Tíminn - 31.12.1961, Side 13

Tíminn - 31.12.1961, Side 13
Hugteiðingar við Frarahald aí 9 síðu eigi að hafá sem minnst sam neyti við landsmenn, meðan hann þarf að dvelja hér á landi. Reynsla annarra þjóða er okkur skýr leiðsögn í þessu efni, hverrar þjóðar sem herinn er. í samræmi við þetta voru reglur settar í ut anríkisráðherratíð dr. Krist- *ns Guðmundssonar um tak- mörkun á samneyti hersins og landsmanna, og þeim regl um var framfylgt þá. Þessar reglur voru mikil umbót frá því, sem áður hafði verið. Nú virðist aftur sækja í gamla horfið, eins og lands- menn hafa heyrt ávæning af — og er það raunalegt. Framsóknarflokkurinn fær ekki séð, að það styrki sam- starf vestrænna þjóða á nokkurn hátt eða efli örygg- ið, þótt herinn fái að leika hér lausum hala. Hins vegar gæti það vel miðað að hinu gagnstæða. Sjálfstæðisflokkurinn taldi sig hafa sömu stefnu í þess- um málum og Framsóknar- flokkurinn, en virðist nú geta hugsað sér, gagnstætt þvi, sem áður var látið uppi, varanlega hersetu. — Látið hefur verið í það skína af hálfu Sjálfstæðisflokksins, að sérfræðingar frá Banda- ríkjunum eða Nato verði að segja til um það, hvenær fært sé að láta herinn hverfa héðan. í annan stað hefur Sjálf- stæðisflokkurinn frá önd- verðu ekki virzt hafa áhuga fyrir takmörkunum fyrir samneyti íslendinga og hers ins. Kemur þetta nú í ljós í framkvæmd, síðast í því; að standa að því að leyfa varn- arliðinu að reka sjónvarp hér á landi, er nái til mikils hluta þjóðarinnar, sem nú um sinn jafngildir einka- leyfi, þar sem íslendingar eiga ekki sjónvarpsstöð. Er talið til eindæma, að erlendu herliði sé leyft slíkt, með frjálsum þjóðum. Fyrir Sósíalistaflokkinn er þetta mál mjög einfalt. Hann var með hlutleysi ís- lendinga í síðustu heims- styrjöld, meðan Þjóðverjar og Bretar áttust við, og sagði engu skipta, hvor sigr aði. Þá var vinna fyrir herlið ið „landráðavinna". Eftir að Þjóðverjar réðust á Rússa, áttum við, að áliti Sósíalista, að segja Þjóðverjum stríð á hendur. Þá hét vinnan fyrir erlenda herliðið „landvarnar vinna". Áróður þessa flokks gegn Atlantshafsbandalag- inu og gegn því að herinn dvelji hér á landi, hvernig sem ástatt er í heiminum, er af sama toga spunninn og áður. — Flokkurinn er enn við sama heygarðshornið, og af sömu ástæðum. — U* í blöðum stjórnarflokk- anna er það stundum talið „viðreisninni“ til inntekta, að allar stéttir kvarti. — all- ar séu þær óánægðar. Þetta er þar talið til heilbrigðisein kenna stjórnarstefnunnar þar, sagt að það sýni, að byrðunum, sem þjóðin hafi þurft á sig að taka. til „við- reisnar“, hafi verið réttlát- lega skipt. — Ekki get ég fallizt á þessi rök Hitt kynni að vera sanni nær, að þar sem íhalds- og samdráttar- stefna ríkir, verður brátt minna til skiptanna og sjald an réttlátlega, enda stað- reynd, sem ekki verður und- an dregin, að hér er ,.hin fá- menna stétt“ ein ánægð — þótt hún láti auðvitað lítið á því bera. í sambandi við þetta kem- ur mér í hug bóndi, sem bjó ágætu búi á Norðurlandi. Eg spurði þennan bónda, hverju hann þakkaði það mest, hve vel honum hefði farnazt. — Þú hefur sjálfsagt heyrt margar sögur um það, sagði bóndi, en ein er meginástæð- an. Þegar til min kom nýtt hjú, reyndi ég þegar að gera mér grein fyrir hag þess og spurði það eftir nokkurn tíma, hvað því fyndist að í aðbúnaði á heimili mínu Eg gerði allt, sem ég taldi sann- gjarnt, til þess að láta hjú mín finna í orði og fram- kvæmd að ég bæri hag þeirra fyrir brjósti. Næstum öll hjú mín voru ánægð og þau unnu mér svo vel, létu sér undan- tekningarlaust svo annt um minn hag, að á betra varð naumast kosið. — Óánægð- ur maður vinnur sjaldan meir en hálft verk þess, sem er ánægður — og hinn ánægði vinnur sér þó léttara, því að hann hefur áhugann. Eg álít, að ríkisstj órnin hefði gott af að hugleiða ráð bóndans. Ætli það gildi ekki líkar reglur um búrekstur bóndans og þjóðarbúsins í heild. — Við islendingar erum svo fámennir, að margir erlendir menn draga enn í efa, að við getum haldið uppi sjálfstæðu menningarþjóðfélagi. Hvað sem um það er, þurfum við meir en aðrir á að halda sam- stilltu átaki ánægðra þegna og áhugasamra. Með öllum stéttum óánægðum, nema hinni „fámennu stétt", mun- um við ekki valda átakinu. u* Eg vil ekki að öllu leyti líkja stjórnarfari hér á landi við stjórnarfar í ýmsum ríkj- um Suður-Ameríku. En þar hefur víðast hvar fámenn auðmannastétt stjórnað um langan tíma. Hún á svo að segja allar eignirnar og fram leiðslu- og atvinnutækin. Aðr ar stéttir lifa við skort. Þar er ríkjandi íhaldsstefna hinna „góðu, gömlu daga“. Aðvörun Bandaríkjafor- seta til þjóðar sinnar hæfir fullkomlega í mark í mörg- um rikjum SuðurAmeríku. Hann sagði eitthvað á þá leið, að ef ekki væri hægt að bjarga hinum mörgu fátæku til viðunandi lífskjara. væri heldur ekki hægt að bjarga hinum auðugu, þess skyldu þeir gæta. áramótin Spillt íhaldsstefna á Kúbu gerði það land að auðveldri bráð kommúnismans. Svo rækilega hafði fámenn auð mannastétt undirbúið jarð- veginn. Sömu örlög virtust vofa yfir fleiri ríkjum í þess- um hluta heims, þegar nú- verandi forseti Bandaríkj- anna kom til valda og fékk þjóð sína til þess að leggja fram óhemju fjármagn og starf til þess að afstýra af- leiðingum íhaldsstefnu hinna fáu ríku í þessum ríkj um með því að taka upp djarfa og frjálslynda fram- farastefnu til þess að bæta lífskjörin og reyna þannig að sefa óánægju og vonleysi fjöldans. Hættan fyrir þessi ríki var ekki fyrst og fremst utan frá, hún reyndist koma innan frá. Það er ekki lítið gerandi úr hættunni utan frá, ef það ólán gerðist, að til styrjaldar drægi þar, sem flestir mundu farast. En við ættum einnig að hugleiða, að lélegt stjórnarfar getur undirbúið jarðveginn fyrir innri hættu. Það getum við lært, ekki aðeins af örlögum ríkja Suður-Ameríku, heldur og af örlögum hámenntaðra lýðræðisríkja Vestur-Evrópu fyrir síðustu heimsstyrjöld. En þótt ég hafi dregið fram ýmis sjúkdómseinkenni stjórnarfarsins, sum hættu- leg, vil ég ekki, að orð min séu skilin svo, að ég álíti þjóðfélag okkar i yfiiVofandi innri hættu enn sem komið er, og ég hef þá trú á þjóð- inni, að hún geri í tæka tíð þær ráðstafanir — sem að haldi koma. u* Morgunblaðið sagði ný- lega, að auðsætt væri, að rík isstjórnin hefði ekki leikið Samband íslenzkra sam- vinnufélaga hart, því að í skýrslu þeirri, er forstjóri S.Í.S. hefði gefið fyrir fáum dögum, um rekstur þess ríkti bjartsýni og stórhugur um framtíðarverkefni. — Hér ríkir gagnger misskilningur á viðhorfi samvinnumanna. — Samvinnuhreyfingin hér á landi á upptök sín í félags- samtökum fátækra bænda á myrkum tímum undirokunar og ófrelsis — þegar flestar dyr virtust lokaðar til bættra lífskjara. En þessir fátæku bændur áttu það, sem varð aflvaki hreyfingarinnar og hefur verið það æ síðan, — félagsþroska og bjartsýni á mátt samtaka. Án þessa hefði samvinnuhreyfingin aldrei risið á legg. Án þessa hefði hún aldrei orðið fjöl- mennasta og sterkasta fé- lagshreyfing í landinu. Hún hefur fyrr séð framan í íhaldsstefnu hinna ,.gömlu góðu daga“ — en alltaf sigr- að. Það eru þessir sigrar hins gagnkvæma trausts, sam- takamáttarins og bjartsýn- innar, sem hafa kynslóð eft- ir kynslóð sannfært sér- hvern forvígismann sam- vinnuhreyfingarinnar um, að á þessa eiginleika má aldrei slá fölva, sízt þegar á móti blæs. Þessir eiginleik- ar, sem voru aflgjafinn í hugsun frumherja samvinnu hreyfingarinnar, þurfa aí vera það sem víðast í fram- sókn þjóðaffinnar á öllum sviðum til bættra lífskjara og menningar, hvort sem sú sókn er undir merkjum ein- staklinga, samvinnufélaga eða annarra félagsforma. En það telur Framsóknar- flokkurinn, að eigi að vera sem frjálsast. Þannig sé hag þjóðarinnar bezt borgið.. Framsóknarflokkurínn hefur frá upphafi lagt á það megináherzla, að efla trú þjóðarinnar á land sitt og traust hennar á sjálfri sér til alhiliða framsóknar. — Þetta kemur skýrt fram í ályktun síðasta aðalfundar flokksstjórnarinnar. Þar er m. a. með rökum sýnt fram á, að unnt sé að tvö- falda þjóðartekjurnar á næstu 10 árum.. Hvers vegna skyldi þetta ekki vera hægt, með öllum þeim mikíu möguleikum, sem við höfum nú — þegar þess er gætt, hvað okkur hefur tekizt til þessa við margfalt verri aðstæður. — En þetta verður ekki gert hér fremur en annars stað ar undir merkjum samdrátt ar- og íhaldsstefnu. Undir merkjum misréttis og bola- bragða við vinnustéttirnar. Undir merkjum óánægju flestra, vonleysis um rétt- mæt og bætt lifskjör, sem skapar bölsýni. Undir merkj- um sjúks stjórnarfars, er veikir hið gagnkvæma traust innan þjóðfélagsins.. Und- ir merkjum trúarinnar á hjálp utan frá, en vantrúar á, að máttur þjóðarinnar til að bjarga sér búi með henni sjálfri. Það verður að gerast, eins og hingað til fyrir trú á mátt okkar til aukinna framfara og framleiðni. Það verður að taka upp stefnu, sem eflir með þjóð- inni bjartsýni á framtíðina, fyrir eigin tilverknað, von um réttlát og batnandi lífs- kjör, ánægjuna, sem sú til- finning vekur, að vera þátt- takandi í því að vinna að því að ná stóru takmarki til bættra lífskjara, ekki fyrir fáa — heldur alla. í fæstum oröum sagt. Þetta verður að gerast með því að taka upp stefnu, sem í framkvæmd er um flest andstæða þeirra vinnu bragða, er núverandi stjórn stendur fyrir — og hefur gagnstæð áhrif á þjóðina. — Þess vegna væri líka æski- legt, að þessi rikisstjórn léti af störfum, áður en hún vinnur meira tjón en orðið er. Að lokum sendi ég Fram- sóknarmönnum um land allt beztu kveðjur og óska þeim og landsmönnum öllum árs og friðar. ^JJennann Jónaíion Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Sundhöllin. Sundlaugarnar Batihús Reykjavíkur. Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Mars Trading Company Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Vélaverkstæíi Sig- Sveinbjörnssonar. Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Víkingur h.f. Svanur h.f. t * f Gleðilegt nýár! Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Ora- og skartgripaverzlun Magnúsar Ásmundssonar. T f MI N X, fimmtudaginn 28. desember 1961. 13

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.