Tíminn - 20.12.1961, Blaðsíða 14
H. R8DER HAGGARD!
BRÆÐURNÍR
SAGA FRÁ KROSSFERÐATÍMUNUM
ss
ar. Hermenn, heilsið viðhafn
arkveðju því frammi fyrir yð
ur stendur hin kvenlega rós
heimsins, prinsessan af Baal
bec og systurdóttir Salhedíns,
herra yðar og drottins hinna
trúuðu.
Og í heiðurskveðju við hina
dauðþreyttu og þjökuðu en
tignarlegu konu, lyftu her-
mennirnir höndum, spjótum
og bogsverðum, en Vulf hróp
aði hárri röddu:
— Hvað sé ég? Þarna er
kaupmaðurinn með eitraða
vínið, í eigin persónu. Ó,
herra Serki, skammizt þér yð
ar nú ekki fyrir kaupmanns-
brellur þær, sem þér höfðuð
í frammi? — Emir Hassan
hlustaði á og roðnaði, en svar
aði svo:
— Eins og þér sjáið, herra
Vulf, er ég þræll forlaganna
og verð að hlýða þeim. Berið
ekki kala til min, fyrr en þér
vitið, hvemig í öllu liggur.
— Eg ber engan kala, svar-
aði Vulf, — en ég borga ætíð
skuldir mínar, og það er bezt
að við jöfnum það mál nú,
eins og ég hef svarið.
— Þei, greip Rósamunda
fram í, — því að þótt hann
, stæli mér, varð hann mér
einnig bjargvættur og vinur
gegnum margar hættur. og
hefði hann ekki verið. væri
ég nú — hún þagnaði og hroll
ur fór um hana.
— Eg þekki alla söguna;
en prinsessa, mér virðist að
þér ættuð ekki að þakka mér,
heldur þessum hraustu frænd
um yðar og þessum ágætu
hestum, og hann benti á Eld
og Reyk, sem stóðu þar nötr-
andi á beinunum og hengdu
höfuðin.
— Það er enn þá ein per-
sóna, sem ég hef fulla ástæðu
til að þakka, og það er bessi
göfuga kona, sagði Rósa-
munda og vafði handleggjun
um um háls Masondu.
— Herra minn mun launa
henni, sagði Hassan. — En
prinsessa, hverju mættuð þér
trúa um mig, sem virtist
svíkja yður svo skammarlega;
Og þó fór ég hyggilega að í
höll Sínans — og hann hrækti
á jörðina — hefði ég ekki get
að hjálpað yður, því að þar
hefði hann strax látið drepa
mig. En með þvi að flvja. von
aði ég að geta hiálDað yður,
og þess vegna mútaði ég snæj
aranum með stjörnu ættar
minnar, og hann grein um
gimstein, er hann bar i vefj-
arhetti sínum, — ásamt beim
peningum ,ar ég bar é mér.
Hann leysti af mér böndin.
en meðan hann stakk á sig
gullinu, rak ég hann í gegn
með hans eigin hnif. og flvði
svo. Eg kom í morgun til þessa
bæjar, ásamt tiu þúsundum
hermanna, til þess að frelsa
yður, ef mér væri unnt, og
I tækist það ekki, þá að hefna
j yðar, því að sendimenn Sal-
; hedíns sögðu mér um ástæður
yðar.
Verðimir í turninum sögðu
mér fyrir stundu síðan að
þeir sæju tvo hesta hlaupa
yfir sléttuna með tvo menn
hvor, og væru þeir eltir af
fjölda hermanna. sem þeir eft
ir búningum að dæma töldu
vera launmorðingja. Vegna
þess að ég á nú í ófriði við þá,
fór ég yfir brúna og beið með
fimm hundruð manns í lægð
inni, því að mig grunaði alls
ekki að það væruð þér, sem
voruð að flýja. Þér þekkið svo
endinn, og launmorðingjarn-
ir þekkja hann einnig, því yð
ar hefur verið hefnt að mak-
legheitum, bætti hann við
brosandi.
— Neytið sigursins, og
hefndin verður enn þá stór-
kostlegri, mælti Vulf, — því
að ég vil vísa yður leynistig-
inn til Masyaf, eða, ef ég get
það ekki, mun Godvin gera
það, og þá getið þér fleygt
Sínan ofan úr sínum eigin
turni.
— Hvað sjálfan mig snert
ir, vildi ég það gjarnan, því
að honum.á herra minn líka
gamla skuld að gjalda. En nú
sem stendur á hann aðra ó-
vini, svaraði Hassan og hristi
höfuðið, og leit á Vulf og God
vin þýðingarfullu augnaráði.
— Eg hafði aðeins skipun um
að frelsa prinsessuna. Henni
er nú borgið og nokkur hundr
uð hafa goldið það, er hún
hefur orðið að þola. Leynistig
inn má Hka nota síðar, svo
að ég get ekkert heppilegra
gert nú sem stendur, en að
snúa heimleiðis og vera á-
nægður með málalokin. Að-
eins vil ég ráða yður og siáif-
um mér að vera varkárir, því
að Fedejar Sínans munu héð
an af vera á hælum vorum,
og reyna að myrða oss. Litið
á, hér koma burðarstólar, stig
ið í þá, því að þér hafið riðið
nógu lengi í dag. Berið engar
áhyggjur fvrir hestum ykk-
ar, þeir skulu verða hirtir með
alúð og umhvggju. Eg fer nú
að telja bá föllnu, en hitti yð
ur brátt í kastalanum.
Burðarmennirnir lyftu svo
Vulf á fætur og Godvin af
hestbaki. Þau voru öll mjög
bjökuð eftir reiðina.
.'/
Þegar þau höfðu hagrætt
sér í burðarstólnum lögðu
burðarmennirnir af stað, á-
samt riddarasveit. er fylgdi
þeim. yfir Orontesbrúna og
inn í Emesaborg og voru þeim
fengin þar herbergi í höll-
inni.
Bræðrunom. ásamt Mas-
ondu og Rósamundu var
gefin súna með víni f. til hress
ingar og efti,r að ir»hnir
hafði bundið sár Vulfs, gengu
þau öll til rekkju
tvo daga.
XVI.
S'alah-he-dín soldán.
Þriðja morguninn vaknaði
Godvin við það, að sólargeisl
arnir streymdu inn um glugg
ann. Þeir féllu einnig á ann-
að rúm við hlið hans, þar sem
Vulf lá enn þá sofandi með
reifað höfuð. eftir síðasta
bardagann við launmorðingj
ana, og vafða handleggi og
viðar, þar sem hann hafði
hlotið skeinur í einvíginu á
brúnni.
Godvin fannst svo undar-
legt að sjá hann sofa þar svo
rólega, þrátt fyrir sárin. og
hugsa um allt það. er á daga
beirra hafði drifið. Guð og
dýrlingur hans höfðu hingað
til hjálpað þeim, og Masonda
hafði verið verkfæri hans. Án
Masondu mundi Rósamunda,
og máske þeir sjálfir, vera
glötuð eða dauð. og öll þeirra
leit árangurslaus.
En hvers vegna hafði Mas-
onda hvað eftir annað stofn-
að lífi sínu í voða. til þess að
frelsa þá og heiður óþekktr-
ar konu? Vegna þess að hún
hataði Sínan, sem hafði myrt
foreldra hennar og svívirt
hana sjálfa, eða það átti óef-
að einhvern þátt í því. En það
var ekki lengur unnt að leyna
sannleikanum. Hún elskaði
hann CGodvin) og hafði elsk
að hann frá því. að þau sá-
ust í fyrsta sinn. Hann hafði
alltaf grunað það. bæði þegar
bau riðu ofan fjallshlíðina
forðum og yfir gljúfrið, og
begar hún kyssti fætur hans,
og lágu I' ótvírætt skilja það, að hún
ynni honum. En ef svo var,
hvers vegna hafði hún þá
frelsað Rósamundu, þá konu,
sem hún yissi að hann biðl-
aði til.
Godvin fölnaði upp og titr-
aði við þá hugsun, er flaug
honum í hug.
Bróðir hans biðlaði einnig
til Rósamundu, og hún var
bundin öðrum hvorum þeirra.
Var það máske Vulf; Vulf,
sem var fegri og sterkari en(
hann; Vulf, sem sigraði Loz- J ULRICH
elle? Hafði Rósamunda sagt
henni það? Nei, óefað ekki.
MIKLA
Reykjanesbraut ) ' TOR©
; er hann frelsaði hana frá
ljóninu og mörgum sinnum
oftar.
lýsa hringaksturinn um gróðrarstöðina.
Jólatré — íslenzk — útlend — Kransar — Krossar
Skálar — Körfur — Jólaskraut.
En þegar þau riðu upp
fjallsbrekkuna, á eftir Vulf
og Rósamundu, með flokk
launmorðingjanna á hælum
sér, hafði hún sagt honum
hina sorglegu sögu sína, og þá
gekk hann úr skugga um. að
honum hafði ekki skjátlazt,
bví þegar hann sagði henni,
að hann áliti hana göfuga en
ekki illa, og hún bjóst við
dauða sínum. lét, hún hann
Stærsta úrval í allri Reykjavík.
Bílastæði í
Gróðrarstöðin við Miklatorg — Símar: 22-8-22 — 19775
BINGÓ
BSNGÓ
i
Fæst í öllum verzlunum
HEILDSÖLUBIRGÐIR:
PÉTUR EINARSSOM l.F.
Aðalstræti 9C — Símar 11795, 11945.
14
T f M I N N, miðvikudaginn 20. desember 1961.