Tíminn - 04.01.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.01.1962, Blaðsíða 1
Lttgregltitiði beitt í Parísarborg Sjá blatisíftu 3. Munið að tilkynna vanskil á bíaðinu í síma 12323 fyrir kl. 6. 2. tbl. — Fimmtudagur 4. janúar 1962 — 46. árg. Hér á siðunni er sagt frá tjóni af völdum frosts í vatnsleiðslum, sem fraus í þegar frostin voru sem hörðust á dögunum, en þá sprungu pípur og ofnar í mörgum húsum. Og þarf engan að undra, þegar hann sér þessa mynd, því að þessi sílaði krani ýrir frá sér heltu vatni en er klammaður samt, og klakinn hrannas't upp allt í kringum hann. (Ljósm.: TÍMINN — G.E.) Sá ameríski fór of hratt Það gekk erfiðlega að og íslands og alla leið, og svo radíósamband, og taldi Magnús leggja sæsímastrenginn frá þag svo vel á veg komið, að ekki Færeyjum til íslands. Fyrst| myndi stranda á þvl' tafðist verkið af völdum veð- Heldur áfram í haust urs, en síðan af manna vö!d- um. — Áætlað er nú, að hægt verði að opna sæsímasamband ið til meginlandsins 15.—20. janúar. Tíminn hafði í gær tal af Magn- úsi Magnússyni, síimstöðvarstjóra í Vestmannaeyjum, og taldi hann ekkert að vánbúnaði hérna meg- in, til þess að opna sambandið hinn 15., en vissi ekki, hvemig ástandið væri Skotlands megin. Settur af Ætlunin er að halda svo áfram með lagningu sæsímastrengsins vestur um haf í ágúst eða septem ber f haust. Næsti áfangi héðan verður' Fredriksdal á Grænlandi, þar sem búið er að reisa stöðv- arhús, og þaðan mun svo streng- urinn liggja til Nýfundnalands og enda skammt frá Gander-flugvelli, þar sem hann verður settur í sam band við bandaríska símakerfið. Eins og kunnugt er, gekk mjög. vel að legjgja strenginn milli Fær eyja og íslands, en heldur verr milli Færeyja og Skotlands. Fyrst hamlaði veður framkvæandum, en svo varð símalagningarskipið fyr ir tjóni á bæði hluta af kaplinum og nokkrum magnaranna. Var skipstjóranum, sem var bandarísk ur, kennt um, og hann talinn, hafa farið of hratt, og þegar bi.l- anirnar voru lagfærðar, var hann settur í land, en Breti settur yfir skipið í staðinn. — Skipið, sem lagði hingað var eign póst- og símastjórnarinnar í Englandi, en það sem lagði til Skotlands var bandarískt, eign einkafyrirtækja vestra. Prófað og mælt Um þessar mundir er verig að prófa og mæla strenginn milli Færeyja og Skotlands, Færeyja Tugþúsunda tjón á íbúð- um af völdum frostanna í frostunum um daginn voru talsverð brögð að því, að vatn frysi í leiðslum í húsum og nokkuð víða urðu skemmd ir af. Þar sem pípur sprungu, varð talsvert tjón á gólfdúk- um, teppum og öðru slíku, en víða tókst að koma í veg fyrir sHkt með því að þíða frostið úr pípunum með rafsuðutækj um, áður en þær sprungu. Verkstjóri vatnsveitunnar tjáði blaðinu í gær, að ekki hefði orðið verulegt tjón af frosti í kalda- vatns-Ieiðslum. ,7élsmiðjan Kynd- ill tó(k að sér að þíða frostið með rafsuðutækjum, og þegar fólkið hringdi til vatnsveitunnar og kvartaði undan vatnsleysi, var því bent á, að frost gæti verið í leiðsl- unum, og jafnframt hvernig hægt væri að ráða bót á því. Gömul hús og kofar Verkstjóri hitaveitunnar sagði litlar skemmdir hafa orðið á hita- veituleiðslum, en þó hefðý frosið í fáeinum gömlum og gisnum hús- um og skúrkofum. Höfðu ekki undan Þá hringdi blaðið til vélsmiðj- unnar Kyndils, og spurðist fyrir um, hvort mikið annríki hefði ver- ið við þýðingar hjá þeim. Fyrir- svarsmaður þar játaði því, og taldi að verkefnin hefðu verið fleiri en þeir heifðu getað annað vegna mannfæðar. Einnig kæmi það til, að í vetur hefðu þeir ekki í gangi stærstu vélina, sem þeir hafa not- að til þess að þíða með frost úr pípum, en það er „þotustartari“, þ. e. mótor, sem notaður er til þess að setja vélar þrýstiloftsfiug- véla í gang, en sú vél er mjög dýr í rekstri og borgar sig varla nema við mikil verk. Tugþúsunda tjón Sagði Kyndilsmaðurinn, að frost ið hefði víða valdið talsverðum skaða í híbýlum, með því að sprengja vatnsleiðslur eða eliment í ofnum. Þá taldi hann furðu mikil brögð að því, að pípur hefðu sprungið í nýjum húsum, þar sem þær liggja milli hæða, og hefði talsvert tjón af þessu hlotizt. Sums staðar hefði miðstöðvarlögnin eyði lagzt öll, en það þýðir tugþúsunda tjón. Og svo miklar skemmdir þarf ekki til, til þess að tjónið verði mikið, ef pípa springur milli hæða, þarf að brjóta upp stein- inn með loftbor, síðan gera við hina skemmdu pípu, þá múra upp í gatið, og loks að kosta málun á herberginu, jafnvel nýjan gólfdúk. STÖRSKAÐI AF VIKUR- EINANORUN í haust varð vart við leka frá miðstöðvarlögn í stórhúsi Samvinnubygg ingafélags starfsmanna stjórnarráðsins við Skaftahlíð. Undir húsinu endilöngu er steinsteypt- ur stokkur með miðstöðv arpípum, og voru þær einangraðar með vikri. Þegar bera tók á lekan- um, var stokkurinn opn- aður, og kom þá í Ijós, að þípurnar voru orðnar ærið ryðbrunnar, enda er nú talið, að vikur sé mjög hættulegur, þegar hann liggur við járn, þótt hann hafi verið tals- vert notaður til einangr- unar með vatnsleiðslum fram undir þetta. íbúar hússins létu þá brjóta upp allan stokk- inn og skipta um pípur í honum, sópuðu vikurinn vandlega upp og einangr uðu með öðru efni. Skaftahllð 20 er nýleg bygging, flestir íbúanna fluttu inn seint á árinu 1957. Kostnaður við þessa viðgerð mun hafa farið yfir hundrað þúsund krónur, en hann jafnast niður á allar íbúðar húss ms sem eru 24 talsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.