Tíminn - 17.12.1961, Blaðsíða 4
4
★ JÓLABLAÐ TÍMANS 196) *
I
ÍHalina Dobosz bjó í kofa við veginn
milíi uppblásinna akranna yzt. í land-
areign óðalssetursins. Fyrir rúmum
þrjátíu árum hafði hún komið til
þessa lands til þess að auðgast af
vinnunni við s'ykurrófurnar. Hún
hafði komið i hópi fólks frá þorpun-
um miili konungssetursins Krakow og
hiárna biáu tinda Tatrafjallanna.
Halina Dobosz hafði ekki auðgast.
Móreykinn frá strompi kofans lagði
út í drungalegt, rakt desemberloftið,
sem grúfði yfir flatlendi Lálands. Þó
var líf hennar ekki eins gleðisnautt
og ókunnugir hefðu mátt ætla. Halina
kvartaði ekki, henni hafði fyrir löngu
lærzt af lífinu, að til eru margs konar
auðæfi. Hún elskaði börnin sín fjögur,
og hún gladdist eins og þau yfir því,
að þau skyldu eiga eina gæs.
Halina var aanskur ríkisboi'gari, en
í hjarta sínu var hún ennþá pólsk.
Heima í gamla landinu var siöur að
borða fisk á aðfangadagskvöld, og
Halina vonaði, að Marek, elzta syni
hennar, sem var tólf ára tækist að
veiða vatnakarfa. Um jólin ætluðu
þau að gæða sér á gæsinni. Hún var
sannkallað augnayndi. Afturendinn á
henni var svo þungur, að hann dróst
við jörðina og markaði för í leirugan
jarðveginn kringum kofann. Hún var
oft á vappi fyrir utan eldhúsdymar til
þess að fá mola, sem Halina og bprn
hennar hefðu að vísu getað borðað
sjálf, en höfðu samt ánægju af að
gefa gæsinni. Það var eins og að
stinga skildingum í spariþauk, sem
myndi varpa ljóma auðæfanna yfir
hvítþvegna furuviðarborðið á jólun-
um.
Börnin höfðu snemma vanizt því að
njóta gleði eftirvæntingaiinnar. Allt
frá því, að þau gátu þekkt rófukál frá
illgresi, höfðu þau orðið að hjálpa til
við að afla hins daglega brauðs á ökr-
um óðalssetursins.
Þau höfðu þó ekki nema rétt til
hnífs og skeiðar, en voru samt glöð
og þakklát. Halina hafði kennt börn-
unum, að þau hefðu ástæðu til að
veia það. Þau héldu þó í sér lífinu,
og nú sultu þau ekki einu sinni á vet-
urna. Börnin höfðu oft heyrt móður
sina fullyrða, þegar þröngt var í búi
í kofanum, að heima í þorpinu í Gal-
iziu, þar sem hún hafði alizt upp,
myndu þau fyrir löngu vera dáin úr
hungri á hörðum vetrum eftir slæma
uppskeru, ef það væri þar, sem hún
hefði orðið ekkja. Halina mundi eftir
því, að jafnvel þær konur, sem áttu
menn á lífi höfðu þurft að óttast
harða vetur. Þegar hungurvofan lædd-
ist um þorp Galiziu, var hún margfalt
verri en hið vopnaða lögreglulið Franz
Josefs keisara og vakti jafn mikla
skelfingu og hermenn zarsins í hin-
um rússneska hluta Póllands.
Já, Halina hafði kennt börnum sín-
um að vera heilagri guðsmóður — og
óðalseigandanum — þakklát. Hér á
þessu undarlega Lálandi gátu þau bú-
ið örugg og lifað af jafnvel hina hörð-
ustu vetur án þess að betla. Alltaf
veilti óðalseigandinn þeim vinnu og
bi'auð.
Vinnan á sykurrófuekrunum varði
næstum fram að jólum, og á þessum
desemberdögum gekk Halina Dobösz
á hverjum degi yfir hinar víðlendu
leirsléttur óðalssetursins. Og börnin