Tíminn - 20.12.1961, Síða 8

Tíminn - 20.12.1961, Síða 8
Víðast dauft yfir sjósókn Að undanskildum síldveiðunum við Suðvesturland hefur verið fremur dauf sjósókn um land allt að undanförnu. Þó var róið frá Vestfjörðum alla daga fyrri viku og góður afli á línu. Hafa bátar þar haft frá 7—11 tonn í róðri, þegar sótt hefur verið á djúpmið, en nokkru minni afla hefur verið að fá á grunnmiðum. Á Austfjörðum hefur sjór lítið verið stundaður í mánuðinum, en hins vegar verið sæmilegur fiskur, þegar á sjó hefur gefið. Talsverðs fisks varð vart inni á fjörðum, einkum Reyðarfirði, Mjóafirði og Seyðisfirði og eins var lóðað á smá- síld, en hún reyndist svo lítil, að ekki voru tök á að veiða hana. Eins og að undanförnu munu allmargir Austfjarðabátar sækja vertíð á Suðurlandi, einkum Norðfirðingar og Seyðfirðingar, en að minnsta kosti þrír stórir bátar frá Norðfirði verða gerðir út að heiman, Hafald- an, Hafþór og Stefán Ben. í Vestmannaeyjum hefur dregið úr sjósókn, og er aðallega unnið að undirbúningi vetrarvertíðar, margir bátar í slipp til viðgerða og viðhalds. Nokkrir bátar hafa þó stundað línuveiðar og togveiðar, og svipaður bátafjöldi og verið hefur er á slldveiðum í Faxaflóa. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi. Þar hefur dregið mjög úr sjósókn, en afli víðast hvar sæmilegur, ef gæftir leyfa: Um fiskvmnslunám Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hefur í haust gengizt fyrir all mörgum námskeiðum fyrir verk- stjóra og eftirlitsfólk í fiskvinnslu •stöðvum innan vébanda síölumið- stöðvarinnar. Hafa verið haldin til þessa námskeið í öllum lands- fjórðungum nema Norðurlandi, en þar var námskeið fyrirhugað á Akureyri í lok októbermánaðar. Þótt námskeið þessi standi mjög stutt,- þá er það einróma álit kunnugra manna, að þau ger'i mik ið gagn. Er lögð sérstök áheTzla | á að kenna starfsfólkinu rétt tök á meðferð og nýtingu fisksins m.a. með fyrirlestrum og kvik-l myndasýningum. Viðleitni Sölumiðstöðvarinnar i til þess að þjálfa starfsfólk sitt og auka vöruvöndun í hraðfrysti- húsum ber sannarlega að virða. Eru námskeið þessi því allra góðra gjalda verð og hin mesta framför frá þvr sem áður var. Hinu er ekki að leyna, að þessi mál verða ekki leyst svo viðhlít- andi sé, án þess að meira komi til, og ber brýna nauðsyn til þess að komið verði upp sérstökum skóla, sem hafi það hlutverk, að mennta verkstjóra í fiskiðnaðin- um, fiskmatsmenn og að'ra þá, sem vöruvöndun fiskafurða ber undir. Ég bar fram tillögu um þetta á Alþingi á sínum tíma ásamt íleir- um, en því miður náði málið ekki fram að gamga, þótt það vekti tals verffa athygli áhugamanna á þessu sviði, þ.á.m. forráðamanna Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, og þykir mér því ekki ósennilegt, að það verði fyrr eða síðar að veru- leika, ekki sízt þar sem áhugi j hraðfrystihúseigenda á málinu erj þegar vakinn og á væntanlega eft ir að vaxa, enda málið þess eðlis. Ingvar Gíslason. l Engin síldveiði er nú á Eyjafirði eins og áður hefur verið sagt frá á Sjávarsíðunni, stóð aðeins 2—3 vikur í október. Kaupa Færeyingar 1500 tonna skut- togara? Útgerðarfélög í Þórshöfn í Fær eyjum, þ.á.m. Kjölbro-fyrirtækið, eru að kanna möguleika á því að fá smíðaðan stóran verksmiðjutog ara í Þýzkalandi. Getur komið til mála, segir í norska blaðinu Fisk aren, að smíðaður verði allt að 1500 lesta togari, sem kosta mundi 8—9 millj. (danskra) kr. Afgreiðslutími þarf ekki að verða meira en 14 mánuðir, og líklegt, ef úr smíðmni verður, að skipið verði, ásamt kæliklefum og hrað- frystingu, búið flökunarvélum og síldarvinnslutækjum. Ætlunin er að stunda veiðar aðallega við Grænland og Nýfundnaland. Vaxandi útgerð Grænlendinga Eftir því sem lesa má í dönsk- um og norskum blöðum hefur mik ill útgerðaráþugi gripið um sig meðal Grænlendinga. Hin klass- ís'ka mynd af grænlenzkum eski- móurn róandi á húðkeipum er því líkleg til að verða afmáð á næstu árum, en í þess stað komi nútíma sjómannastétt með útlærffum skip stjórum og mótoristum og væntan lega skólagengnum matsveinum, sem tilreiða kjöt að dönskum hætti og bjóða engum manni upp á að slafra í sig hrátt selspik ásamt volgu blóði. Nýstofnað grænlenzkt hlutafé- lag, hið fyrsta í sögunni, hefur keypt stórt norskt fiskiskip og er það jafnframt fyrsta grænlenzka skipið, sem fært er til að fiska á djúpmiðum. Er skipið að mestu mannað Færeyingum, sem kenna Grænlendingum rétt tök á veiði og skipstjórn. Útgerðarfélag þetta hyggur á stórframkvæmdir, og er í undirbúningi að reisa mikla út- gerðarstöð á stað, sem á dönsku er kallaður Munkebugtorwog er ör- skammt frá Júlíenuvon. Eru hafn- arskilyrði þar talin góð frá nátt- úrunnar hendi, aðdýpi mikið, svo þar er fært stórum skipum upp í fjörusteina, en undirlendi víst í minna lagi. Þar er ætlunin að koma upp fiskvinnslustöðvum. vélaverkstæði og birgðageymslum, svo að skipin geti fengið þar alla nauðsynlega fyrirgreiðslú. Auk þessa «tórfyrirtækis er al- mennur útgerðaráhugi meðal smá útvegsmanna, og hafa Grænlend- ingar pantað um 20 nýja báta af stæfðwini 10—20 lesta, sem væntanlega bætast flota þeirra á næstu árum. Verður þar um veru lega aukningu að ræða og muti vafalaust hleypa nýju fjöri í græn lenzkt athafnalíf, enda mun sízt af veita. Grænlenzk smábátaútgerð er um 30—35 ára gömul, og stunda menn þar aðallega línu- og handfæraveiðar. Fiskimið eru víða mikil og góð við Grænland og veið ist þar bæð'i þorskur, lúða, stein- bítur og karfi, einnig talsvert af laxi. Sérstakir bátar hafa verið gerðir út til fiskleitar og rann- sókna, og m.a. hafa fundizt ágæt rækjumið í Diskóflóa og svæðinu kringum Narssaq. Flytja Græn- lendingar þegar nokkurt magn af rækju á erlendan markað. Salt- fiskverkun skipar enn heiðurssæt ið í fiskvinnslu Grænlendinga, en flökun og frysting sækir á. Síðasti róður fyrir jól Þegar Sjávarsiðan átti tal við fréttamann Tímans á Ólafsfirði s.l. sunnudag, sagði hann, að flokk ur manna úr Reykjavík væri þang að kominn með 18 tonna ýtu og stóran „trukk“ til þess að ná út vélskipinu Sæþóri, sem hleypt var upp í sandinn í illviðrinu í fyrra mánuði. Bjóst hann við', að verkið mundi sækjast vel. Ógæftasamt hefur verið í Ólafsfirði í haust, en sjór sóttur eftir því sem veður hefur leyft, og aflabrögð sæmileg miðað við aðstæður Sagði frétta- ritarinn að hlé mundi veröa á veiðiskap nú um jólin og væru bát.arnir að fara sinn seinasta róð- ur í bill. Frá Raufarhöfn Opnu vélbátarnir á Raufarhöfn i eru að mestu eða öllu hættir róðr- j um, en þilfarsbátar róa alltaf þeg ar gæftir leyfa. Unnið var að því s.l. sumar að koma upp legufær- l um í höfninni fyrir bátana, og í reyndust þau ágætlega í illviðr- ! inu, sem gekk yfir Norðurland í lök fyrra mánaðar. Hafa trillur þær, sem nú eru hættar róðrum, ekki verið settar á land, en í stað ! þess lagt við hin nýju legufæri. i Komur farmskipa hafa verið all tíðar til Raufarhafnar og búið að skipa út miklu magni síldarafurða. Er talið að eftir séu um' 20 þús. tunnur saltsíldar ófarnar, nokkuð af lýsi og mikið af mjöli. Unnið Rifstjóri: INGVAR GÍSLASON er að smíði mjölgeymslu á vegum Síldarverksmiðja ríkisins á Raufar höfn og skapar það m.a. talsverða atvinnu. Auk þess mimu Raufar- hafnarbátar halda áfram fiskveið- um að heiman og því líklegt, að færri fari í atvinnuleit suður á land í vetur en oft áðuT. Norðmenn búast við góðri síldveiði við ísland næst^ sumar Norðmenn eru ánægðir með ár- angur síldveiða sinna við ísland sl. sumar. Segir í frétt í „Fiskar- en“, að verðmæti síldaraflans sé um 50 millj. norskra króna, þar af um 30 millj. fyrir bræðslusíld, ! en heildar bræðslusíldaraflinn var ! 946.700 hektólítrar, sem skiptist á 88 veiðiskip. Saltsíldaraflinn ! reyndist 148.860 tunnur, og er verðmæti hans um 20 millj. króna. Tvö stór flutningaskip voru í för- um með bræðslusíld og fluttu sam- tals 254.800 hl. til verksmiðja heima í Noregi, en hitt var flutt á veiðiski.punum sjálfum. „Fiskaren" segir, að meira sfld armagn hafi verið á miðunum sl. sumar en mörg undanfarin ár og hefur - það eftir -hafraTwisóknar mönnum, að búast megi við góðum sildarafla næstu ár. Þá segir enn fremur, að 159 reknetabátar hafi stundað veiðar á íslandsmiðum í sumar og fært að landi samtals 128.840 tunnur og að auki hafi 13 herpinótabátar og 5 önnur skip flutt rúmar 20 þús. tuíinur af afla reknetabát- anna. Nokkur hluti af afla rek- netabátanna fór í bræðslu. Ágæt síídveiði sl. viku Góð síidveiði var síðastliðna viku og varð vikuaflinn 101.463 uppmældar tunnur. Heildarmagn á land komið sl. laugardag 16. des ember var 481.720 uppmældar tunnur. Veiðistöðvar: Vestmannaeyjar Þorlákshöfn Grindavík Sandgerði Keflavík Vogar Hafnarfjörður Reykjavík Akranes Hellissandur Ólafsvík Grundarfjörður Stykkishólmur Patreksfjörður Tálknafjörður ísafjörður Samtals Tunnur: 12.204 148 43.537 34.964 104.446 212 56.319 124.056 91.670 706 7.142 3.879 1.067 654 526 190 481.720 Víðir II. enn hæstur Af 107 skipum, sem fengið höfðu afla á vetrar-síldveiðunum í lok siðustu viku, var Víðir II. hæstur með 14.806 tunnur. Eftirtalin skip hafa einnig veitt yfir 10 þús- und tunnur: Árni Geir Bergvík Björn Jónsson Guðmundur Þórðarson Halldór Jónsson Haraldur AK Höfrungur II AK Ingiber Ólafsson Þórkatla 10.097 11.503 11.634 Rvík 10.072 10.794 10.815 11.652 11.211 10.183 Frá Ólafsfirði Það er ekki alltaf svona kyrrt í Ólafsfirði. En þegar Grétar Ólason tók þessa mýnd af nokkrum bátum í Ólafs- fjarSarhöfn í septembermánuði sl, blakti ekki hár á höfði, og fjörðurinn var eins og spegill. En í fárviðri því, sem gekk yfir Norðurland 23—24. nóv. var fjörðurinn yggldari en við sjáum á myndinni, enda mun sennilega hafa orðlð meira tjón í Ólafsfirði af völdum veðursins en á flestum öðrum stöðum. 8 T í MIN N, miðvikudaginn ’20. desember 1961.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.