Tíminn - 31.12.1961, Page 7

Tíminn - 31.12.1961, Page 7
Þaö er nú orðiö fullvíst, að millisvæðamótið, sem hefjast átti í Amsterdam síðast í næsta mánuði, verður flutt til Svíþjóðar, þar sem hollenzka skáksambandið hefur ekki get að gefið neina tryggingu fyrir því, að austur—þýzki skák- meistarinn Uhlman, sem er einn þátttakenda í mótinu, fái vegabréfsáritun til lands- ins. Eg geri ráð fyrir að fl'est um sé enn í fersku minni allt það umstang, sem varð í kring um Uhlman, er honum var meinuð þátttaka í svæðamót- inu í Berg en Dal í 'Hollandi 1960, og er ljóst, að alþjóða- skáksambandið ætlar ekki að láta það henda sig aftur. Millisvæðamótið hefst því að öllu forfallalausu í Stokk- hólmi 27. janúar n.k. og stend ur til 6. marz. Þar sem þegar er vitað um alla þá, er rétt- indi hafa til þátttöku í þessu móti (utan einn), ætla ég til gamans að telja þá upp hér. Fyrst er þá að telja sovézku skákmennina Petrosjan, Kor chnoj, Geller og Stein, sem allir eru sigurstranglegir og má teljast nokkuð öruggt. að þeir tveir fyrsttöldu verði meðal þeirra sex, sem vinna sér réttindi til þátttöku í Kan didatamótinu. Hinir tveir hafa góða möguleika. Banda- ríkjamenn hafa þrjá fulltrúa hér, þá Fischer, Lombardy og Weinstein, en líklegt er að Bisguier komi í stað Wein- stein. Allt eru þetta vel þekkt ir skákmenn, en væntanlega mun aðeins Fischer komast áleiðis í Kandidatamótið. — Júgóslafarnir eru tveir, þeir Gligoric og Bertok og má nökkuð örugglega reikna með Gligoric sem kandidat. Þeir Portisch, Barcza og Bilek koma allir frá Ungverjalandi og er Portisch sá þeirra, sem líklegastur er til afreka. Bol- bochan og Schveber eru full- trúar Argentínu og gæti sá fyrrnefndi vel orðið einn af hinum sex útvöldu. ef honum tekst vel upp að þessu sinni. Dr. Filip frá Tékkóslóvakíu, Pomar, Spáni, og Uhhnan A- Þýzkalandi hafa allir vissa möguleika, en aðrir, þeir Ger man, Brazilíu, Yanofsky, Kan ada, Cuellar Columbíu og Aaron, Indlandi koma vart til greina. Einu sæti er enn óráð stafað, en það fellur annað hvort í skaut Duckstein, Aust urríki, eöa Teschner, V-Þýzka landi. Vart er við því að búast að þeir muni hafa sig miög í frammi á millisvæðamótinu. Enn er þá ótajinn íslenzki fulltrúinn, en um möguleika hans verður ekki rætt hér. Sex af þessum tuttugu og þremur þátttakendum kom- ast áleiðis í Kandidatamótiö, en þar bætast við þeir Tal og Keres, svo að keppendur í því verða alls átta. Kandidata- mótið verður haldið í Cura- cao í Suður-Ameríku (hol- lenzk áambandsnvlenda und- an Venezúela) dagana 1. maí —28. júní og verða tefldar alls 28 umferðir. Sigurvee'arinn í bví móti öðlast réttindi til aö skora á heimsmeistarann í einvígi. Að mínu áliti æt.ti að vera hægt að segja til með nokkurri vissu um sex af þátt takendunum í Kandidatamót inu, en vafi Ieikur á um tvo. Það eru að sj álfsögðu þeir Tal og Keres, en síðan koma þeir Korchnoj, Petrosjan Glig oric og Fischer. Þetta styðst við það, sem ég hef sagt aö framan. Hér kemur svo að síðustu skemmtileg skák, sem tefld var í Evrópumeistaramótinu síðasta. Hvítu mönnunum stýrir Geller sem teflir í millisvæðamóti, en andstæð- ingur hans er Vestur-Þjóð- verji: : Hv. Geller — Sv. Pfeiffer. DROTTNINGARBRAGD 1. Rf3—d5 2. c4—c6 3. d4— Rf6 4. Rc3—Rbd7. (Álitinn lé- legur leikur í þessari stöðu. Skárra er 4. —cxd eða 4.—e6). 5. cxd—cxd 6. Bf4—e6 7. e3—a.6 8. Bd3—Be7 9. 7i3—b5 10. 0-0—Bb7 11. a4—b4 12. Re2—Hc8 13. a5!-0-0 14. Rcl—Re4 15. De2—Hc6. (Ekki getur staðan talizt beint góö, þegar slíkir leikir eru nauð- synlegir). 16. Rb3—Da8 17. Re5—Rxe5 18. Bxe5—f6 19. Bf4—f5 20. f3—Rf6 21. a4!—Rd7 22 Hfcl —HxHf 23 HxH—fxa 24. Hc7! —gxf 25. Dxf3—Bc8 26. Dh5 —Ri6 27. Bxh7'<—Kh8 (Eða 27. — Rxh7 28. Hxe7 og svarta staðan hrynur brátt). 28. Dh4—Bd8 29. Hxg7!— Kxg7 30. Dh6'<'—Kf7 31. Bd6! —Hg8'<' 32. Bxa8'<•—Kxg8 33. Df8i—Kh7 34. Dxd8. — Svart ur gafst upp nolckru síðar. i TrésmíSafélag Reykjavíkttr Meisfaraíélag húsasmiða iólatréskemmtun féláganna verður laugardaginn 6. janúar, (á þreffándanum). Skemmfinefndin. Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu Samband íslenzkra samvinnufélaga Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Hótel Vík. Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Prentsmiíjan Edda h.f. Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. H.f. Ölgeríin Egill Skallagrimsson. Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. TrésmitSja Gissurar Símonarsonar vitS Miklatorg Oskum öllum landsmönnum farsældar á komandi ári Miðstjórn i Framsóknarflokksins . Óskum öllum óvinum Bakkusar Gleðilegs árs VÍNLAUST LAND. ' \ Jk Aðstoðarstúlka óskast að Eðlisfræðistofnun Háskólans. Umsóknir, er tilgreini aldur. menntun og fyrri störf, sendist skrifstofu Háskóla íslands fyrir 10. janúar. i ' Seaidlsveiiin óskast fyrir hádegi. DAGBLAÐIÐ TÍMINN Sími 12323. TÍMINN, snnnudaginn 31. desember 1961. ! 7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.