkynni
sendiráðsins hefðu heldur aldrei haft
sæljón innan sinna veggja. En einhvern
tíma verður allt fyrst, og fyrir þeirri
rökfærslu minni varð hann að gefa sig.
Kvöldið efFir, er Durov hafði lokið
sýningu sinni, kom hann sæljónunum
fyrir á flutningabíl og ók til sendiráðs-
ins, því að nú átti að fara fram fyrsta
æfing.
Við höfðum undirbúið komu þessa ein-
stæða sýningarflokks, en það var búið að
valda okkur bæði erfiði og áhyggjum.
Fyrst og fremst varð að koma skepn-
unum inn í húsið. Það var auðvitað frá
leitt að nota til þess aðaldyrnar og gera
þeim þar með jafnhátt undir höfði sem
sendiherrum og öðrum fyrirmönnum,
Slíkt kom ekki til mála. Sem betur fór v
voru önnur úrræði, það voru sem sagt til
dyr að húsabaki og þar skyldu þau hefja
göngu sína inn i musterið og þaðan á-
fram í hliðarherbergi við danssalinn. Þar
höfðum við komið fyrir nokkurs konar
stíum eða básum svo þar var orðið um-
horfs sem í öðru venjulegu gripahúsi.
Það er ekkert venjulegt fyrii'báöri áð
sjá þrjú risastór sæljón spóka sig inni í
danssal (ekki hvaf sízt, þegar um er að
ræða hátíða- og móttökusal erlends stór-
veldis, þar sem marmarasúlur og himin-
bláar hvelfingar glitra í skæru ljósi
kristallskróna loftsins, eins og ísborgir
í norðurhöfum. Það fór líka svo að
skepnunum fannst þær komnar á fornar
slóðir. Þær nálguðust næstu súlu og lögð-
ust þar fyrir og ætluðu sannarlega að
njóta þessa dásamlega umhverfis. En
þeim var ekki til setunnar boðið, því
sjálf æfingin skýldi hefjast, sem tókst
með ágætum.
Þannig gekk þetta til þrjú kvöld og
Durov Ijónatemjari og ég vorum hæst
ánægðir, en griðkonur og annað þjón-
ustulið var þá ekki jafnhrifið, því bless-
aðar skepnurnar höfðu auk þess að spora
og óhreinka gólfið, lagt þar frá sér það,
sem aldrei hafði komið fyrir áður á slík-
um stað. — Og að þetta skuli eiga sér
stað í sjálfu sendiráði U.S.A., hugsa sér!
sagði fólkið.
Eins og fyrr segir var Durov svo
ánægður með æfingarnar að honum datt
í hug að setja grábjörn í aukahlutverk.
Ilann kvaðst eiga tvo birni. Annan þeirra,
Dushka, hefði hann átt í mörg ár, en
hinn hefði hann alveg nýlega fengið frá
Síberíu, en ekki ausið hann vatni enn þá,
svo hann væri óskírður. Hann tók það
fram, að þessi nýi björn hans, hefði þann
leiða vana að greiða mönnum rothögg ef
hann kæmist í færi, þess vegna mundi
hann láta sér nægja Dushka. Ég bað
hann blessaðan að falla frá þessari hug-
mynd og hugsa eingöngu um sæljónin
sín, sem hann og gerði, en þá létti mér
mikið.
Þá var komið að hinu langþráða kvöldi
er samkvæmið átti að fara fram. Durov
hafði naumast komið dúr á auga undan-
farnar nætur. — Allar hans taugar voru
úr skorðum af tilhugsuninni um að eiga
að koma fram i erlendu sendiráði með
þessar skepnur sínar.
Til þess að vekja hann til lífs og at-
hafna, gaf ég honum sterka vínblöndu.
en við það óx honum ásmegin. en það
hefði ég betur látið ógert, eins og seinna
kom á daginn.
Gestirnir söfnuðust saman í öðrum
enda salarins og öll Ijós voru slökkt.
Nú birtist jólatré með 12 logandi
kertum eins og svífandi í lausu lofti,
nema hvað svart yfirskegg virtist halda
því uppi. Þá var ljóskastara beint ^að
fyrirbærinu og kom þá í Ijós skrokkur
Ljubu undir yfirskegginu. Á eftir henni
komu svo Misha og Shura, önnur með
bakka og vínglös en hin með kampavíns-
flösku. Durov tók flöskuna, renndi í
glösin og færði áhorfendum. Var nú tals-
vert eftir áf miðinum, en Durov sá sjálf-
ur fyrir örlögum hans frammi fyrir gest-
unum, en það atriði var ekki fastur liður
á prógrammi kvöldsins.
Sæljónin léku nú jafnvægislistir sínar
og komust allvel frá því. En munnhörpu-
leikur þeirra var ofar mínum skilningi,
enda ekki talinn músíkalskur.
Að þessu loknu gekk sjálfur ljóna-
temjarinn fram á sviðið, orðinn allreik-
ull í spori, hneigði sig djúpt fyrir públik-
um, en þá aukaæfingu þoldi hann ekki,
því að hann steyptist yfir sig þar sem
hann stóð, alveg dauðadrukkinn, en var
fljótt fjarlægður þaðan í næsta legubekk.
Nú biðu sæljónin eftir fyrirskipunum
frá meistara sínum. Þau nálguðust hann
með mestu varfærni, en er þau sáu ekk-
ert lífsmark með honum, tóku þau á rás,
hvert í sína áttina.
Misha þráði félagsskap gestanna og
sneri sér tíl þeirra, Ljuba rann á matar-
lykt úr eldhúsinu, en ég gaf mig að
Shuru, með hálfum huga samt (en hún
var sú eina sem var sauðmeinlaus). Ég
gat að lokum lokkað hana inn í stíuna
og það fannst mér kraftaverk.
Nú barst mér tiÉeyrna gelt í sæljóni,
sem blanáaðist blóti og formælingum úr
eldhúsinu.
Eg hraðaði mér þangað^-
Þar var þá allt í uppnámi. Þjónustu-
stúlkurnar æptu upp yfir sig af hræðslu,
en yfirmatsveiíininn steig stríðsdans
uppi á borði á miðju gólfi.
Orsök alls þessa uppþots var Ljuba,
sem gerði sig heimakomna og hafði þar
öll völd.
Matsveinninn uppi á eldhúsborði hafði
náð sér í steikarapönnu að vopni og
hugðist greiða dýrinu vei útilátið höf-
uðhögg. En Ljuba sá við honum og svar-
beygði sig niður í hvert skipti er hann
mundaði vopnið og hún sá það nálgast
sig. Skepnan hélt í einfeldni sinni að
þetta væri allt leikur pg skemmti sér
eftir því.
Er matsveinninn, sem var austurrísk-
ur, kom auga á mig í dyrunum skelli-
hræjandi, hrópaði hann: — Um Gottes
Willen. Aðhafizt eitthvað, maður, stand-
ið ekki þarna og hlæið eins og fáviti.
Nú komst aðstoðarmaður Durovs loks
að allri ringulreiðinni. Hann hafði þá
setig að sumbli með nokkrum þjónanna
í vistarverum þeirra.
Hann lét hendur standa fram úr erm-
um. Hann þreif til þessa lífvana hús-
bónda síns, tók hann í fang sér og bar
hann fram í eldhúsið. Skipaði mér að
styðja hann, meðan hann skryppi ef-tir
, flutningabílnum. Ilann kom að vörmu
s-pori með fötu og í henni hálfúldinn
fislc, uppáhaldsfæðu dýranna.
Nú varg að hefjast handa og fjarlægja
skepnuna af vígstöðvunum, en fiskinn
urðum við að nota sem tálbeitu. Þá urð-
um við einnig að láta Durov leika þarna
mikilsvert hlutverk, þótt hann væri
svona á sig kominn, því hann var sá,
sem dýrið bar einhverja virð'ingu fyrir.
Aðstoðarmaðurinn skipaði mér að
standa aftan við „líkið“ og halda þvi
uppréttu, en sjálfur ætlað'i hann að
lokka dýrið með' fiskinuim, þannig, að
það liti út fyrir að hér væri Ijónatemj-
, arinn að verki. Dýrið rann fljótt á lykt-
ina og mjakaði sér til okkar, e« við
færðum okkur þá jafnframt fet fyrir
fet aftur á bak, ég með Durov í fang-
inu, sem ég varð að hrista annað slagið,
svo dýrið sæi eitthvert lífsmark með
honum, en aðstoðarmaðurinn hampaði
án afláts fiskinum framan í það. Þannig
tókst okkur að koma því inn í stíuna.
Eg fullyrði að þetta er eitthvert það
erfiðasta hlutverk sem mér hafði verið
falið, að drasla þessum líflausa likama
þessa leið.
Það tók okkur ekki langan tíma að
hafa hendur í hári Mishu, sem á marg-
an hátt hafð'i verið ag glettast við gest-
ina allan tímann.
Var nú farið að koma dýrunum fyrir
á flutningabilnum, og það veit hamingj
an, að ég varð þeirri stundu fegnastur,
er ég sá á eftir þessum fénaði hverfa
úr augsýn.
Ökuferðin hafð'i samt efcki verið al-
veg viðburðarlaus. Á leiðinni hafði
Ljuba slöppið út af bílnum niður á ís-
aða og flughála akbrautina. Hún rann
eins og sleði eftir götunni á fleygiferð
nreð aðstoðarmanninn á eftirför. Veg-
farendur áttu fótum sínum fjör að
launa og lögregluþjónar í tugatali voru
þegar komnir á vettvang, því að hér
voru allar umferðareglur þverbrotnar.
Loksins tókst að handsama skepnuna og
koma henni aftur fyrir á bílnum.
Það er af sjálfum Durov að segja, að
hann var nú einn eftir af hersingunni
í sendiráðinu. Var hann nú smátt og
smátt að komast í snertingu við þetta
líf, en það tók okkur talsverðan tíma
ag- koma honum í skilning um, að hér-
vistarveru hans væri lokið og förunaut-
ar hans farnir.
Eftir talsvert þjark, samþykkti hann
að ég æki honum heim.
Klukkan var þá orðin rúmlega tvö,
er við komum að höfuðstöðvum hans.
Aðstoðármaðurinn og ég drösluðum hon-
um út úr bílnum. Vildi hann þá upp-
vægur líta inn til dýranna, sem við lét-
um eftir honum, iþví sannast að segja
fannst mér hann eiga þar heima, meðal
þeirra.
Lengst innan úr þessu svartholi, sá-
um við glitta í dularfulla veru, sem
reyndist vera næturvaktin, umvafin
gæruskinni, liggjandi á fleti sínu.
— Suss-s-s, hvíslaði hann. Hafið ekki
hátt, fíllinn sefur. Eg leit spyrjandi á
aðstoðarmanninn. — Hann á aðeins við,
að fíUinn hafi lagt sig. Fílar leggjast
ekki til svefns. heldur sofa þeir stand-
andi, að minnsta kosti er annað sjald-
gæft, sagði hann.
Við kveiktum á ljóstýru. Þrátt fyrir
allar fullyrðingar um eðli fílsins, þá
steinsvaf hann þar á hálmdýnu.
Þetta var eina skynsama skepnan, er
ég hafði augum litið þetta kvöld!
Nú beindist athygli okkar að glamri
í hlekkjum frá einurn básnum. — Dush-
ka! kæra Dushka mín! hrópaði Durov,
um leið og hann kom auga á risastóran
brúnan björn, sem stóð á afturlöppun-
um í ótvíræðum bardagahug. Sem betur
fór var hann hlekkjaður við steinvegg
— Dushka mín, drafaði aftur i Durov.
um leið og hann nálgaðist dýrið með
útbreiddan faðminn.
Aðstoðarmanninuni tóksi á siðasta
augnabliki að afstýra hættunni.
Ertu vitlaus maður! sagði hann um
leið og hann þreif óþyrmilega til hans.
— Þetta er ekki Dushka, þetta er nýi,
síberís'ki björninn! hjoð.